Krkic: Of mikið lagt á sautján ára strák Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 21. nóvember 2014 16:00 Vísir/Getty Spánverjinn Bojan Krkic er í athyglisverðu viðtali hjá enska blaðinu The Guardian í dag en þessi 24 ára framherji á athyglisverðan feril að baki. Hann er í dag á mála hjá úrvalsdeildarliðinu Stoke. Krkic ólst upp hjá stórliði Barcelona og var aðeins sautján ára þegar hann fékk sín fyrstu tækifæri með aðalliði félagsins. Það var árið 2007, um það leyti sem Eiður Smári Guðjohnsen lék með liðinu. Krkic hóf feril sinn í La Masia, knattspyrnuskóla Barcelona, aðeins átta ára gamall og afrekaði að skora alls 895 mörk með yngri liðum félagsins. Hann komst í U-21 lið Spánar aðeins sextán ára gamall og var búinn að spila 50 leiki með aðalliði félagsins fyrir átján ára aldurinn. Hann bætti fjölda meta hjá félaginu. Krkic varð yngsti markaskorari Barcelona í spænsku úrvalsdeildinni frá upphafi er hann skoraði gegn Villarreal í október 2007, þá nýorðinn sautján ára. Skömmu síðar varð hann fyrsti markaskorari Meistaradeildar Evrópu sem var fæddur 1990 eða síðar. Hann var lofaður í hástert af Frank Rijkaard, þjálfara liðsins, og var yndi spænskra fjölmiðla. En eftir að Pep Guardiola tók við sem knattspyrnustjóri fór tækifærunum að fækka og hann var seldur til Roma árið 2011. Hann lék einnig sem lánsamaður með AC Milan og Ajax eftir það en fór svo til Stoke í sumar. „Þegar maður er sautján ára gamall þá veit maður ekki hvað pressa er. Ég var að spila í besta liði heims á stærstu leikvöngum heims með frægum leikmönnum. En þegar ég lít til baka nú geri ég mér grein fyrir því að það er erfitt fyrir sautján ára einstakling að takast á við slíkar aðstæður,“ sagði Krkic. „Allir mínir vinir voru í skóla og það var mjög erfitt að fara út með þeim. Líf mitt breyttist á einni nóttu og fólk hópaðist að mér úti á götu.“ Hann segir enn fremur að líf knattspyrnumanns sé auðveldara á Englandi en á Spáni. „Thierry Henry fann fyrir miklum mun þegar hann kom til Barcelona og sagði að þetta væri mun auðveldara á Englandi. Þar kæmu stuðningsmenn aldrei á æfingar og blaðamenn kæmu einu sinni í viku. Á Spáni eru fimm þúsund manns á hverri æfingu, sem og fjölmiðlafólk.“ „Fólk á Spáni ber ekki virðingu fyrir leikmönnum og það sama á við um Ítalíu. En þetta er allt annar heimur á Englandi. Fólkið dáir leikmennina en ber líka virðingu fyrir því.“ Enski boltinn Spænski boltinn Mest lesið Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Íslenski boltinn Guðmundur í grænt Íslenski boltinn Calvert-Lewin á leið til Leeds Enski boltinn Willum lagði upp sigurmark Birmingham Enski boltinn PSG kom til baka og vann Ofurbikarinn í vítakeppni Fótbolti Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Íslenski boltinn Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Fótbolti Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Fótbolti Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Fótbolti Fleiri fréttir Calvert-Lewin á leið til Leeds Willum lagði upp sigurmark Birmingham Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Donnarumma skilinn eftir heima Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Sjá meira
Spánverjinn Bojan Krkic er í athyglisverðu viðtali hjá enska blaðinu The Guardian í dag en þessi 24 ára framherji á athyglisverðan feril að baki. Hann er í dag á mála hjá úrvalsdeildarliðinu Stoke. Krkic ólst upp hjá stórliði Barcelona og var aðeins sautján ára þegar hann fékk sín fyrstu tækifæri með aðalliði félagsins. Það var árið 2007, um það leyti sem Eiður Smári Guðjohnsen lék með liðinu. Krkic hóf feril sinn í La Masia, knattspyrnuskóla Barcelona, aðeins átta ára gamall og afrekaði að skora alls 895 mörk með yngri liðum félagsins. Hann komst í U-21 lið Spánar aðeins sextán ára gamall og var búinn að spila 50 leiki með aðalliði félagsins fyrir átján ára aldurinn. Hann bætti fjölda meta hjá félaginu. Krkic varð yngsti markaskorari Barcelona í spænsku úrvalsdeildinni frá upphafi er hann skoraði gegn Villarreal í október 2007, þá nýorðinn sautján ára. Skömmu síðar varð hann fyrsti markaskorari Meistaradeildar Evrópu sem var fæddur 1990 eða síðar. Hann var lofaður í hástert af Frank Rijkaard, þjálfara liðsins, og var yndi spænskra fjölmiðla. En eftir að Pep Guardiola tók við sem knattspyrnustjóri fór tækifærunum að fækka og hann var seldur til Roma árið 2011. Hann lék einnig sem lánsamaður með AC Milan og Ajax eftir það en fór svo til Stoke í sumar. „Þegar maður er sautján ára gamall þá veit maður ekki hvað pressa er. Ég var að spila í besta liði heims á stærstu leikvöngum heims með frægum leikmönnum. En þegar ég lít til baka nú geri ég mér grein fyrir því að það er erfitt fyrir sautján ára einstakling að takast á við slíkar aðstæður,“ sagði Krkic. „Allir mínir vinir voru í skóla og það var mjög erfitt að fara út með þeim. Líf mitt breyttist á einni nóttu og fólk hópaðist að mér úti á götu.“ Hann segir enn fremur að líf knattspyrnumanns sé auðveldara á Englandi en á Spáni. „Thierry Henry fann fyrir miklum mun þegar hann kom til Barcelona og sagði að þetta væri mun auðveldara á Englandi. Þar kæmu stuðningsmenn aldrei á æfingar og blaðamenn kæmu einu sinni í viku. Á Spáni eru fimm þúsund manns á hverri æfingu, sem og fjölmiðlafólk.“ „Fólk á Spáni ber ekki virðingu fyrir leikmönnum og það sama á við um Ítalíu. En þetta er allt annar heimur á Englandi. Fólkið dáir leikmennina en ber líka virðingu fyrir því.“
Enski boltinn Spænski boltinn Mest lesið Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Íslenski boltinn Guðmundur í grænt Íslenski boltinn Calvert-Lewin á leið til Leeds Enski boltinn Willum lagði upp sigurmark Birmingham Enski boltinn PSG kom til baka og vann Ofurbikarinn í vítakeppni Fótbolti Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Íslenski boltinn Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Fótbolti Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Fótbolti Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Fótbolti Fleiri fréttir Calvert-Lewin á leið til Leeds Willum lagði upp sigurmark Birmingham Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Donnarumma skilinn eftir heima Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Sjá meira