Skref upp á við að fara til Skandinavíu Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 29. mars 2014 07:00 Viðar Örn Kjartansson er einn af nýju mönnunum í Noregi. Sem fyrr á Ísland nokkuð marga fulltrúa í úrvalsdeildunum í Svíþjóð og Noregi en nýtt tímabil í báðum deildum hefst nú um helgina. Norðmenn riðu á vaðið í gærkvöldi en fyrstu leikirnir í Svíþjóð fara fram á morgun. Samtals leika fimmtán Íslendingar í norsku deildinni og níu í þeirri sænsku, eins og sjá má hér til hliðar. Íslendingar eiga fulltrúa í níu af sextán liðum í Noregi og átta mismunandi liðum í Svíþjóð. Þess má svo geta að fimm íslenskir leikmenn leika með jafn mörgum liðum í dönsku úrvalsdeildinni en síðari hluti tímabilsins þar í landi hófst nýlega eftir vetrarfrí. Heimir Hallgrímsson, annar landsliðsþjálfara Íslands, fagnar því að eiga svo marga leikmenn í þessum deildum. „Það er hraðari bolti spilaður í báðum þessum deildum en hér heima og þá er keppnistímabilið lengra. Ég tel því að þetta sé tvímælalaust skref upp á við,“ segir Heimir í samtali við Fréttablaðið. Alls fóru átta leikmenn úr Pepsi-deildinni til landanna tveggja og óttast Heimir ekki að þeir hafi tekið skrefið í atvinnumennskuna of snemma. „Flestir af ungu strákunum sem hafa farið út eru í Belgíu, Hollandi eða Danmörku. Ég held að þessir strákar sem fóru til Noregs og Svíþjóðar séu tilbúnir enda hafa þeir allir sannað sig hér heima. Almennt tel ég best að gera það áður en farið er annað,“ segir Heimir. Það verður því ærið verkefni fyrir landsliðsþjálfarana að fylgjast með öllum þeim atvinnumönnum sem Ísland hefur eignast. „Þetta eru tæplega 90 strákar og það gefur augaleið að við getum ekki fylgst með þeim öllum. En sem betur fer höfum við aðgang að upptökum af leikjum úr öllum þeirra deildum og getum því sótt okkur leiki aftur í tímann.“ Aðeins fáeinir af þessum leikmönnum hafa verið fastamenn í íslenska landsliðinu en Heimir segir að það sé gott „milliskref“ að fara til Norðurlandanna. „Ef menn sanna sig í þessum löndum eiga þeir möguleika á að fara í enn sterkari deildir sem þjónar þá landsliðinu vel.“grafík/thanos Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Enski boltinn Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna Enski boltinn Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Körfubolti Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Fótbolti Fleiri fréttir Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum „Maður er búinn að vera á nálum“ Hentu ferðatöskum inn á völlinn í miðjum leik Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald Karólína Lea valin best í fyrsta leik Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum „Galið og fáránlegt“ Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni „Vorum líkari okkur sjálfum að þessu sinni“ Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Breiðablik fer til San Marínó „Sama tilfinning og eftir tapið gegn Blikum“ Halldór: Gæðalítill leikur „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Damir: Of mjúkir í fyrri hálfleik Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Uppgjör: Breiðablik - Zrinjski 1-2 (2-3) | Blikar í umspil upp á sæti í Sambandsdeildinni Lærisveinar Freys á leið í umspil Elías hélt hreinu og fer í umspil Evrópudeildarinnar Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Stuð á Víkingum í Kaupmannahöfn Sjá meira
Sem fyrr á Ísland nokkuð marga fulltrúa í úrvalsdeildunum í Svíþjóð og Noregi en nýtt tímabil í báðum deildum hefst nú um helgina. Norðmenn riðu á vaðið í gærkvöldi en fyrstu leikirnir í Svíþjóð fara fram á morgun. Samtals leika fimmtán Íslendingar í norsku deildinni og níu í þeirri sænsku, eins og sjá má hér til hliðar. Íslendingar eiga fulltrúa í níu af sextán liðum í Noregi og átta mismunandi liðum í Svíþjóð. Þess má svo geta að fimm íslenskir leikmenn leika með jafn mörgum liðum í dönsku úrvalsdeildinni en síðari hluti tímabilsins þar í landi hófst nýlega eftir vetrarfrí. Heimir Hallgrímsson, annar landsliðsþjálfara Íslands, fagnar því að eiga svo marga leikmenn í þessum deildum. „Það er hraðari bolti spilaður í báðum þessum deildum en hér heima og þá er keppnistímabilið lengra. Ég tel því að þetta sé tvímælalaust skref upp á við,“ segir Heimir í samtali við Fréttablaðið. Alls fóru átta leikmenn úr Pepsi-deildinni til landanna tveggja og óttast Heimir ekki að þeir hafi tekið skrefið í atvinnumennskuna of snemma. „Flestir af ungu strákunum sem hafa farið út eru í Belgíu, Hollandi eða Danmörku. Ég held að þessir strákar sem fóru til Noregs og Svíþjóðar séu tilbúnir enda hafa þeir allir sannað sig hér heima. Almennt tel ég best að gera það áður en farið er annað,“ segir Heimir. Það verður því ærið verkefni fyrir landsliðsþjálfarana að fylgjast með öllum þeim atvinnumönnum sem Ísland hefur eignast. „Þetta eru tæplega 90 strákar og það gefur augaleið að við getum ekki fylgst með þeim öllum. En sem betur fer höfum við aðgang að upptökum af leikjum úr öllum þeirra deildum og getum því sótt okkur leiki aftur í tímann.“ Aðeins fáeinir af þessum leikmönnum hafa verið fastamenn í íslenska landsliðinu en Heimir segir að það sé gott „milliskref“ að fara til Norðurlandanna. „Ef menn sanna sig í þessum löndum eiga þeir möguleika á að fara í enn sterkari deildir sem þjónar þá landsliðinu vel.“grafík/thanos
Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Enski boltinn Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna Enski boltinn Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Körfubolti Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Fótbolti Fleiri fréttir Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum „Maður er búinn að vera á nálum“ Hentu ferðatöskum inn á völlinn í miðjum leik Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald Karólína Lea valin best í fyrsta leik Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum „Galið og fáránlegt“ Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni „Vorum líkari okkur sjálfum að þessu sinni“ Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Breiðablik fer til San Marínó „Sama tilfinning og eftir tapið gegn Blikum“ Halldór: Gæðalítill leikur „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Damir: Of mjúkir í fyrri hálfleik Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Uppgjör: Breiðablik - Zrinjski 1-2 (2-3) | Blikar í umspil upp á sæti í Sambandsdeildinni Lærisveinar Freys á leið í umspil Elías hélt hreinu og fer í umspil Evrópudeildarinnar Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Stuð á Víkingum í Kaupmannahöfn Sjá meira