Virða akstursbann að vettugi Svavar Hávarðsson skrifar 5. júní 2014 07:00 Við Frostastaðaháls. Skemmdir vegna utanvegaaksturs eru viðvarandi vandamál. Margt er hægt að laga en alvarlegustu skemmdirnar má sjá áratugum saman. Mynd/Umhverfisstofnun Þrátt fyrir að blátt bann sé lagt við umferð ökutækja á Friðlandi að Fjallabaki í leysingatíð eru mörg dæmi þess að lokunin sé virt að vettugi. Fyrirtæki auglýsa og selja ferðir inn á svæðið þrátt fyrir að vitað sé að svæðið sé lokað. Ingibjörg Eiríksdóttir, sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun og svæðalandvörður á Suðurlandi, segir um skýrt brot á náttúruverndarlögum að ræða. Ingibjörg ætlar engum að ætla sér að vinna skemmdir á sérstæðri náttúru svæðisins en aðstæður hljóti þó að vera öllum ljósar sem á annað borð þekkja til. Á þessum árstíma eru aðstæður slíkar að menn keyra gjarnan niður úr mjúkum snjó án þess að átta sig á því að þeir skera sig niður í gróðurinn. Eins freistast ökumenn til að krækja út fyrir skafla til að komast lengra, en mergurinn málsins sé auðvitað sá að inni á svæðinu eiga ökutæki ekki að vera.Ingibjörg EiríksdóttirIngibjörg segir að gróðurskemmdir á svæðinu sé í sumum tilfellum hægt að laga, en það eigi ekki alltaf við. Landverðir leggi árlega gríðarmikla vinnu í að laga för eftir utanvegaakstur, og til fræðslu ferðamanna. Eins verði í sumar stór hópur fólks við vinnu í Landmannalaugum og nágrenni við að gera við skemmdir eftir utanvegaakstur frá fyrri árum. „Sumt af þessu er ekki hægt að laga og tekur ár eða áratugi að jafna sig, og það er vandinn sem við erum að glíma við ár eftir ár,“ segir Ingibjörg. Ingibjörg hefur engar haldbærar sannanir um einstakar ferðir um svæðið, nema augljós ummerki. „En ég hef fréttir af stórum bíl á svæðinu, og eins mönnum sem eru að selja ferðir inn á svæðið um þessar mundir þrátt fyrir lokanir,“ segir Ingibjörg sem hefur gert lögreglunni á Hvolsvelli viðvart um hvers kyns er. Hún bætir við að í gær hafi hún með stuttri leit á netinu fundið sjö síður þar sem verið var að selja ferðir inn í Landmannalaugar ýmist allt árið eða frá 1. júní; allt á þeim tíma þegar er lokað. Ekki eru sérstakar dagsetningar á lokunum á þessu svæði á hálendinu, það er þær fara eftir tíðarfari, en hins vegar lokar Vegagerðin leiðinni með skýrum merkingum á staðnum og upplýsingum á vefsíðu sinni. Þessar merkingar eru að engu hafðar, og annaðhvort eru hlið opnuð eða farið fram hjá þeim hvort sem merkingar segja að það sé ófært eða lokað, eins og nú er. Tengdar fréttir Ferðir seldar í lokað friðland Ferðir eru auglýstar og seldar inn í Friðland að Fjallabaki þrátt fyrir lokanir á hálendinu. Skemmdir vegna utanvegaaksturs eru viðvarandi vandamál. Lögregla hyggur á eftirlit á landi og úr lofti vegna brotanna. 5. júní 2014 07:00 Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Innlent Herjólfur siglir ekki meira í dag Innlent Fleiri fréttir Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Sjá meira
Þrátt fyrir að blátt bann sé lagt við umferð ökutækja á Friðlandi að Fjallabaki í leysingatíð eru mörg dæmi þess að lokunin sé virt að vettugi. Fyrirtæki auglýsa og selja ferðir inn á svæðið þrátt fyrir að vitað sé að svæðið sé lokað. Ingibjörg Eiríksdóttir, sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun og svæðalandvörður á Suðurlandi, segir um skýrt brot á náttúruverndarlögum að ræða. Ingibjörg ætlar engum að ætla sér að vinna skemmdir á sérstæðri náttúru svæðisins en aðstæður hljóti þó að vera öllum ljósar sem á annað borð þekkja til. Á þessum árstíma eru aðstæður slíkar að menn keyra gjarnan niður úr mjúkum snjó án þess að átta sig á því að þeir skera sig niður í gróðurinn. Eins freistast ökumenn til að krækja út fyrir skafla til að komast lengra, en mergurinn málsins sé auðvitað sá að inni á svæðinu eiga ökutæki ekki að vera.Ingibjörg EiríksdóttirIngibjörg segir að gróðurskemmdir á svæðinu sé í sumum tilfellum hægt að laga, en það eigi ekki alltaf við. Landverðir leggi árlega gríðarmikla vinnu í að laga för eftir utanvegaakstur, og til fræðslu ferðamanna. Eins verði í sumar stór hópur fólks við vinnu í Landmannalaugum og nágrenni við að gera við skemmdir eftir utanvegaakstur frá fyrri árum. „Sumt af þessu er ekki hægt að laga og tekur ár eða áratugi að jafna sig, og það er vandinn sem við erum að glíma við ár eftir ár,“ segir Ingibjörg. Ingibjörg hefur engar haldbærar sannanir um einstakar ferðir um svæðið, nema augljós ummerki. „En ég hef fréttir af stórum bíl á svæðinu, og eins mönnum sem eru að selja ferðir inn á svæðið um þessar mundir þrátt fyrir lokanir,“ segir Ingibjörg sem hefur gert lögreglunni á Hvolsvelli viðvart um hvers kyns er. Hún bætir við að í gær hafi hún með stuttri leit á netinu fundið sjö síður þar sem verið var að selja ferðir inn í Landmannalaugar ýmist allt árið eða frá 1. júní; allt á þeim tíma þegar er lokað. Ekki eru sérstakar dagsetningar á lokunum á þessu svæði á hálendinu, það er þær fara eftir tíðarfari, en hins vegar lokar Vegagerðin leiðinni með skýrum merkingum á staðnum og upplýsingum á vefsíðu sinni. Þessar merkingar eru að engu hafðar, og annaðhvort eru hlið opnuð eða farið fram hjá þeim hvort sem merkingar segja að það sé ófært eða lokað, eins og nú er.
Tengdar fréttir Ferðir seldar í lokað friðland Ferðir eru auglýstar og seldar inn í Friðland að Fjallabaki þrátt fyrir lokanir á hálendinu. Skemmdir vegna utanvegaaksturs eru viðvarandi vandamál. Lögregla hyggur á eftirlit á landi og úr lofti vegna brotanna. 5. júní 2014 07:00 Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Innlent Herjólfur siglir ekki meira í dag Innlent Fleiri fréttir Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Sjá meira
Ferðir seldar í lokað friðland Ferðir eru auglýstar og seldar inn í Friðland að Fjallabaki þrátt fyrir lokanir á hálendinu. Skemmdir vegna utanvegaaksturs eru viðvarandi vandamál. Lögregla hyggur á eftirlit á landi og úr lofti vegna brotanna. 5. júní 2014 07:00