Krkic: Of mikið lagt á sautján ára strák Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 21. nóvember 2014 16:00 Vísir/Getty Spánverjinn Bojan Krkic er í athyglisverðu viðtali hjá enska blaðinu The Guardian í dag en þessi 24 ára framherji á athyglisverðan feril að baki. Hann er í dag á mála hjá úrvalsdeildarliðinu Stoke. Krkic ólst upp hjá stórliði Barcelona og var aðeins sautján ára þegar hann fékk sín fyrstu tækifæri með aðalliði félagsins. Það var árið 2007, um það leyti sem Eiður Smári Guðjohnsen lék með liðinu. Krkic hóf feril sinn í La Masia, knattspyrnuskóla Barcelona, aðeins átta ára gamall og afrekaði að skora alls 895 mörk með yngri liðum félagsins. Hann komst í U-21 lið Spánar aðeins sextán ára gamall og var búinn að spila 50 leiki með aðalliði félagsins fyrir átján ára aldurinn. Hann bætti fjölda meta hjá félaginu. Krkic varð yngsti markaskorari Barcelona í spænsku úrvalsdeildinni frá upphafi er hann skoraði gegn Villarreal í október 2007, þá nýorðinn sautján ára. Skömmu síðar varð hann fyrsti markaskorari Meistaradeildar Evrópu sem var fæddur 1990 eða síðar. Hann var lofaður í hástert af Frank Rijkaard, þjálfara liðsins, og var yndi spænskra fjölmiðla. En eftir að Pep Guardiola tók við sem knattspyrnustjóri fór tækifærunum að fækka og hann var seldur til Roma árið 2011. Hann lék einnig sem lánsamaður með AC Milan og Ajax eftir það en fór svo til Stoke í sumar. „Þegar maður er sautján ára gamall þá veit maður ekki hvað pressa er. Ég var að spila í besta liði heims á stærstu leikvöngum heims með frægum leikmönnum. En þegar ég lít til baka nú geri ég mér grein fyrir því að það er erfitt fyrir sautján ára einstakling að takast á við slíkar aðstæður,“ sagði Krkic. „Allir mínir vinir voru í skóla og það var mjög erfitt að fara út með þeim. Líf mitt breyttist á einni nóttu og fólk hópaðist að mér úti á götu.“ Hann segir enn fremur að líf knattspyrnumanns sé auðveldara á Englandi en á Spáni. „Thierry Henry fann fyrir miklum mun þegar hann kom til Barcelona og sagði að þetta væri mun auðveldara á Englandi. Þar kæmu stuðningsmenn aldrei á æfingar og blaðamenn kæmu einu sinni í viku. Á Spáni eru fimm þúsund manns á hverri æfingu, sem og fjölmiðlafólk.“ „Fólk á Spáni ber ekki virðingu fyrir leikmönnum og það sama á við um Ítalíu. En þetta er allt annar heimur á Englandi. Fólkið dáir leikmennina en ber líka virðingu fyrir því.“ Enski boltinn Spænski boltinn Mest lesið „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Íslenski boltinn Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Enski boltinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Íslenski boltinn Dramatík í uppbótartíma Enski boltinn Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool Enski boltinn Sanngjarn heimasigur Enski boltinn „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Enski boltinn Fleiri fréttir Sanngjarn heimasigur Dramatík í uppbótartíma Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Sjá meira
Spánverjinn Bojan Krkic er í athyglisverðu viðtali hjá enska blaðinu The Guardian í dag en þessi 24 ára framherji á athyglisverðan feril að baki. Hann er í dag á mála hjá úrvalsdeildarliðinu Stoke. Krkic ólst upp hjá stórliði Barcelona og var aðeins sautján ára þegar hann fékk sín fyrstu tækifæri með aðalliði félagsins. Það var árið 2007, um það leyti sem Eiður Smári Guðjohnsen lék með liðinu. Krkic hóf feril sinn í La Masia, knattspyrnuskóla Barcelona, aðeins átta ára gamall og afrekaði að skora alls 895 mörk með yngri liðum félagsins. Hann komst í U-21 lið Spánar aðeins sextán ára gamall og var búinn að spila 50 leiki með aðalliði félagsins fyrir átján ára aldurinn. Hann bætti fjölda meta hjá félaginu. Krkic varð yngsti markaskorari Barcelona í spænsku úrvalsdeildinni frá upphafi er hann skoraði gegn Villarreal í október 2007, þá nýorðinn sautján ára. Skömmu síðar varð hann fyrsti markaskorari Meistaradeildar Evrópu sem var fæddur 1990 eða síðar. Hann var lofaður í hástert af Frank Rijkaard, þjálfara liðsins, og var yndi spænskra fjölmiðla. En eftir að Pep Guardiola tók við sem knattspyrnustjóri fór tækifærunum að fækka og hann var seldur til Roma árið 2011. Hann lék einnig sem lánsamaður með AC Milan og Ajax eftir það en fór svo til Stoke í sumar. „Þegar maður er sautján ára gamall þá veit maður ekki hvað pressa er. Ég var að spila í besta liði heims á stærstu leikvöngum heims með frægum leikmönnum. En þegar ég lít til baka nú geri ég mér grein fyrir því að það er erfitt fyrir sautján ára einstakling að takast á við slíkar aðstæður,“ sagði Krkic. „Allir mínir vinir voru í skóla og það var mjög erfitt að fara út með þeim. Líf mitt breyttist á einni nóttu og fólk hópaðist að mér úti á götu.“ Hann segir enn fremur að líf knattspyrnumanns sé auðveldara á Englandi en á Spáni. „Thierry Henry fann fyrir miklum mun þegar hann kom til Barcelona og sagði að þetta væri mun auðveldara á Englandi. Þar kæmu stuðningsmenn aldrei á æfingar og blaðamenn kæmu einu sinni í viku. Á Spáni eru fimm þúsund manns á hverri æfingu, sem og fjölmiðlafólk.“ „Fólk á Spáni ber ekki virðingu fyrir leikmönnum og það sama á við um Ítalíu. En þetta er allt annar heimur á Englandi. Fólkið dáir leikmennina en ber líka virðingu fyrir því.“
Enski boltinn Spænski boltinn Mest lesið „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Íslenski boltinn Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Enski boltinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Íslenski boltinn Dramatík í uppbótartíma Enski boltinn Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool Enski boltinn Sanngjarn heimasigur Enski boltinn „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Enski boltinn Fleiri fréttir Sanngjarn heimasigur Dramatík í uppbótartíma Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Sjá meira