Drulluhræddur Gauti Skúlason skrifar 22. október 2014 07:00 Sem ung manneskja er ég er ekki alveg að sjá heildstæða framtíð fyrir mér hér á landi og mér finnst eins og ég sé staddur í einhverjum súrrealískum Fóstbræðrar-skets. Til dæmis bíð ég eiginlega eftir því að Bjarni og Sigmundur komi hlæjandi fram með nýja fjármálafrumvarpið og segi „Djöfull náðum við ykkur þarna HA! Þið hefðuð átt að sjá svipinn á ykkur!“. Auddi Blö kemur svo hlaupandi með cameru-mann í eftirdragi og segir „Teeeeekin“. Eftir allt það sem hefur á undan gengið finnst mér þetta alls ekki svo fjarstæður möguleiki. Menntun mín kemur til með að steypa mér í skuldir ævilangt, sem ég á að borga með vinnu sem er ekki alls kostar víst að ég fái einu sinni. Ef mér hugnast einhvern tímann sá kostur að kaupa mér eigið húsnæði þarf ég að taka stærðarinnar lán. Það er líklegra að ég finni Jimmy Hoffa heldur en ég sé að fara borga það lán upp áður en ég dey (með tilheyrandi kostnaði auðvitað). Ef mér skildi einhvern tímann langa í bíl þá þarf ég að fara aftur í bankann: „Eitt kúlulán takk og já, settu þetta bara á reikninginn“ (sem ég borga aldrei). Það lítur út fyrir að ég þurfi að vera í foreldrahúsum næstu árin, það er svo sem allt í lagi og kannski getum við pabbi bara sameinast um að borga niður húsnæðislánið hans. Þannig að í staðinn fyrir að pabbi myndi klára að borga lánið þegar hann væri orðinn 130 ára þá myndi hann kannski geta gert það fyrir 100 ára afmælið. Ef ég veikist þá er mér troðið inn á stofnun þar sem þegar eru of margir og flest öll tæki og tól eru jafn útrunnin og samband ríkis og þjóðkirkju. Fólk sem er undir allt of miklu vinnuálagi ber ábyrgð á lífi mínu og ég er heppinn að meiðsli mín séu ekki það alvarleg að ég verði fatlaður eða öryrki því þá fyrst er manni virkilega sagt að éta skít. Face-um það, það er allt í fokki hérna og við þurfum á einhverju nýju að halda og mér er slétt sama hvort lausnin heitir ESB, Noregur eða eitthvað annað. Ég hef einfaldlega fengið nóg af því að sitja hérna og horfa þjóðina ýta steininum upp fjallið, líkt og Sisyphus í forngrískri goðafræði, til þess eins að sjá hann rúlla niður aftur. Við getum ekki og höfum aldrei getað skapað efnahagslegan stöðugleika hér á landi. Hér hefur verið viðloðandi verðbólga í lengri tíma en Bogi Ágústsson hefur lesið fréttir og ólíkt Boga þá eldist verðbólgan hræðilega. Velferðarkerfið okkar, sem okkur ber vissulega að vera þakklát fyrir að sé til staður, er að hruni komið og það lítur ekki út fyrir uppbygging á því hefjist á næstunni. Kallið mig heimtufrekan ef þið viljið en ég vil: Ferska stjórnarfarslega vinda á Íslandi sem koma til með að blása okkur úr skítafarinu. Stjórnmálamenn sem taka ábyrgð (lagalega og siðferðislega). Meira en 745 krónur til að geta lifað af daginn. Að fólk sem er eldra en 25 ára geti farið í menntaskóla. Að afturhaldsseggir séu rassskelltir opinberlega á Austurvelli. Að það sé komið fram við fatlaða og öryrkja á sanngjarnan máta. Að læknar geti snúið heim eftir nám. Sjá uppbyggingu velferðarkerfisins hafna. .....og betra Ísland! (Annars er „no way“ að ég vilji búa á þessu skeri í framtíðinni). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen Skoðun Skoðun Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Traustur grunnur, ný tækifæri Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Sjá meira
Sem ung manneskja er ég er ekki alveg að sjá heildstæða framtíð fyrir mér hér á landi og mér finnst eins og ég sé staddur í einhverjum súrrealískum Fóstbræðrar-skets. Til dæmis bíð ég eiginlega eftir því að Bjarni og Sigmundur komi hlæjandi fram með nýja fjármálafrumvarpið og segi „Djöfull náðum við ykkur þarna HA! Þið hefðuð átt að sjá svipinn á ykkur!“. Auddi Blö kemur svo hlaupandi með cameru-mann í eftirdragi og segir „Teeeeekin“. Eftir allt það sem hefur á undan gengið finnst mér þetta alls ekki svo fjarstæður möguleiki. Menntun mín kemur til með að steypa mér í skuldir ævilangt, sem ég á að borga með vinnu sem er ekki alls kostar víst að ég fái einu sinni. Ef mér hugnast einhvern tímann sá kostur að kaupa mér eigið húsnæði þarf ég að taka stærðarinnar lán. Það er líklegra að ég finni Jimmy Hoffa heldur en ég sé að fara borga það lán upp áður en ég dey (með tilheyrandi kostnaði auðvitað). Ef mér skildi einhvern tímann langa í bíl þá þarf ég að fara aftur í bankann: „Eitt kúlulán takk og já, settu þetta bara á reikninginn“ (sem ég borga aldrei). Það lítur út fyrir að ég þurfi að vera í foreldrahúsum næstu árin, það er svo sem allt í lagi og kannski getum við pabbi bara sameinast um að borga niður húsnæðislánið hans. Þannig að í staðinn fyrir að pabbi myndi klára að borga lánið þegar hann væri orðinn 130 ára þá myndi hann kannski geta gert það fyrir 100 ára afmælið. Ef ég veikist þá er mér troðið inn á stofnun þar sem þegar eru of margir og flest öll tæki og tól eru jafn útrunnin og samband ríkis og þjóðkirkju. Fólk sem er undir allt of miklu vinnuálagi ber ábyrgð á lífi mínu og ég er heppinn að meiðsli mín séu ekki það alvarleg að ég verði fatlaður eða öryrki því þá fyrst er manni virkilega sagt að éta skít. Face-um það, það er allt í fokki hérna og við þurfum á einhverju nýju að halda og mér er slétt sama hvort lausnin heitir ESB, Noregur eða eitthvað annað. Ég hef einfaldlega fengið nóg af því að sitja hérna og horfa þjóðina ýta steininum upp fjallið, líkt og Sisyphus í forngrískri goðafræði, til þess eins að sjá hann rúlla niður aftur. Við getum ekki og höfum aldrei getað skapað efnahagslegan stöðugleika hér á landi. Hér hefur verið viðloðandi verðbólga í lengri tíma en Bogi Ágústsson hefur lesið fréttir og ólíkt Boga þá eldist verðbólgan hræðilega. Velferðarkerfið okkar, sem okkur ber vissulega að vera þakklát fyrir að sé til staður, er að hruni komið og það lítur ekki út fyrir uppbygging á því hefjist á næstunni. Kallið mig heimtufrekan ef þið viljið en ég vil: Ferska stjórnarfarslega vinda á Íslandi sem koma til með að blása okkur úr skítafarinu. Stjórnmálamenn sem taka ábyrgð (lagalega og siðferðislega). Meira en 745 krónur til að geta lifað af daginn. Að fólk sem er eldra en 25 ára geti farið í menntaskóla. Að afturhaldsseggir séu rassskelltir opinberlega á Austurvelli. Að það sé komið fram við fatlaða og öryrkja á sanngjarnan máta. Að læknar geti snúið heim eftir nám. Sjá uppbyggingu velferðarkerfisins hafna. .....og betra Ísland! (Annars er „no way“ að ég vilji búa á þessu skeri í framtíðinni).
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar