Reykjavíkurborg – Leiðandi afl Dóra Magnúsdóttir skrifar 7. febrúar 2014 06:00 Það er mikilvægt verkefni fyrir Reykjavíkurborg að hlúa að uppbyggingu og þróun atvinnulífs, nýsköpun og rannsóknarverkefnum þar sem því verður við komið. Borgin hefur burði til að vera forystuafl á Íslandi í vaxandi alþjóðlegri samkeppni um fyrirtæki, fjárfestingu, vinnuafl og ferðamenn. Nýsköpun í atvinnuháttum er ekki forgangsverkefni hjá núverandi ríkisstjórn. Rannsóknarfé var skorið við trog á fjárlögum og framganga ríkisstjórnarinnar gagnvart Evrópusambandinu varð til þess að IPA-styrkir að verðmæti 3,5 milljarðar nýttust ekki í þágu rannsókna og nýsköpunar. Helstu lausnirnar virðast felast í að slaka á kröfum um náttúruvernd auk þess sem óbreytt fyrirkomulag í sjávarútvegi skilar of litlum arði af auðlindinni. Niðurstöður úr McKinsey-skýrslunni um leiðir til aukins hagvaxtar voru m.a. á þá leið að sjálfbær hagvaxtaráætlun yrði að ná til allra atvinnuvega. Nauðsynlegar aðgerðir felast í að efla skilvirkni þjónustu- og útflutningsgreina og auka virði útflutnings sem byggir á náttúruauðlindum, t.a.m. með opnun hagkerfisins, bættu aðgengi að fjármagni, úrbótum í menntakerfi, o.fl. í þeim tilgangi að alþjóðlegt viðskiptaumhverfi þrífist Íslandi.Opnun hagkerfisins Mikilvægt er að Reykjavíkurborg vinni skipulega í þessum anda og stuðli þannig að opnun hagkerfisins og samkeppnishæfu viðskiptaumhverfi. Í atvinnumálastefnu Reykjavíkurborgar má finna metnaðarfull markmið í þessum anda. Það er mikilvægt á komandi árum að standa vörð um eftirfarandi atriði:1 Skapa vaxtarskilyrði fyrir kraftmikið atvinnulíf sem einkennist af fjölbreytni og nýsköpun. Það á að vera auðvelt og aðgengilegt að stofna og reka fyrirtæki í borginni og á höfuðborgarsvæðinu öllu.2 Efla þarf skapandi greinar og klasasamstarf á milli þeirra. Jákvæð hagræn áhrif skapandi greina eru staðreynd. Þær eru atvinnuskapandi og hafa í för með sér jákvæð félagsleg áhrif.3 Hlúa þarf að ferðamannaborginni. Huga þarf að sjálfbærni og sátt atvinnugreinarinnar við samfélagið. Ör vöxtur ferðaþjónustu getur kallað á of litla framleiðni og neikvæðari upplifun borgarbúa af ferðaþjónustunni en við höfum áður þekkt. Með markvissri stefnu er hægt að skapa hagkvæm skilyrði fyrir fyrirtæki í ferðaþjónustu og leggja grunn að jákvæðri upplifun erlendra gesta.4 Öflug menntun á öllum skólastigum, hátækni og rannsóknir skipta miklu máli fyrir öflugt og fjölbreytt atvinnulíf. Reykjavíkurborg á að leggja áherslu á hugvit og hátækni og bera í sér hvata til nýsköpunar og þróunar.5 Aukin fjárfesting. Þrátt fyrir gjaldeyrishöft sem ekki sér fyrir endann á er það mikilvægt verkefni að laða að og auka innlenda og erlenda fjárfestingu og gefa í með markaðssetningu borgarinnar á þeim grunni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dóra Magnúsdóttir Mest lesið Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Villtur lax eða villt græðgi – sveitin í skotlínu Jóhann Helgi Stefánsson Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Villtur lax eða villt græðgi – sveitin í skotlínu Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leiðsögundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Sjá meira
Það er mikilvægt verkefni fyrir Reykjavíkurborg að hlúa að uppbyggingu og þróun atvinnulífs, nýsköpun og rannsóknarverkefnum þar sem því verður við komið. Borgin hefur burði til að vera forystuafl á Íslandi í vaxandi alþjóðlegri samkeppni um fyrirtæki, fjárfestingu, vinnuafl og ferðamenn. Nýsköpun í atvinnuháttum er ekki forgangsverkefni hjá núverandi ríkisstjórn. Rannsóknarfé var skorið við trog á fjárlögum og framganga ríkisstjórnarinnar gagnvart Evrópusambandinu varð til þess að IPA-styrkir að verðmæti 3,5 milljarðar nýttust ekki í þágu rannsókna og nýsköpunar. Helstu lausnirnar virðast felast í að slaka á kröfum um náttúruvernd auk þess sem óbreytt fyrirkomulag í sjávarútvegi skilar of litlum arði af auðlindinni. Niðurstöður úr McKinsey-skýrslunni um leiðir til aukins hagvaxtar voru m.a. á þá leið að sjálfbær hagvaxtaráætlun yrði að ná til allra atvinnuvega. Nauðsynlegar aðgerðir felast í að efla skilvirkni þjónustu- og útflutningsgreina og auka virði útflutnings sem byggir á náttúruauðlindum, t.a.m. með opnun hagkerfisins, bættu aðgengi að fjármagni, úrbótum í menntakerfi, o.fl. í þeim tilgangi að alþjóðlegt viðskiptaumhverfi þrífist Íslandi.Opnun hagkerfisins Mikilvægt er að Reykjavíkurborg vinni skipulega í þessum anda og stuðli þannig að opnun hagkerfisins og samkeppnishæfu viðskiptaumhverfi. Í atvinnumálastefnu Reykjavíkurborgar má finna metnaðarfull markmið í þessum anda. Það er mikilvægt á komandi árum að standa vörð um eftirfarandi atriði:1 Skapa vaxtarskilyrði fyrir kraftmikið atvinnulíf sem einkennist af fjölbreytni og nýsköpun. Það á að vera auðvelt og aðgengilegt að stofna og reka fyrirtæki í borginni og á höfuðborgarsvæðinu öllu.2 Efla þarf skapandi greinar og klasasamstarf á milli þeirra. Jákvæð hagræn áhrif skapandi greina eru staðreynd. Þær eru atvinnuskapandi og hafa í för með sér jákvæð félagsleg áhrif.3 Hlúa þarf að ferðamannaborginni. Huga þarf að sjálfbærni og sátt atvinnugreinarinnar við samfélagið. Ör vöxtur ferðaþjónustu getur kallað á of litla framleiðni og neikvæðari upplifun borgarbúa af ferðaþjónustunni en við höfum áður þekkt. Með markvissri stefnu er hægt að skapa hagkvæm skilyrði fyrir fyrirtæki í ferðaþjónustu og leggja grunn að jákvæðri upplifun erlendra gesta.4 Öflug menntun á öllum skólastigum, hátækni og rannsóknir skipta miklu máli fyrir öflugt og fjölbreytt atvinnulíf. Reykjavíkurborg á að leggja áherslu á hugvit og hátækni og bera í sér hvata til nýsköpunar og þróunar.5 Aukin fjárfesting. Þrátt fyrir gjaldeyrishöft sem ekki sér fyrir endann á er það mikilvægt verkefni að laða að og auka innlenda og erlenda fjárfestingu og gefa í með markaðssetningu borgarinnar á þeim grunni.
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun
Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun