Oddvitar stefna ekki á þáttöku Reykjavíkur í fjármögnun Sundabrautar Ingvar Haraldsson skrifar 24. maí 2014 07:00 Hér má sjá hvernig Sundabraut gæti mögulega litið út verði hún lögð. Mynd/Sigurður Valur Ríkisstjórnin samþykkti í gær tillögu Hönnu Birnu Kristjánsdóttur innanríkisráðherra um viðræður ríkisins við einkaðila um að hönnun og lagningu Sundabrautar yrði flýtt. Hanna Birna Kristjánsdóttir hefur áður sagt að Sundabraut sé góður kostur fyrir einkaframkvæmd. Ökumenn geti valið á milli þess að borga fyrir að aka um Sundabraut eða fara aðra leið. Lagning Sundabrautar er á stefnuskrá Sjálfstæðisflokksins. Halldór Halldórsson, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, segir því: "Bygging Sundabrautar er góður kostur fyrir einkaframkvæmd því fólk hefði val um hvort það borgi í Sundabraut eða fari aðra leið.“ Halldór telur að lagning Sundabrautar myndi efla iðnað í útjöðrum borgarinnar ásamt því að tengja betur saman hverfi borgarinnar. S. Björn Blöndal, oddviti Bjartrar framtíðar í Reykjavík, segir málið ekki vera forgangsmál hjá Bjartri framtíð. „Þetta er fyrst og fremst verkefni ríkisins.“ Björn bætir við að mikilvægt sé að skilgreina nákvæmlega hvert hlutverk Sundabrautar eigi að vera. "Þetta er framkvæmd sem þarf að hugsa vel.“ Björn segir þó sjálfsagt að málið verði skoðað. Dagur B. Eggertsson, borgarstjóraefni Samfylkingarinnar, segist opinn fyrir lagningu Sundabrautar, hún sé á aðalskipulagi. Dagur gerir ekki ráð fyrir að borgin leggi fé í framkvæmdirnar. „Það hefur alltaf verið gert ráð fyrir að Sundabraut yrði lögð í einkaframkvæmd.“ Dagur segir þó mikilvægt að ákvarðanir verði teknar í samstarfi við íbúa og ríkið. Hann býst við að funda með innanríkisráðherra á næstu dögum þar sem farið verði yfir málið. Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Erlent Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Innlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Innlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Fleiri fréttir Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Sjá meira
Ríkisstjórnin samþykkti í gær tillögu Hönnu Birnu Kristjánsdóttur innanríkisráðherra um viðræður ríkisins við einkaðila um að hönnun og lagningu Sundabrautar yrði flýtt. Hanna Birna Kristjánsdóttir hefur áður sagt að Sundabraut sé góður kostur fyrir einkaframkvæmd. Ökumenn geti valið á milli þess að borga fyrir að aka um Sundabraut eða fara aðra leið. Lagning Sundabrautar er á stefnuskrá Sjálfstæðisflokksins. Halldór Halldórsson, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, segir því: "Bygging Sundabrautar er góður kostur fyrir einkaframkvæmd því fólk hefði val um hvort það borgi í Sundabraut eða fari aðra leið.“ Halldór telur að lagning Sundabrautar myndi efla iðnað í útjöðrum borgarinnar ásamt því að tengja betur saman hverfi borgarinnar. S. Björn Blöndal, oddviti Bjartrar framtíðar í Reykjavík, segir málið ekki vera forgangsmál hjá Bjartri framtíð. „Þetta er fyrst og fremst verkefni ríkisins.“ Björn bætir við að mikilvægt sé að skilgreina nákvæmlega hvert hlutverk Sundabrautar eigi að vera. "Þetta er framkvæmd sem þarf að hugsa vel.“ Björn segir þó sjálfsagt að málið verði skoðað. Dagur B. Eggertsson, borgarstjóraefni Samfylkingarinnar, segist opinn fyrir lagningu Sundabrautar, hún sé á aðalskipulagi. Dagur gerir ekki ráð fyrir að borgin leggi fé í framkvæmdirnar. „Það hefur alltaf verið gert ráð fyrir að Sundabraut yrði lögð í einkaframkvæmd.“ Dagur segir þó mikilvægt að ákvarðanir verði teknar í samstarfi við íbúa og ríkið. Hann býst við að funda með innanríkisráðherra á næstu dögum þar sem farið verði yfir málið.
Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Erlent Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Innlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Innlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Fleiri fréttir Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Sjá meira