Litli hershöfðinginn bjargaði Sprengjusveitinni | öll úrslitin í NFL Tómas Þór Þórðarson skrifar 22. september 2014 09:30 Russell Wilson skilaði sigri í framlengingu. vísir/getty Denver Broncos tókst ekki að koma fram hefndun gegn Seattle Seahawks í NFL-deildinni í amerískum fótbolta í gærkvöldi, en Seahawks gerði lítiði úr Broncos þegar liðin mættust í Super Bowl-leiknum í febrúar fyrr á þessu ári. Leikurinn var gríðarleg skemmtun, en hann fór í framlengingu þrátt fyrir að Seattle hafi komist 17-5 yfir í þriðja leikhluta. Vörn Seattle er sú besta í deildinni og hún stóð sig vel í gær, en það var sóknin sem hleypti Denver aftur inn í leikinn. Heimamenn skoruðu sjálfsmark og svo henti RussellWilson, leikstjórnandi Seattle, boltanum í hendur gestanna sem varð til þess að Denver komst aftur inn í leikinn. Seattle hélt það væri búið að ganga frá leiknum þegar það komst í 20-12 með vallarmarki, en PeytonManning, hinn magnaði leikstjórnandi Denver, þurfti þá að fara með sitt lið 80 metra að endamarki Seahawks, skora snertimark og bæta við tveimur aukastigum.Þetta tókst honum með hreint magnaðri sókn, en þar tætti hann Sprengjusveitina (e. Legion of Boom) í sig, hina ótrúlegu fjögurra manna línu Seahawks sem ver baksvæðið. Sprengjusveitin fór ansi illa með Peyton þegar liði mættust síðast í Super Bowl, en þarna klikkaði hún og var nálægt því að tapa leiknum fyrir heimamenn. Peyton kastaði fyrir snertimarki og skilaði tveimur aukastigum sem varð til þess að leikurinn fór í framlengingu. Þar byrjaði Seattle með boltann og sýndi þá Russell Wilson, litli hershöfðinginn sem stýrir leik Seahawks, úr hverju hann er gerður. Wilson var óstöðvandi í fyrstu sókn framlengingarinnar, en þegar hann náði ekki að kasta boltanum hljóp hann sjálfur með hann og náði í nokkrar endurnýjanir. Það var svo Skittles-hlauparinnMarshawn Lynch sem tryggði heimamönnum sigurinn með flottu hlaupi sem batt enda á fallega sókn, 26-20. Seattle og Denver eru bæði búin að vinna tvo leiki og tapa einum, en einu þrjú liðin sem eru búin að vinna alla sína leiki eru Philadelphia, Arizona og Cincinnati.Úrslit gærdagsins: Buffalo Bills - San Diego Chargers 10-22 Cincinnati Bengals - Tennessee Titans 33-7 Cleveland Browns - Baltimore Ranves 21-23 Detroit Lions - Green Bay Packers 19-7 Jaxonville Jaguars - Indianapolis Colts 17-44 New England Patriots - Oakland Raiders 16-9 New Orleans Saints - Minnesota Vikins 20-9 New York Giants - Houston Texans 30-17 Philadelphia Eagles - Washington Redskins 37-34 St. Louis Rams - Dallas Cowboys 31-34 Arizona Cardinals - San Francisco 49ers 23-14 Miami Dolphins - Kansas City Chiefs 15-34 Seattle Seahawks - Denver Broncos 26-20 Carolina Panthers - Pittsburgh Steelers 19-37 NFL Mest lesið Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Fótbolti Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Fótbolti Tvö Grindavíkurmörk eftir að þeir misstu mann útaf Íslenski boltinn Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Garnett tryggði Boston sigur - Ótrúleg tilþrif Kobe (myndband) Körfubolti F1: Campos þakklátur fyrir valið Formúla 1 Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Fótbolti Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Handbolti Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Körfubolti Fleiri fréttir Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Frá Klaksvík á Krókinn Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Jón Þór hársbreidd frá HM-gulli Sesko úr leik fram í desember Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Ramsey rekinn í sturtu eftir hnefahögg: „Hann hrækti á mig“ Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Jake Paul mætir Joshua og biður Breta afsökunar fyrir fram Þrír úrslitaleikir um HM-sæti næstu tvö kvöld Spænsku stelpurnar mæta þeim ensku á Wembley en ekki þær íslensku Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Fá jafnstóran klefa og karlarnir í Barcelona Hótað tíu leikja banni fyrir færslu á samfélagsmiðlum Sakaði mótherjana um að nota vúdú Meistarinn fékk kalda kveðju: Þú ert það leiðinlegasta við þessa íþrótt Fauk í Draymond Green: „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu“ Liðsfélagi Glódísar Perlu hættir í landsliðinu Liverpool-stjarnan grét í leikslok „Ég er bestur í heimi og ég get loksins sagt það“ Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans HM-hátíð á Ráðhústorginu í Osló í dag Goðsögnin verðlaunuð með hreindýri frá jólasveininum Fór úr axlarlið en náði silfri á NM tveimur vikum síðar Sjá meira
Denver Broncos tókst ekki að koma fram hefndun gegn Seattle Seahawks í NFL-deildinni í amerískum fótbolta í gærkvöldi, en Seahawks gerði lítiði úr Broncos þegar liðin mættust í Super Bowl-leiknum í febrúar fyrr á þessu ári. Leikurinn var gríðarleg skemmtun, en hann fór í framlengingu þrátt fyrir að Seattle hafi komist 17-5 yfir í þriðja leikhluta. Vörn Seattle er sú besta í deildinni og hún stóð sig vel í gær, en það var sóknin sem hleypti Denver aftur inn í leikinn. Heimamenn skoruðu sjálfsmark og svo henti RussellWilson, leikstjórnandi Seattle, boltanum í hendur gestanna sem varð til þess að Denver komst aftur inn í leikinn. Seattle hélt það væri búið að ganga frá leiknum þegar það komst í 20-12 með vallarmarki, en PeytonManning, hinn magnaði leikstjórnandi Denver, þurfti þá að fara með sitt lið 80 metra að endamarki Seahawks, skora snertimark og bæta við tveimur aukastigum.Þetta tókst honum með hreint magnaðri sókn, en þar tætti hann Sprengjusveitina (e. Legion of Boom) í sig, hina ótrúlegu fjögurra manna línu Seahawks sem ver baksvæðið. Sprengjusveitin fór ansi illa með Peyton þegar liði mættust síðast í Super Bowl, en þarna klikkaði hún og var nálægt því að tapa leiknum fyrir heimamenn. Peyton kastaði fyrir snertimarki og skilaði tveimur aukastigum sem varð til þess að leikurinn fór í framlengingu. Þar byrjaði Seattle með boltann og sýndi þá Russell Wilson, litli hershöfðinginn sem stýrir leik Seahawks, úr hverju hann er gerður. Wilson var óstöðvandi í fyrstu sókn framlengingarinnar, en þegar hann náði ekki að kasta boltanum hljóp hann sjálfur með hann og náði í nokkrar endurnýjanir. Það var svo Skittles-hlauparinnMarshawn Lynch sem tryggði heimamönnum sigurinn með flottu hlaupi sem batt enda á fallega sókn, 26-20. Seattle og Denver eru bæði búin að vinna tvo leiki og tapa einum, en einu þrjú liðin sem eru búin að vinna alla sína leiki eru Philadelphia, Arizona og Cincinnati.Úrslit gærdagsins: Buffalo Bills - San Diego Chargers 10-22 Cincinnati Bengals - Tennessee Titans 33-7 Cleveland Browns - Baltimore Ranves 21-23 Detroit Lions - Green Bay Packers 19-7 Jaxonville Jaguars - Indianapolis Colts 17-44 New England Patriots - Oakland Raiders 16-9 New Orleans Saints - Minnesota Vikins 20-9 New York Giants - Houston Texans 30-17 Philadelphia Eagles - Washington Redskins 37-34 St. Louis Rams - Dallas Cowboys 31-34 Arizona Cardinals - San Francisco 49ers 23-14 Miami Dolphins - Kansas City Chiefs 15-34 Seattle Seahawks - Denver Broncos 26-20 Carolina Panthers - Pittsburgh Steelers 19-37
NFL Mest lesið Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Fótbolti Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Fótbolti Tvö Grindavíkurmörk eftir að þeir misstu mann útaf Íslenski boltinn Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Garnett tryggði Boston sigur - Ótrúleg tilþrif Kobe (myndband) Körfubolti F1: Campos þakklátur fyrir valið Formúla 1 Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Fótbolti Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Handbolti Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Körfubolti Fleiri fréttir Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Frá Klaksvík á Krókinn Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Jón Þór hársbreidd frá HM-gulli Sesko úr leik fram í desember Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Ramsey rekinn í sturtu eftir hnefahögg: „Hann hrækti á mig“ Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Jake Paul mætir Joshua og biður Breta afsökunar fyrir fram Þrír úrslitaleikir um HM-sæti næstu tvö kvöld Spænsku stelpurnar mæta þeim ensku á Wembley en ekki þær íslensku Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Fá jafnstóran klefa og karlarnir í Barcelona Hótað tíu leikja banni fyrir færslu á samfélagsmiðlum Sakaði mótherjana um að nota vúdú Meistarinn fékk kalda kveðju: Þú ert það leiðinlegasta við þessa íþrótt Fauk í Draymond Green: „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu“ Liðsfélagi Glódísar Perlu hættir í landsliðinu Liverpool-stjarnan grét í leikslok „Ég er bestur í heimi og ég get loksins sagt það“ Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans HM-hátíð á Ráðhústorginu í Osló í dag Goðsögnin verðlaunuð með hreindýri frá jólasveininum Fór úr axlarlið en náði silfri á NM tveimur vikum síðar Sjá meira