Fátækrahverfin í Reykjavík: „Mér leið eins og ég væri í neyðarskýli fyrir heimilislausa“ Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 26. nóvember 2014 15:19 Hér er Funahöfði 19, en þar eru herbergi til leigu á efri hæðinni. Húsið er í eigu félags sem er í eigu Stefán Kjærnested. Vísir/Pjetur „Mér leið eins og ég væri í neyðarskýli fyrir heimilislausa.“ Svona lýsir fyrrverandi leigjandi í Funahöfða 17a reynslu sinni. Fjallað var um herbergjaleigu í Funahöfða 17a og 19 í heimildarþættinum Brestir á mánudagskvöld. Sambærileg starfsemi fer fram í byggingum í Dalshrauni í Hafnarfirði og á Smiðjuvegi í Kópavogi. Allt eru þetta iðnaðarhúsnæði.Veikum vísað í Funahöfða Stór og fjölbreyttur hópur fólks leigir herbergi í þessum byggingu og það í gegnum í gegnum vefinn Leiguherbergi.is. Eignirnar eru skráðar á félög sem Stefán Kjærnested er framkvæmdastjóri yfir. Í Brestum lýstu leigjendur aðbúnaði á þessum stöðum sem er oft á tíðum afar slæmur. Frá því að þátturinn fór í loftið hefur fjöldi fólks haft samband við fréttastofu og greint frá reynslu sinni. Þetta eru bæði núverandi og fyrrverandi leigjendur. Ung stúlka sem þjáðist af kvíða bjó í Funahöfða 17a í nokkra mánuði. Hún líkir herbergjaleigunni þar við neyðarskýli fyrir heimilislausa: „Nema ég var að eyða helmingnum af þeim litlu launum sem ég fékk í leigu og hitt fór í mat.“ „Ég er hvorki fíkill né á sakaskrá en ég þurfti að leita þangað. Ég fékk ekki að skoða herbergið fyrr en ég var búin að borga leigu og tryggingu. Á Leiguherbergi.is er öllu fögru lofað. Fyrstu helgina sem bjó í Funahöfða varð ég vitni af sprautufíkli sprauta sig, slagsmálum o.fl.“ Þá voru baðherbergin flest grútskítug og internetið, sem á að vera innifalið, virkaði ekki. „Mér var bent á að kaupa mitt eigið net,“ segir stúlkan en hún fullyrðir að félagsmálayfirvöld í Reykjavík hafi bent henni á Leiguherbergi.is. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kom fram að Félagsráðgjafar í Reykjavík og Kópavogi hafa í fjölmörgum tilfellum vísað skjólstæðingum í húsnæðisvanda til leigumiðlunar sem býður upp á ósamþykkt iðnaðarhúsnæði. Þá eru dæmi þess að sveitarfélögin hafi milliðalaust greitt slíkum leigusölum tryggingu fyrir leigutakann. „Þetta var ekki til að bæta mitt andlega ástand og fór ég snarversnandi við að búa þarna. Það er skammarlegt að Féló sé að benda fólki á svona mannskemmandi staði,“ stúlkan.Herbergi eru til leigu á efri hæðinni í Funahöfða 17a.Vísir/PjeturSyninum sparkað út án fyrirvaraMóðir drengs sem leigði í Dalshrauni 13 - einnig í gegnum Leiguherbergi.is - segir framkomu leigusala óboðlega. Hún greiddi leigu og tryggingu fyrir son sinn. Eftir stutta dvöl í Dalshrauni var drengnum vísað á dyr. „Þeim lá svo mikið á að losna við hann að það átti að henda dótinu hans út á götu og það á kostnað sonar míns. Hann átti ekki að fá tækifæri til að tæma húsnæðið,“ segir móðirin. „Við höfðum fengið upplýsingar frá lögreglu að þetta væri skásta húsnæðið á svæðinu.“ Eins og svo margir sem nýta sér þjónustu Leiguherbergi.is var sonurinn í neyslu á þessum tíma. Leigusalar í Dalshrauni fullyrtu að drengurinn hefði unnið skemmdir á slökkvitækjum. Móðirin segir það ekki vera útilokað. Það sé hinsvegar ótækt að leigusali fullyrðir eitthvað rakalaust „Það má vel vera að sonur minn hafi unnið til þess að vera hent út. En restin er ekki í lagi. Það er virkilega verið að nýta sér neyð fólks.“Leigjendur hræddir við að tjá skoðanir sínar„Maður talar ekki um aðbúnað, skítug herbergi og það sem gengur á þarna,“ segir kona sem bjó í Funahöfða 17a. „Einfaldlega vegna þess að maður er hræddur við að missa herbergið.“ Eins og kom fram í Brestum á mánudagskvöld vilja leigjendur sem minnst tjá sig um það sem fer fram í Funahöfða. Eftir að par samþykkti að sýna þáttastjórnendum herbergi sitt í Funahöfða 17a tók húsvörður til sinna ráða og stöðvaði viðtalið. „Ég vil eiginlega ekki missa íbúðina,“ sagði leigjandinn þá og þar með lauk heimsókninni. Leigjendur sem fréttastofa hefur rætt við frá því að þátturinn fór í loftið þekkja þessa tilfinningu. Þeir hafi sleppt því að ræða um aðbúnað, af ótta við að missa íbúðina eða fá ekki leigutryggingu sína til baka. „Þegar ég fékk herbergið afhent var það skítugt. Það fyrsta sem ég gerði var að þrífa það,“ segir maður sem bjó í Funahöfða á síðasta ári. „Þegar ég loks fór þaðan fékk ég innan við þriðjung af tryggingunni til baka, þó svo að herbergið hafi verið í betra ástandi en þegar ég tók við því.“ Ítrekað hefur verið reynt að ná í Stefán Kjærnested, framkvæmdastjóra Atlants Holding og D-13 en félögin eru skráð fyrir eignum í Funahöfða, Dalshrauni og á Smiðjuvegi. Brestir Tengdar fréttir Fátækrahverfin í Reykjavík: „Látið fólk vita af þessu“ Í næsta þætti Bresta verður skyggnst bakvið tjöldin í byggingum í Kópavogi og Hafnarfirði þar sem stórir hópar fólks búa í atvinnu- og iðnaðarhúsnæðum. 23. nóvember 2014 22:30 Fátækrahverfin í Reykjavík: „Þetta er hin hliðin á samfélaginu” Yfir 200 iðnaðarhúsnæði á Stór-Reykjavíkursvæðinu eru heimili nokkurra þúsunda einstaklinga. 21. nóvember 2014 21:20 Stefán Kjærnested: „Ég braut ekki lög“ Vísir fer yfir sögu Stefáns Kjærnested sem var til umfjöllunar í fréttaskýringaþættinum Brestir í gær. Stefán hefur áður verið til umfjöllunnar í fjölmiðlum í tengslum við slæman aðbúnað þeirra sem leigja hjá honum herbergi. 25. nóvember 2014 12:38 Fátækrahverfin í Reykjavík: "Þetta var hræðilegt“ Húsverðir reyndu að koma í veg fyrir að aðstaðan yrði skoðuð. 24. nóvember 2014 21:16 Mest lesið Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Erlent Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi Erlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Fleiri fréttir Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Sjá meira
„Mér leið eins og ég væri í neyðarskýli fyrir heimilislausa.“ Svona lýsir fyrrverandi leigjandi í Funahöfða 17a reynslu sinni. Fjallað var um herbergjaleigu í Funahöfða 17a og 19 í heimildarþættinum Brestir á mánudagskvöld. Sambærileg starfsemi fer fram í byggingum í Dalshrauni í Hafnarfirði og á Smiðjuvegi í Kópavogi. Allt eru þetta iðnaðarhúsnæði.Veikum vísað í Funahöfða Stór og fjölbreyttur hópur fólks leigir herbergi í þessum byggingu og það í gegnum í gegnum vefinn Leiguherbergi.is. Eignirnar eru skráðar á félög sem Stefán Kjærnested er framkvæmdastjóri yfir. Í Brestum lýstu leigjendur aðbúnaði á þessum stöðum sem er oft á tíðum afar slæmur. Frá því að þátturinn fór í loftið hefur fjöldi fólks haft samband við fréttastofu og greint frá reynslu sinni. Þetta eru bæði núverandi og fyrrverandi leigjendur. Ung stúlka sem þjáðist af kvíða bjó í Funahöfða 17a í nokkra mánuði. Hún líkir herbergjaleigunni þar við neyðarskýli fyrir heimilislausa: „Nema ég var að eyða helmingnum af þeim litlu launum sem ég fékk í leigu og hitt fór í mat.“ „Ég er hvorki fíkill né á sakaskrá en ég þurfti að leita þangað. Ég fékk ekki að skoða herbergið fyrr en ég var búin að borga leigu og tryggingu. Á Leiguherbergi.is er öllu fögru lofað. Fyrstu helgina sem bjó í Funahöfða varð ég vitni af sprautufíkli sprauta sig, slagsmálum o.fl.“ Þá voru baðherbergin flest grútskítug og internetið, sem á að vera innifalið, virkaði ekki. „Mér var bent á að kaupa mitt eigið net,“ segir stúlkan en hún fullyrðir að félagsmálayfirvöld í Reykjavík hafi bent henni á Leiguherbergi.is. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kom fram að Félagsráðgjafar í Reykjavík og Kópavogi hafa í fjölmörgum tilfellum vísað skjólstæðingum í húsnæðisvanda til leigumiðlunar sem býður upp á ósamþykkt iðnaðarhúsnæði. Þá eru dæmi þess að sveitarfélögin hafi milliðalaust greitt slíkum leigusölum tryggingu fyrir leigutakann. „Þetta var ekki til að bæta mitt andlega ástand og fór ég snarversnandi við að búa þarna. Það er skammarlegt að Féló sé að benda fólki á svona mannskemmandi staði,“ stúlkan.Herbergi eru til leigu á efri hæðinni í Funahöfða 17a.Vísir/PjeturSyninum sparkað út án fyrirvaraMóðir drengs sem leigði í Dalshrauni 13 - einnig í gegnum Leiguherbergi.is - segir framkomu leigusala óboðlega. Hún greiddi leigu og tryggingu fyrir son sinn. Eftir stutta dvöl í Dalshrauni var drengnum vísað á dyr. „Þeim lá svo mikið á að losna við hann að það átti að henda dótinu hans út á götu og það á kostnað sonar míns. Hann átti ekki að fá tækifæri til að tæma húsnæðið,“ segir móðirin. „Við höfðum fengið upplýsingar frá lögreglu að þetta væri skásta húsnæðið á svæðinu.“ Eins og svo margir sem nýta sér þjónustu Leiguherbergi.is var sonurinn í neyslu á þessum tíma. Leigusalar í Dalshrauni fullyrtu að drengurinn hefði unnið skemmdir á slökkvitækjum. Móðirin segir það ekki vera útilokað. Það sé hinsvegar ótækt að leigusali fullyrðir eitthvað rakalaust „Það má vel vera að sonur minn hafi unnið til þess að vera hent út. En restin er ekki í lagi. Það er virkilega verið að nýta sér neyð fólks.“Leigjendur hræddir við að tjá skoðanir sínar„Maður talar ekki um aðbúnað, skítug herbergi og það sem gengur á þarna,“ segir kona sem bjó í Funahöfða 17a. „Einfaldlega vegna þess að maður er hræddur við að missa herbergið.“ Eins og kom fram í Brestum á mánudagskvöld vilja leigjendur sem minnst tjá sig um það sem fer fram í Funahöfða. Eftir að par samþykkti að sýna þáttastjórnendum herbergi sitt í Funahöfða 17a tók húsvörður til sinna ráða og stöðvaði viðtalið. „Ég vil eiginlega ekki missa íbúðina,“ sagði leigjandinn þá og þar með lauk heimsókninni. Leigjendur sem fréttastofa hefur rætt við frá því að þátturinn fór í loftið þekkja þessa tilfinningu. Þeir hafi sleppt því að ræða um aðbúnað, af ótta við að missa íbúðina eða fá ekki leigutryggingu sína til baka. „Þegar ég fékk herbergið afhent var það skítugt. Það fyrsta sem ég gerði var að þrífa það,“ segir maður sem bjó í Funahöfða á síðasta ári. „Þegar ég loks fór þaðan fékk ég innan við þriðjung af tryggingunni til baka, þó svo að herbergið hafi verið í betra ástandi en þegar ég tók við því.“ Ítrekað hefur verið reynt að ná í Stefán Kjærnested, framkvæmdastjóra Atlants Holding og D-13 en félögin eru skráð fyrir eignum í Funahöfða, Dalshrauni og á Smiðjuvegi.
Brestir Tengdar fréttir Fátækrahverfin í Reykjavík: „Látið fólk vita af þessu“ Í næsta þætti Bresta verður skyggnst bakvið tjöldin í byggingum í Kópavogi og Hafnarfirði þar sem stórir hópar fólks búa í atvinnu- og iðnaðarhúsnæðum. 23. nóvember 2014 22:30 Fátækrahverfin í Reykjavík: „Þetta er hin hliðin á samfélaginu” Yfir 200 iðnaðarhúsnæði á Stór-Reykjavíkursvæðinu eru heimili nokkurra þúsunda einstaklinga. 21. nóvember 2014 21:20 Stefán Kjærnested: „Ég braut ekki lög“ Vísir fer yfir sögu Stefáns Kjærnested sem var til umfjöllunar í fréttaskýringaþættinum Brestir í gær. Stefán hefur áður verið til umfjöllunnar í fjölmiðlum í tengslum við slæman aðbúnað þeirra sem leigja hjá honum herbergi. 25. nóvember 2014 12:38 Fátækrahverfin í Reykjavík: "Þetta var hræðilegt“ Húsverðir reyndu að koma í veg fyrir að aðstaðan yrði skoðuð. 24. nóvember 2014 21:16 Mest lesið Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Erlent Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi Erlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Fleiri fréttir Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Sjá meira
Fátækrahverfin í Reykjavík: „Látið fólk vita af þessu“ Í næsta þætti Bresta verður skyggnst bakvið tjöldin í byggingum í Kópavogi og Hafnarfirði þar sem stórir hópar fólks búa í atvinnu- og iðnaðarhúsnæðum. 23. nóvember 2014 22:30
Fátækrahverfin í Reykjavík: „Þetta er hin hliðin á samfélaginu” Yfir 200 iðnaðarhúsnæði á Stór-Reykjavíkursvæðinu eru heimili nokkurra þúsunda einstaklinga. 21. nóvember 2014 21:20
Stefán Kjærnested: „Ég braut ekki lög“ Vísir fer yfir sögu Stefáns Kjærnested sem var til umfjöllunar í fréttaskýringaþættinum Brestir í gær. Stefán hefur áður verið til umfjöllunnar í fjölmiðlum í tengslum við slæman aðbúnað þeirra sem leigja hjá honum herbergi. 25. nóvember 2014 12:38
Fátækrahverfin í Reykjavík: "Þetta var hræðilegt“ Húsverðir reyndu að koma í veg fyrir að aðstaðan yrði skoðuð. 24. nóvember 2014 21:16
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels