Íslamska ríkið græðir á tá og fingri á olíu Samúel Karl Ólason skrifar 23. september 2014 12:51 Vísir/AFP Um 60 þúsund tunnur af olíu eru framleiddar innan svæðis Íslamska ríkisins í Írak og Sýrlandi. Erlendir greiningaraðilar telja að samtökin hagnist um allt að eina og hálfa milljón dala á degi hverjum vegna sölu olíu á svörtum mörkuðum. Financial Times segir upprætingu þessarar tekjulindar vera lykilatriði í áætlun Bandaríkjanna og bandamanna þess í að uppræta IS. Auk þess að selja olíu, aflar IS tekna frá svæðum sem þeir hafa hernumið. Sem dæmi borga verslanir innan svæðisins tvo dali á mánuði og samtökin stefna að því að rukka íbúa fyrir rafmagn og vatn. Stærstur hluti tekna IS kemur þó frá áratugagömlum smyglhring sem starfar í Írak, Íran, Sýrlandi og Tyrklandi. Síðan Sameinuðu þjóðirnar settu viðskiptaþvinganir á olíu í Írak á tíunda áratuginum hefur smygglstarfsemi blómstrað á svæðinu. Íslamska ríkið stjórnar nú sex af tíu olíulindum Sýrlands og að minnsta kosti fjórum í Írak. Olían er flutt í gegnum Suður-Tyrkland á svæði sem þekkt er fyrir svarta starfsemi. Þar að auki eru fornmunir frá Írak og Sýrlandi fluttir um svæðið og erlendir vígamenn komast inn í Írak og Sýrland þar í gegn einnig. Sérfræðingur sem CNN ræðir við segir marga líta svo á að Tyrkland þurfi að bregðast við á landsvæðinu, þar sem Íslamska ríkið fær mestar sínar tekjur og jafnvel er sagt að særðir vígamenn séu sendir þangað til að jafna sig. Luay al-Khatteeb segir að Bandaríkin og öryggisráð Sameinuðu þjóðanna þurfi að gera ráðstafanir sem miði að því að hvetja þjóðir heimsins til að taka hart á svörtum mörkuðum sem fjármagni hryðjuverkastarfsemi.Hér má sjá kort yfir olíustarfsemi Íslamska ríkisins.Vísir/GraphicNews Tengdar fréttir Yfir tvö þúsund Evrópubúar berjast með vígahópum Ríkisstjórnir víða um heim vinna nú að breytingum á lögum sem ætlað er að hjálpa til við að aðskilja samtökin Íslamst ríki frá erlendum vígamönnum. 3. september 2014 15:07 Síðasta vígi Bashar al-Assads í norðurhluta Sýrlands er fallið Vígamenn í hreyfingunni Íslamskt ríki hafa náð á sitt vald herflugvellinum í Tabqa, sem var síðasta vígi stjórnarhersins í héraðinu Raqqa í norðurhluta Sýrlands. Frá þessu var greint í ríkissjónvarpi Sýrlands en harður bardagi hefur geisað um völlinn síðustu daga og liggja hundruð í valnum. 25. ágúst 2014 08:07 Obama safnar liði gegn vígasveitunum Bandaríkjaforseti hyggst útskýra hernaðaráform sín gegn Íslamska ríkinu, sem hefur vaðið uppi í Sýrlandi og Írak. Arababandalagið hefur samþykkt hernaðaraðgerðir gegn Íslamska ríkinu, en lýsir þó ekki stuðningi við áform Bandaríkjanna. 9. september 2014 08:30 Um 70 þúsund flúið til Tyrklands í dag Sýrlenskir Kúrdar flykkjast nú yfir landamærin af ótta við árásir Íslamska ríkisins. Ákvörðun Tyrkja um að hleypa þúsundum Kúrda inn fyrir landamæri sín er talin til marks um hversu alvarleg ógn stafar af vígamönnum samtakanna. 20. september 2014 23:46 Cameron útilokar ekki loftárásir Breta á Íslamska ríkið Leiðtogar NATO-ríkjanna ræða heimsmálin: Vígasveitir herskárra íslamista í Írak og Sýrlandi, átök við uppreisnarmenn í Úkraínu og breyttar áherslur í Afganistan. 5. september 2014 07:30 Íslamska ríkið mun ekki hræða Bandaríkin Barack Obama Bandaríkjaforseti segir að Bandaríkin muni ekki láta Íslamska ríkið hræða sig, eftir að hryðjuverkasamtökin afhöfðuðu bandaríska blaðamanninn Steve Sotloff. 4. september 2014 12:00 75 vígamenn féllu í loftárás Frakka Íslamska ríkið er nú talið flytja vopnabúr sín með reglulegu millibili til að gera geymslurnar að erfiðari skotmörkum. 20. september 2014 23:50 Frakkar gera loftárásir í Írak Stjórnvöld í Frakklandi ætla að verða við beiðni Íraka um aðstoð í baráttunni við Íslamska ríkið. 18. september 2014 21:39 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Ölvaður en ekki barnaníðingur Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Innlent Fleiri fréttir Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Sjá meira
Um 60 þúsund tunnur af olíu eru framleiddar innan svæðis Íslamska ríkisins í Írak og Sýrlandi. Erlendir greiningaraðilar telja að samtökin hagnist um allt að eina og hálfa milljón dala á degi hverjum vegna sölu olíu á svörtum mörkuðum. Financial Times segir upprætingu þessarar tekjulindar vera lykilatriði í áætlun Bandaríkjanna og bandamanna þess í að uppræta IS. Auk þess að selja olíu, aflar IS tekna frá svæðum sem þeir hafa hernumið. Sem dæmi borga verslanir innan svæðisins tvo dali á mánuði og samtökin stefna að því að rukka íbúa fyrir rafmagn og vatn. Stærstur hluti tekna IS kemur þó frá áratugagömlum smyglhring sem starfar í Írak, Íran, Sýrlandi og Tyrklandi. Síðan Sameinuðu þjóðirnar settu viðskiptaþvinganir á olíu í Írak á tíunda áratuginum hefur smygglstarfsemi blómstrað á svæðinu. Íslamska ríkið stjórnar nú sex af tíu olíulindum Sýrlands og að minnsta kosti fjórum í Írak. Olían er flutt í gegnum Suður-Tyrkland á svæði sem þekkt er fyrir svarta starfsemi. Þar að auki eru fornmunir frá Írak og Sýrlandi fluttir um svæðið og erlendir vígamenn komast inn í Írak og Sýrland þar í gegn einnig. Sérfræðingur sem CNN ræðir við segir marga líta svo á að Tyrkland þurfi að bregðast við á landsvæðinu, þar sem Íslamska ríkið fær mestar sínar tekjur og jafnvel er sagt að særðir vígamenn séu sendir þangað til að jafna sig. Luay al-Khatteeb segir að Bandaríkin og öryggisráð Sameinuðu þjóðanna þurfi að gera ráðstafanir sem miði að því að hvetja þjóðir heimsins til að taka hart á svörtum mörkuðum sem fjármagni hryðjuverkastarfsemi.Hér má sjá kort yfir olíustarfsemi Íslamska ríkisins.Vísir/GraphicNews
Tengdar fréttir Yfir tvö þúsund Evrópubúar berjast með vígahópum Ríkisstjórnir víða um heim vinna nú að breytingum á lögum sem ætlað er að hjálpa til við að aðskilja samtökin Íslamst ríki frá erlendum vígamönnum. 3. september 2014 15:07 Síðasta vígi Bashar al-Assads í norðurhluta Sýrlands er fallið Vígamenn í hreyfingunni Íslamskt ríki hafa náð á sitt vald herflugvellinum í Tabqa, sem var síðasta vígi stjórnarhersins í héraðinu Raqqa í norðurhluta Sýrlands. Frá þessu var greint í ríkissjónvarpi Sýrlands en harður bardagi hefur geisað um völlinn síðustu daga og liggja hundruð í valnum. 25. ágúst 2014 08:07 Obama safnar liði gegn vígasveitunum Bandaríkjaforseti hyggst útskýra hernaðaráform sín gegn Íslamska ríkinu, sem hefur vaðið uppi í Sýrlandi og Írak. Arababandalagið hefur samþykkt hernaðaraðgerðir gegn Íslamska ríkinu, en lýsir þó ekki stuðningi við áform Bandaríkjanna. 9. september 2014 08:30 Um 70 þúsund flúið til Tyrklands í dag Sýrlenskir Kúrdar flykkjast nú yfir landamærin af ótta við árásir Íslamska ríkisins. Ákvörðun Tyrkja um að hleypa þúsundum Kúrda inn fyrir landamæri sín er talin til marks um hversu alvarleg ógn stafar af vígamönnum samtakanna. 20. september 2014 23:46 Cameron útilokar ekki loftárásir Breta á Íslamska ríkið Leiðtogar NATO-ríkjanna ræða heimsmálin: Vígasveitir herskárra íslamista í Írak og Sýrlandi, átök við uppreisnarmenn í Úkraínu og breyttar áherslur í Afganistan. 5. september 2014 07:30 Íslamska ríkið mun ekki hræða Bandaríkin Barack Obama Bandaríkjaforseti segir að Bandaríkin muni ekki láta Íslamska ríkið hræða sig, eftir að hryðjuverkasamtökin afhöfðuðu bandaríska blaðamanninn Steve Sotloff. 4. september 2014 12:00 75 vígamenn féllu í loftárás Frakka Íslamska ríkið er nú talið flytja vopnabúr sín með reglulegu millibili til að gera geymslurnar að erfiðari skotmörkum. 20. september 2014 23:50 Frakkar gera loftárásir í Írak Stjórnvöld í Frakklandi ætla að verða við beiðni Íraka um aðstoð í baráttunni við Íslamska ríkið. 18. september 2014 21:39 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Ölvaður en ekki barnaníðingur Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Innlent Fleiri fréttir Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Sjá meira
Yfir tvö þúsund Evrópubúar berjast með vígahópum Ríkisstjórnir víða um heim vinna nú að breytingum á lögum sem ætlað er að hjálpa til við að aðskilja samtökin Íslamst ríki frá erlendum vígamönnum. 3. september 2014 15:07
Síðasta vígi Bashar al-Assads í norðurhluta Sýrlands er fallið Vígamenn í hreyfingunni Íslamskt ríki hafa náð á sitt vald herflugvellinum í Tabqa, sem var síðasta vígi stjórnarhersins í héraðinu Raqqa í norðurhluta Sýrlands. Frá þessu var greint í ríkissjónvarpi Sýrlands en harður bardagi hefur geisað um völlinn síðustu daga og liggja hundruð í valnum. 25. ágúst 2014 08:07
Obama safnar liði gegn vígasveitunum Bandaríkjaforseti hyggst útskýra hernaðaráform sín gegn Íslamska ríkinu, sem hefur vaðið uppi í Sýrlandi og Írak. Arababandalagið hefur samþykkt hernaðaraðgerðir gegn Íslamska ríkinu, en lýsir þó ekki stuðningi við áform Bandaríkjanna. 9. september 2014 08:30
Um 70 þúsund flúið til Tyrklands í dag Sýrlenskir Kúrdar flykkjast nú yfir landamærin af ótta við árásir Íslamska ríkisins. Ákvörðun Tyrkja um að hleypa þúsundum Kúrda inn fyrir landamæri sín er talin til marks um hversu alvarleg ógn stafar af vígamönnum samtakanna. 20. september 2014 23:46
Cameron útilokar ekki loftárásir Breta á Íslamska ríkið Leiðtogar NATO-ríkjanna ræða heimsmálin: Vígasveitir herskárra íslamista í Írak og Sýrlandi, átök við uppreisnarmenn í Úkraínu og breyttar áherslur í Afganistan. 5. september 2014 07:30
Íslamska ríkið mun ekki hræða Bandaríkin Barack Obama Bandaríkjaforseti segir að Bandaríkin muni ekki láta Íslamska ríkið hræða sig, eftir að hryðjuverkasamtökin afhöfðuðu bandaríska blaðamanninn Steve Sotloff. 4. september 2014 12:00
75 vígamenn féllu í loftárás Frakka Íslamska ríkið er nú talið flytja vopnabúr sín með reglulegu millibili til að gera geymslurnar að erfiðari skotmörkum. 20. september 2014 23:50
Frakkar gera loftárásir í Írak Stjórnvöld í Frakklandi ætla að verða við beiðni Íraka um aðstoð í baráttunni við Íslamska ríkið. 18. september 2014 21:39