Takmarkaður efnahagslegur ávinningur Árni Páll Árnason skrifar 9. maí 2014 07:00 Um daginn rakti ég þann augljósa galla á skuldaleiðréttingartillögum ríkisstjórnarinnar að þær flytja fé til fólks sem hagnaðist jafnvel á þróun síðustu ára, en bæta ekki forsendubrestinn hjá þeim sem urðu fyrir honum. En það eru ekki einu ókostirnir við útfærslu ríkisstjórnarinnar. Seðlabankinn hefur lagt mat á afleiðingar aðgerðanna. Niðurstaða þeirrar greiningar er sláandi: Verðbólga verður meiri, vextir hærri, fjárfesting minni og gengi veikara en ella. Aðgerðin er ekki miðuð við þá sem skulda mikið í húsnæði sínu og eiga erfitt með að láta enda ná saman. Þess vegna mun hún leiða til aukinnar eftirspurnar og skuldsetningar, þar sem þeir sem ekki skulda mikið og bera lítinn húsnæðiskostnað munu að öllum líkindum nýta aukið svigrúm til að kaupa meira eða skuldsetja sig á nýjan leik. Afleiðing þess verður þrýstingur á gengið, vegna þess að aukin spurn verður eftir innfluttum vörum – ísskápum, bílum og því um líku. Aukinn kaupmáttur fólks sem ber lítinn húsnæðiskostnað mun leita út í verðlag og auka verðbólgu. Þessu mun Seðlabankinn svara með því að hækka vexti, ef takast á að hemja verðbólguna. Í spá Seðlabankans er gert ráð fyrir að vextir verði heilu prósentustigi hærri en að óbreyttu. Þetta eru vextirnir sem fólk borgar af yfirdráttarlánunum sínum og bílalánunum. Þetta eru vextirnir sem fyrirtækin eru að borga af lánum sem þau hafa tekið til að kaupa búnað og tæki. Þess vegna gerir Seðlabankinn ráð fyrir að fjárfesting verði minni en ella og þar með hægi á fjölgun starfa. Það kemur verst niður á langtímaatvinnulausum og ungu fólki sem er að fara á vinnumarkaðinn. Fjármagnseigendur munu aftur á móti njóta hærri vaxta. Við munum því öll bera kostnað af þessum aðgerðum hvort sem við skuldum í húsnæði eða ekki. Þeir sem eru á lægstu laununum og annað hvort leigja eða skulda lítið í húsnæði munu njóta í litlu eða engu, en bera til fulls kostnað af aukinni verðbólgu og hærri vöxtum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árni Páll Árnason Mest lesið Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leiðsögundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Sjá meira
Um daginn rakti ég þann augljósa galla á skuldaleiðréttingartillögum ríkisstjórnarinnar að þær flytja fé til fólks sem hagnaðist jafnvel á þróun síðustu ára, en bæta ekki forsendubrestinn hjá þeim sem urðu fyrir honum. En það eru ekki einu ókostirnir við útfærslu ríkisstjórnarinnar. Seðlabankinn hefur lagt mat á afleiðingar aðgerðanna. Niðurstaða þeirrar greiningar er sláandi: Verðbólga verður meiri, vextir hærri, fjárfesting minni og gengi veikara en ella. Aðgerðin er ekki miðuð við þá sem skulda mikið í húsnæði sínu og eiga erfitt með að láta enda ná saman. Þess vegna mun hún leiða til aukinnar eftirspurnar og skuldsetningar, þar sem þeir sem ekki skulda mikið og bera lítinn húsnæðiskostnað munu að öllum líkindum nýta aukið svigrúm til að kaupa meira eða skuldsetja sig á nýjan leik. Afleiðing þess verður þrýstingur á gengið, vegna þess að aukin spurn verður eftir innfluttum vörum – ísskápum, bílum og því um líku. Aukinn kaupmáttur fólks sem ber lítinn húsnæðiskostnað mun leita út í verðlag og auka verðbólgu. Þessu mun Seðlabankinn svara með því að hækka vexti, ef takast á að hemja verðbólguna. Í spá Seðlabankans er gert ráð fyrir að vextir verði heilu prósentustigi hærri en að óbreyttu. Þetta eru vextirnir sem fólk borgar af yfirdráttarlánunum sínum og bílalánunum. Þetta eru vextirnir sem fyrirtækin eru að borga af lánum sem þau hafa tekið til að kaupa búnað og tæki. Þess vegna gerir Seðlabankinn ráð fyrir að fjárfesting verði minni en ella og þar með hægi á fjölgun starfa. Það kemur verst niður á langtímaatvinnulausum og ungu fólki sem er að fara á vinnumarkaðinn. Fjármagnseigendur munu aftur á móti njóta hærri vaxta. Við munum því öll bera kostnað af þessum aðgerðum hvort sem við skuldum í húsnæði eða ekki. Þeir sem eru á lægstu laununum og annað hvort leigja eða skulda lítið í húsnæði munu njóta í litlu eða engu, en bera til fulls kostnað af aukinni verðbólgu og hærri vöxtum.
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun