Af hverju? Einar Benediktsson skrifar 10. maí 2014 10:00 Líta verður til ESB-aðildar í víðara samhengi en þrálátu karpi um niðurstöður aðildarsamnings, þar sem Íslendingar semja við sig sjálfa. Evrópusambandið stendur með Atlantshafsbandalaginu í að tryggja landamæri Evrópusambandsins við Rússland gegn frekari ágangi en orðinn er í Úkraínu. Áður fyrr var talað um nytsama sakleysingja, en pólskur sérfræðingur, Slawomir Sierakowski, segir í grein í International New York Times, þá Vesturlandabúa sem líta fram hjá hættunni af yfirgangi Rússa vera „Putin"s useful idiots“. En varðandi norðurmörk Evrópu er því miður um stefnu- og áhugaleysi að ræða í varnar- og öryggismálum Vesturlanda og ræður þar miklu brottför Bandaríkjamanna frá Keflavík 2006. Það var eitt fyrsta merki hins sögulega fráhvarfs Bandaríkjahers frá Evrópu, sem nú er ótvíræð stefna þings og þjóðar vestan hafs. Spurt er af hverju aðild að Evrópusambandinu er hagsmunamál Íslands. Svarið er meðal annars að með því að vera innan landamæra sambandsins er sinnt þjóðaröryggi okkar. Íslendingar búa við vaxandi ógn vegna hervæðingar Rússa við Íshafið. Sama má segja um fyrirætlanir Kínverja, þótt þær birtist ekki í bráðina sem hernaðarleg ógn heldur yfirþyrmandi efnahagsleg umsvif. Þeir segjast munu fjárfesta fyrir 500 milljarða dollara erlendis með ótilteknu meira fjármagni til Íslands, væntanlega m.a. í risahöfn í Finnafirði, olíuvinnslu á Drekasvæðinu af CNOOC og áformum Huangs Nubo. Ísland gæti víst verið heimsvæðingarsetur Kína, miðstöð leitar og björgunarstarfsemi og þjálfunar. Stórfjárfestingar Kínverja í okkar litla landi fela í sér efnahagslega áþján en aðild að Evrópusambandinu tryggingu til hins gagnstæða. Afnám haftanna verður eitt helsta samningsatriðið en ESB og Evrópski seðlabankinn hafa þegar gefið ádrátt um frumkvæði um stofnun vinnuhóps um afnám hafta. Yrði þá vonandi fundin leið til að rjúfa þá hættustöðu, sem Ísland hefur ratað í vegna kröfuhafa í slitabú föllnu bankanna. Með því að forðast að þvinga föllnu bankana í gjaldþrot gegn vilja kröfuhafa yrði komist hjá erfiðum og langdrægum málaferlum samfara einangrun frá fjármálmörkuðum, sem sí fátækari Argentína hefur mátt búa við af sömu ástæðum. Afnám gjaldeyrishafta er liður í aðild að Myntbandalaginu og upptöku evru sem felur í sér gríðarlegan velferðarábata fyrir Ísland. Á árunum 1989 til 2001 studdist Ísland við fastgengi og uppfyllti Maastricht-skilyrðin. Sú staðreynd og reynsla átta smáríkja sem tekið hafa upp evru með aðild að ERM II, bendir til þess að Ísland ætti að geta gengið í gegnum það ferli á lágmarkstíma eða 2-3 árum, eftir að höftin hafa verið afnumin og jafnvægisgengi fengið. Það ríkir einhver óskiljanleg tregða hjá stjórnvöldum að þjóðin fái vitneskju um hvað býr á bak við endurteknar yfirlýsingar Evrópuleiðtoga að við séum velkomnir í ESB. Allt tal um aðrar leiðir en trygga stöðu í Evrópu með aðildarsamningi, er fullkomlega út í bláinn. En málum er þar með ekki lokið varðandi þá framtíðarmöguleika sem ESB-aðild boðar. Samningar milli Bandaríkjanna og Evrópusambandsins um Sáttmálann um viðskipti og fjárfestingar (Transatlantic Trade and Investment Pact – TTIP) hófust 2013. Fjórðu samningalotunni er nýlokið. Sem staðfastur umsækjandi hefur Ísland þá stöðu, samkvæmt ákvörðun framkvæmdastjórnar ESB, að geta fylgst með samningunum; þeir snerta viðskiptahagsmuni okkar, sérstaklega líka vegna mótunar umhverfis fyrir erlenda fjárfesta. TTIP er annar grunnur framtíðar Íslands. Hann nýtur stuðnings öflugustu hagsmunasamtaka austan hafs og vestan. Vonandi er það liðin tíð, að einhverjum Íslendingum hugnist að hleypa Kínverjum hér inn á gafl í frekari fjárfestingar, sem væntanlega kemur upp ef aðildarsamningnum er klúðrað. Þá gætu þeir vafalaust séð sér hag í stórfjárfestingum í atvinnuvegum og bankakerfinu í landi miðstýringar með höftum. Hin hliðin á þeim pening yrði herbækistöð og þá má minnast þeirra orða Churchills, að sá sem ræður Íslandi hefur stjórn á Atlantshafi. Yrði það þá ekki rökrétt framlenging af hervæðingu Rússa við Íshafið, að næst kæmi Norðurslóðabandalag þessara einræðisríkja með sögulegan grunn í kommúnismanum? Er ekki mál til komið að Íslendingar svari kalli fortíðar sinnar sem öflugur hlekkur í vörnum hins vestræna heims um að tryggja öryggið með endurvöktu varnarsamstarfi við Bandaríkin í Keflavík og aðild að Evrópusambandinu. Nú þarf að koma til frumkvæði Íslendinga. Af hverju er auðsætt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Einar Benediktsson Mest lesið Halldór 31.01.26 Halldór Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun Að loka á foreldri er ekki einfaldasta leiðin Sahara Rós Blandon Skoðun Verðbólga á Íslandi er ekki slys – hún er afleiðing ákvarðana Sigurður Sigurðsson Skoðun Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty Skoðun Kristrún og Mazzucato Stefán Jón Hafstein Skoðun Jaðardrengirnir okkar Sigurður Árni Reynisson Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson Skoðun Að læra af fortíðinni Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Kjósum mann sem klárar verkin! Róbert Ragnarsson Skoðun Skoðun Skoðun „Undirliggjandi verðbólguþrýstingur“ – afsökun fyrir háum vöxtum? Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun María Rut og samkeppnishæfnin Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa það sem þarf Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Kjósum mann sem klárar verkin! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg er ramminn, ekki málverkið Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Bærinn er fólkið Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Verðbólga á Íslandi er ekki slys – hún er afleiðing ákvarðana Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Að læra af fortíðinni Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Jaðardrengirnir okkar Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Kristrún og Mazzucato Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Þegar alþjóðaviðskipti eru vopnvædd Páll Rafnar Þorsteinsson skrifar Skoðun Að loka á foreldri er ekki einfaldasta leiðin Sahara Rós Blandon skrifar Skoðun Ákvarðanir fyrir framtíðarkynslóðir Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Stúka við Kórinn mun skera niður framtíð HK í fótbolta! Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Hlúum að hjarta skólans skrifar Skoðun Ef þetta er ekki þrælahald – hvað er það þá? Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun Af hverju þurfa börn að borga í strætó? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flóttamannavegurinn er loksins fundinn Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður fyrir fólk á öllum æviskeiðum Helga Björg Loftsdóttir skrifar Skoðun 3,7 milljarða skattalækkun í Hafnarfirði Orri Björnsson skrifar Skoðun Nokkur orð um rekstrarkostnað Arnar Már Jóhannesson,Ásgerður Ágústsdóttir skrifar Skoðun ESB er (enn) ekki varnarbandalag Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Suðurlandsbraut á skilið umhverfismat Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Loforðin ein vinna ekki á verðbólgunni Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ástæða góðs árangurs í handbolta Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Skaðlegt stafrænt umhverfi barna Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson skrifar Sjá meira
Líta verður til ESB-aðildar í víðara samhengi en þrálátu karpi um niðurstöður aðildarsamnings, þar sem Íslendingar semja við sig sjálfa. Evrópusambandið stendur með Atlantshafsbandalaginu í að tryggja landamæri Evrópusambandsins við Rússland gegn frekari ágangi en orðinn er í Úkraínu. Áður fyrr var talað um nytsama sakleysingja, en pólskur sérfræðingur, Slawomir Sierakowski, segir í grein í International New York Times, þá Vesturlandabúa sem líta fram hjá hættunni af yfirgangi Rússa vera „Putin"s useful idiots“. En varðandi norðurmörk Evrópu er því miður um stefnu- og áhugaleysi að ræða í varnar- og öryggismálum Vesturlanda og ræður þar miklu brottför Bandaríkjamanna frá Keflavík 2006. Það var eitt fyrsta merki hins sögulega fráhvarfs Bandaríkjahers frá Evrópu, sem nú er ótvíræð stefna þings og þjóðar vestan hafs. Spurt er af hverju aðild að Evrópusambandinu er hagsmunamál Íslands. Svarið er meðal annars að með því að vera innan landamæra sambandsins er sinnt þjóðaröryggi okkar. Íslendingar búa við vaxandi ógn vegna hervæðingar Rússa við Íshafið. Sama má segja um fyrirætlanir Kínverja, þótt þær birtist ekki í bráðina sem hernaðarleg ógn heldur yfirþyrmandi efnahagsleg umsvif. Þeir segjast munu fjárfesta fyrir 500 milljarða dollara erlendis með ótilteknu meira fjármagni til Íslands, væntanlega m.a. í risahöfn í Finnafirði, olíuvinnslu á Drekasvæðinu af CNOOC og áformum Huangs Nubo. Ísland gæti víst verið heimsvæðingarsetur Kína, miðstöð leitar og björgunarstarfsemi og þjálfunar. Stórfjárfestingar Kínverja í okkar litla landi fela í sér efnahagslega áþján en aðild að Evrópusambandinu tryggingu til hins gagnstæða. Afnám haftanna verður eitt helsta samningsatriðið en ESB og Evrópski seðlabankinn hafa þegar gefið ádrátt um frumkvæði um stofnun vinnuhóps um afnám hafta. Yrði þá vonandi fundin leið til að rjúfa þá hættustöðu, sem Ísland hefur ratað í vegna kröfuhafa í slitabú föllnu bankanna. Með því að forðast að þvinga föllnu bankana í gjaldþrot gegn vilja kröfuhafa yrði komist hjá erfiðum og langdrægum málaferlum samfara einangrun frá fjármálmörkuðum, sem sí fátækari Argentína hefur mátt búa við af sömu ástæðum. Afnám gjaldeyrishafta er liður í aðild að Myntbandalaginu og upptöku evru sem felur í sér gríðarlegan velferðarábata fyrir Ísland. Á árunum 1989 til 2001 studdist Ísland við fastgengi og uppfyllti Maastricht-skilyrðin. Sú staðreynd og reynsla átta smáríkja sem tekið hafa upp evru með aðild að ERM II, bendir til þess að Ísland ætti að geta gengið í gegnum það ferli á lágmarkstíma eða 2-3 árum, eftir að höftin hafa verið afnumin og jafnvægisgengi fengið. Það ríkir einhver óskiljanleg tregða hjá stjórnvöldum að þjóðin fái vitneskju um hvað býr á bak við endurteknar yfirlýsingar Evrópuleiðtoga að við séum velkomnir í ESB. Allt tal um aðrar leiðir en trygga stöðu í Evrópu með aðildarsamningi, er fullkomlega út í bláinn. En málum er þar með ekki lokið varðandi þá framtíðarmöguleika sem ESB-aðild boðar. Samningar milli Bandaríkjanna og Evrópusambandsins um Sáttmálann um viðskipti og fjárfestingar (Transatlantic Trade and Investment Pact – TTIP) hófust 2013. Fjórðu samningalotunni er nýlokið. Sem staðfastur umsækjandi hefur Ísland þá stöðu, samkvæmt ákvörðun framkvæmdastjórnar ESB, að geta fylgst með samningunum; þeir snerta viðskiptahagsmuni okkar, sérstaklega líka vegna mótunar umhverfis fyrir erlenda fjárfesta. TTIP er annar grunnur framtíðar Íslands. Hann nýtur stuðnings öflugustu hagsmunasamtaka austan hafs og vestan. Vonandi er það liðin tíð, að einhverjum Íslendingum hugnist að hleypa Kínverjum hér inn á gafl í frekari fjárfestingar, sem væntanlega kemur upp ef aðildarsamningnum er klúðrað. Þá gætu þeir vafalaust séð sér hag í stórfjárfestingum í atvinnuvegum og bankakerfinu í landi miðstýringar með höftum. Hin hliðin á þeim pening yrði herbækistöð og þá má minnast þeirra orða Churchills, að sá sem ræður Íslandi hefur stjórn á Atlantshafi. Yrði það þá ekki rökrétt framlenging af hervæðingu Rússa við Íshafið, að næst kæmi Norðurslóðabandalag þessara einræðisríkja með sögulegan grunn í kommúnismanum? Er ekki mál til komið að Íslendingar svari kalli fortíðar sinnar sem öflugur hlekkur í vörnum hins vestræna heims um að tryggja öryggið með endurvöktu varnarsamstarfi við Bandaríkin í Keflavík og aðild að Evrópusambandinu. Nú þarf að koma til frumkvæði Íslendinga. Af hverju er auðsætt.
Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty Skoðun
Skoðun „Undirliggjandi verðbólguþrýstingur“ – afsökun fyrir háum vöxtum? Sigurður Sigurðsson skrifar
Skoðun Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar
Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty Skoðun