Aftur eða fram Einar Benediktsson skrifar 19. mars 2014 07:00 Argentína er að sögn eina landið, sem farið hefur þróunarferilinn aftur á bak, þ.e. frá velmegun í fátækt. Á sínum tíma var Argentína ríkara þjóðfélag en Þýskaland eða Frakkland en er nú ekki hálfdrættingur þeirra. Hagstjórn Argentínu síðustu áratugina er saga síendurtekinna mistaka óábyrgrar stjórnmálaforystu. Eftir endurtekin kreppuskeið hefur tekið við óbeislaður fjáraustur hins opinbera, mikil skattlagning á útflutning og víðtæk innflutningshöft. Enn gætir áhrifa af því pólitíska þjóðernisrugli, sem kennt er við þau Juan og Evitu Perón og að allt hið illa komi frá spákaupmennsku stórvelda eða Alþjóðagjaldeyrissjóðnum. Óreiða Argentínu hefur líka grafið undan Mercosur, tollabandalagi grannríkja. Minnisstæð er heimsókn til Úrúgvæ, þá er bjartsýni ríkti um framtíð þessa efnahagssamstarfs og að Montevídeó fengi sama hlutverk og Brussel í ESB. Sé litið til Evrópusambandsins er Eistland dæmi til hins gagnstæða. Eftir að Eistar komust undan yfirráðum Sovétríkjanna 1991 greip ríkisstjórn ungra fullhuga, 35 ára að meðalaldri, af festu til aðgerða og tryggði aðild að NATO og Evrópusambandinu. Ánægju- og lærdómsríkt var að vera samtíða fyrsta sendiherra þeirra í Washington, Toomas Henrik Ilves, nú forseta Eistlands. Uppbygging þeirra byggði á einkavæðingu, frjálsum viðskiptum, ábyrgri fjármálamálastefnu með jöfnum tekjuskatti, nú 21 %. Þá var efnahagsvanda áranna 2008-2009 svarað með miklum samdráttaraðgerðum í niðurskurði ríkisútgjalda og evran varð lögeyrir í Eistlandi. Á árunum 2010-2013 var hagvöxtur að meðaltali um 4%. Eistland er í fremstu röð landa heims í tæknivæðingu og laðar til sín erlenda fjárfesta.Lexía fyrir okkur? Gæti þróun Argentínu og Eistlands hugsanlega verið lexía fyrir okkur sem erum enn önnur þjóðfélagsleg útgáfa? Væntanlega verður að draga þá ályktun, að utan ytri skilyrða sé það mannlegi þátturinn sem skilur milli þjóða í árangri. Þjóðfélagslegur þroski birtist í ábyrgu og heiðarlegu stjórnmálalífi, sem leiðir til trausts á að stefna stjórnvalda vinni að almannaheill. Því fylgir skilningur á því að stefnumörk í hagstjórn, eins og ESB leitast við að ná, séu til heilla. Og er ekki þar að finna margrædda gjá milli þjóðar og þings á Íslandi? Víst er spillingin í Suður-Ameríku mikil, en þá má líka spyrja hvort Íslendingar séu þar sögulegir sakleysingar. Það er nú að falla í gleymsku að tveir stærstu stjórnmálaflokkar landsins stunduðu í áratugi svokölluð helmingaskipti, sem þá voru tryggð með fjárfestingar- og innflutningsleyfaveitingum, skipun bankastjóra, fjáraustri sitt á hvað í sveitakjördæmin o.s.frv. Nú horfir Eistland til bjartrar framtíðar í Myntbandalagi Evrópu. Þeir lögðu á sig þann aga að mæta Maastricht-skilyrðunum til upptöku evrunnar varðandi verðbólgu, ríkisskuldir, viðskiptahalla og hagvöxt. Það er einmitt þetta verkefni sem okkur ber að leysa sem aðildarríki að ESB. Á því ríður framtíðarheill Íslands en ekki í niðurstöðum samninga um landbúnaðar- og sjávarútvegsmál ef þeir verða okkur aðgengilegir svo sem forystumenn Evrópusambandsins hafa tekið fram. Þeir bíða þolinmóðir eftir því að við tökum upp þráðinn á ný. Við blasa erfiðustu verkefni sem Íslendingar hafa þurft að glíma við. Það er að losna úr heljargreipum ónýts gjaldmiðils, sem fest hefur landið í höftum lamandi efnahagslífið og framfarir. Um afnám gjaldeyrishaftanna og uppgjör búa föllnu bankanna, hefur Már Guðmundsson seðlabankastjóri sagt: „Ég held að það sé mikilvægt að menn hafi það í huga að þetta er mjög stórt og flókið mál, þarna fáum við eitt skot og það verður að heppnast.“ Ekki vil ég trúa að að Ísland verði viðskila við Evrópusambandið þegar meirihluti þjóðarinnar vill sjá og taka afstöðu til aðildarsamnings í þjóðaratkvæði. Án þeirrar aðildar og nýs gjaldmiðils myndum við dragast ört aftur úr og fljótlega lenda í einhverju fyrra þróunarstigi vegna atgervisflótta og vöntunar fjárfestinga. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Einar Benediktsson Mest lesið Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun Óttinn selur Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled skrifar Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Hærri greiðslur í fæðingarorlofi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks skrifar Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason skrifar Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Óttinn selur Davíð Bergmann skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda – horft til framtíðar Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Umbóta á námi fanga enn beðið Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar fjórða valdið sefur – og gamla tuggan lifir Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller skrifar Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Sjá meira
