Fyrir hrun Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar 12. nóvember 2014 14:02 Mörgum finnst hægt ganga að rétta þjóðarskútuna við eftir hrun og telja að ýmsir hefðbundnir mælikvarðar sýni verri stöðu en áður var. Fyrir hrun var neyslan vissulega mun auðveldari með ofurkrónu og ótakmarkað aðgengi að lánsfé. Með þessum skrifum er ekki ætlunin að stinga sér á kaf í pólitík heldur velta upp nokkrum atriðum sem sjaldnast eru skoðuð í dægurþrasi stjórnmálanna. Þegar rýnt er í ýmsa óhefðbundna mælikvarða fyrir og eftir hrun kemur ýmislegt í ljós. Fyrir hrun voru hjólreiðar áhugamál örfárra, í dag eru hjólreiðar gildur samgöngumáti fjölmargra. Fyrir hrun fóru allt of fáir með Strætó, í dag er fjöldinn komin yfir 10 milljón farþega á ári. Fyrir hrun voru eyðslugildi nýskráðra bifreiða yfir 8 L/100 km, Í dag er það rúmlega 5 L/100 km. Fyrir hrun var nánast enginn rafbíll á Íslandi, í dag eru þeir yfir 200 og fer fjölgandi. Fyrir hrun var metangas einungis framleitt í Reykjavík, í dag er það líka framleitt á Akureyri. Fyrir hrun var bara ein metanafgreiðslustöð, í dag eru þær nokkrar. Fyrir hrun var ekkert metanól framleitt á Íslandi, í dag er metanólverksmiðja starfandi við Svartsengi. Fyrir hrun var ekki til íslenskur lífdísill, í dag er lífdísilverksmiðja á Akureyri. Fyrir hrun lögðust strandflutningar af, í dag eru þeir byrjaðir aftur. Fyrir hrun var græn raforkuframleiðsla á Íslandi 10 GWst, í dag er hún 18 GWst. Samt hefur raforkunotkun á hverja íbúð dregist saman úr 4,9 MWst fyrir hrun í 4,4 MWst í dag. Fyrir hrun notaði nánast enginn varmadælur, í dag eru þær mörg hundruð með tilheyrandi raforkusparnaði, Fyrir hrun var glóperan allsráðandi, í dag nota flestir betri ljóstækni með tilheyrandi raforkusparnaði. Fyrir hrun var Ísland eina Evrópulandið án vindmylla, í dag er afl vindorku komið yfir 4 MW. Fyrir hrun notuðu allir bensínsláttuvélar í garðinum, í dag skipta sífellt fleiri yfir í rafmagnssláttuvélar. Fyrir hrun keyrðu flestar fiskimjölsverksmiðjur á olíu, í dag hafa nánast allar skipt yfir í innlent rafmagn. Fyrir hrun var ekkert gagnaver Ísland, í dag eru þau nokkur. Fyrir hrun, 2007, var heildarmagn úrgangs móttekið af Sorpu 217 þúsund tonn, eftir hrun, 2013, var það 152 þúsund tonn. Fyrir hrun var allur lífrænn úrgangur í Eyjafirði urðaður, í dag er þar framleidd umhverfisvæn molta með tilheyrandi útblástursparnaði. Fyrir hrun var flokkun og endurvinnsla undantekning á landsbyggðinni, í dag er hún mikil og almenn. Fyrir hrun var eftirmarkaður með notaða hluti veikur, í dag er hægt að endurselja flest. Fyrir hrun voru plastpokar allsráðandi, í dag eru þeir á útleið. Fyrir hrun voru flest samskipti við stofnanir á útprentuðum bréfum, í dag eru þau að mestu rafræn. Fyrir hrun voru þrjú fyrirtæki Svansvottuð, í dag eru þau um 30. Árið 2007 fengu 4 fyrirtæki ISO 14001 umhverfisvottun, 2013 fengu 38 fyrirtæki slíka vottun. Þó að samfélagið sé í kröggum í ýmsum málaflokkum, þá hefur það samt sem áður þokast í rétta átt á mörgum sviðum. Frá hruni hefur nánast allt pólitíska litrófið skipt með sér valdataumunum, þannig að ætla má að þverpólitísk samstaða sé um að halda áfram á sömu braut. Í umhverfismálum erum við með öðrum orðum komin af stað sem samfélag en þurfum bara að fara miklu hraðar og lengra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurður Ingi Friðleifsson Mest lesið Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Þjóðkirkjan engu svarar – hylur sig í fræðilegri þoku Hilmar Kristinsson Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson skrifar Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar Skoðun Þjóðkirkjan engu svarar – hylur sig í fræðilegri þoku Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Borgarstefna kallar á aðgerðir og fjármagn Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Skjáheimsókn getur dimmu í dagsljós breytt Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru álverin á Íslandi útlensk? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Erum við ennþá hrædd við Davíð Oddsson? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller skrifar Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar Skoðun Blóðtaka er ekki landbúnaður Guðrún Scheving Thorsteinsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Svar til stjórnunarlegs ábyrgðarmanns frá Keflavík Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson skrifar Skoðun 764/O9A: Kannt þú að vernda barnið á netinu? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Opinberir starfsmenn kjósa síður áminningarskyldu Ísak Einar Rúnarsson skrifar Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Er gervigreindarprestur trúlaus eða trúaður? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson skrifar Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Á hvorum endanum viljum við byrja að skera af? Davíð Már Sigurðsson skrifar Sjá meira
Mörgum finnst hægt ganga að rétta þjóðarskútuna við eftir hrun og telja að ýmsir hefðbundnir mælikvarðar sýni verri stöðu en áður var. Fyrir hrun var neyslan vissulega mun auðveldari með ofurkrónu og ótakmarkað aðgengi að lánsfé. Með þessum skrifum er ekki ætlunin að stinga sér á kaf í pólitík heldur velta upp nokkrum atriðum sem sjaldnast eru skoðuð í dægurþrasi stjórnmálanna. Þegar rýnt er í ýmsa óhefðbundna mælikvarða fyrir og eftir hrun kemur ýmislegt í ljós. Fyrir hrun voru hjólreiðar áhugamál örfárra, í dag eru hjólreiðar gildur samgöngumáti fjölmargra. Fyrir hrun fóru allt of fáir með Strætó, í dag er fjöldinn komin yfir 10 milljón farþega á ári. Fyrir hrun voru eyðslugildi nýskráðra bifreiða yfir 8 L/100 km, Í dag er það rúmlega 5 L/100 km. Fyrir hrun var nánast enginn rafbíll á Íslandi, í dag eru þeir yfir 200 og fer fjölgandi. Fyrir hrun var metangas einungis framleitt í Reykjavík, í dag er það líka framleitt á Akureyri. Fyrir hrun var bara ein metanafgreiðslustöð, í dag eru þær nokkrar. Fyrir hrun var ekkert metanól framleitt á Íslandi, í dag er metanólverksmiðja starfandi við Svartsengi. Fyrir hrun var ekki til íslenskur lífdísill, í dag er lífdísilverksmiðja á Akureyri. Fyrir hrun lögðust strandflutningar af, í dag eru þeir byrjaðir aftur. Fyrir hrun var græn raforkuframleiðsla á Íslandi 10 GWst, í dag er hún 18 GWst. Samt hefur raforkunotkun á hverja íbúð dregist saman úr 4,9 MWst fyrir hrun í 4,4 MWst í dag. Fyrir hrun notaði nánast enginn varmadælur, í dag eru þær mörg hundruð með tilheyrandi raforkusparnaði, Fyrir hrun var glóperan allsráðandi, í dag nota flestir betri ljóstækni með tilheyrandi raforkusparnaði. Fyrir hrun var Ísland eina Evrópulandið án vindmylla, í dag er afl vindorku komið yfir 4 MW. Fyrir hrun notuðu allir bensínsláttuvélar í garðinum, í dag skipta sífellt fleiri yfir í rafmagnssláttuvélar. Fyrir hrun keyrðu flestar fiskimjölsverksmiðjur á olíu, í dag hafa nánast allar skipt yfir í innlent rafmagn. Fyrir hrun var ekkert gagnaver Ísland, í dag eru þau nokkur. Fyrir hrun, 2007, var heildarmagn úrgangs móttekið af Sorpu 217 þúsund tonn, eftir hrun, 2013, var það 152 þúsund tonn. Fyrir hrun var allur lífrænn úrgangur í Eyjafirði urðaður, í dag er þar framleidd umhverfisvæn molta með tilheyrandi útblástursparnaði. Fyrir hrun var flokkun og endurvinnsla undantekning á landsbyggðinni, í dag er hún mikil og almenn. Fyrir hrun var eftirmarkaður með notaða hluti veikur, í dag er hægt að endurselja flest. Fyrir hrun voru plastpokar allsráðandi, í dag eru þeir á útleið. Fyrir hrun voru flest samskipti við stofnanir á útprentuðum bréfum, í dag eru þau að mestu rafræn. Fyrir hrun voru þrjú fyrirtæki Svansvottuð, í dag eru þau um 30. Árið 2007 fengu 4 fyrirtæki ISO 14001 umhverfisvottun, 2013 fengu 38 fyrirtæki slíka vottun. Þó að samfélagið sé í kröggum í ýmsum málaflokkum, þá hefur það samt sem áður þokast í rétta átt á mörgum sviðum. Frá hruni hefur nánast allt pólitíska litrófið skipt með sér valdataumunum, þannig að ætla má að þverpólitísk samstaða sé um að halda áfram á sömu braut. Í umhverfismálum erum við með öðrum orðum komin af stað sem samfélag en þurfum bara að fara miklu hraðar og lengra.
Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun
Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar
Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar
Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar
Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun
Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun