Virða akstursbann að vettugi Svavar Hávarðsson skrifar 5. júní 2014 07:00 Við Frostastaðaháls. Skemmdir vegna utanvegaaksturs eru viðvarandi vandamál. Margt er hægt að laga en alvarlegustu skemmdirnar má sjá áratugum saman. Mynd/Umhverfisstofnun Þrátt fyrir að blátt bann sé lagt við umferð ökutækja á Friðlandi að Fjallabaki í leysingatíð eru mörg dæmi þess að lokunin sé virt að vettugi. Fyrirtæki auglýsa og selja ferðir inn á svæðið þrátt fyrir að vitað sé að svæðið sé lokað. Ingibjörg Eiríksdóttir, sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun og svæðalandvörður á Suðurlandi, segir um skýrt brot á náttúruverndarlögum að ræða. Ingibjörg ætlar engum að ætla sér að vinna skemmdir á sérstæðri náttúru svæðisins en aðstæður hljóti þó að vera öllum ljósar sem á annað borð þekkja til. Á þessum árstíma eru aðstæður slíkar að menn keyra gjarnan niður úr mjúkum snjó án þess að átta sig á því að þeir skera sig niður í gróðurinn. Eins freistast ökumenn til að krækja út fyrir skafla til að komast lengra, en mergurinn málsins sé auðvitað sá að inni á svæðinu eiga ökutæki ekki að vera.Ingibjörg EiríksdóttirIngibjörg segir að gróðurskemmdir á svæðinu sé í sumum tilfellum hægt að laga, en það eigi ekki alltaf við. Landverðir leggi árlega gríðarmikla vinnu í að laga för eftir utanvegaakstur, og til fræðslu ferðamanna. Eins verði í sumar stór hópur fólks við vinnu í Landmannalaugum og nágrenni við að gera við skemmdir eftir utanvegaakstur frá fyrri árum. „Sumt af þessu er ekki hægt að laga og tekur ár eða áratugi að jafna sig, og það er vandinn sem við erum að glíma við ár eftir ár,“ segir Ingibjörg. Ingibjörg hefur engar haldbærar sannanir um einstakar ferðir um svæðið, nema augljós ummerki. „En ég hef fréttir af stórum bíl á svæðinu, og eins mönnum sem eru að selja ferðir inn á svæðið um þessar mundir þrátt fyrir lokanir,“ segir Ingibjörg sem hefur gert lögreglunni á Hvolsvelli viðvart um hvers kyns er. Hún bætir við að í gær hafi hún með stuttri leit á netinu fundið sjö síður þar sem verið var að selja ferðir inn í Landmannalaugar ýmist allt árið eða frá 1. júní; allt á þeim tíma þegar er lokað. Ekki eru sérstakar dagsetningar á lokunum á þessu svæði á hálendinu, það er þær fara eftir tíðarfari, en hins vegar lokar Vegagerðin leiðinni með skýrum merkingum á staðnum og upplýsingum á vefsíðu sinni. Þessar merkingar eru að engu hafðar, og annaðhvort eru hlið opnuð eða farið fram hjá þeim hvort sem merkingar segja að það sé ófært eða lokað, eins og nú er. Tengdar fréttir Ferðir seldar í lokað friðland Ferðir eru auglýstar og seldar inn í Friðland að Fjallabaki þrátt fyrir lokanir á hálendinu. Skemmdir vegna utanvegaaksturs eru viðvarandi vandamál. Lögregla hyggur á eftirlit á landi og úr lofti vegna brotanna. 5. júní 2014 07:00 Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Erlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Innlent Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Innlent Fleiri fréttir Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATÓ Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Sjá meira
Þrátt fyrir að blátt bann sé lagt við umferð ökutækja á Friðlandi að Fjallabaki í leysingatíð eru mörg dæmi þess að lokunin sé virt að vettugi. Fyrirtæki auglýsa og selja ferðir inn á svæðið þrátt fyrir að vitað sé að svæðið sé lokað. Ingibjörg Eiríksdóttir, sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun og svæðalandvörður á Suðurlandi, segir um skýrt brot á náttúruverndarlögum að ræða. Ingibjörg ætlar engum að ætla sér að vinna skemmdir á sérstæðri náttúru svæðisins en aðstæður hljóti þó að vera öllum ljósar sem á annað borð þekkja til. Á þessum árstíma eru aðstæður slíkar að menn keyra gjarnan niður úr mjúkum snjó án þess að átta sig á því að þeir skera sig niður í gróðurinn. Eins freistast ökumenn til að krækja út fyrir skafla til að komast lengra, en mergurinn málsins sé auðvitað sá að inni á svæðinu eiga ökutæki ekki að vera.Ingibjörg EiríksdóttirIngibjörg segir að gróðurskemmdir á svæðinu sé í sumum tilfellum hægt að laga, en það eigi ekki alltaf við. Landverðir leggi árlega gríðarmikla vinnu í að laga för eftir utanvegaakstur, og til fræðslu ferðamanna. Eins verði í sumar stór hópur fólks við vinnu í Landmannalaugum og nágrenni við að gera við skemmdir eftir utanvegaakstur frá fyrri árum. „Sumt af þessu er ekki hægt að laga og tekur ár eða áratugi að jafna sig, og það er vandinn sem við erum að glíma við ár eftir ár,“ segir Ingibjörg. Ingibjörg hefur engar haldbærar sannanir um einstakar ferðir um svæðið, nema augljós ummerki. „En ég hef fréttir af stórum bíl á svæðinu, og eins mönnum sem eru að selja ferðir inn á svæðið um þessar mundir þrátt fyrir lokanir,“ segir Ingibjörg sem hefur gert lögreglunni á Hvolsvelli viðvart um hvers kyns er. Hún bætir við að í gær hafi hún með stuttri leit á netinu fundið sjö síður þar sem verið var að selja ferðir inn í Landmannalaugar ýmist allt árið eða frá 1. júní; allt á þeim tíma þegar er lokað. Ekki eru sérstakar dagsetningar á lokunum á þessu svæði á hálendinu, það er þær fara eftir tíðarfari, en hins vegar lokar Vegagerðin leiðinni með skýrum merkingum á staðnum og upplýsingum á vefsíðu sinni. Þessar merkingar eru að engu hafðar, og annaðhvort eru hlið opnuð eða farið fram hjá þeim hvort sem merkingar segja að það sé ófært eða lokað, eins og nú er.
Tengdar fréttir Ferðir seldar í lokað friðland Ferðir eru auglýstar og seldar inn í Friðland að Fjallabaki þrátt fyrir lokanir á hálendinu. Skemmdir vegna utanvegaaksturs eru viðvarandi vandamál. Lögregla hyggur á eftirlit á landi og úr lofti vegna brotanna. 5. júní 2014 07:00 Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Erlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Innlent Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Innlent Fleiri fréttir Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATÓ Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Sjá meira
Ferðir seldar í lokað friðland Ferðir eru auglýstar og seldar inn í Friðland að Fjallabaki þrátt fyrir lokanir á hálendinu. Skemmdir vegna utanvegaaksturs eru viðvarandi vandamál. Lögregla hyggur á eftirlit á landi og úr lofti vegna brotanna. 5. júní 2014 07:00
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent