Slökkti eld á stuttbuxum: „Ég tímdi ekki að fara heim“ Kjartan Atli Kjartansson skrifar 7. júlí 2014 13:52 Stefán Már á vettvangi í gær. Vísir/Atli Ísleifsson Slökkviliðsmaður í stuttbuxum vakti mikla athygli lesenda Vísis í gærkvöldi. Myndir náðust af manni sem aðstoðaði slökkviliðsmenn við störf sín í gær. Lesendur Vísis voru spurðir hvort þeir könnuðust við manninn á Facebook-síðu Vísis í gærkvöldi. Leitin skilaði árangri. Maðurinn sem þarna var á ferðinni heitir Stefán Már Kristinsson og er aðstoðarvarðstjóri hjá slökkviliðinu og bráðatæknir. „Þetta var alveg ótrúlegt. Ég var staddur í Hagkaup í Skeifunni þegar ég fékk boð um útkall, að það væri eldur í Skeifunni,“ rifjar Stefán upp og heldur áfram: „Ég var svona fimm til sex mínútur inni í Hagkaup. Það var enginn eldur þegar ég fór inn, en það logaði allt þegar ég kom út. Ég ætlaði varla að trúa þessu, þetta var bara eins og eldgos.“ Stefán var með börnunum sínum í Hagkaup. „Já, ég var þarna með börnunum mínum sem eru átta og ellefu ára. Við búum þarna rétt hjá og ég sendi þau heim og sagði: „Pabbi er farinn að hjálpa strákunum.““Myndirnar vöktu athygliMyndir af Stefáni vöktu mikla athygli. „Já, þetta eru flottar myndir. Ég skil að það hafi vakið athygli að maður í borgaralegum klæðum hafi verið að hjálpa slökkviliðinu. Auðvitað hefði ég átt að vera í vesti eða einhverju, til að auðkenna mig. En ég gleymdi mér í „actioninu“. Ég er með búning heima og hefði getað farið að sækja hann. En ég tímdi ekki að fara heim. Þegar svona eldur kemur upp eru svo ótrúlega mörg verk sem þarf að vinna – meira að segja fyrir mann á stuttbuxum. Þannig að ég vissi að ég þyrfti að rjúka til og hjálpa,“ segir hann.„Eins og olíuá“ Stefán var á vaktinni – í stuttbuxunum – til hálf tólf í gærkvöldi. „Ég átti aukavakt í dag og við sem áttum þær fórum heim rétt fyrir miðnætti til að vera ferskir daginn eftir. Starfið gekk alveg ótrúlega vel í gær. Þetta var rosalegt þarna á þakinu. Þarna er tjörupappi ofan á öllum húsunum og hefur örugglega verið lagður pappi ofan á pappa í áraraðir. Og hann virkar bara eins og olía. Þetta var eins og fljót eða eins og olíuá. Síðan bætast við öll efnin sem voru í húsunum. Þannig myndast þessi rosalegi reykur, sem þarna var, sem auðvitað allir sáu.“ Stefán segir starfið í dag hafa gengið vel. „Já, við erum að slökkva í svokölluðum hreiðrum og glóðum sem koma upp. Síðan er krabbinn búinn að rífa allt. Þetta gengur ótrúlega vel.“ Eigandi Víðis hafði á orði að slökkviliðsmenn hefðu unnið kraftaverk í gærkvöldi, matvöruverslunin slapp þrátt fyrir að vera ótrúlega nálægt brunanum. „Það er í raun ótrúlegt hvernig Víðir slapp. Fyrirtækið Stilling er þarna við hliðina á og þar var mikill reykur. En Víðir slapp algjörlega.“Hér sést Stefán með öðrum slökkviliðsmönnum.Vísir/Vilhelm Reykjavík Stórbruni í Skeifunni Tengdar fréttir Skeifubruninn: „Því meira sem brennur því meiri reykur“ "Það hefur brunnið í þessu húsi áður,“ segir Bjarni Kjartansson, sviðstjóri forvarnarsviðs slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins um brunann í Skeifunni 11. 7. júlí 2014 00:47 Slökkviliðsstarf mun standa fram á nótt Slökkvilið hefur náð stjórn á eldinum en ekki er hægt að komast inn í húsið vegna hættu á hruni. 7. júlí 2014 00:52 Magnaðar myndir: Gífurlegt tjón er Skeifan 11 brann "Í fljótu bragði man ég ekki eftir jafn miklu flatarmáli sem hefur verið undir í svona alvarlegum eldi,“ sagði Bjarni Kjartansson. 7. júlí 2014 07:00 Sluppu þrátt fyrir sprengingar á neðri hæðinni "Það brann fyrir neðan okkur. Það brann fyrir aftan okkur, en við sluppum að mestu leyti,“ segir Guðmundur Pálmason, framkvæmdastjóri Promennt sem er til húsa á hæðunum fyrir ofan Rekstrarland í Skeifunni. 7. júlí 2014 13:39 Hætt við að hús í Skeifunni hrynji Stórhætta er á brunastað og líklegt að þök hrynji en þau eru byggð með strengjasteypu. Eins og að vera staddur í styrjöld, segir slökkviðliðsvarðsstjóri. 7. júlí 2014 07:49 Mannmergðin truflaði ekki slökkvistarf Slökkviliðið gerir ráð fyrir því í sínum áætlunum að fólk safnist saman í kringum stórbruna. Þetta segir Ólafur Ingi Grettisson, innivarðsstjóri slökkviliðsins í Skógarhlíð. 7. júlí 2014 10:16 Vonar að ný Skeifa verði fegurri en sú sem brennur Fyrrverandi borgarfulltrúi Sjálfstæðismanna er einn þeirra sem hafa tjáð sig um brunann í Skeifunni í kvöld. 7. júlí 2014 00:34 Rjúkandi sala á pylsum í brunanum í gær "Þetta hefur bara verið eins á sautjánda júní fyrir pyslusalann. Þarna var löng röð, allir vildu pylsu." 7. júlí 2014 13:07 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Erlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent Fleiri fréttir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Sjá meira
Slökkviliðsmaður í stuttbuxum vakti mikla athygli lesenda Vísis í gærkvöldi. Myndir náðust af manni sem aðstoðaði slökkviliðsmenn við störf sín í gær. Lesendur Vísis voru spurðir hvort þeir könnuðust við manninn á Facebook-síðu Vísis í gærkvöldi. Leitin skilaði árangri. Maðurinn sem þarna var á ferðinni heitir Stefán Már Kristinsson og er aðstoðarvarðstjóri hjá slökkviliðinu og bráðatæknir. „Þetta var alveg ótrúlegt. Ég var staddur í Hagkaup í Skeifunni þegar ég fékk boð um útkall, að það væri eldur í Skeifunni,“ rifjar Stefán upp og heldur áfram: „Ég var svona fimm til sex mínútur inni í Hagkaup. Það var enginn eldur þegar ég fór inn, en það logaði allt þegar ég kom út. Ég ætlaði varla að trúa þessu, þetta var bara eins og eldgos.“ Stefán var með börnunum sínum í Hagkaup. „Já, ég var þarna með börnunum mínum sem eru átta og ellefu ára. Við búum þarna rétt hjá og ég sendi þau heim og sagði: „Pabbi er farinn að hjálpa strákunum.““Myndirnar vöktu athygliMyndir af Stefáni vöktu mikla athygli. „Já, þetta eru flottar myndir. Ég skil að það hafi vakið athygli að maður í borgaralegum klæðum hafi verið að hjálpa slökkviliðinu. Auðvitað hefði ég átt að vera í vesti eða einhverju, til að auðkenna mig. En ég gleymdi mér í „actioninu“. Ég er með búning heima og hefði getað farið að sækja hann. En ég tímdi ekki að fara heim. Þegar svona eldur kemur upp eru svo ótrúlega mörg verk sem þarf að vinna – meira að segja fyrir mann á stuttbuxum. Þannig að ég vissi að ég þyrfti að rjúka til og hjálpa,“ segir hann.„Eins og olíuá“ Stefán var á vaktinni – í stuttbuxunum – til hálf tólf í gærkvöldi. „Ég átti aukavakt í dag og við sem áttum þær fórum heim rétt fyrir miðnætti til að vera ferskir daginn eftir. Starfið gekk alveg ótrúlega vel í gær. Þetta var rosalegt þarna á þakinu. Þarna er tjörupappi ofan á öllum húsunum og hefur örugglega verið lagður pappi ofan á pappa í áraraðir. Og hann virkar bara eins og olía. Þetta var eins og fljót eða eins og olíuá. Síðan bætast við öll efnin sem voru í húsunum. Þannig myndast þessi rosalegi reykur, sem þarna var, sem auðvitað allir sáu.“ Stefán segir starfið í dag hafa gengið vel. „Já, við erum að slökkva í svokölluðum hreiðrum og glóðum sem koma upp. Síðan er krabbinn búinn að rífa allt. Þetta gengur ótrúlega vel.“ Eigandi Víðis hafði á orði að slökkviliðsmenn hefðu unnið kraftaverk í gærkvöldi, matvöruverslunin slapp þrátt fyrir að vera ótrúlega nálægt brunanum. „Það er í raun ótrúlegt hvernig Víðir slapp. Fyrirtækið Stilling er þarna við hliðina á og þar var mikill reykur. En Víðir slapp algjörlega.“Hér sést Stefán með öðrum slökkviliðsmönnum.Vísir/Vilhelm
Reykjavík Stórbruni í Skeifunni Tengdar fréttir Skeifubruninn: „Því meira sem brennur því meiri reykur“ "Það hefur brunnið í þessu húsi áður,“ segir Bjarni Kjartansson, sviðstjóri forvarnarsviðs slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins um brunann í Skeifunni 11. 7. júlí 2014 00:47 Slökkviliðsstarf mun standa fram á nótt Slökkvilið hefur náð stjórn á eldinum en ekki er hægt að komast inn í húsið vegna hættu á hruni. 7. júlí 2014 00:52 Magnaðar myndir: Gífurlegt tjón er Skeifan 11 brann "Í fljótu bragði man ég ekki eftir jafn miklu flatarmáli sem hefur verið undir í svona alvarlegum eldi,“ sagði Bjarni Kjartansson. 7. júlí 2014 07:00 Sluppu þrátt fyrir sprengingar á neðri hæðinni "Það brann fyrir neðan okkur. Það brann fyrir aftan okkur, en við sluppum að mestu leyti,“ segir Guðmundur Pálmason, framkvæmdastjóri Promennt sem er til húsa á hæðunum fyrir ofan Rekstrarland í Skeifunni. 7. júlí 2014 13:39 Hætt við að hús í Skeifunni hrynji Stórhætta er á brunastað og líklegt að þök hrynji en þau eru byggð með strengjasteypu. Eins og að vera staddur í styrjöld, segir slökkviðliðsvarðsstjóri. 7. júlí 2014 07:49 Mannmergðin truflaði ekki slökkvistarf Slökkviliðið gerir ráð fyrir því í sínum áætlunum að fólk safnist saman í kringum stórbruna. Þetta segir Ólafur Ingi Grettisson, innivarðsstjóri slökkviliðsins í Skógarhlíð. 7. júlí 2014 10:16 Vonar að ný Skeifa verði fegurri en sú sem brennur Fyrrverandi borgarfulltrúi Sjálfstæðismanna er einn þeirra sem hafa tjáð sig um brunann í Skeifunni í kvöld. 7. júlí 2014 00:34 Rjúkandi sala á pylsum í brunanum í gær "Þetta hefur bara verið eins á sautjánda júní fyrir pyslusalann. Þarna var löng röð, allir vildu pylsu." 7. júlí 2014 13:07 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Erlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent Fleiri fréttir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Sjá meira
Skeifubruninn: „Því meira sem brennur því meiri reykur“ "Það hefur brunnið í þessu húsi áður,“ segir Bjarni Kjartansson, sviðstjóri forvarnarsviðs slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins um brunann í Skeifunni 11. 7. júlí 2014 00:47
Slökkviliðsstarf mun standa fram á nótt Slökkvilið hefur náð stjórn á eldinum en ekki er hægt að komast inn í húsið vegna hættu á hruni. 7. júlí 2014 00:52
Magnaðar myndir: Gífurlegt tjón er Skeifan 11 brann "Í fljótu bragði man ég ekki eftir jafn miklu flatarmáli sem hefur verið undir í svona alvarlegum eldi,“ sagði Bjarni Kjartansson. 7. júlí 2014 07:00
Sluppu þrátt fyrir sprengingar á neðri hæðinni "Það brann fyrir neðan okkur. Það brann fyrir aftan okkur, en við sluppum að mestu leyti,“ segir Guðmundur Pálmason, framkvæmdastjóri Promennt sem er til húsa á hæðunum fyrir ofan Rekstrarland í Skeifunni. 7. júlí 2014 13:39
Hætt við að hús í Skeifunni hrynji Stórhætta er á brunastað og líklegt að þök hrynji en þau eru byggð með strengjasteypu. Eins og að vera staddur í styrjöld, segir slökkviðliðsvarðsstjóri. 7. júlí 2014 07:49
Mannmergðin truflaði ekki slökkvistarf Slökkviliðið gerir ráð fyrir því í sínum áætlunum að fólk safnist saman í kringum stórbruna. Þetta segir Ólafur Ingi Grettisson, innivarðsstjóri slökkviliðsins í Skógarhlíð. 7. júlí 2014 10:16
Vonar að ný Skeifa verði fegurri en sú sem brennur Fyrrverandi borgarfulltrúi Sjálfstæðismanna er einn þeirra sem hafa tjáð sig um brunann í Skeifunni í kvöld. 7. júlí 2014 00:34
Rjúkandi sala á pylsum í brunanum í gær "Þetta hefur bara verið eins á sautjánda júní fyrir pyslusalann. Þarna var löng röð, allir vildu pylsu." 7. júlí 2014 13:07