Myndband | Glæsilegt rothögg Magnúsar Pétur Marinó Jónsson skrifar 19. október 2014 22:15 Þrír íslenskir bardagamenn úr Mjölni kepptu í AVMA bardagasamtökunum í gærkvöldi. Kvöldið var frábært í alla staði en þremenningarnir kláruðu allir sína bardaga. Magnús Ingi Ingvarsson rotaði andstæðing sinn eftir aðeins 39 sekúndur í fyrstu lotu. Bardagarnir voru áhugamannabardagar í MMA en þeir Bjarki Ómarsson, Bjarki Þór Pálsson og Magnús Ingi Ingvarsson kepptu allir í léttvigt. Magnús Ingi Ingvarsson mætti Ricardo Franco en hann var með um 16 bardaga að baki og reynslumikill andstæðingur. Franco hefur lengi æft box og sparkbox en náði ekki einu höggi á Magnús. Magnús byrjaði bardagann afar vel og á fyrstu sekúndum bardagans kom Magnús með háspark sem rétt strauk höfuð Franco. Stuttu eftir það rotaði Magnús Franco með þungum vinstri krók og bardaginn búinn eftir aðeins 39 sekúndur. Þetta er annar sigur Magnúsar í röð eftir rothögg með vinstri krók en eftir bardagann sagðist hann vera örlítið hissa á þessu þar sem hann er nú rétthentur. Þeir sem vilja fylgjast nánar með æfingum og keppnum hjá Magnúsi ættu að kíkja á Facebook síðu hans hér. Bjarki Ómarsson og Bjarki Þór Pálsson kláruðu báðir sína andstæðinga með „rear naked choke“ hengingu en ítarlegri lýsingu á bardögum þeirra má lesa á vef MMA Frétta hér.Jón Viðar Arnþórsson, einn af þjálfurum Keppnisliðs Mjölnis og formaður Mjölnis, var með í för og var að vonum ánægður með frammistöðuna. „Þetta er ein flottasta frammistaða í sögu Mjölnis. Kláruðu allir sína bardaga og voru allir frábærlega vel undirbúnir, bæði líkamlega og andlega. Ég get bara ekki beðið eftir framhaldinu.“ MMA Tengdar fréttir Þrír Mjölnismenn berjast annað kvöld Þrír íslenskir bardagakappar frá Mjölni munu berjast á AVMA bardagakvöldinu í Manchester annað kvöld. 17. október 2014 22:45 Ljónsbaninn færði Bjarka belti Þrír Íslendingar kepptu í MMA-bardögum í gærkvöldi og báru þeir allir sigur úr býtum. 19. október 2014 13:34 Mest lesið Ísland - Slóvenía 39-31 | Strákarnir okkar eru á leið í undanúrslit Handbolti Danir verða mótherjar Íslands í undanúrslitunum Handbolti Áfall fyrir Króata Dags skömmu fyrir úrslitastundu Handbolti Sauð á Degi sem lét þá sem ráða heyra það Handbolti Dagur og lærisveinar í undanúrslit og sendu Ísland niður í annað sætið Handbolti „Hún er í afneitun“ Sport Haukur í hópnum gegn Slóvenum Handbolti Alfreð stýrði Þjóðverjum inn í undanúrslitin á EM Handbolti Daninn leggur orð í belg eftir gagnrýni Dags og Gísla Þorgeirs Handbolti Ísland á þrjá af fjórum þjálfurum í undanúrslitunum á EM Handbolti Fleiri fréttir Danir verða mótherjar Íslands í undanúrslitunum Sjáðu Viktor skora hjá Barcelona fyrir framan landsliðsþjálfarann Stolt móðir Gísla Þorgeirs: Fylgdist með syninum og felldi tár Skýrsla Vals: Af hverju ekki bara að vinna gull? Í beinni: Lokaumferðin í Meistaradeildinni EM í dag: Einn ótrúlegasti sólarhringur í sögu íslenskra íþrótta „Við erum að vinna í að fjölga miðum“ Ísland á þrjá af fjórum þjálfurum í undanúrslitunum á EM Valur - Haukar | Berjast um að vera með á toppnum Dagur og lærisveinar í undanúrslit og sendu Ísland niður í annað sætið Alfreð stýrði Þjóðverjum inn í undanúrslitin á EM „Að gefnu tilefni vil ég ítreka að ég er ekki í afneitun“ „Það þarf heppni og það þarf gæði“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Hugaðir og hungraðir í að skrifa söguna Snorri horfir lengra: „Förum ekki í undanúrslit EM til þess að vera farþegar þar“ „Ætluðum ekki að láta þetta fara aftur úr okkar höndum“ Tölur á móti Slóvenum: Slóvenar með tólf fleiri tapaða og Ísland 13-0 í hraðaupphlaupsmörkum Ómar vill meira: „Ekki búnir að vinna neitt en erum drullusáttir“ Danmörk, Frakkland eða Þýskaland bíða í undanúrslitum Áfall fyrir Króata Dags skömmu fyrir úrslitastundu Rýr svör um stóru mistökin sem hefðu getað haft áhrif á Ísland Mættu með snjóinn með sér til Madrid Haukur klár og sami hópur og síðast „Hann hefur alveg fengið frið frá mér“ „Snælduvitlaus með blóðbragð í munni og pökkum þeim saman“ Sjáðu myndirnar: Lét óvin Íslands heyra það og er nú mætt í stuðið í Malmö „Miklu erfiðara að sitja upp í stúku“ Haukur í hópnum gegn Slóvenum „Erum við bara dýr í dýragarði?“ Daninn leggur orð í belg eftir gagnrýni Dags og Gísla Þorgeirs Sjá meira
Þrír íslenskir bardagamenn úr Mjölni kepptu í AVMA bardagasamtökunum í gærkvöldi. Kvöldið var frábært í alla staði en þremenningarnir kláruðu allir sína bardaga. Magnús Ingi Ingvarsson rotaði andstæðing sinn eftir aðeins 39 sekúndur í fyrstu lotu. Bardagarnir voru áhugamannabardagar í MMA en þeir Bjarki Ómarsson, Bjarki Þór Pálsson og Magnús Ingi Ingvarsson kepptu allir í léttvigt. Magnús Ingi Ingvarsson mætti Ricardo Franco en hann var með um 16 bardaga að baki og reynslumikill andstæðingur. Franco hefur lengi æft box og sparkbox en náði ekki einu höggi á Magnús. Magnús byrjaði bardagann afar vel og á fyrstu sekúndum bardagans kom Magnús með háspark sem rétt strauk höfuð Franco. Stuttu eftir það rotaði Magnús Franco með þungum vinstri krók og bardaginn búinn eftir aðeins 39 sekúndur. Þetta er annar sigur Magnúsar í röð eftir rothögg með vinstri krók en eftir bardagann sagðist hann vera örlítið hissa á þessu þar sem hann er nú rétthentur. Þeir sem vilja fylgjast nánar með æfingum og keppnum hjá Magnúsi ættu að kíkja á Facebook síðu hans hér. Bjarki Ómarsson og Bjarki Þór Pálsson kláruðu báðir sína andstæðinga með „rear naked choke“ hengingu en ítarlegri lýsingu á bardögum þeirra má lesa á vef MMA Frétta hér.Jón Viðar Arnþórsson, einn af þjálfurum Keppnisliðs Mjölnis og formaður Mjölnis, var með í för og var að vonum ánægður með frammistöðuna. „Þetta er ein flottasta frammistaða í sögu Mjölnis. Kláruðu allir sína bardaga og voru allir frábærlega vel undirbúnir, bæði líkamlega og andlega. Ég get bara ekki beðið eftir framhaldinu.“
MMA Tengdar fréttir Þrír Mjölnismenn berjast annað kvöld Þrír íslenskir bardagakappar frá Mjölni munu berjast á AVMA bardagakvöldinu í Manchester annað kvöld. 17. október 2014 22:45 Ljónsbaninn færði Bjarka belti Þrír Íslendingar kepptu í MMA-bardögum í gærkvöldi og báru þeir allir sigur úr býtum. 19. október 2014 13:34 Mest lesið Ísland - Slóvenía 39-31 | Strákarnir okkar eru á leið í undanúrslit Handbolti Danir verða mótherjar Íslands í undanúrslitunum Handbolti Áfall fyrir Króata Dags skömmu fyrir úrslitastundu Handbolti Sauð á Degi sem lét þá sem ráða heyra það Handbolti Dagur og lærisveinar í undanúrslit og sendu Ísland niður í annað sætið Handbolti „Hún er í afneitun“ Sport Haukur í hópnum gegn Slóvenum Handbolti Alfreð stýrði Þjóðverjum inn í undanúrslitin á EM Handbolti Daninn leggur orð í belg eftir gagnrýni Dags og Gísla Þorgeirs Handbolti Ísland á þrjá af fjórum þjálfurum í undanúrslitunum á EM Handbolti Fleiri fréttir Danir verða mótherjar Íslands í undanúrslitunum Sjáðu Viktor skora hjá Barcelona fyrir framan landsliðsþjálfarann Stolt móðir Gísla Þorgeirs: Fylgdist með syninum og felldi tár Skýrsla Vals: Af hverju ekki bara að vinna gull? Í beinni: Lokaumferðin í Meistaradeildinni EM í dag: Einn ótrúlegasti sólarhringur í sögu íslenskra íþrótta „Við erum að vinna í að fjölga miðum“ Ísland á þrjá af fjórum þjálfurum í undanúrslitunum á EM Valur - Haukar | Berjast um að vera með á toppnum Dagur og lærisveinar í undanúrslit og sendu Ísland niður í annað sætið Alfreð stýrði Þjóðverjum inn í undanúrslitin á EM „Að gefnu tilefni vil ég ítreka að ég er ekki í afneitun“ „Það þarf heppni og það þarf gæði“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Hugaðir og hungraðir í að skrifa söguna Snorri horfir lengra: „Förum ekki í undanúrslit EM til þess að vera farþegar þar“ „Ætluðum ekki að láta þetta fara aftur úr okkar höndum“ Tölur á móti Slóvenum: Slóvenar með tólf fleiri tapaða og Ísland 13-0 í hraðaupphlaupsmörkum Ómar vill meira: „Ekki búnir að vinna neitt en erum drullusáttir“ Danmörk, Frakkland eða Þýskaland bíða í undanúrslitum Áfall fyrir Króata Dags skömmu fyrir úrslitastundu Rýr svör um stóru mistökin sem hefðu getað haft áhrif á Ísland Mættu með snjóinn með sér til Madrid Haukur klár og sami hópur og síðast „Hann hefur alveg fengið frið frá mér“ „Snælduvitlaus með blóðbragð í munni og pökkum þeim saman“ Sjáðu myndirnar: Lét óvin Íslands heyra það og er nú mætt í stuðið í Malmö „Miklu erfiðara að sitja upp í stúku“ Haukur í hópnum gegn Slóvenum „Erum við bara dýr í dýragarði?“ Daninn leggur orð í belg eftir gagnrýni Dags og Gísla Þorgeirs Sjá meira
Þrír Mjölnismenn berjast annað kvöld Þrír íslenskir bardagakappar frá Mjölni munu berjast á AVMA bardagakvöldinu í Manchester annað kvöld. 17. október 2014 22:45
Ljónsbaninn færði Bjarka belti Þrír Íslendingar kepptu í MMA-bardögum í gærkvöldi og báru þeir allir sigur úr býtum. 19. október 2014 13:34