Snúast kosningar til sveitarstjórna um alvörumál? Eydís K. Sveinbjarnardóttir og Gunnlaug Thorlacius skrifar 22. maí 2014 07:00 Eitt af lögbundnum hlutverkum sveitarfélaga er að sjá til þess að geðfatlaðir fái viðeigandi búsetuúrræði. Það var sett í löggjöf árið 1992 en reyndi lítið á fyrr en upp úr aldamótum. Við stefnumótun og endurskoðun í rekstri geðdeilda var ákveðið að loka stofnanavæddum geðdeildum og taka upp gagnreynda stefnu annarra landa varðandi samfélagsgeðlækningar. Geðfatlaðir skyldu eiga heima í samfélaginu og njóta þjónustu geðdeilda þegar þeir þyrftu á spítalaþjónustu að halda. Átak var gert í búsetumálum geðfatlaðra á árunum 2006-2010. Það verkefni var kallað Straumhvarfaverkefni og miðaði að því að finna geðfötluðum viðeigandi búsetuúrræði í samfélaginu. Í Reykjavík var vettvangsgeðteymi stofnað, sem er samvinnuverkefni Geðsviðs Landspítala og Velferðarsviðs Reykjavíkurborgar. Teymið hefur það að markmiði að auka samfellu í þjónustu, lífsgæði og færni til daglegs lífs hjá geðfötluðum sem eiga sitt heimili í búsetukjörnum á vegum borgarinnar. Faraldsfræðilegar rannsóknir hafa sýnt að nýgengi þeirra geðfatlaðra sem þurfa búsetu til dæmis í Reykjavík sé um það bil átta manns á ári. Nú er svo komið að ekki hefur bæst við nýtt sértækt búsetuúrræði fyrir geðfatlaða frá árinu 2010. Í dag teppa 19 einstaklingar pláss á Geðsviði Landspítala vegna skorts á viðunandi búsetuúrræðum. Reykvíkingar eru í miklum meirihluta í þeim hópi og er líklegasta skýringin sú að þar búa flestir landsmenn. Í nýlegri rannsókn á högum fatlaðs fólks kemur fram að hlutfall öryrkja er hæst í Reykjavík. Rannsóknin leiddi jafnframt í ljós að flestir sem ákvarða búsetu eftir þjónustu kjósa að búa í höfuðborginni. Reykjavíkurborg hefur staðið sig einna best af sveitarfélögum landsins við að búa til úrræði og þjónusta þennan hóp en betur má ef duga skal.Batinn í hættu Af þessum 19 einstaklingum hafa 13 beðið í sex mánuði eða lengur eftir að geðendurhæfingu er lokið. Þetta fólk er tilbúið til útskriftar en er fast á geðdeildum vegna skorts á viðeigandi úrræðum. Þessi staða er óviðunandi og verður þess oft valdandi að markmið endurhæfingar og sá bati sem fólk hefur náð er í hættu. Þess má geta að kostnaður samfélagsins við hvern sjúkling sem liggur á geðdeild er varlega áætlaður um 100.000 krónur á sólarhring. Sértæk búsetuúrræði eru því án efa hagkvæmari kostur fyrir samfélagið, auk þess sem þau fela í sér aukin lífsgæði fyrir þá sem glíma við geðsjúkdóma. Í ljósi þessa er mikilvægt að hafa í huga að heildarfjöldi þeirra legurýma sem endurhæfingardeildir hafa yfir að ráða eru um 40 og því óhætt að segja að tæplega helmingur þeirra sé tepptur. Velferðarráð Reykjavíkurborgar ætlaði að leysa búsetumálin á sl. árum með því að fela Félagsbústöðum að kaupa 32 einstaklingsíbúðir fyrir geðfatlaða 2012-2014 sem áttu að vera í nágrenni við búsetukjarna fyrir geðfatlaða. Það má segja að velferðarráð hafi verið að bjarga sér fyrir horn. Staðan núna á árinu 2014 er að 12 íbúðir af þessum 32 hafa verið keyptar og ekkert fjármagn verið eyrnamerkt til að þjónusta þá einstaklinga sem þar munu búa. Þjónusta sveitarfélaganna er afar misjöfn og framboð af félagslegu leiguhúsnæði og sértækum búsetuúrræðum er ekki sambærilegt milli sveitarfélaga. Það er óásættanleg staða fyrir geðfatlaða að bíða á geðdeildum eftir að hafa lokið geðendurhæfingu. Þessi staða má þó ekki verða til þess að snúið verði til baka í að útbúa stofnanir fyrir geðfatlaða og missa sýn á þeirri eðlilegu kröfu að geðfatlaðir eigi heimili í samfélaginu. Að okkar mati er um alvörumál að ræða. Við höfum þó ekki heyrt í neinu framboði til sveitarstjórna sem leggur metnað sinn í þennan málaflokk. Við ætlum að kjósa með geðfötluðum! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Mest lesið Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson Skoðun Halldór 02.08.2025 Halldór Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson Skoðun Fyrsta flokks heilbrigðisþjónustu á Íslandi Lilja Alfreðsdóttir Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Sjá meira
Eitt af lögbundnum hlutverkum sveitarfélaga er að sjá til þess að geðfatlaðir fái viðeigandi búsetuúrræði. Það var sett í löggjöf árið 1992 en reyndi lítið á fyrr en upp úr aldamótum. Við stefnumótun og endurskoðun í rekstri geðdeilda var ákveðið að loka stofnanavæddum geðdeildum og taka upp gagnreynda stefnu annarra landa varðandi samfélagsgeðlækningar. Geðfatlaðir skyldu eiga heima í samfélaginu og njóta þjónustu geðdeilda þegar þeir þyrftu á spítalaþjónustu að halda. Átak var gert í búsetumálum geðfatlaðra á árunum 2006-2010. Það verkefni var kallað Straumhvarfaverkefni og miðaði að því að finna geðfötluðum viðeigandi búsetuúrræði í samfélaginu. Í Reykjavík var vettvangsgeðteymi stofnað, sem er samvinnuverkefni Geðsviðs Landspítala og Velferðarsviðs Reykjavíkurborgar. Teymið hefur það að markmiði að auka samfellu í þjónustu, lífsgæði og færni til daglegs lífs hjá geðfötluðum sem eiga sitt heimili í búsetukjörnum á vegum borgarinnar. Faraldsfræðilegar rannsóknir hafa sýnt að nýgengi þeirra geðfatlaðra sem þurfa búsetu til dæmis í Reykjavík sé um það bil átta manns á ári. Nú er svo komið að ekki hefur bæst við nýtt sértækt búsetuúrræði fyrir geðfatlaða frá árinu 2010. Í dag teppa 19 einstaklingar pláss á Geðsviði Landspítala vegna skorts á viðunandi búsetuúrræðum. Reykvíkingar eru í miklum meirihluta í þeim hópi og er líklegasta skýringin sú að þar búa flestir landsmenn. Í nýlegri rannsókn á högum fatlaðs fólks kemur fram að hlutfall öryrkja er hæst í Reykjavík. Rannsóknin leiddi jafnframt í ljós að flestir sem ákvarða búsetu eftir þjónustu kjósa að búa í höfuðborginni. Reykjavíkurborg hefur staðið sig einna best af sveitarfélögum landsins við að búa til úrræði og þjónusta þennan hóp en betur má ef duga skal.Batinn í hættu Af þessum 19 einstaklingum hafa 13 beðið í sex mánuði eða lengur eftir að geðendurhæfingu er lokið. Þetta fólk er tilbúið til útskriftar en er fast á geðdeildum vegna skorts á viðeigandi úrræðum. Þessi staða er óviðunandi og verður þess oft valdandi að markmið endurhæfingar og sá bati sem fólk hefur náð er í hættu. Þess má geta að kostnaður samfélagsins við hvern sjúkling sem liggur á geðdeild er varlega áætlaður um 100.000 krónur á sólarhring. Sértæk búsetuúrræði eru því án efa hagkvæmari kostur fyrir samfélagið, auk þess sem þau fela í sér aukin lífsgæði fyrir þá sem glíma við geðsjúkdóma. Í ljósi þessa er mikilvægt að hafa í huga að heildarfjöldi þeirra legurýma sem endurhæfingardeildir hafa yfir að ráða eru um 40 og því óhætt að segja að tæplega helmingur þeirra sé tepptur. Velferðarráð Reykjavíkurborgar ætlaði að leysa búsetumálin á sl. árum með því að fela Félagsbústöðum að kaupa 32 einstaklingsíbúðir fyrir geðfatlaða 2012-2014 sem áttu að vera í nágrenni við búsetukjarna fyrir geðfatlaða. Það má segja að velferðarráð hafi verið að bjarga sér fyrir horn. Staðan núna á árinu 2014 er að 12 íbúðir af þessum 32 hafa verið keyptar og ekkert fjármagn verið eyrnamerkt til að þjónusta þá einstaklinga sem þar munu búa. Þjónusta sveitarfélaganna er afar misjöfn og framboð af félagslegu leiguhúsnæði og sértækum búsetuúrræðum er ekki sambærilegt milli sveitarfélaga. Það er óásættanleg staða fyrir geðfatlaða að bíða á geðdeildum eftir að hafa lokið geðendurhæfingu. Þessi staða má þó ekki verða til þess að snúið verði til baka í að útbúa stofnanir fyrir geðfatlaða og missa sýn á þeirri eðlilegu kröfu að geðfatlaðir eigi heimili í samfélaginu. Að okkar mati er um alvörumál að ræða. Við höfum þó ekki heyrt í neinu framboði til sveitarstjórna sem leggur metnað sinn í þennan málaflokk. Við ætlum að kjósa með geðfötluðum!
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun