Tekur ekki vel í sölu áfengis í verslunum Gunnar Atli Gunnarsson skrifar 13. júlí 2014 20:00 VISIR/GVA Fréttir af áhuga bandaríska smásölurisans Costco hafa vakið mikla athygli en fyrirtækið hefur meðal annars áhuga á að selja áfengi í verslunum og flytja inn ferskt bandarískt kjöt. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, sagði í setningarræðu á miðstjórnarfundi Framsóknarflokksins á föstudaginn að 99% þess kjöts sem framleitt er í verksmiðjubúum í Bandaríkjunum sé sterakjöt. „Þetta ætti ekki að vekja athygli umfram það bara að ég er að árétta staðreyndir sem liggja fyrir og leiða meðal annars til þess að Evrópusambandið, og við sem hluti af EES-samningnum leyfum ekki innflutning á svona kjöti, vegna þessarar meðferðar,“ segir Sigmundur Davíð. Þingmenn Framsóknarflokksins fluttu árið 2010 þingsályktunartillögu um að hefja viðræður við Bandaríkin um fríverslunarsamning. En myndi slíkur samningur ekki leiða til þess að heimilt yrði að flytja inn ferskt bandarískt kjöt? „Fríverslunarsamningar eru oft gerðir án þess að matvæli eða landbúnaðarvörur séu þar með og það er meðal annars af þessum sökum. En einnig vegna þess að flest, ef ekki öll, lönd í heiminum vilja hafa sem mesta matvælaframleiðslu innanlands, svona eins og kostur er,“ segir Sigmundur. Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, mun á haustþingi leggja fram frumvarp sem heimilar sölu áfengis í verslunum. Óformleg könnun fréttastofu fyrr í vikunni leiddi í ljós að 30 þingmenn, hið minnsta, koma til með að styðja frumvarp Vilhjálms. En kemur Sigmundur til með að styðja frumvarpið? „Ég hef mjög varann á hvað varðar sölu og aðgengi að vörum eins og áfengi í öðrum verslunum en þeim sem eru með þetta núna. Svo er annað í þessu sem að menn geta velt fyrir sér. Hvort það ætti að leyfa kaupmanninum á horninu, litlum verslunum, hér í Reykjavík og auðvitað á landsbyggðinni, að selja áfengi frekar en þessum stóru. Þetta eru allt einhverjir hlutir til að skoða og velta fyrir sér en á heildina litið er ekki æskilegt að rýmka aðgengi að vörum eins og áfengi. Vegna þess að það þýðir einfaldlega meiri neysla, sem er ekki æskilegt,“ segir Sigmundur. Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara Erlent Fleiri fréttir Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Sjá meira
Fréttir af áhuga bandaríska smásölurisans Costco hafa vakið mikla athygli en fyrirtækið hefur meðal annars áhuga á að selja áfengi í verslunum og flytja inn ferskt bandarískt kjöt. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, sagði í setningarræðu á miðstjórnarfundi Framsóknarflokksins á föstudaginn að 99% þess kjöts sem framleitt er í verksmiðjubúum í Bandaríkjunum sé sterakjöt. „Þetta ætti ekki að vekja athygli umfram það bara að ég er að árétta staðreyndir sem liggja fyrir og leiða meðal annars til þess að Evrópusambandið, og við sem hluti af EES-samningnum leyfum ekki innflutning á svona kjöti, vegna þessarar meðferðar,“ segir Sigmundur Davíð. Þingmenn Framsóknarflokksins fluttu árið 2010 þingsályktunartillögu um að hefja viðræður við Bandaríkin um fríverslunarsamning. En myndi slíkur samningur ekki leiða til þess að heimilt yrði að flytja inn ferskt bandarískt kjöt? „Fríverslunarsamningar eru oft gerðir án þess að matvæli eða landbúnaðarvörur séu þar með og það er meðal annars af þessum sökum. En einnig vegna þess að flest, ef ekki öll, lönd í heiminum vilja hafa sem mesta matvælaframleiðslu innanlands, svona eins og kostur er,“ segir Sigmundur. Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, mun á haustþingi leggja fram frumvarp sem heimilar sölu áfengis í verslunum. Óformleg könnun fréttastofu fyrr í vikunni leiddi í ljós að 30 þingmenn, hið minnsta, koma til með að styðja frumvarp Vilhjálms. En kemur Sigmundur til með að styðja frumvarpið? „Ég hef mjög varann á hvað varðar sölu og aðgengi að vörum eins og áfengi í öðrum verslunum en þeim sem eru með þetta núna. Svo er annað í þessu sem að menn geta velt fyrir sér. Hvort það ætti að leyfa kaupmanninum á horninu, litlum verslunum, hér í Reykjavík og auðvitað á landsbyggðinni, að selja áfengi frekar en þessum stóru. Þetta eru allt einhverjir hlutir til að skoða og velta fyrir sér en á heildina litið er ekki æskilegt að rýmka aðgengi að vörum eins og áfengi. Vegna þess að það þýðir einfaldlega meiri neysla, sem er ekki æskilegt,“ segir Sigmundur.
Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara Erlent Fleiri fréttir Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Sjá meira