Hægt að byrja á byggingu mosku strax eftir helgi Kjartan Atli Kjartansson skrifar 1. júní 2014 16:17 Moskan á að rísa hér. „Við erum á lokametrunum í undirbúningi að samkeppni um hönnun mosku og gætum í raun tekið táknræna skóflustungu nú strax eftir helgi,“ segir Ibrahim Sverrir Agnarsson, formaður Félags múslima, um fyrirhugaða mosku sem á að byggja í Sogamýrinni. Í febrúar var greint frá því að Félag múslima ætlaði að efna til samkeppni um hönnun moskunnar og mun samkeppnin nú fara af stað á næstunni, að sögn Sverris. Samkeppnin er haldin í samstarfi við Arkítektafélag Íslands og eru verðlaunin vegleg; sá sem hannar flottustu moskuna fær fimm milljónir í sinn hlut. Múslimar hafa verið mikið í umræðunni eftir að Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, oddviti Framsóknarflokksins og flugvallarvina, sagðist vilja afturkalla lóðarúthlunina til félagsins. Sveinbjörg Birna lýsti því síðar yfir að hún vildi fara málið í íbúakosningu. „Við myndum ekki hræðast þessa kosningu. Við myndum alveg þora í þessa baráttu,“ segir Sverrir. En Sverrir bendir á að málið hafi verið unnið í góðu samráði við Íbúasamtök Langholtshverfis. „Já við áttum góðan fund með þeim og þar var þetta rætt,“ útskýrir hann. Hann segir múslima ekki hafa verið ósátta með umræðuna í samfélaginu eftir að ummælin féllu. „Nei, við getum ekki verið ósátt með lýðræðislega umræðu. Við lítum á þetta sem tækifæri að upplýsa fólk um trúarbrögðin. Við vissum af þessari andstöðu í þjóðfélaginu og ummælin hafa örugglega gefið Framsóknarflokknum aukið fylgi. Við sjáum Facebook-hópa eins og Mótmælum mosku á Íslandi. En svo sjáum við líka hópa eins og Við mótælum ekki mosku á Íslandi, sem er stærri og fjölmennari. Þannig að, eins og ég segi, við hræðumst ekki umræðuna og hefðum ekki hræðst íbúakosningu um málið,“ segir Sverrir og bætir við að lokum: „En umræðan má ekki vera einhliða. Til dæmis var gaman að sjá í gær að það eru ekki bara múslimar sem láta skopmyndir fara svona gríðarlega mikið í taugarnar á sér,“ og vísar þar til umræðu vegna skopteikningar sem birtist í Fréttablaðinu í gær. Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Fleiri fréttir Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Sjá meira
„Við erum á lokametrunum í undirbúningi að samkeppni um hönnun mosku og gætum í raun tekið táknræna skóflustungu nú strax eftir helgi,“ segir Ibrahim Sverrir Agnarsson, formaður Félags múslima, um fyrirhugaða mosku sem á að byggja í Sogamýrinni. Í febrúar var greint frá því að Félag múslima ætlaði að efna til samkeppni um hönnun moskunnar og mun samkeppnin nú fara af stað á næstunni, að sögn Sverris. Samkeppnin er haldin í samstarfi við Arkítektafélag Íslands og eru verðlaunin vegleg; sá sem hannar flottustu moskuna fær fimm milljónir í sinn hlut. Múslimar hafa verið mikið í umræðunni eftir að Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, oddviti Framsóknarflokksins og flugvallarvina, sagðist vilja afturkalla lóðarúthlunina til félagsins. Sveinbjörg Birna lýsti því síðar yfir að hún vildi fara málið í íbúakosningu. „Við myndum ekki hræðast þessa kosningu. Við myndum alveg þora í þessa baráttu,“ segir Sverrir. En Sverrir bendir á að málið hafi verið unnið í góðu samráði við Íbúasamtök Langholtshverfis. „Já við áttum góðan fund með þeim og þar var þetta rætt,“ útskýrir hann. Hann segir múslima ekki hafa verið ósátta með umræðuna í samfélaginu eftir að ummælin féllu. „Nei, við getum ekki verið ósátt með lýðræðislega umræðu. Við lítum á þetta sem tækifæri að upplýsa fólk um trúarbrögðin. Við vissum af þessari andstöðu í þjóðfélaginu og ummælin hafa örugglega gefið Framsóknarflokknum aukið fylgi. Við sjáum Facebook-hópa eins og Mótmælum mosku á Íslandi. En svo sjáum við líka hópa eins og Við mótælum ekki mosku á Íslandi, sem er stærri og fjölmennari. Þannig að, eins og ég segi, við hræðumst ekki umræðuna og hefðum ekki hræðst íbúakosningu um málið,“ segir Sverrir og bætir við að lokum: „En umræðan má ekki vera einhliða. Til dæmis var gaman að sjá í gær að það eru ekki bara múslimar sem láta skopmyndir fara svona gríðarlega mikið í taugarnar á sér,“ og vísar þar til umræðu vegna skopteikningar sem birtist í Fréttablaðinu í gær.
Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Fleiri fréttir Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Sjá meira