Bjarni: Ekki úrslitaatriði að eftirmaður Hönnu Birnu sé kona Þorbjörn Þórðarson skrifar 21. nóvember 2014 20:48 Bjarni Bendiktsson formaður Sjálfstæðisflokksins segist leggja á það áherslu að finna sem allra fyrst eftirmann Hönnu Birnu Kristjánsdóttur sem innanríkisráðherra. Einar K. Guðfinnsson hefur verið sterklega orðaður við embættið. Rætt var við Bjarna í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2 þar sem hann lýsti fyrstu viðbrögðum sínum við ákvörðun Hönnu Birnu Kristjánsdóttur að segja af sér embætti. „Við höfum fundað út af þessu máli margoft á fundanförnum vikum og mánuðum. Þetta á sinn hátt kom mér á óvart að hún væri komin að þessari niðurstöðu en hún færir fyrir henni gild rök. Það er orðið erfitt fyrir hana að sinna því verkefni sem hún hefur tekið að sér í innanríkisráðuneytinu og ég hef á því skilning og ég ber virðingu fyrir hennar niðurstöðu,“ sagði Bjarni. Hann sagði að ekki væri búið að velja eftirmann ráðherrans. „Ég legg áherslu á að við gerum það mjög hratt. Við munum ræða það í þingflokknum á næstu dögum og ég hef rætt um það við forsætisráðherra að ég telji mikilvægt að við ljúkum því sem allra fyrst.“Samkvæmt okkar heimildum koma Ragnheiður Ríkharðsdóttir og Einar Kristinn Guðfinnsson helst til greina sem eftirmenn hennar. Er eitthvað hæft í því? „Það er ekkert um þetta að segja á þessum tímapunkti. Það koma mjög margir til greina ef út í það er farið. Aðalatriðið er að það hefur engin ákvörðun verið tekin og þetta er á algjöru frumstigi.“Leggurðu áherslu á að kona leysi hana af hólmi? „Það er auðvitað eitt af því sem mér finnst eðlilegt að við horfum til en það er ekki úrslitaatriði í mínum huga.“Hver er staða hennar sem varaformaður Sjálfstæðisflokksins eftir allt sem á undan er gengið? „Ef eitthvað er mun þessi ákvörðun hennar gera henni betur kleift að sinna flokksstarfinu og þeim verkefnum sem fylgja varaformannsembættinu. Hún kemur síðan inn á þingið og verður augljóslega lykilþingmaður fyrir okkur sjálfstæðismenn. Þingið er miðjan í því sem við erum að gera og hún verður áfram í lykilstöðu fyrir okkur sjálfstæðismenn,“ sagði Bjarni Benediktsson. Lekamálið Tengdar fréttir Einar og Ragnheiður líklegustu arftakar Hönnu Birnu Samkvæmt heimildum fréttastofu eru umræður um mögulegan arftaka Hönnu Birnu þegar hafnar innan Sjálfstæðisflokksins. 21. nóvember 2014 15:11 Hanna Birna til umræðu í Ísland í dag Árni Páll Árnason, Helgi Hrafn Gunnarsson og Guðlaugur Þór Þórðarson munu ræða atburði dagsins í beinni í Ísland í dag. 21. nóvember 2014 18:42 Yfirlýsing á leiðinni frá Hönnu Birnu Upplýsingafulltrúi innanaríkisráðherra staðfesti við Vísi klukkan 14:45 að yfirlýsingar væri að vænta frá ráðherranum. 21. nóvember 2014 14:52 Hanna Birna: Ákvörðunin persónuleg en ekki pólitísk Hanna Birna Kristjánsdóttir hefur sagt af sér embætti innanríkisráðherra. Hún mun þó áfram sitja sem þingmaður og segist þannig ætla að axla ábyrgð. 21. nóvember 2014 15:18 Þingmenn Sjálfstæðisflokksins koma af fjöllum Óvissa innan Sjálfstæðisflokksins, en þar töldu menn að Hanna Birna hefði ekki verið á förum. 21. nóvember 2014 14:45 Skora á Bjarna Ben að hafa kynjahlutfall í huga við skipun nýs ráðherra Í ályktun frá Kvenréttindafélagi Íslands segir að hallað hafi á konur í ríkisstjórninni áður en Hanna Birna Kristjánsdóttir sagði af sér í dag en þá voru 6 karlar og 3 konur í ríkisstjórninni. 21. nóvember 2014 17:36 Hanna Birna hættir Hanna Birna Kristjánsdóttir sagði af sér sem innanríkisráðherra í dag. 21. nóvember 2014 13:41 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Innlent Fleiri fréttir Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Sjá meira
Bjarni Bendiktsson formaður Sjálfstæðisflokksins segist leggja á það áherslu að finna sem allra fyrst eftirmann Hönnu Birnu Kristjánsdóttur sem innanríkisráðherra. Einar K. Guðfinnsson hefur verið sterklega orðaður við embættið. Rætt var við Bjarna í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2 þar sem hann lýsti fyrstu viðbrögðum sínum við ákvörðun Hönnu Birnu Kristjánsdóttur að segja af sér embætti. „Við höfum fundað út af þessu máli margoft á fundanförnum vikum og mánuðum. Þetta á sinn hátt kom mér á óvart að hún væri komin að þessari niðurstöðu en hún færir fyrir henni gild rök. Það er orðið erfitt fyrir hana að sinna því verkefni sem hún hefur tekið að sér í innanríkisráðuneytinu og ég hef á því skilning og ég ber virðingu fyrir hennar niðurstöðu,“ sagði Bjarni. Hann sagði að ekki væri búið að velja eftirmann ráðherrans. „Ég legg áherslu á að við gerum það mjög hratt. Við munum ræða það í þingflokknum á næstu dögum og ég hef rætt um það við forsætisráðherra að ég telji mikilvægt að við ljúkum því sem allra fyrst.“Samkvæmt okkar heimildum koma Ragnheiður Ríkharðsdóttir og Einar Kristinn Guðfinnsson helst til greina sem eftirmenn hennar. Er eitthvað hæft í því? „Það er ekkert um þetta að segja á þessum tímapunkti. Það koma mjög margir til greina ef út í það er farið. Aðalatriðið er að það hefur engin ákvörðun verið tekin og þetta er á algjöru frumstigi.“Leggurðu áherslu á að kona leysi hana af hólmi? „Það er auðvitað eitt af því sem mér finnst eðlilegt að við horfum til en það er ekki úrslitaatriði í mínum huga.“Hver er staða hennar sem varaformaður Sjálfstæðisflokksins eftir allt sem á undan er gengið? „Ef eitthvað er mun þessi ákvörðun hennar gera henni betur kleift að sinna flokksstarfinu og þeim verkefnum sem fylgja varaformannsembættinu. Hún kemur síðan inn á þingið og verður augljóslega lykilþingmaður fyrir okkur sjálfstæðismenn. Þingið er miðjan í því sem við erum að gera og hún verður áfram í lykilstöðu fyrir okkur sjálfstæðismenn,“ sagði Bjarni Benediktsson.
Lekamálið Tengdar fréttir Einar og Ragnheiður líklegustu arftakar Hönnu Birnu Samkvæmt heimildum fréttastofu eru umræður um mögulegan arftaka Hönnu Birnu þegar hafnar innan Sjálfstæðisflokksins. 21. nóvember 2014 15:11 Hanna Birna til umræðu í Ísland í dag Árni Páll Árnason, Helgi Hrafn Gunnarsson og Guðlaugur Þór Þórðarson munu ræða atburði dagsins í beinni í Ísland í dag. 21. nóvember 2014 18:42 Yfirlýsing á leiðinni frá Hönnu Birnu Upplýsingafulltrúi innanaríkisráðherra staðfesti við Vísi klukkan 14:45 að yfirlýsingar væri að vænta frá ráðherranum. 21. nóvember 2014 14:52 Hanna Birna: Ákvörðunin persónuleg en ekki pólitísk Hanna Birna Kristjánsdóttir hefur sagt af sér embætti innanríkisráðherra. Hún mun þó áfram sitja sem þingmaður og segist þannig ætla að axla ábyrgð. 21. nóvember 2014 15:18 Þingmenn Sjálfstæðisflokksins koma af fjöllum Óvissa innan Sjálfstæðisflokksins, en þar töldu menn að Hanna Birna hefði ekki verið á förum. 21. nóvember 2014 14:45 Skora á Bjarna Ben að hafa kynjahlutfall í huga við skipun nýs ráðherra Í ályktun frá Kvenréttindafélagi Íslands segir að hallað hafi á konur í ríkisstjórninni áður en Hanna Birna Kristjánsdóttir sagði af sér í dag en þá voru 6 karlar og 3 konur í ríkisstjórninni. 21. nóvember 2014 17:36 Hanna Birna hættir Hanna Birna Kristjánsdóttir sagði af sér sem innanríkisráðherra í dag. 21. nóvember 2014 13:41 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Innlent Fleiri fréttir Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Sjá meira
Einar og Ragnheiður líklegustu arftakar Hönnu Birnu Samkvæmt heimildum fréttastofu eru umræður um mögulegan arftaka Hönnu Birnu þegar hafnar innan Sjálfstæðisflokksins. 21. nóvember 2014 15:11
Hanna Birna til umræðu í Ísland í dag Árni Páll Árnason, Helgi Hrafn Gunnarsson og Guðlaugur Þór Þórðarson munu ræða atburði dagsins í beinni í Ísland í dag. 21. nóvember 2014 18:42
Yfirlýsing á leiðinni frá Hönnu Birnu Upplýsingafulltrúi innanaríkisráðherra staðfesti við Vísi klukkan 14:45 að yfirlýsingar væri að vænta frá ráðherranum. 21. nóvember 2014 14:52
Hanna Birna: Ákvörðunin persónuleg en ekki pólitísk Hanna Birna Kristjánsdóttir hefur sagt af sér embætti innanríkisráðherra. Hún mun þó áfram sitja sem þingmaður og segist þannig ætla að axla ábyrgð. 21. nóvember 2014 15:18
Þingmenn Sjálfstæðisflokksins koma af fjöllum Óvissa innan Sjálfstæðisflokksins, en þar töldu menn að Hanna Birna hefði ekki verið á förum. 21. nóvember 2014 14:45
Skora á Bjarna Ben að hafa kynjahlutfall í huga við skipun nýs ráðherra Í ályktun frá Kvenréttindafélagi Íslands segir að hallað hafi á konur í ríkisstjórninni áður en Hanna Birna Kristjánsdóttir sagði af sér í dag en þá voru 6 karlar og 3 konur í ríkisstjórninni. 21. nóvember 2014 17:36
Hanna Birna hættir Hanna Birna Kristjánsdóttir sagði af sér sem innanríkisráðherra í dag. 21. nóvember 2014 13:41