Segja Þorstein ekki eiga Vatnsendaland Jóhanna Margrét Einarsdóttir skrifar 20. janúar 2014 11:00 Kópavogsbær telur að samkvæmt dómi Hæstaréttar eigi dánarbú Kristjáns Hjaltested Vatnsendaland. Landið er afar verðmætt byggingarland fyrir Kópavog. Fréttablaðið/Valli „Það er ekkert um þennan úrskurð að segja á þessu stigi málsins. Það eru engin komment frá mér,“ segir Þorsteinn Hjaltested á Vatnsenda. Þorsteinn hafði krafist þess fyrir dómi að Kópavogsbæ yrði gert að greiða honum um 6,9 milljarða króna með dráttarvöxtum frá 1. júní 2007 til greiðsludags auk málskostnaðar. Forsagan málsins er sú að Kópavogsbær tók eignarnámi 864 hektara úr jörðinni Vatnsenda árið 2007. Gerð var svokölluð „sáttagerð“ í málinu samkvæmt henni fékk Þorsteinn 2.250 milljónir króna fyrir landið. Þá átti Þorsteinn að fá 300 lóðir undir sérbýli á 35 hekturum jarðarinnar sem ekki voru teknir eignarnámi. Einnig átti hann að fá 11 prósent af öllum byggingarrétti fyrir íbúðarhús og atvinnuhúsnæði sem úthlutað yrði á svæðinu. Þorsteinn taldi að bærinn hefði ekki staðið við sáttagjörðina og krafðist bóta. Kópavogsbær krafðist þess að málinu yrði vísað frá dómi með þeim rökum Þorsteinn ætti ekki landið. Hæstiréttur hefði dæmt að í maí á síðasta ári að beinn eignarréttur á jörðinni væri en á hendi dánarbús Sigurðar Kristjáns Lárussonar Hjaltested en Sigurður var afi Þorsteins. Í úrskurði Héraðsdóms segir að því verði ekki slegið föstu hvort Þorsteinn eigi í raun fjárkröfu sem hann hefur uppi í málinu. Eins og málið liggi fyrir dómnum sé hvorki mögulegt að dæma stefnanda hina umkröfðu fjárhæð í heild eða að hluta, né sýkna stefnda af kröfum hans. Málið þykir vanreifað af hálfu Þorsteins og því beri að vísa því frá dómi og Þorsteini gert að greiða hálfa milljón í málskostnað. „Ef þetta verður endanleg niðurstaða þá eru þetta auðvitað mjög góð tíðindi fyrir Kópavogsbæ enda tekist á um gríðarlega háar fjárhæðir í málinu,“ segir Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri í Kópavogi. „Málið hefur verið fyrir dómi í tæp þrjú ár og hefur Kópavogsbær allt frá upphafi talið að kröfur stefnanda væru byggðar á afar veikum grunni. Deilur um Vatnsendaland Mest lesið Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Erlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Erlent Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Innlent Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Innlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Fleiri fréttir Sigfús, Baldur og Hlynur leiða hjá Okkar borg Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Sjá meira
„Það er ekkert um þennan úrskurð að segja á þessu stigi málsins. Það eru engin komment frá mér,“ segir Þorsteinn Hjaltested á Vatnsenda. Þorsteinn hafði krafist þess fyrir dómi að Kópavogsbæ yrði gert að greiða honum um 6,9 milljarða króna með dráttarvöxtum frá 1. júní 2007 til greiðsludags auk málskostnaðar. Forsagan málsins er sú að Kópavogsbær tók eignarnámi 864 hektara úr jörðinni Vatnsenda árið 2007. Gerð var svokölluð „sáttagerð“ í málinu samkvæmt henni fékk Þorsteinn 2.250 milljónir króna fyrir landið. Þá átti Þorsteinn að fá 300 lóðir undir sérbýli á 35 hekturum jarðarinnar sem ekki voru teknir eignarnámi. Einnig átti hann að fá 11 prósent af öllum byggingarrétti fyrir íbúðarhús og atvinnuhúsnæði sem úthlutað yrði á svæðinu. Þorsteinn taldi að bærinn hefði ekki staðið við sáttagjörðina og krafðist bóta. Kópavogsbær krafðist þess að málinu yrði vísað frá dómi með þeim rökum Þorsteinn ætti ekki landið. Hæstiréttur hefði dæmt að í maí á síðasta ári að beinn eignarréttur á jörðinni væri en á hendi dánarbús Sigurðar Kristjáns Lárussonar Hjaltested en Sigurður var afi Þorsteins. Í úrskurði Héraðsdóms segir að því verði ekki slegið föstu hvort Þorsteinn eigi í raun fjárkröfu sem hann hefur uppi í málinu. Eins og málið liggi fyrir dómnum sé hvorki mögulegt að dæma stefnanda hina umkröfðu fjárhæð í heild eða að hluta, né sýkna stefnda af kröfum hans. Málið þykir vanreifað af hálfu Þorsteins og því beri að vísa því frá dómi og Þorsteini gert að greiða hálfa milljón í málskostnað. „Ef þetta verður endanleg niðurstaða þá eru þetta auðvitað mjög góð tíðindi fyrir Kópavogsbæ enda tekist á um gríðarlega háar fjárhæðir í málinu,“ segir Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri í Kópavogi. „Málið hefur verið fyrir dómi í tæp þrjú ár og hefur Kópavogsbær allt frá upphafi talið að kröfur stefnanda væru byggðar á afar veikum grunni.
Deilur um Vatnsendaland Mest lesið Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Erlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Erlent Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Innlent Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Innlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Fleiri fréttir Sigfús, Baldur og Hlynur leiða hjá Okkar borg Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Sjá meira