Skattalækkanir í nýju fjárlagafrumvarpi Heimir Már Pétursson skrifar 20. ágúst 2014 13:47 Ragnheiður Ríkharðsdóttir, þingflokssformaður Sjálfstæðisflokksins. vísir/gva Reiknað er með skattalækkunum í fjárlagafrumvarpi sem Bjarni Benediktsson kynnti fyrir þingflokki Sjálfstæðismanna í gær. Þingflokksformaður flokksins segir náttúruverndarlög verða eitt af stóru málum næsta vetrar. Þá njóti inninríkisráðherra óskipts stuðnings þingflokksins þótt lekamálið sé ráðherranum og flokknum öllum erfitt. Þingflokkur Sjálfstæðismanna fundaði í allan gærdag og í morgun í Vestmannaeyjum til að fara yfir stóru málin fyrir komandi haustþing sem sett verður hinn 9. september. Ragnheiður Ríkharðsdóttir þingflokksformaður segir þingflokkinn hafa afgreitt fjárlagafrumvarpið fyrir sitt leyti, rætt sjávarútvegsmál, málefni Íbúðalánasjóðs og landbúnaðarmál. Þá eigi eftir að afgreiða náttúruverndarlög og skoða þurfi rammaáætlun. „Mestu máli skiptir að vera áfram með hallalaus fjárlög og aðhald í ríkisbúskapnum. Það er það sem skiptir öllu máli,“ segir Ragnheiður. Að því leiti sé svipaður tónn í fjárlagafrumvarpinu og var á síðasta ári. Ráðuneyti þurfi áfram að hagræða hjá sér en ekki sé farið fram á beinan niðurskurð. Fjárlagafrumvarpið feli í sér fyrirheit um skattalækkanir meðal annars með breytingum á virðisaukaskattskerfinu, en þar hafa verið deildar meiningar á milli stjórnarflokkanna. Stendur enn þá til að hækka neðra þrepið í virðisaukaskatti á matvæli? „Menn eru að reyna að ná sátt um það með hvaða hætti við breytum virðisaukaskattskerfinu og fækkum undanþágum. Því verkefni verður einfaldlega lokið fyrir þann tíma sem því þarf að vera lokið,“ segir Ragnheiður. Þá sé til umræðu að lækka tekjuskattinn enn frekar eins og Sjálfstæðismenn hafi boðað. Málefni innanríkisráðherra komu einnig til umræðu á þingflokksfundinum. „Innanríkisráðherra gerði okkur grein fyrir stöðu mála eins og ráðherranum er unnt. Það voru umræður og fyrirspurnir þar að lútandi. Eins og allir vita þá er þetta grafalvarlegt mál og engum auðvelt. Hvorki þeim sem verið hefur ákærður, allra síst, né innanríkisráðherra og Sjálfstæðisflokknum í heild sinni,“ segir Ragnheiður. Er þingflokkurinn einhuga að baki ráðherra eða eru skiptar skoðanir innan þingflokksins? „Ráðherrann hefur stuðning þingflokksins. Hún situr í umboði þingflokksins og hefur stuðning þingflokksins,“ segir Ragnheiður Ríkharðsdóttir Lekamálið Mest lesið „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Innlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Innlent Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Innlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Innlent „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Fleiri fréttir Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Sjá meira
Reiknað er með skattalækkunum í fjárlagafrumvarpi sem Bjarni Benediktsson kynnti fyrir þingflokki Sjálfstæðismanna í gær. Þingflokksformaður flokksins segir náttúruverndarlög verða eitt af stóru málum næsta vetrar. Þá njóti inninríkisráðherra óskipts stuðnings þingflokksins þótt lekamálið sé ráðherranum og flokknum öllum erfitt. Þingflokkur Sjálfstæðismanna fundaði í allan gærdag og í morgun í Vestmannaeyjum til að fara yfir stóru málin fyrir komandi haustþing sem sett verður hinn 9. september. Ragnheiður Ríkharðsdóttir þingflokksformaður segir þingflokkinn hafa afgreitt fjárlagafrumvarpið fyrir sitt leyti, rætt sjávarútvegsmál, málefni Íbúðalánasjóðs og landbúnaðarmál. Þá eigi eftir að afgreiða náttúruverndarlög og skoða þurfi rammaáætlun. „Mestu máli skiptir að vera áfram með hallalaus fjárlög og aðhald í ríkisbúskapnum. Það er það sem skiptir öllu máli,“ segir Ragnheiður. Að því leiti sé svipaður tónn í fjárlagafrumvarpinu og var á síðasta ári. Ráðuneyti þurfi áfram að hagræða hjá sér en ekki sé farið fram á beinan niðurskurð. Fjárlagafrumvarpið feli í sér fyrirheit um skattalækkanir meðal annars með breytingum á virðisaukaskattskerfinu, en þar hafa verið deildar meiningar á milli stjórnarflokkanna. Stendur enn þá til að hækka neðra þrepið í virðisaukaskatti á matvæli? „Menn eru að reyna að ná sátt um það með hvaða hætti við breytum virðisaukaskattskerfinu og fækkum undanþágum. Því verkefni verður einfaldlega lokið fyrir þann tíma sem því þarf að vera lokið,“ segir Ragnheiður. Þá sé til umræðu að lækka tekjuskattinn enn frekar eins og Sjálfstæðismenn hafi boðað. Málefni innanríkisráðherra komu einnig til umræðu á þingflokksfundinum. „Innanríkisráðherra gerði okkur grein fyrir stöðu mála eins og ráðherranum er unnt. Það voru umræður og fyrirspurnir þar að lútandi. Eins og allir vita þá er þetta grafalvarlegt mál og engum auðvelt. Hvorki þeim sem verið hefur ákærður, allra síst, né innanríkisráðherra og Sjálfstæðisflokknum í heild sinni,“ segir Ragnheiður. Er þingflokkurinn einhuga að baki ráðherra eða eru skiptar skoðanir innan þingflokksins? „Ráðherrann hefur stuðning þingflokksins. Hún situr í umboði þingflokksins og hefur stuðning þingflokksins,“ segir Ragnheiður Ríkharðsdóttir
Lekamálið Mest lesið „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Innlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Innlent Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Innlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Innlent „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Fleiri fréttir Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Sjá meira