Mesta hörmung í flugsögu Hollands Heimir Már Pétursson skrifar 18. júlí 2014 12:20 Forsætisráðherra Úkraínu fullyrðir að rússneskir hryðjuverkamenn hafi skotið farþegaþotu Malaysina flugfélagsins niður. Forsætisráðherra Hollands krefst ítarlegra alþjóðlegrar rannsóknar. vísir/afp Forsætisráðherra Hollands segir að hrap malasísku farþegaþotunnar í Úkraínu sé mesta hörmung í flugsögu landsins sem dunið hafi yfir hollensku þjóðina. En flestir þeirra sem fórust með flugvélinni voru Hollendingar, eða 154. Varaforseti Bandaríkjanna fullyrðir að flugvélin hafi verið skotin niður. Þótt flest bendi til að Boeing 777 farþegaþota Malaysian flugfélagsins hafi verið skotin niður með flugskeyti af jörðu niðri, hefur enginn gengist við því að hafa skotið á flugvélina. Arseniy Yatseniuk forsætisráðherra Úkraínu fullyrti hins vegar á blaðamannafundi í morgun að rússneskir hryðjuverkamenn bæru ábyrgð á verknaðinum. Yatseniuk hvatti ríkisstjórnir allra þeirra landa sem málið snerti til að vinna með Úkraínumönnum í því “að koma þeim drullusokkum sem sem frömdu þennan glæp fyrir dóm. Þetta væri glæpur gegn mankyninu og með honum hefði verið farið yfir öll strik,” eins og hann orðaði það. Rússar vísa hins vegar allri ábyrgð á hendur Úkraínumönnum sem hefðu með nýjustu árásum sínum í austurhluta landsins æst upp átök á svæðinu. Leyniþjónustan í Úkraínu hefur birt hljóðupptökur af tveimur símtölum, annars vegar á milli leiðtoga uppreisnarmanna og rússnesks leyniþjónustumanns og hins vegar á milli tveggja uppreisnarmanna þar sem talað er um að skotið hafi verið á flugvélina. En ekki hefur verið sannreynt að upptökurnar séu af samtölum þessarra manna. Tekist hefur að staðfesta þjóðerni hluta þeirra 298 sem voru um borð í flugvélinni. 154 þeirra voru Hollendingar, 27 Ástralir, 23 Malasar, 23 Bandaríkjamenn, 11 Indónesar, 9 Bretar, 4 Þjóðverjar, 4 Belgar, 3 Filippseyingar og 1 Kanadamaður. Enn á eftir að staðfesta þjóðerni um tuttugu farþega. Mark Rutte forsætisráðherra Hollands segir verstu martröð sem hugsast gæti hafa orðið að veruleika í gær. Hollendingar hefðu nú orðið fyrir mestu hörmungum í flugi í sögu landsins. Hollenska þjóðin væri í áfalli. Hollensk stjórnvöld krefðust nákvæmrar rannsóknar á hrapi flugvélarinnar og ef í ljós kæmi að um vísvitandi hryðjuverk væri að ræða yrði að draga þá til ábyrgðar sem staðið hefðu að verknaðinum. Uppreisnarmenn í austuhluta Úkraínu og stjórnarher landsins hafa heitið vopnahléi á svæðinu til að tryggja að alþjóðlegt rannsóknarteymi komist að flakinu og þá hefur Malaysian lofað að koma aðstandendum þeirra sem fórust á staðinn. MH17 Tengdar fréttir Segjast í símtali hafa skotið niður flugvél Leyniþjónusta Úkraínu hefur gefið út hljóðupptökur, þar sem aðskilnaðarsinnar eru sagðir viðurkenna að skjóta malasísku farþegaflugvélina niður. 18. júlí 2014 08:30 Þjóðarleiðtogar votta samúð sína vegna malasísku flugvélarinnar Anders Fogh Rasmussen, framkvæmdastjóri NATO, segir aðskilnaðarsinna í skjóli Rússa bera ábyrgð á ástandinu. 18. júlí 2014 07:00 Flugvélin var skotin niður yfir átakasvæðinu Úkraínustjórn og uppreisnarmenn hliðhollir Rússum kenna hvorir öðrum um. 18. júlí 2014 07:30 Fjölmargir starfsmenn WHO voru um borð í vélinni Um hundrað farþega í MH17 voru á leið á rástefnu um alnæmi sem haldin er í Ástralíu. 18. júlí 2014 10:10 Þjóðarsorg í Hollandi Hollendingar eru í áfalli vegna dauða 173 Hollendinga sem fórust þegar MH17 var skotin niður í austurhluta Úkraínu í gær. 18. júlí 2014 10:42 Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Innlent Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Innlent Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Erlent 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Innlent Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Erlent Fleiri fréttir Alltaf til í slaginn en vonar að samningar haldi Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Rannsaka innbrot á veitingastað og þjófnað í skartgripaverslun Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Sjá meira
Forsætisráðherra Hollands segir að hrap malasísku farþegaþotunnar í Úkraínu sé mesta hörmung í flugsögu landsins sem dunið hafi yfir hollensku þjóðina. En flestir þeirra sem fórust með flugvélinni voru Hollendingar, eða 154. Varaforseti Bandaríkjanna fullyrðir að flugvélin hafi verið skotin niður. Þótt flest bendi til að Boeing 777 farþegaþota Malaysian flugfélagsins hafi verið skotin niður með flugskeyti af jörðu niðri, hefur enginn gengist við því að hafa skotið á flugvélina. Arseniy Yatseniuk forsætisráðherra Úkraínu fullyrti hins vegar á blaðamannafundi í morgun að rússneskir hryðjuverkamenn bæru ábyrgð á verknaðinum. Yatseniuk hvatti ríkisstjórnir allra þeirra landa sem málið snerti til að vinna með Úkraínumönnum í því “að koma þeim drullusokkum sem sem frömdu þennan glæp fyrir dóm. Þetta væri glæpur gegn mankyninu og með honum hefði verið farið yfir öll strik,” eins og hann orðaði það. Rússar vísa hins vegar allri ábyrgð á hendur Úkraínumönnum sem hefðu með nýjustu árásum sínum í austurhluta landsins æst upp átök á svæðinu. Leyniþjónustan í Úkraínu hefur birt hljóðupptökur af tveimur símtölum, annars vegar á milli leiðtoga uppreisnarmanna og rússnesks leyniþjónustumanns og hins vegar á milli tveggja uppreisnarmanna þar sem talað er um að skotið hafi verið á flugvélina. En ekki hefur verið sannreynt að upptökurnar séu af samtölum þessarra manna. Tekist hefur að staðfesta þjóðerni hluta þeirra 298 sem voru um borð í flugvélinni. 154 þeirra voru Hollendingar, 27 Ástralir, 23 Malasar, 23 Bandaríkjamenn, 11 Indónesar, 9 Bretar, 4 Þjóðverjar, 4 Belgar, 3 Filippseyingar og 1 Kanadamaður. Enn á eftir að staðfesta þjóðerni um tuttugu farþega. Mark Rutte forsætisráðherra Hollands segir verstu martröð sem hugsast gæti hafa orðið að veruleika í gær. Hollendingar hefðu nú orðið fyrir mestu hörmungum í flugi í sögu landsins. Hollenska þjóðin væri í áfalli. Hollensk stjórnvöld krefðust nákvæmrar rannsóknar á hrapi flugvélarinnar og ef í ljós kæmi að um vísvitandi hryðjuverk væri að ræða yrði að draga þá til ábyrgðar sem staðið hefðu að verknaðinum. Uppreisnarmenn í austuhluta Úkraínu og stjórnarher landsins hafa heitið vopnahléi á svæðinu til að tryggja að alþjóðlegt rannsóknarteymi komist að flakinu og þá hefur Malaysian lofað að koma aðstandendum þeirra sem fórust á staðinn.
MH17 Tengdar fréttir Segjast í símtali hafa skotið niður flugvél Leyniþjónusta Úkraínu hefur gefið út hljóðupptökur, þar sem aðskilnaðarsinnar eru sagðir viðurkenna að skjóta malasísku farþegaflugvélina niður. 18. júlí 2014 08:30 Þjóðarleiðtogar votta samúð sína vegna malasísku flugvélarinnar Anders Fogh Rasmussen, framkvæmdastjóri NATO, segir aðskilnaðarsinna í skjóli Rússa bera ábyrgð á ástandinu. 18. júlí 2014 07:00 Flugvélin var skotin niður yfir átakasvæðinu Úkraínustjórn og uppreisnarmenn hliðhollir Rússum kenna hvorir öðrum um. 18. júlí 2014 07:30 Fjölmargir starfsmenn WHO voru um borð í vélinni Um hundrað farþega í MH17 voru á leið á rástefnu um alnæmi sem haldin er í Ástralíu. 18. júlí 2014 10:10 Þjóðarsorg í Hollandi Hollendingar eru í áfalli vegna dauða 173 Hollendinga sem fórust þegar MH17 var skotin niður í austurhluta Úkraínu í gær. 18. júlí 2014 10:42 Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Innlent Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Innlent Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Erlent 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Innlent Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Erlent Fleiri fréttir Alltaf til í slaginn en vonar að samningar haldi Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Rannsaka innbrot á veitingastað og þjófnað í skartgripaverslun Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Sjá meira
Segjast í símtali hafa skotið niður flugvél Leyniþjónusta Úkraínu hefur gefið út hljóðupptökur, þar sem aðskilnaðarsinnar eru sagðir viðurkenna að skjóta malasísku farþegaflugvélina niður. 18. júlí 2014 08:30
Þjóðarleiðtogar votta samúð sína vegna malasísku flugvélarinnar Anders Fogh Rasmussen, framkvæmdastjóri NATO, segir aðskilnaðarsinna í skjóli Rússa bera ábyrgð á ástandinu. 18. júlí 2014 07:00
Flugvélin var skotin niður yfir átakasvæðinu Úkraínustjórn og uppreisnarmenn hliðhollir Rússum kenna hvorir öðrum um. 18. júlí 2014 07:30
Fjölmargir starfsmenn WHO voru um borð í vélinni Um hundrað farþega í MH17 voru á leið á rástefnu um alnæmi sem haldin er í Ástralíu. 18. júlí 2014 10:10
Þjóðarsorg í Hollandi Hollendingar eru í áfalli vegna dauða 173 Hollendinga sem fórust þegar MH17 var skotin niður í austurhluta Úkraínu í gær. 18. júlí 2014 10:42