Köstum ekki verðmætum á glæ Ingvar Jónsson skrifar 17. maí 2014 07:00 Framsóknarflokkurinn og Flugvallarvinir vilja vernda Reykjavíkurflugvöll og koma í veg fyrir lokun neyðarflugbrautar sem samkvæmt samkomulagi borgarstjóra og innanríkisráðherra á að loka eins fljótt og hægt er. Framsókn og Flugvallarvinir vilja tryggja nægt lóðaframboð fyrir íbúa og fyrirtæki í Reykjavík án þess að fórna Reykjavíkurflugvelli. Það skortir ekki byggingarland í Reykjavík. Rétt eins og aðrir flugvellir þá skapar Reykjavíkurflugvöllur störf og laðar að sér fólk og viðskipti. Þar að auki stunda fjölmargir flugnám á flugvellinum. Flugvöllurinn er mikilvægur hlekkur í atvinnustarfsemi landsins og ég trúi að það séu samfélagsleg og efnahagsleg mistök að leggja hann niður.Rándýrar íbúðir fyrir hverja? Að leggja niður Reykjavíkurflugvöll og byggja húsnæði í Vatnsmýrinni verður dýrt. Ég velti fyrir mér hverjir hafi efni á því að kaupa sér nýja íbúð þar. Það er kostnaðarsamara að byggja í mýri en á klöpp og giska ég á að meðalfermetraverð fyrir íbúðarhúsnæði verði vart undir 600 þúsund krónum. Það eru 60 milljónir fyrir 100 fermetra íbúð. Ég tel að þetta sé varlega áætlað. Laun á Íslandi eru ekki nógu há til að raunhæft sé að meðal Jón og Gunna fari í slíka fjárfestingu. Til að koma til móts við vilja þeirra sem vilja byggð í Vatnsmýri er vel hægt að byggja í kringum flugvöllinn án þess að þjarma að honum eða leggja hann niður.Virðum vilja borgarbúa Samkvæmt skoðanakönnun vilja u.þ.b. 70% borgarbúa og 80% landsmanna flugvöllinn áfram í Vatnsmýri. Það eru mikil verðmæti fólgin í flugvellinum sem óskynsamlegt er að kasta á glæ. Ég hvet þig, kjósandi góður, til að leggja málstaðnum lið og kjósa Framsókn og Flugvallarvini í Reykjavík. X-B. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Mest lesið Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir Skoðun Ef þetta er ekki þrælahald – hvað er það þá? Ágústa Árnadóttir Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun Stúka við Kórinn mun skera niður framtíð HK í fótbolta! Ómar Stefánsson Skoðun 3,7 milljarða skattalækkun í Hafnarfirði Orri Björnsson Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson Skoðun Flóttamannavegurinn er loksins fundinn Árni Rúnar Þorvaldsson Skoðun Breytum viðhorfi til veikindaréttar Bjarni Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Stúka við Kórinn mun skera niður framtíð HK í fótbolta! Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Hlúum að hjarta skólans skrifar Skoðun Ef þetta er ekki þrælahald – hvað er það þá? Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun Af hverju þurfa börn að borga í strætó? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flóttamannavegurinn er loksins fundinn Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður fyrir fólk á öllum æviskeiðum Helga Björg Loftsdóttir skrifar Skoðun 3,7 milljarða skattalækkun í Hafnarfirði Orri Björnsson skrifar Skoðun Nokkur orð um rekstrarkostnað Arnar Már Jóhannesson,Ásgerður Ágústsdóttir skrifar Skoðun ESB er (enn) ekki varnarbandalag Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Suðurlandsbraut á skilið umhverfismat Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Loforðin ein vinna ekki á verðbólgunni Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ástæða góðs árangurs í handbolta Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Skaðlegt stafrænt umhverfi barna Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Súkkulaðisnúðurinn segir sannleikann Björn Ólafsson skrifar Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar Skoðun Setjum ekki skátastarf á varamannabekkinn Óskar Eiríksson skrifar Skoðun Björg fyrir Reykvíkinga Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir,Þórey Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Enn má Daði leiðrétta Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ég sá Jesú í fréttunum Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Ógnarstjórn talmafíunnar Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Hundrað–múrinn rofinn! Anna Björg Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert stefnum við? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Hrunamannahreppur 5 - Kópavogur 0 Gunnar Gylfason skrifar Sjá meira
Framsóknarflokkurinn og Flugvallarvinir vilja vernda Reykjavíkurflugvöll og koma í veg fyrir lokun neyðarflugbrautar sem samkvæmt samkomulagi borgarstjóra og innanríkisráðherra á að loka eins fljótt og hægt er. Framsókn og Flugvallarvinir vilja tryggja nægt lóðaframboð fyrir íbúa og fyrirtæki í Reykjavík án þess að fórna Reykjavíkurflugvelli. Það skortir ekki byggingarland í Reykjavík. Rétt eins og aðrir flugvellir þá skapar Reykjavíkurflugvöllur störf og laðar að sér fólk og viðskipti. Þar að auki stunda fjölmargir flugnám á flugvellinum. Flugvöllurinn er mikilvægur hlekkur í atvinnustarfsemi landsins og ég trúi að það séu samfélagsleg og efnahagsleg mistök að leggja hann niður.Rándýrar íbúðir fyrir hverja? Að leggja niður Reykjavíkurflugvöll og byggja húsnæði í Vatnsmýrinni verður dýrt. Ég velti fyrir mér hverjir hafi efni á því að kaupa sér nýja íbúð þar. Það er kostnaðarsamara að byggja í mýri en á klöpp og giska ég á að meðalfermetraverð fyrir íbúðarhúsnæði verði vart undir 600 þúsund krónum. Það eru 60 milljónir fyrir 100 fermetra íbúð. Ég tel að þetta sé varlega áætlað. Laun á Íslandi eru ekki nógu há til að raunhæft sé að meðal Jón og Gunna fari í slíka fjárfestingu. Til að koma til móts við vilja þeirra sem vilja byggð í Vatnsmýri er vel hægt að byggja í kringum flugvöllinn án þess að þjarma að honum eða leggja hann niður.Virðum vilja borgarbúa Samkvæmt skoðanakönnun vilja u.þ.b. 70% borgarbúa og 80% landsmanna flugvöllinn áfram í Vatnsmýri. Það eru mikil verðmæti fólgin í flugvellinum sem óskynsamlegt er að kasta á glæ. Ég hvet þig, kjósandi góður, til að leggja málstaðnum lið og kjósa Framsókn og Flugvallarvini í Reykjavík. X-B.
Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar
Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar
Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar