Krkic: Of mikið lagt á sautján ára strák Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 21. nóvember 2014 16:00 Vísir/Getty Spánverjinn Bojan Krkic er í athyglisverðu viðtali hjá enska blaðinu The Guardian í dag en þessi 24 ára framherji á athyglisverðan feril að baki. Hann er í dag á mála hjá úrvalsdeildarliðinu Stoke. Krkic ólst upp hjá stórliði Barcelona og var aðeins sautján ára þegar hann fékk sín fyrstu tækifæri með aðalliði félagsins. Það var árið 2007, um það leyti sem Eiður Smári Guðjohnsen lék með liðinu. Krkic hóf feril sinn í La Masia, knattspyrnuskóla Barcelona, aðeins átta ára gamall og afrekaði að skora alls 895 mörk með yngri liðum félagsins. Hann komst í U-21 lið Spánar aðeins sextán ára gamall og var búinn að spila 50 leiki með aðalliði félagsins fyrir átján ára aldurinn. Hann bætti fjölda meta hjá félaginu. Krkic varð yngsti markaskorari Barcelona í spænsku úrvalsdeildinni frá upphafi er hann skoraði gegn Villarreal í október 2007, þá nýorðinn sautján ára. Skömmu síðar varð hann fyrsti markaskorari Meistaradeildar Evrópu sem var fæddur 1990 eða síðar. Hann var lofaður í hástert af Frank Rijkaard, þjálfara liðsins, og var yndi spænskra fjölmiðla. En eftir að Pep Guardiola tók við sem knattspyrnustjóri fór tækifærunum að fækka og hann var seldur til Roma árið 2011. Hann lék einnig sem lánsamaður með AC Milan og Ajax eftir það en fór svo til Stoke í sumar. „Þegar maður er sautján ára gamall þá veit maður ekki hvað pressa er. Ég var að spila í besta liði heims á stærstu leikvöngum heims með frægum leikmönnum. En þegar ég lít til baka nú geri ég mér grein fyrir því að það er erfitt fyrir sautján ára einstakling að takast á við slíkar aðstæður,“ sagði Krkic. „Allir mínir vinir voru í skóla og það var mjög erfitt að fara út með þeim. Líf mitt breyttist á einni nóttu og fólk hópaðist að mér úti á götu.“ Hann segir enn fremur að líf knattspyrnumanns sé auðveldara á Englandi en á Spáni. „Thierry Henry fann fyrir miklum mun þegar hann kom til Barcelona og sagði að þetta væri mun auðveldara á Englandi. Þar kæmu stuðningsmenn aldrei á æfingar og blaðamenn kæmu einu sinni í viku. Á Spáni eru fimm þúsund manns á hverri æfingu, sem og fjölmiðlafólk.“ „Fólk á Spáni ber ekki virðingu fyrir leikmönnum og það sama á við um Ítalíu. En þetta er allt annar heimur á Englandi. Fólkið dáir leikmennina en ber líka virðingu fyrir því.“ Enski boltinn Spænski boltinn Mest lesið Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Enski boltinn Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur Handbolti Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Körfubolti „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Körfubolti Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik Körfubolti Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Enski boltinn „Að lokum var það betra liðið sem vann“ Körfubolti Stendur ekki steinn yfir steini hjá Orra-lausu Sociedad Fótbolti Dagskráin í dag: Úrslitaeinvígið og Benóný Breki Sport Tatum með slitna hásin Körfubolti Fleiri fréttir Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum Pirruð Man City stjarna: „Þeir reyndu ekki einu sinni að vinna“ Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Newcastle upp í þriðja sætið eftir sigur á Chelsea Enn eitt tapið á Old Trafford Palace fór létt með Tottenham sem hvíldi marga „Snýst um félagið, liðið og hvað við áorkum saman“ Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Watkins hélt Meistaradeildardraum Villa á lífi „Vörðust og vörðust meira ásamt því að tefja tímann“ Man. City tapaði mjög óvænt stigum á móti botnliðinu Haaland hreinskilinn: Ég hef ekki verið nægilega góður Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla Arne Slot vonsvikinn með Trent Alexander-Arnold Mac Allister besti leikmaðurinn í fyrsta sinn Salah valinn bestur af blaðamönnum Fótboltaparið eignaðist son og skírði hann Jagger Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ „Liðið ætti að vera betra en það er en við erum að reyna“ Sheffield United með gott forskot í umspili Championship Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Fagnaði í bol með fullt af myndum af sjálfum sér Gætu þurft að bíða í sautján ár eftir nýjum leikvangi Sjá meira
Spánverjinn Bojan Krkic er í athyglisverðu viðtali hjá enska blaðinu The Guardian í dag en þessi 24 ára framherji á athyglisverðan feril að baki. Hann er í dag á mála hjá úrvalsdeildarliðinu Stoke. Krkic ólst upp hjá stórliði Barcelona og var aðeins sautján ára þegar hann fékk sín fyrstu tækifæri með aðalliði félagsins. Það var árið 2007, um það leyti sem Eiður Smári Guðjohnsen lék með liðinu. Krkic hóf feril sinn í La Masia, knattspyrnuskóla Barcelona, aðeins átta ára gamall og afrekaði að skora alls 895 mörk með yngri liðum félagsins. Hann komst í U-21 lið Spánar aðeins sextán ára gamall og var búinn að spila 50 leiki með aðalliði félagsins fyrir átján ára aldurinn. Hann bætti fjölda meta hjá félaginu. Krkic varð yngsti markaskorari Barcelona í spænsku úrvalsdeildinni frá upphafi er hann skoraði gegn Villarreal í október 2007, þá nýorðinn sautján ára. Skömmu síðar varð hann fyrsti markaskorari Meistaradeildar Evrópu sem var fæddur 1990 eða síðar. Hann var lofaður í hástert af Frank Rijkaard, þjálfara liðsins, og var yndi spænskra fjölmiðla. En eftir að Pep Guardiola tók við sem knattspyrnustjóri fór tækifærunum að fækka og hann var seldur til Roma árið 2011. Hann lék einnig sem lánsamaður með AC Milan og Ajax eftir það en fór svo til Stoke í sumar. „Þegar maður er sautján ára gamall þá veit maður ekki hvað pressa er. Ég var að spila í besta liði heims á stærstu leikvöngum heims með frægum leikmönnum. En þegar ég lít til baka nú geri ég mér grein fyrir því að það er erfitt fyrir sautján ára einstakling að takast á við slíkar aðstæður,“ sagði Krkic. „Allir mínir vinir voru í skóla og það var mjög erfitt að fara út með þeim. Líf mitt breyttist á einni nóttu og fólk hópaðist að mér úti á götu.“ Hann segir enn fremur að líf knattspyrnumanns sé auðveldara á Englandi en á Spáni. „Thierry Henry fann fyrir miklum mun þegar hann kom til Barcelona og sagði að þetta væri mun auðveldara á Englandi. Þar kæmu stuðningsmenn aldrei á æfingar og blaðamenn kæmu einu sinni í viku. Á Spáni eru fimm þúsund manns á hverri æfingu, sem og fjölmiðlafólk.“ „Fólk á Spáni ber ekki virðingu fyrir leikmönnum og það sama á við um Ítalíu. En þetta er allt annar heimur á Englandi. Fólkið dáir leikmennina en ber líka virðingu fyrir því.“
Enski boltinn Spænski boltinn Mest lesið Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Enski boltinn Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur Handbolti Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Körfubolti „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Körfubolti Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik Körfubolti Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Enski boltinn „Að lokum var það betra liðið sem vann“ Körfubolti Stendur ekki steinn yfir steini hjá Orra-lausu Sociedad Fótbolti Dagskráin í dag: Úrslitaeinvígið og Benóný Breki Sport Tatum með slitna hásin Körfubolti Fleiri fréttir Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum Pirruð Man City stjarna: „Þeir reyndu ekki einu sinni að vinna“ Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Newcastle upp í þriðja sætið eftir sigur á Chelsea Enn eitt tapið á Old Trafford Palace fór létt með Tottenham sem hvíldi marga „Snýst um félagið, liðið og hvað við áorkum saman“ Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Watkins hélt Meistaradeildardraum Villa á lífi „Vörðust og vörðust meira ásamt því að tefja tímann“ Man. City tapaði mjög óvænt stigum á móti botnliðinu Haaland hreinskilinn: Ég hef ekki verið nægilega góður Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla Arne Slot vonsvikinn með Trent Alexander-Arnold Mac Allister besti leikmaðurinn í fyrsta sinn Salah valinn bestur af blaðamönnum Fótboltaparið eignaðist son og skírði hann Jagger Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ „Liðið ætti að vera betra en það er en við erum að reyna“ Sheffield United með gott forskot í umspili Championship Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Fagnaði í bol með fullt af myndum af sjálfum sér Gætu þurft að bíða í sautján ár eftir nýjum leikvangi Sjá meira