Hagræn áhrif íþrótta Eva Baldursdóttir skrifar 23. maí 2014 07:00 Starfsemi íþróttafélaga þykir flestum sjálfsögð og nauðsynleg þjónusta. Í hverfafélaginu slær hjarta hverfisins iðulega örast. Þar fagna menn sigrum og standa saman í ósigrum – óháð stétt, stöðu eða daglegu fjasi. Íbúar hverfisins leggja hönd á plóg við að gera starfsemi félaganna eins og best verður á kosið, í þágu barna sinna og ungmenna. Í hverfafélögum er því að finna mikil verðmæti, félagsauðinn.En af hverju hagræn áhrif íþrótta? Meginhlutverk þeirra sem fást við pólitík á sveitarstjórnarstigi er að forgangsraða fjármunum. Vandinn er hins vegar sá að þeir fjármunir eru af skornum skammti. Þegar þrengir frekar að er hætt við að lögbundin grunnþjónusta, svo sem skólar og velferðarþjónusta, njóti forgangs umfram þá þjónustu sveitarfélaga sem ekki er lögbundin. Það liggja hins vegar hættur í því að skera við nögl í íþrótta- og æskulýðsstarfi, einkum vegna forvarnargildis þess. Mikilvægi íþrótta og annarrar skipulagðrar æskulýðsstarfsemi, út frá félagslegum gildum er löngu kunn. Hitt er óplægður akur, það er hvort íþróttir hafi í sjálfu sér hagrænt gildi fyrir samfélagið. Slík vitneskja gæti hins vegar auðveldað rökstuðning fjárfestinga hins opinbera sem tengjast íþróttum.En hvað er hagrænt við íþróttir? Í fyrsta lagi forvarnargildi íþrótta fyrir samfélagið. Í öðru lagi sjálfboðaliðavinnan sem unnin er innan veggja íþróttafélaga. Fjöldi fólks gefur vinnu sína í þágu félagsins og í því felast gríðarleg verðmæti. Í þriðja lagi er fjöldi íþróttaviðburða og –móta sem fjöldinn allur af erlendum ferðamönnum sækir heim og færist það í aukana. Má helst nefna Reykjavíkurmaraþonið, Reykjavik International Games (RIG), þar sem sett eru fjöldamet erlendra þátttakenda á hverju ári, Rey Cup o.s.frv. Meðal íþróttamóta sem haldin verða í Reykjavík á næstunni sem þúsund erlendra þátttakenda munu sækja eru Evrópumót í fimleikum 2014, Smáþjóðaleikarnir 2015 og Evrópumeistaramótið í skák 2015. Í Íþróttastefnu Reykjavíkur til ársins 2020, sem við meirihlutinn unnum í samstarfi við Íþróttabandalag Reykjavíkur, er ein af lykilaðgerðunum að rannsaka hagræn áhrif íþrótta. Við höfum því lagt áherslu á að sú rannsókn fari fram sem allra fyrst, en til að fá sem skýrastar niðurstöður er aðkoma ríkisins nauðsynleg. Í forgangsröðun fjármuna hjá hinu opinbera hafa íþróttir og menning iðulega átt undir högg að sækja. Rannsókn á hagrænum gildum menningar og skapandi greina formgerði það sem flestir listamenn þegar vissu – að opinberir fjármunir sem varið er í menningu er fjárfesting sem skilar sér margfalt til baka í opinbera sjóði og til samfélagsins í heild. Ég tel að niðurstaða úr rannsókn um hagrænt gildi íþrótta skili sömu niðurstöðu. Þess vegna munum við í Samfylkingunni hafa forgöngu um að hrinda henni í framkvæmd sem allra fyrst. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Mest lesið Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Halldór 02.08.2025 Halldór Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun Fólkið í flokknum Helgi Áss Grétarsson Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Sjá meira
Starfsemi íþróttafélaga þykir flestum sjálfsögð og nauðsynleg þjónusta. Í hverfafélaginu slær hjarta hverfisins iðulega örast. Þar fagna menn sigrum og standa saman í ósigrum – óháð stétt, stöðu eða daglegu fjasi. Íbúar hverfisins leggja hönd á plóg við að gera starfsemi félaganna eins og best verður á kosið, í þágu barna sinna og ungmenna. Í hverfafélögum er því að finna mikil verðmæti, félagsauðinn.En af hverju hagræn áhrif íþrótta? Meginhlutverk þeirra sem fást við pólitík á sveitarstjórnarstigi er að forgangsraða fjármunum. Vandinn er hins vegar sá að þeir fjármunir eru af skornum skammti. Þegar þrengir frekar að er hætt við að lögbundin grunnþjónusta, svo sem skólar og velferðarþjónusta, njóti forgangs umfram þá þjónustu sveitarfélaga sem ekki er lögbundin. Það liggja hins vegar hættur í því að skera við nögl í íþrótta- og æskulýðsstarfi, einkum vegna forvarnargildis þess. Mikilvægi íþrótta og annarrar skipulagðrar æskulýðsstarfsemi, út frá félagslegum gildum er löngu kunn. Hitt er óplægður akur, það er hvort íþróttir hafi í sjálfu sér hagrænt gildi fyrir samfélagið. Slík vitneskja gæti hins vegar auðveldað rökstuðning fjárfestinga hins opinbera sem tengjast íþróttum.En hvað er hagrænt við íþróttir? Í fyrsta lagi forvarnargildi íþrótta fyrir samfélagið. Í öðru lagi sjálfboðaliðavinnan sem unnin er innan veggja íþróttafélaga. Fjöldi fólks gefur vinnu sína í þágu félagsins og í því felast gríðarleg verðmæti. Í þriðja lagi er fjöldi íþróttaviðburða og –móta sem fjöldinn allur af erlendum ferðamönnum sækir heim og færist það í aukana. Má helst nefna Reykjavíkurmaraþonið, Reykjavik International Games (RIG), þar sem sett eru fjöldamet erlendra þátttakenda á hverju ári, Rey Cup o.s.frv. Meðal íþróttamóta sem haldin verða í Reykjavík á næstunni sem þúsund erlendra þátttakenda munu sækja eru Evrópumót í fimleikum 2014, Smáþjóðaleikarnir 2015 og Evrópumeistaramótið í skák 2015. Í Íþróttastefnu Reykjavíkur til ársins 2020, sem við meirihlutinn unnum í samstarfi við Íþróttabandalag Reykjavíkur, er ein af lykilaðgerðunum að rannsaka hagræn áhrif íþrótta. Við höfum því lagt áherslu á að sú rannsókn fari fram sem allra fyrst, en til að fá sem skýrastar niðurstöður er aðkoma ríkisins nauðsynleg. Í forgangsröðun fjármuna hjá hinu opinbera hafa íþróttir og menning iðulega átt undir högg að sækja. Rannsókn á hagrænum gildum menningar og skapandi greina formgerði það sem flestir listamenn þegar vissu – að opinberir fjármunir sem varið er í menningu er fjárfesting sem skilar sér margfalt til baka í opinbera sjóði og til samfélagsins í heild. Ég tel að niðurstaða úr rannsókn um hagrænt gildi íþrótta skili sömu niðurstöðu. Þess vegna munum við í Samfylkingunni hafa forgöngu um að hrinda henni í framkvæmd sem allra fyrst.
Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun