Stony: „Netið er klikkað“ Stefán Árni Pálsson skrifar 11. október 2014 10:57 Stony ásamt Telmu Eir Aðalsteinsdóttur, verkefnastjóra Já og einum af skipuleggjendum ráðstefnunnar Sko. mynd/aðsend Á ráðstefnunni Sko, sem haldin var í Hörpu á fimmtudag, var sýnt nýtt heimildarmyndband þar sem Þorsteinn Sindri Baldvinsson, betur þekktur sem Stony, rekur hvernig netið skaut honum upp á stjörnuhimin á örskömmum tíma og kom honum í samband við alþjóðleg fyrirtæki og stórstjörnur. Um 400 manns sóttu ráðstefnuna sem fjallaði um markaðsmál á netinu og hvernig íslensk fyrirtæki geti nýtt netið betur í markaðsstarfi sínu. Það voru fyrirtækin Já og Góð samskipti sem stóðu að Sko. Stony var viðstaddur ráðstefnuna og hlaut dynjandi lófaklapp ráðstefnugesta eftir sýningu myndbandsins sem framkallaði gæsahúð margra viðstaddra. Þetta kemur fram í tilkynningu frá forsvarsmönnum ráðstefnunnar. Í heimildarmyndbandinu segir Þorsteinn Sindri Baldvinsson frá því hvernig hann lærði að nota samfélagsmiðla á borð við Facebook, Twitter og YouTube, til að koma sér á framfæri. Hann deildi myndböndum af sér vera að tromma en sá fljótlega að hann yrði að gera eitthvað öðruvísi til þess að skera sig úr öðrum áþekkum myndböndum á netinu. Allt breyttist þegar hann gerði sína eigin útgáfu af þekktu lagi Macklemore, Can‘t Hold Us, þar sem hann notaði m.a. bílhurð, glös og örbylgjuofn til að búa til hljóðin og myndbandið sló í gegn. Stony lýsti því svo hvernig honum leið þegar hann fékk skilaboð nokkrum dögum síðar frá sjónvarpsmanninum Ryan Seacrest og var flogið út með dags fyrirvara á fund með forsvarsmönnum Pepsi í New York þar sem myndbandið hans var leikið upp á stórum skjá. Eins og allir vita lék Stony síðan í auglýsingu fyrir Pepsi með fremstu fótboltamönnum heims. Allt vegna myndbands sem hann gerði á tveimur klukkustundum heima á Akureyri. Stony lauk máli sínu á að segja að þetta sýndi einfaldlega hvað „netið er klikkað“. Þó að Stony hafi verið yngstur fyrirlesara á ráðstefnunni þá virtust menn á því að þessi orð ættu vel við og vitnuðu nokkrir fyrirlesaranna í orð Stony, um hvað netið væri nú einmitt dálítið klikkað. Aðrir sem tóku til máls á ráðstefnunni voru Pollyanna Vincent, stjórnandi hjá TripAdvisor, Arnt Eriksen, stofnandi Rethink, Sigríður Margrét Oddsdóttir, forstjóri Já, Andrés Jónsson almannatengill og Magnús Hafliðason, rekstrarstjóri Domino‘s í Noregi. Mest lesið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Innlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Fleiri fréttir Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Sjá meira
Á ráðstefnunni Sko, sem haldin var í Hörpu á fimmtudag, var sýnt nýtt heimildarmyndband þar sem Þorsteinn Sindri Baldvinsson, betur þekktur sem Stony, rekur hvernig netið skaut honum upp á stjörnuhimin á örskömmum tíma og kom honum í samband við alþjóðleg fyrirtæki og stórstjörnur. Um 400 manns sóttu ráðstefnuna sem fjallaði um markaðsmál á netinu og hvernig íslensk fyrirtæki geti nýtt netið betur í markaðsstarfi sínu. Það voru fyrirtækin Já og Góð samskipti sem stóðu að Sko. Stony var viðstaddur ráðstefnuna og hlaut dynjandi lófaklapp ráðstefnugesta eftir sýningu myndbandsins sem framkallaði gæsahúð margra viðstaddra. Þetta kemur fram í tilkynningu frá forsvarsmönnum ráðstefnunnar. Í heimildarmyndbandinu segir Þorsteinn Sindri Baldvinsson frá því hvernig hann lærði að nota samfélagsmiðla á borð við Facebook, Twitter og YouTube, til að koma sér á framfæri. Hann deildi myndböndum af sér vera að tromma en sá fljótlega að hann yrði að gera eitthvað öðruvísi til þess að skera sig úr öðrum áþekkum myndböndum á netinu. Allt breyttist þegar hann gerði sína eigin útgáfu af þekktu lagi Macklemore, Can‘t Hold Us, þar sem hann notaði m.a. bílhurð, glös og örbylgjuofn til að búa til hljóðin og myndbandið sló í gegn. Stony lýsti því svo hvernig honum leið þegar hann fékk skilaboð nokkrum dögum síðar frá sjónvarpsmanninum Ryan Seacrest og var flogið út með dags fyrirvara á fund með forsvarsmönnum Pepsi í New York þar sem myndbandið hans var leikið upp á stórum skjá. Eins og allir vita lék Stony síðan í auglýsingu fyrir Pepsi með fremstu fótboltamönnum heims. Allt vegna myndbands sem hann gerði á tveimur klukkustundum heima á Akureyri. Stony lauk máli sínu á að segja að þetta sýndi einfaldlega hvað „netið er klikkað“. Þó að Stony hafi verið yngstur fyrirlesara á ráðstefnunni þá virtust menn á því að þessi orð ættu vel við og vitnuðu nokkrir fyrirlesaranna í orð Stony, um hvað netið væri nú einmitt dálítið klikkað. Aðrir sem tóku til máls á ráðstefnunni voru Pollyanna Vincent, stjórnandi hjá TripAdvisor, Arnt Eriksen, stofnandi Rethink, Sigríður Margrét Oddsdóttir, forstjóri Já, Andrés Jónsson almannatengill og Magnús Hafliðason, rekstrarstjóri Domino‘s í Noregi.
Mest lesið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Innlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Fleiri fréttir Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Sjá meira