Áfram á vondum stað Ólafur Þ. Stephensen skrifar 15. mars 2014 06:30 Stjórnarformaður þekkingarfyrirtækisins Össurar hf., Niels Jacobsen, var harðorður í garð íslenzkra stjórnvalda í ræðu sinni á aðalfundi fyrirtækisins í gær. Þetta er fjórði aðalfundurinn í röð þar sem Jacobsen gagnrýnir harðlega ráðstafanir ríkisstjórnar Íslands og það viðskiptaumhverfi sem alþjóðlegum þekkingarfyrirtækjum er búið. Rauði þráðurinn í gagnrýni Jacobsens hefur annars vegar verið að gjaldmiðillinn sé ónothæfur, hins vegar að lagasetning sé „fljótfærnisleg, tíð og ófagleg“ og ríkur vilji til að búa til séríslenzkar lausnir, sem ekki hafa verið reyndar annars staðar. Vinstri stjórnin tók ekki mark á gagnrýni þessa þekkta áhrifamanns í evrópsku atvinnulífi, ekki fremur en annarra sem gagnrýndu það viðskipta- og fjárfestingarumhverfi sem fyrirtækjum á Íslandi var búið í hennar tíð. Jóhanna Sigurðardóttir, þáverandi forsætisráðherra, talaði um „svartagallsraus“ og gaf ítrekað til kynna að fólkið sem rekur fyrirtæki á Íslandi skildi bara alls ekki hvað það byggi í rauninni við frábærar aðstæður og gengi vel hjá því. Svo kom til valda ný ríkisstjórn, sem ætlaði að eyða pólitískri óvissu, hverfa af braut fjandskapar við atvinnulífið og skapa fyrirtækjum hagstætt rekstrarumhverfi. Af hverju ætli Niels Jacobsen ítreki þá ádeilu sína? Getur það verið af því að þrátt fyrir fallegu orðin hjá nýju ríkisstjórninni hafi ekkert breytzt? Jacobsen bætti raunar heldur í gagnrýni sína í gær; sagði að Ísland hefði sótt um aðild að Evrópusambandinu og það hefði verið helzta von Össurar um að komast út úr erfiðum aðstæðum óhagstæðs gjaldmiðils og ófyrirsjáanlegs lagaumhverfis. „Því miður eru áhyggjur mínar enn gildar þar sem íslensk stjórnvöld hafa í hyggju að binda enda á umsóknarferlið án þess að sagt hafi verið frá neinni varaáætlun,“ sagði Jacobsen. Með öðrum orðum væri ekkert plan um að aflétta gjaldeyrishöftunum sem hefðu verið í gildi í á sjötta ár, fyrirtækið byggi hvorki við opið né fyrirsjáanlegt umhverfi og það sem væri verra; ekkert benti til að það myndi breytast. „Þetta gengur ekki til lengri tíma. Á þessari stundu er Ísland ekki góður staður til að reka alþjóðlegt fyrirtæki. Þetta er meiriháttar áhyggjuefni og ég vona að það verði komið fram með lausn fljótlega,“ sagði stjórnarformaður Össurar. Og hver eru viðbrögð stjórnvalda að þessu sinni – ríkisstjórnarinnar sem er svo mikill vinur atvinnulífsins? Þau eru ósköp svipuð og hjá fyrri stjórn; þetta er allt einhver misskilningur. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir í Fréttablaðinu í dag að skilaboðin úr efnahagslífinu séu í hina áttina; hér gangi allt svona líka ljómandi vel. Gjaldeyrishöftin séu reyndar vandamál og mikilvægt að ná áfanga í að aflétta þeim. Planið um haftalausan, stöðugan gjaldmiðil höfum við hins vegar ekki séð, enda er það ekki til. Þessi ríkisstjórn virðist álíka skeytingarlaus og sú síðasta um rausið í atvinnulífinu. Talsverðar líkur virðast vera á að Ísland verði áfram vondur staður fyrir framsæknustu vaxtarbrodda atvinnulífsins og þeir endi með að skjóta rótum annars staðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Traust verður að endurspeglast í framkvæmd Sandra B. Franks skrifar Skoðun Það er leikur að læra fyrir suma Aðalheiður M. Steindórsdóttir skrifar Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki í frístundastarfi Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Sjá meira
Stjórnarformaður þekkingarfyrirtækisins Össurar hf., Niels Jacobsen, var harðorður í garð íslenzkra stjórnvalda í ræðu sinni á aðalfundi fyrirtækisins í gær. Þetta er fjórði aðalfundurinn í röð þar sem Jacobsen gagnrýnir harðlega ráðstafanir ríkisstjórnar Íslands og það viðskiptaumhverfi sem alþjóðlegum þekkingarfyrirtækjum er búið. Rauði þráðurinn í gagnrýni Jacobsens hefur annars vegar verið að gjaldmiðillinn sé ónothæfur, hins vegar að lagasetning sé „fljótfærnisleg, tíð og ófagleg“ og ríkur vilji til að búa til séríslenzkar lausnir, sem ekki hafa verið reyndar annars staðar. Vinstri stjórnin tók ekki mark á gagnrýni þessa þekkta áhrifamanns í evrópsku atvinnulífi, ekki fremur en annarra sem gagnrýndu það viðskipta- og fjárfestingarumhverfi sem fyrirtækjum á Íslandi var búið í hennar tíð. Jóhanna Sigurðardóttir, þáverandi forsætisráðherra, talaði um „svartagallsraus“ og gaf ítrekað til kynna að fólkið sem rekur fyrirtæki á Íslandi skildi bara alls ekki hvað það byggi í rauninni við frábærar aðstæður og gengi vel hjá því. Svo kom til valda ný ríkisstjórn, sem ætlaði að eyða pólitískri óvissu, hverfa af braut fjandskapar við atvinnulífið og skapa fyrirtækjum hagstætt rekstrarumhverfi. Af hverju ætli Niels Jacobsen ítreki þá ádeilu sína? Getur það verið af því að þrátt fyrir fallegu orðin hjá nýju ríkisstjórninni hafi ekkert breytzt? Jacobsen bætti raunar heldur í gagnrýni sína í gær; sagði að Ísland hefði sótt um aðild að Evrópusambandinu og það hefði verið helzta von Össurar um að komast út úr erfiðum aðstæðum óhagstæðs gjaldmiðils og ófyrirsjáanlegs lagaumhverfis. „Því miður eru áhyggjur mínar enn gildar þar sem íslensk stjórnvöld hafa í hyggju að binda enda á umsóknarferlið án þess að sagt hafi verið frá neinni varaáætlun,“ sagði Jacobsen. Með öðrum orðum væri ekkert plan um að aflétta gjaldeyrishöftunum sem hefðu verið í gildi í á sjötta ár, fyrirtækið byggi hvorki við opið né fyrirsjáanlegt umhverfi og það sem væri verra; ekkert benti til að það myndi breytast. „Þetta gengur ekki til lengri tíma. Á þessari stundu er Ísland ekki góður staður til að reka alþjóðlegt fyrirtæki. Þetta er meiriháttar áhyggjuefni og ég vona að það verði komið fram með lausn fljótlega,“ sagði stjórnarformaður Össurar. Og hver eru viðbrögð stjórnvalda að þessu sinni – ríkisstjórnarinnar sem er svo mikill vinur atvinnulífsins? Þau eru ósköp svipuð og hjá fyrri stjórn; þetta er allt einhver misskilningur. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir í Fréttablaðinu í dag að skilaboðin úr efnahagslífinu séu í hina áttina; hér gangi allt svona líka ljómandi vel. Gjaldeyrishöftin séu reyndar vandamál og mikilvægt að ná áfanga í að aflétta þeim. Planið um haftalausan, stöðugan gjaldmiðil höfum við hins vegar ekki séð, enda er það ekki til. Þessi ríkisstjórn virðist álíka skeytingarlaus og sú síðasta um rausið í atvinnulífinu. Talsverðar líkur virðast vera á að Ísland verði áfram vondur staður fyrir framsæknustu vaxtarbrodda atvinnulífsins og þeir endi með að skjóta rótum annars staðar.
Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson Skoðun
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar
Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson Skoðun