Flatari virðisaukaskatt Jón Steinsson skrifar 15. janúar 2014 06:00 Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra hefur boðað breytingar á virðisaukaskattskerfinu sem miða að því að hækka virðisaukaskatt á matvæli og aðrar vörur sem eru í lægsta skattþrepinu og lækka á móti hæsta skattþrepið. Bjarni talar einnig um að breikka skattstofninn – væntanlega með því að draga úr undanþágum – og einfalda kerfið. Ýmsir hafa mótmælt þessum fyrirætlunum. Mótmælin byggjast að mestu á því að hækkun matarskatts komi verr niður á lágtekjufólki þar sem matur vegur þyngra í heildarútgjöldum lágtekjufólks en þeirra sem hafa meira milli handanna. Vandinn við þessa röksemd er að lágur matarskattur er óhagkvæm leið til þess að bæta hag þeirra sem verst eru settir. Hækkun persónuafsláttarins eða lækkun lægri þrepa tekjuskattskerfisins eru hagkvæmari leiðir til þess að ná sama markmiði. Þeir sem bera hag lágtekjufólks fyrir brjósti eiga því ekki að mótmæla áformum Bjarna um að gera virðisaukaskattskerfið flatara. Þeir eiga þess í stað að þrýsta á hann að hækka persónuafsláttinn nægilega mikið til þess að tryggt sé að hagur lágtekjufólks versni ekki við breytingarnar.Sáralítill munur Neyslukönnun Hagstofunnar sýnir reyndar að sáralítill munur er á vægi þess varnings sem er í lægsta virðisaukaskattsþrepinu í neyslu mismunandi tekjuhópa. Vægi slíks varnings er 22,3% hjá þeim fjórðungi fólks sem hefur lægstar tekjur á meðan það er 21,4% að meðaltali. Tekjutilfærsluáhrif lágs matarskatts eru því hverfandi og hækkunin á persónuafslætti sem þyrfti til þess að vega upp þessi áhrif óveruleg. En af hverju er lágur matarskattur óhagkvæm leið til þess að bæta hag þeirra sem verst eru settir? Það er vegna þess að það er hagkvæmara að gera hluti beint en óbeint þegar kemur að sköttum. Ef tilgangurinn er að nota skattkerfið til þess að jafna tekjur er hagkvæmasta leiðin til þess að veita fólki beinan skattaafslátt (þ.e. hærri persónuafslátt) en ekki að reyna að gera það með því að lækka verðið á mat í samanburði við aðra vöru. Hátekjufólk eyðir mun fleiri krónum í mat en lágtekjufólk og fær því fleiri krónur í „skattafslátt“ en lágtekjufólk ef lágur matarskattur er notaður til þess að reyna að jafna tekjur fólks. Hátekjufólk fær vitaskuld líka persónuafslátt. En það fær þó einungis jafn margar krónur í persónuafslátt eins og lágtekjufólk. Persónuafsláttur er því hagkvæmari leið til þess að nota skattkerfið til tekjujöfnunar. Þessi rök eru ekki heimatilbúin af mér. Það var enginn annar en Joseph Stiglitz sem fyrstur sýndi fram á þessa niðurstöðu ásamt Anthony Atkinson í frægri grein árið 1976. Já, en hvað með þá sem eru með allra lægstu tekjurnar og greiða því nú þegar engan skatt? Hærri persónuafsláttur gagnast því fólki ekki en hærri matarskattur myndi skerða kjör þess. Mikið rétt. Gera þyrfti sérstakar ráðstafanir til þess að bæta upp þessa breytingu þegar kemur að þeim allra verst settu. Það mætti gera með því að hækka bætur eða með því að greiða fólki út ónýttan persónuafslátt (hugmynd sem Milton Friedman talaði fyrir á sínum tíma).Skattar á mat hækkaðir En myndi hækkun matarskattsins ekki hækka vísitölu neysluverðs og þannig hækka verðtryggð húsnæðislán? Nei! Minn skilningur á hugmyndum Bjarna er að þær muni ekki hafa nein nettó áhrifa á skatttekjur. Skattar á mat verða hækkaðir. En skattar á aðrar vörur lækkaðir. Heildaráhrifin á vísitölu neysluverðs ættu því að vera engin. Á Íslandi er nokkuð almenn pólitísk samstaða um að ríkið eigi að reka viðamikið velferðarkerfi. Slíkt velferðarkerfi er dýrt og það er aðalástæða þess að skattar eru háir á Íslandi. En einmitt vegna þess hvað skattar eru háir á Íslandi er sérstaklega mikilvægt að þeir skattar sem lagðir eru á valdi ekki meiri óhagkvæmni en þörf krefur. Með öðrum orðum, það er sérstaklega mikilvægt að skattkerfið sé þó eins hagkvæmt og unnt er. Lágur virðisaukaskattur á matvæli er úrelt hugmynd sem veldur óþarfa óhagkvæmni í skattkerfinu. Í hagkvæmu skattkerfi er virðisaukaskattur flatur og markmiðum um tekjutilfærslu er náð með persónuafslætti og þrepaskiptu tekjuskattskerfi. Ég óska Bjarna Benediktssyni góðs gengis við að hrinda í framkvæmd þeim breytingum á virðisaukaskattskerfinu sem hann boðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Steinsson Mest lesið Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Skoðun Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt skrifar Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland skrifar Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Bandaríkjaher, upphaf og innleiðing vatnsúðakerfa Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samstarf og samhæfing á breiðum grunni þjóðaröryggis Víðir Reynisson skrifar Skoðun 10 tonn af textíl á dag Birgitta Stefánsdóttir,Freyja Pétursdóttir skrifar Skoðun Sjúkraliðar er fólkið sem skiptir máli Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hversu ört getur höfuðborgin stefnt að breyttum ferðavenjum? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Frá friðarsjálfsblekkingu til raunverulegs öryggis Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar Sjá meira
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra hefur boðað breytingar á virðisaukaskattskerfinu sem miða að því að hækka virðisaukaskatt á matvæli og aðrar vörur sem eru í lægsta skattþrepinu og lækka á móti hæsta skattþrepið. Bjarni talar einnig um að breikka skattstofninn – væntanlega með því að draga úr undanþágum – og einfalda kerfið. Ýmsir hafa mótmælt þessum fyrirætlunum. Mótmælin byggjast að mestu á því að hækkun matarskatts komi verr niður á lágtekjufólki þar sem matur vegur þyngra í heildarútgjöldum lágtekjufólks en þeirra sem hafa meira milli handanna. Vandinn við þessa röksemd er að lágur matarskattur er óhagkvæm leið til þess að bæta hag þeirra sem verst eru settir. Hækkun persónuafsláttarins eða lækkun lægri þrepa tekjuskattskerfisins eru hagkvæmari leiðir til þess að ná sama markmiði. Þeir sem bera hag lágtekjufólks fyrir brjósti eiga því ekki að mótmæla áformum Bjarna um að gera virðisaukaskattskerfið flatara. Þeir eiga þess í stað að þrýsta á hann að hækka persónuafsláttinn nægilega mikið til þess að tryggt sé að hagur lágtekjufólks versni ekki við breytingarnar.Sáralítill munur Neyslukönnun Hagstofunnar sýnir reyndar að sáralítill munur er á vægi þess varnings sem er í lægsta virðisaukaskattsþrepinu í neyslu mismunandi tekjuhópa. Vægi slíks varnings er 22,3% hjá þeim fjórðungi fólks sem hefur lægstar tekjur á meðan það er 21,4% að meðaltali. Tekjutilfærsluáhrif lágs matarskatts eru því hverfandi og hækkunin á persónuafslætti sem þyrfti til þess að vega upp þessi áhrif óveruleg. En af hverju er lágur matarskattur óhagkvæm leið til þess að bæta hag þeirra sem verst eru settir? Það er vegna þess að það er hagkvæmara að gera hluti beint en óbeint þegar kemur að sköttum. Ef tilgangurinn er að nota skattkerfið til þess að jafna tekjur er hagkvæmasta leiðin til þess að veita fólki beinan skattaafslátt (þ.e. hærri persónuafslátt) en ekki að reyna að gera það með því að lækka verðið á mat í samanburði við aðra vöru. Hátekjufólk eyðir mun fleiri krónum í mat en lágtekjufólk og fær því fleiri krónur í „skattafslátt“ en lágtekjufólk ef lágur matarskattur er notaður til þess að reyna að jafna tekjur fólks. Hátekjufólk fær vitaskuld líka persónuafslátt. En það fær þó einungis jafn margar krónur í persónuafslátt eins og lágtekjufólk. Persónuafsláttur er því hagkvæmari leið til þess að nota skattkerfið til tekjujöfnunar. Þessi rök eru ekki heimatilbúin af mér. Það var enginn annar en Joseph Stiglitz sem fyrstur sýndi fram á þessa niðurstöðu ásamt Anthony Atkinson í frægri grein árið 1976. Já, en hvað með þá sem eru með allra lægstu tekjurnar og greiða því nú þegar engan skatt? Hærri persónuafsláttur gagnast því fólki ekki en hærri matarskattur myndi skerða kjör þess. Mikið rétt. Gera þyrfti sérstakar ráðstafanir til þess að bæta upp þessa breytingu þegar kemur að þeim allra verst settu. Það mætti gera með því að hækka bætur eða með því að greiða fólki út ónýttan persónuafslátt (hugmynd sem Milton Friedman talaði fyrir á sínum tíma).Skattar á mat hækkaðir En myndi hækkun matarskattsins ekki hækka vísitölu neysluverðs og þannig hækka verðtryggð húsnæðislán? Nei! Minn skilningur á hugmyndum Bjarna er að þær muni ekki hafa nein nettó áhrifa á skatttekjur. Skattar á mat verða hækkaðir. En skattar á aðrar vörur lækkaðir. Heildaráhrifin á vísitölu neysluverðs ættu því að vera engin. Á Íslandi er nokkuð almenn pólitísk samstaða um að ríkið eigi að reka viðamikið velferðarkerfi. Slíkt velferðarkerfi er dýrt og það er aðalástæða þess að skattar eru háir á Íslandi. En einmitt vegna þess hvað skattar eru háir á Íslandi er sérstaklega mikilvægt að þeir skattar sem lagðir eru á valdi ekki meiri óhagkvæmni en þörf krefur. Með öðrum orðum, það er sérstaklega mikilvægt að skattkerfið sé þó eins hagkvæmt og unnt er. Lágur virðisaukaskattur á matvæli er úrelt hugmynd sem veldur óþarfa óhagkvæmni í skattkerfinu. Í hagkvæmu skattkerfi er virðisaukaskattur flatur og markmiðum um tekjutilfærslu er náð með persónuafslætti og þrepaskiptu tekjuskattskerfi. Ég óska Bjarna Benediktssyni góðs gengis við að hrinda í framkvæmd þeim breytingum á virðisaukaskattskerfinu sem hann boðar.
Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar
Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar