Dagforeldrastéttin í hættu Eva Bjarnadóttir skrifar 4. janúar 2014 07:00 Sigrún Edda Lövdal á vinnustað sínum. Dagforeldrar telja um 470 á landinu. Fréttablaðið/Vilhelm Dagforeldrar eru ósáttir við hugmyndir um að bjóða börnum leikskólavist eftir fæðingarorlof. Alþingi samþykkti nú fyrir áramótin þingsályktun um að skipaður verði starfshópur sem greini sjónarmið með því að sveitarfélög bjóði börnum leikskólavist frá eins árs aldri. Barnið – félag dagforeldra í Reykjavík lýsti sig alfarið á móti hugmyndum Alþingis í umsögn sem félagið veitti þingsályktunartillögunni. „Þetta hefði þær afleiðingar að dagforeldrastéttin legðist af,“ segir Sigrún Edda Lövdal, formaður Barnsins. Hún bendir á að meirihluti þeirra 470 dagforeldra sem starfa í landinu sé konur, sem nú séu farnar að huga að öðrum starfsvettvangi. „Það er verið að herja á þessa starfstétt og við ætlum ekki að bíða eftir að hugmyndir eins og þær sem koma fram í þingsályktuninni verði að veruleika,“ segir hún, en margir dagforeldrar sækja nú fjarnám og námskeið til þess að undirbúa breytingarnar. Sigrún Edda reiknar með að hún hætti sjálf störfum á árinu. „Dagforeldrum hefur fækkað mikið. Bara á síðasta ári fækkaði þeim um fjörutíu og aðeins sextán bættust við. Það er mjög vont að missa þessa reynslubolta út,“ segir hún, en auk hugmynda um leikskóla að loknu fæðingarorlofi hefur stefna Reykjavíkurborgar um að bjóða börnum leikskólapláss allt árið um kring haft áhrif á starf dagforeldra. „Starfsöryggið er þar af leiðandi ekkert. Við vitum aldrei hversu mörg börn eru hjá okkur í næsta mánuði því leikskólarnir bjóða pláss með stuttum fyrirvara. Við getum því staðið uppi um mánaðamót með einungis hluta af laununum sem við gerðum ráð fyrir að hafa,“ útskýrir Sigrún Edda. Í könnun sem gerð var árið 2012 á viðhorfum foreldra til þjónustu dagforeldra, kemur fram að helmingur foreldra telur dagforeldra henta vel börnum yngri en 18 mánaða. Þá voru yfir 90 prósent foreldra ánægðir með þjónustu dagforeldra. Sigrún Edda segir að umhverfið sem dagforeldrar bjóða upp á henti ungum börnum betur en leikskólar. „Það er alltaf sama manneskjan með börnin, sem veitir þeim vellíðan og öryggi. Ef það eru endalausa mannabreytingar kemur það inn öryggisleysi hjá svona ungum börnum,“ segir hún. Í þingsályktuninni er gert ráð fyrir að leikskólavist hefjist við eins árs aldur, en aftur á móti var horfið frá áformum um að lengja fæðingarorlof í tólf mánuði. „Við skiljum þetta því ekki alveg. Nema það sé ætlunin að börn hefji leikskólavist um níu mánaða aldur, en það er varla,“ segir Sigrún Edda og telur hún útilokað að dagforeldrar myndu brúa þriggja mánaða bil milli fæðingarorlofs og leikskólavistar. Meirihluti vill börn í leikskóla eftir 18 mánaða aldur48% Tæpur helmingur foreldra taldi að börn ættu að hefja leikskólagöngu á aldrinum 12 til 18 mánaða.93% Meirihluti foreldra taldi að börn ættu að hefja leikskólagöngu á aldrinum 18 til 24 mánaða.Heimild: Viðhorf foreldra barna hjá dagforeldrum vorið 2012, Skóla- og frístundasvið Reykjavíkurborgar. Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Fleiri fréttir Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sjá meira
Dagforeldrar eru ósáttir við hugmyndir um að bjóða börnum leikskólavist eftir fæðingarorlof. Alþingi samþykkti nú fyrir áramótin þingsályktun um að skipaður verði starfshópur sem greini sjónarmið með því að sveitarfélög bjóði börnum leikskólavist frá eins árs aldri. Barnið – félag dagforeldra í Reykjavík lýsti sig alfarið á móti hugmyndum Alþingis í umsögn sem félagið veitti þingsályktunartillögunni. „Þetta hefði þær afleiðingar að dagforeldrastéttin legðist af,“ segir Sigrún Edda Lövdal, formaður Barnsins. Hún bendir á að meirihluti þeirra 470 dagforeldra sem starfa í landinu sé konur, sem nú séu farnar að huga að öðrum starfsvettvangi. „Það er verið að herja á þessa starfstétt og við ætlum ekki að bíða eftir að hugmyndir eins og þær sem koma fram í þingsályktuninni verði að veruleika,“ segir hún, en margir dagforeldrar sækja nú fjarnám og námskeið til þess að undirbúa breytingarnar. Sigrún Edda reiknar með að hún hætti sjálf störfum á árinu. „Dagforeldrum hefur fækkað mikið. Bara á síðasta ári fækkaði þeim um fjörutíu og aðeins sextán bættust við. Það er mjög vont að missa þessa reynslubolta út,“ segir hún, en auk hugmynda um leikskóla að loknu fæðingarorlofi hefur stefna Reykjavíkurborgar um að bjóða börnum leikskólapláss allt árið um kring haft áhrif á starf dagforeldra. „Starfsöryggið er þar af leiðandi ekkert. Við vitum aldrei hversu mörg börn eru hjá okkur í næsta mánuði því leikskólarnir bjóða pláss með stuttum fyrirvara. Við getum því staðið uppi um mánaðamót með einungis hluta af laununum sem við gerðum ráð fyrir að hafa,“ útskýrir Sigrún Edda. Í könnun sem gerð var árið 2012 á viðhorfum foreldra til þjónustu dagforeldra, kemur fram að helmingur foreldra telur dagforeldra henta vel börnum yngri en 18 mánaða. Þá voru yfir 90 prósent foreldra ánægðir með þjónustu dagforeldra. Sigrún Edda segir að umhverfið sem dagforeldrar bjóða upp á henti ungum börnum betur en leikskólar. „Það er alltaf sama manneskjan með börnin, sem veitir þeim vellíðan og öryggi. Ef það eru endalausa mannabreytingar kemur það inn öryggisleysi hjá svona ungum börnum,“ segir hún. Í þingsályktuninni er gert ráð fyrir að leikskólavist hefjist við eins árs aldur, en aftur á móti var horfið frá áformum um að lengja fæðingarorlof í tólf mánuði. „Við skiljum þetta því ekki alveg. Nema það sé ætlunin að börn hefji leikskólavist um níu mánaða aldur, en það er varla,“ segir Sigrún Edda og telur hún útilokað að dagforeldrar myndu brúa þriggja mánaða bil milli fæðingarorlofs og leikskólavistar. Meirihluti vill börn í leikskóla eftir 18 mánaða aldur48% Tæpur helmingur foreldra taldi að börn ættu að hefja leikskólagöngu á aldrinum 12 til 18 mánaða.93% Meirihluti foreldra taldi að börn ættu að hefja leikskólagöngu á aldrinum 18 til 24 mánaða.Heimild: Viðhorf foreldra barna hjá dagforeldrum vorið 2012, Skóla- og frístundasvið Reykjavíkurborgar.
Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Fleiri fréttir Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sjá meira