UFC 181: Hvað gerir Pettis gegn Melendez? Pétur Marinó Jónsson skrifar 5. desember 2014 22:45 UFC 181 fer fram annað kvöld og eru tveir titilbardagar á dagskrá. Anthony Pettis og Johny Hendricks munu báðir verja belti sitt í fyrsta sinn en bardagakvöldið hefst kl 3 aðfaranótt sunnudags á Stöð 2 Sport. Aðalbardagi kvöldsins er titilbardagi í veltivigtinni þar sem Johny Hendricks mætir Robbie Lawler. Áður en sá bardagi fer fram er gríðarlega spennandi titilbardagi í léttvigtinni þar sem meistarinn Anthony Pettis mætir Gilbert Melendez. Anthony Pettis er einn hæfileikaríkasti bardagamaður heims um þessar mundir og gríðarlega spennandi áhorfs. Hann er með flott og óhefðbundin spörk en á sama tíma hitta þessi spörk ótrúlega vel. Hann er þekktur fyrir hið svo kallaða „Showtime kick” eftir að hann stökk á búrið og sparkaði í höfuð Ben Henderson í fyrsta bardaga þeirra (sjá í myndbandinu hér að ofan). Hann leyfir sér að taka óhefðbundin spörk sem geta komið honum í erfiða stöðu á bakinu en því miður fyrir andstæðinga hans er hann líka hættulegur þar. Það kom bersýnilega í ljós þegar hann sigraði léttvigtartitilinn í ágúst í fyrra. Eftir að hafa sparkað þáverandi meistara, Ben Henderson, sundur og saman tók hann handahlaupsspark sem hitti ekki og endaði hann á bakinu fyrir vikið. Af bakinu náði hann Henderson í „armbar” með þeim afleiðingum að hönd Henderson brotnaði áður en hann gafst upp. Aðdáendur Pettis bíða í ofvæni eftir að sjá hann en því miður hafa tækifærin á að sjá hann verið af skornum skammti. Meiðsli og upptökur á þættinum The Ultimate Fighter hafa haldið honum frá keppni síðan í ágúst 2013. Nú fá aðdáendur loks tækifæri á að sjá þennan frábæra bardagamann sína listir sínar á UFC 181. Andstæðingur hans er hugsanlega sá erfiðasti hingað til, Gilbert Melendez. Pettis er þekktur fyrir að klára andstæðinga en það gæti reynst erfitt gegn Melendez enda hefur hann aldrei tapað eftir rothögg eða uppgjafartök. Nánar má lesa um Gilbert Melendez á síðu MMA Frétta hér. Bardaginn annað kvöld ætti að verða frábær skemmtun sem bardagaaðdáendur mega ekki missa af! MMA Mest lesið Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 Sport Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Enski boltinn Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Enski boltinn Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Enski boltinn Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Sport Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn Má ekki æfa fyrr en hann léttir sig Sport Fleiri fréttir Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? KR sækir ungan bakvörð út á landi „Sýna að maður eigi það skilið“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Má ekki æfa fyrr en hann léttir sig Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Spilar með bestu frisbígolfspilurum heims Einvígið á Nesinu safnar í ár fyrir minningarsjóð Bryndísar Klöru Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Jón Þór Evrópumeistari á nýju Íslandsmeti Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Gaf tannlækninum teinanna sína Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Missti ömmu sína á sama degi og hún vann EM Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Sjá meira
UFC 181 fer fram annað kvöld og eru tveir titilbardagar á dagskrá. Anthony Pettis og Johny Hendricks munu báðir verja belti sitt í fyrsta sinn en bardagakvöldið hefst kl 3 aðfaranótt sunnudags á Stöð 2 Sport. Aðalbardagi kvöldsins er titilbardagi í veltivigtinni þar sem Johny Hendricks mætir Robbie Lawler. Áður en sá bardagi fer fram er gríðarlega spennandi titilbardagi í léttvigtinni þar sem meistarinn Anthony Pettis mætir Gilbert Melendez. Anthony Pettis er einn hæfileikaríkasti bardagamaður heims um þessar mundir og gríðarlega spennandi áhorfs. Hann er með flott og óhefðbundin spörk en á sama tíma hitta þessi spörk ótrúlega vel. Hann er þekktur fyrir hið svo kallaða „Showtime kick” eftir að hann stökk á búrið og sparkaði í höfuð Ben Henderson í fyrsta bardaga þeirra (sjá í myndbandinu hér að ofan). Hann leyfir sér að taka óhefðbundin spörk sem geta komið honum í erfiða stöðu á bakinu en því miður fyrir andstæðinga hans er hann líka hættulegur þar. Það kom bersýnilega í ljós þegar hann sigraði léttvigtartitilinn í ágúst í fyrra. Eftir að hafa sparkað þáverandi meistara, Ben Henderson, sundur og saman tók hann handahlaupsspark sem hitti ekki og endaði hann á bakinu fyrir vikið. Af bakinu náði hann Henderson í „armbar” með þeim afleiðingum að hönd Henderson brotnaði áður en hann gafst upp. Aðdáendur Pettis bíða í ofvæni eftir að sjá hann en því miður hafa tækifærin á að sjá hann verið af skornum skammti. Meiðsli og upptökur á þættinum The Ultimate Fighter hafa haldið honum frá keppni síðan í ágúst 2013. Nú fá aðdáendur loks tækifæri á að sjá þennan frábæra bardagamann sína listir sínar á UFC 181. Andstæðingur hans er hugsanlega sá erfiðasti hingað til, Gilbert Melendez. Pettis er þekktur fyrir að klára andstæðinga en það gæti reynst erfitt gegn Melendez enda hefur hann aldrei tapað eftir rothögg eða uppgjafartök. Nánar má lesa um Gilbert Melendez á síðu MMA Frétta hér. Bardaginn annað kvöld ætti að verða frábær skemmtun sem bardagaaðdáendur mega ekki missa af!
MMA Mest lesið Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 Sport Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Enski boltinn Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Enski boltinn Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Enski boltinn Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Sport Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn Má ekki æfa fyrr en hann léttir sig Sport Fleiri fréttir Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? KR sækir ungan bakvörð út á landi „Sýna að maður eigi það skilið“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Má ekki æfa fyrr en hann léttir sig Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Spilar með bestu frisbígolfspilurum heims Einvígið á Nesinu safnar í ár fyrir minningarsjóð Bryndísar Klöru Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Jón Þór Evrópumeistari á nýju Íslandsmeti Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Gaf tannlækninum teinanna sína Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Missti ömmu sína á sama degi og hún vann EM Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Sjá meira