Argentína er að sögn eina landið, sem farið hefur þróunarferilinn aftur á bak, þ.e. frá velmegun í fátækt. Á sínum tíma var Argentína ríkara þjóðfélag en Þýskaland eða Frakkland en er nú ekki hálfdrættingur þeirra. Hagstjórn Argentínu síðustu áratugina er saga síendurtekinna mistaka óábyrgrar stjórnmálaforystu. Eftir endurtekin kreppuskeið hefur tekið við óbeislaður fjáraustur hins opinbera, mikil skattlagning á útflutning og víðtæk innflutningshöft. Enn gætir áhrifa af því pólitíska þjóðernisrugli, sem kennt er við þau Juan og Evitu Perón og að allt hið illa komi frá spákaupmennsku stórvelda eða Alþjóðagjaldeyrissjóðnum. Óreiða Argentínu hefur líka grafið undan Mercosur, tollabandalagi grannríkja. Minnisstæð er heimsókn til Úrúgvæ, þá er bjartsýni ríkti um framtíð þessa efnahagssamstarfs og að Montevídeó fengi sama hlutverk og Brussel í ESB. Sé litið til Evrópusambandsins er Eistland dæmi til hins gagnstæða. Eftir að Eistar komust undan yfirráðum Sovétríkjanna 1991 greip ríkisstjórn ungra fullhuga, 35 ára að meðalaldri, af festu til aðgerða og tryggði aðild að NATO og Evrópusambandinu. Ánægju- og lærdómsríkt var að vera samtíða fyrsta sendiherra þeirra í Washington, Toomas Henrik Ilves, nú forseta Eistlands. Uppbygging þeirra byggði á einkavæðingu, frjálsum viðskiptum, ábyrgri fjármálamálastefnu með jöfnum tekjuskatti, nú 21 %. Þá var efnahagsvanda áranna 2008-2009 svarað með miklum samdráttaraðgerðum í niðurskurði ríkisútgjalda og evran varð lögeyrir í Eistlandi. Á árunum 2010-2013 var hagvöxtur að meðaltali um 4%. Eistland er í fremstu röð landa heims í tæknivæðingu og laðar til sín erlenda fjárfesta.Lexía fyrir okkur? Gæti þróun Argentínu og Eistlands hugsanlega verið lexía fyrir okkur sem erum enn önnur þjóðfélagsleg útgáfa? Væntanlega verður að draga þá ályktun, að utan ytri skilyrða sé það mannlegi þátturinn sem skilur milli þjóða í árangri. Þjóðfélagslegur þroski birtist í ábyrgu og heiðarlegu stjórnmálalífi, sem leiðir til trausts á að stefna stjórnvalda vinni að almannaheill. Því fylgir skilningur á því að stefnumörk í hagstjórn, eins og ESB leitast við að ná, séu til heilla. Og er ekki þar að finna margrædda gjá milli þjóðar og þings á Íslandi? Víst er spillingin í Suður-Ameríku mikil, en þá má líka spyrja hvort Íslendingar séu þar sögulegir sakleysingar. Það er nú að falla í gleymsku að tveir stærstu stjórnmálaflokkar landsins stunduðu í áratugi svokölluð helmingaskipti, sem þá voru tryggð með fjárfestingar- og innflutningsleyfaveitingum, skipun bankastjóra, fjáraustri sitt á hvað í sveitakjördæmin o.s.frv. Nú horfir Eistland til bjartrar framtíðar í Myntbandalagi Evrópu. Þeir lögðu á sig þann aga að mæta Maastricht-skilyrðunum til upptöku evrunnar varðandi verðbólgu, ríkisskuldir, viðskiptahalla og hagvöxt. Það er einmitt þetta verkefni sem okkur ber að leysa sem aðildarríki að ESB. Á því ríður framtíðarheill Íslands en ekki í niðurstöðum samninga um landbúnaðar- og sjávarútvegsmál ef þeir verða okkur aðgengilegir svo sem forystumenn Evrópusambandsins hafa tekið fram. Þeir bíða þolinmóðir eftir því að við tökum upp þráðinn á ný. Við blasa erfiðustu verkefni sem Íslendingar hafa þurft að glíma við. Það er að losna úr heljargreipum ónýts gjaldmiðils, sem fest hefur landið í höftum lamandi efnahagslífið og framfarir. Um afnám gjaldeyrishaftanna og uppgjör búa föllnu bankanna, hefur Már Guðmundsson seðlabankastjóri sagt: „Ég held að það sé mikilvægt að menn hafi það í huga að þetta er mjög stórt og flókið mál, þarna fáum við eitt skot og það verður að heppnast.“ Ekki vil ég trúa að að Ísland verði viðskila við Evrópusambandið þegar meirihluti þjóðarinnar vill sjá og taka afstöðu til aðildarsamnings í þjóðaratkvæði. Án þeirrar aðildar og nýs gjaldmiðils myndum við dragast ört aftur úr og fljótlega lenda í einhverju fyrra þróunarstigi vegna atgervisflótta og vöntunar fjárfestinga.
Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson Skoðun
Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar
Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar
Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar
Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar
Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson Skoðun
Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun