Þurfti að brjóta niður grindverk við brunahana: "Þetta getur tafið okkur mikið“ Kjartan Atli Kjartansson skrifar 9. júlí 2014 07:30 Slökkviliðsmaðurinn Stefán Már Kristinsson vakti athygli fyrir að vera snar í snúningum, á sunnudagskvöld, og hjálpa til við að slökkva eldinn í Skeifunni á stuttbuxunum. En þegar myndir af honum frá vettvangi eru skoðaðar sést að búið var að reisa grindverk upp við einn brunahanann í Skeifunni. Stefán þurfti að brjóta grindverkið niður svo hægt væri að tengja slönguna við brunahanann og skrúfa frá. Grindverkið var staðsett fyrir utan verslunina Everest, sem er staðsett beint á móti húsi Griffils sem brann. Yfirmaður forvarnardeildar segir mikilvægt að reisa ekki grindverk við brunahana. Framkvæmdastjóri Everest segir að grindverkið hafi verið laust og ekkert mál hafi verið að taka það niður.Getur tafið slökkvistörf Ólafur Magnússon, deildarstjóri forvarnardeildar Slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu, segir mikilvægt að reisa ekki grindverk eða leggja bílum upp við brunahana. „Þetta getur tafið okkur mikið. Við þurfum að tengja slöngur og fleira og þurfum að eiga gott aðgengi að brunahönunum,“ segir hann og bætir við: „En strákarnir láta svona hluti nú ekki stoppa sig. En í hita leiksins er ekki hægt að vera með nein vettlingatök og þegar þarf að komast að hlutum er bara gripið til þeirra aðferða sem virka. Til dæmis ef það þarf að komast inn í hús er hurðin bara brotin upp.“Laust grindverk Heiðar Ingi Ágústsson, framkvæmdastjóri Everest, segir að grindverkið hafi verið laust og auðvelt hafi verið að taka það niður. „Þetta er laust grindverk. Þetta var bara boltað þarna niður í grinverkið. Þá var það farið. Þannig að það hefur varla verið stórmál. Þetta er laust grindverk. Þetta er annað sumarið sem ég er með grindverkið þarna, ég hef alltaf verið með það hægra megin við innganginn. Ástæðan fyrir breytingunni er lögunin á bílastæðinu.“Brunahanar mikilvægir Ólafur deildarstjóri hvetur fólk til þess að virða mikilvægi brunahananna. „Já fólk leggur gjarnan nálægt þeim. Og það er stundum mjög erfitt að athafna sig. Erlendis þá leggja menn stundum slöngur í gegnum rúður á bílum – ef mikið liggur við. Fólk verður að skilja að við erum oft að bjarga mannslífum eða miklum verðmætum.“ Mikið var fjallað um mannmergðina í Skeifunni á sunnudagskvöld. Ólafur segir það skiljanlegt. „Við skiljum að fólk komi. Það má segja að gott veður hafi hjálpað okkur við slökkvistarfið en að sama skapi þýðir það að fólk komi á staðinn að horfa á. Við skiljum að fólk komi en ég vil bara minna fólk á að hafa aðgengi okkar, sjúkraflutningamanna og fleiri í huga þegar svona kemur upp.“ Reykjavík Stórbruni í Skeifunni Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Fleiri fréttir Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Sjá meira
Slökkviliðsmaðurinn Stefán Már Kristinsson vakti athygli fyrir að vera snar í snúningum, á sunnudagskvöld, og hjálpa til við að slökkva eldinn í Skeifunni á stuttbuxunum. En þegar myndir af honum frá vettvangi eru skoðaðar sést að búið var að reisa grindverk upp við einn brunahanann í Skeifunni. Stefán þurfti að brjóta grindverkið niður svo hægt væri að tengja slönguna við brunahanann og skrúfa frá. Grindverkið var staðsett fyrir utan verslunina Everest, sem er staðsett beint á móti húsi Griffils sem brann. Yfirmaður forvarnardeildar segir mikilvægt að reisa ekki grindverk við brunahana. Framkvæmdastjóri Everest segir að grindverkið hafi verið laust og ekkert mál hafi verið að taka það niður.Getur tafið slökkvistörf Ólafur Magnússon, deildarstjóri forvarnardeildar Slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu, segir mikilvægt að reisa ekki grindverk eða leggja bílum upp við brunahana. „Þetta getur tafið okkur mikið. Við þurfum að tengja slöngur og fleira og þurfum að eiga gott aðgengi að brunahönunum,“ segir hann og bætir við: „En strákarnir láta svona hluti nú ekki stoppa sig. En í hita leiksins er ekki hægt að vera með nein vettlingatök og þegar þarf að komast að hlutum er bara gripið til þeirra aðferða sem virka. Til dæmis ef það þarf að komast inn í hús er hurðin bara brotin upp.“Laust grindverk Heiðar Ingi Ágústsson, framkvæmdastjóri Everest, segir að grindverkið hafi verið laust og auðvelt hafi verið að taka það niður. „Þetta er laust grindverk. Þetta var bara boltað þarna niður í grinverkið. Þá var það farið. Þannig að það hefur varla verið stórmál. Þetta er laust grindverk. Þetta er annað sumarið sem ég er með grindverkið þarna, ég hef alltaf verið með það hægra megin við innganginn. Ástæðan fyrir breytingunni er lögunin á bílastæðinu.“Brunahanar mikilvægir Ólafur deildarstjóri hvetur fólk til þess að virða mikilvægi brunahananna. „Já fólk leggur gjarnan nálægt þeim. Og það er stundum mjög erfitt að athafna sig. Erlendis þá leggja menn stundum slöngur í gegnum rúður á bílum – ef mikið liggur við. Fólk verður að skilja að við erum oft að bjarga mannslífum eða miklum verðmætum.“ Mikið var fjallað um mannmergðina í Skeifunni á sunnudagskvöld. Ólafur segir það skiljanlegt. „Við skiljum að fólk komi. Það má segja að gott veður hafi hjálpað okkur við slökkvistarfið en að sama skapi þýðir það að fólk komi á staðinn að horfa á. Við skiljum að fólk komi en ég vil bara minna fólk á að hafa aðgengi okkar, sjúkraflutningamanna og fleiri í huga þegar svona kemur upp.“
Reykjavík Stórbruni í Skeifunni Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Fleiri fréttir Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Sjá meira