Virkjum styrkleika í skólum Skúli Helgason skrifar 16. apríl 2014 07:00 Skólamál snerta kjarna jafnaðarstefnunnar því þar má skapa börnum jöfn tækifæri til að þroskast og eflast sem sterkir og skapandi einstaklingar. Galdurinn er að draga fram styrkleika allra barna í skólastarfinu og skipuleggja nám þeirra og frístundastarf með hliðsjón af áhugasviði og hæfileikum hvers og eins. Þetta er leiðarljós í stefnu Samfylkingarinnar þar sem málefni barna eru í forgangi. Ég er alinn upp í skólakerfi þar sem svigrúm fyrir skapandi hugsun og frumkvæði var afar takmarkað allar götur upp í háskóla. Í dag eru allt aðrar og betri forsendur fyrir námi og leik sem hæfir hverjum og einum. Eitt af sérkennum okkar samfélags er almennur aðgangur barna að öflugum leikskólum og skólastarf fléttast nú í auknum mæli við fjölbreyttar frístundir, námsefni er innan seilingar á netinu og möguleikar á frumlegri framsetningu nemendaverkefna hafa aldrei verið jafn fjölbreyttir eftir innreið stafrænnar tækni.Grunnurinn Börn þurfa að öðlast trú á eigin getu og færni til að leysa fjölbreytt verkefni. Því er mikilvægt að auka samstarf leikskóla og grunnskóla og efla grundvallarfærni barna í læsi og stærðfræði, sem ræður miklu um hvernig þeim vegnar í frekara námi og síðar á vinnumarkaði. Þar skiptir sköpum að beita snemmtækri íhlutun til að styrkja stöðu þeirra sem standa höllum fæti. Við viljum líka bæta þjónustu við börn af erlendum uppruna og hefja markvissa móðurmálskennslu sem styður við almennt nám þeirra, ekki síst í íslensku. En við þurfum líka að styrkja innra starfið með aukinni teymisvinnu kennara og annarra fagstétta við að sinna ólíkum þörfum barna, auka svigrúm kennara til að einbeita sér að kennslu og starfsþróun og skólastjórnenda til að veita faglega forystu.Skapandi skólastarf Getum við ímyndað okkur skólakerfi þar sem er ekki miðlæg námskrá eða námsefni sem öllum er gert að tileinka sér heldur viðfangsefni og markmið þar sem börn og ungmenni geta valið sér námsleiðir og námsefni sem kveikja áhuga þeirra og forvitni? Í slíku skólakerfi er hlutverk kennarans ekki síst að þjálfa gagnrýna hugsun, rökræður og fagleg vinnubrögð, benda á mismunandi leiðir að settu marki en umfram allt ýta undir frumkvæði nemenda og auka sjálfstraust. Það býr mikill sköpunarkraftur í íslenskum börnum og kennurum þeirra, leyfum honum að njóta sín. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skúli Helgason Mest lesið Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson Skoðun Almenningur og breiðu bök ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Sameining vinstrisins Hlynur Már V. skrifar Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Almenningur og breiðu bök ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Ísland, öryggi og almennur viðbúnaður Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Leysum húsnæðisvandann Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty skrifar Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason skrifar Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Sjá meira
Skólamál snerta kjarna jafnaðarstefnunnar því þar má skapa börnum jöfn tækifæri til að þroskast og eflast sem sterkir og skapandi einstaklingar. Galdurinn er að draga fram styrkleika allra barna í skólastarfinu og skipuleggja nám þeirra og frístundastarf með hliðsjón af áhugasviði og hæfileikum hvers og eins. Þetta er leiðarljós í stefnu Samfylkingarinnar þar sem málefni barna eru í forgangi. Ég er alinn upp í skólakerfi þar sem svigrúm fyrir skapandi hugsun og frumkvæði var afar takmarkað allar götur upp í háskóla. Í dag eru allt aðrar og betri forsendur fyrir námi og leik sem hæfir hverjum og einum. Eitt af sérkennum okkar samfélags er almennur aðgangur barna að öflugum leikskólum og skólastarf fléttast nú í auknum mæli við fjölbreyttar frístundir, námsefni er innan seilingar á netinu og möguleikar á frumlegri framsetningu nemendaverkefna hafa aldrei verið jafn fjölbreyttir eftir innreið stafrænnar tækni.Grunnurinn Börn þurfa að öðlast trú á eigin getu og færni til að leysa fjölbreytt verkefni. Því er mikilvægt að auka samstarf leikskóla og grunnskóla og efla grundvallarfærni barna í læsi og stærðfræði, sem ræður miklu um hvernig þeim vegnar í frekara námi og síðar á vinnumarkaði. Þar skiptir sköpum að beita snemmtækri íhlutun til að styrkja stöðu þeirra sem standa höllum fæti. Við viljum líka bæta þjónustu við börn af erlendum uppruna og hefja markvissa móðurmálskennslu sem styður við almennt nám þeirra, ekki síst í íslensku. En við þurfum líka að styrkja innra starfið með aukinni teymisvinnu kennara og annarra fagstétta við að sinna ólíkum þörfum barna, auka svigrúm kennara til að einbeita sér að kennslu og starfsþróun og skólastjórnenda til að veita faglega forystu.Skapandi skólastarf Getum við ímyndað okkur skólakerfi þar sem er ekki miðlæg námskrá eða námsefni sem öllum er gert að tileinka sér heldur viðfangsefni og markmið þar sem börn og ungmenni geta valið sér námsleiðir og námsefni sem kveikja áhuga þeirra og forvitni? Í slíku skólakerfi er hlutverk kennarans ekki síst að þjálfa gagnrýna hugsun, rökræður og fagleg vinnubrögð, benda á mismunandi leiðir að settu marki en umfram allt ýta undir frumkvæði nemenda og auka sjálfstraust. Það býr mikill sköpunarkraftur í íslenskum börnum og kennurum þeirra, leyfum honum að njóta sín.
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar