CIA og KGB deildu klósettum í Höfða Kjartan Atli Kjartansson skrifar 24. júní 2014 14:01 Hér eru tvær myndir frá leiðtogafundinum árið 1986. Í bók um leiðtogafundinn í Höfða árið 1986, kemur fram að leyniþjónustur Bandaríkjanna og Sovétríkjanna, CIA og KGB, þurftu að deila salernisaðstöðunni í Höfða á milli sín. Ken Adleman, höfundur bókarinnar Reagan at Reykjavik, sagði frá málinu í fyrirlestri sem hann hélt í síðasta mánuði. Í bókinni er kafli sem heitir Urinal Diplomacy, sem mætti kalla Hlandskála samkomulag. Leyniþjónusturnar fengu aðstöðu í kjallaranum í Höfða og í ljósi stöðunnar í samskiptum ríkjanna var það fréttnæmt að CIA og KGB væru saman í kjallara á jafn litlu húsi og Höfði er. Á þessum tíma voru tvö baðherbergi í kjallaranum, annað stærra en hitt. Að sögn Adelman var það mönnum mikið kappsmál að fá stærra baðherbergið. Hvorugur aðilinn vildi gefa eftir og að lokum var ákveðið að leyniþjónusturnar myndu deila baðherbergjunum. Í fyrirlestrinum grínast Adelman um málið. Hann talar um að leyniþjónustur í heiminum séu með það hlutverk að sanka að sér upplýsingum. „On a need-to-know basis,“ eins og hann orðar það á ensku og bætir svo að þessa helgi í Höfða hafi KGB og CIA starfað á „need-to-go basis“, þegar það kom að klósettnotkun. Adelman lýsir svo hvernig ástandið var í kjallaranum í Höfða. Honum var skipt í tvennt á milli þessara tveggja öflugu stofnana. Hann sagðist vona að menn hafi tekið myndir af búnaði hvors annars, því í þá daga voru slíkar myndir mikils virði. Í bók sinni fjallar Adelman mikið um Höfða og segir húsið hafa gengt lykilhlutverki í að gera fundinn jafn árangursríkan og raun bar vitni. Hann fjallar mikið um meintan reimleika í bókinni og í fyrirlestrinum. Hann segir frá því þegar Steingrímur Hermannsson lýsti því yfir í viðtali við hinn virta fjölmiðlamann Tom Brokaw að hann trúði á drauga og ef það væri reimt í Höfða, þá væru draugarnir mjög velkomnir. Adelman starfaði með Ronald Reagan, sem vopnasérfræðingur. Hann kom hingað til lands ásamt Reagan árið 1986 og skrifaði bók sem kom út í síðasta mánuði um heimsókn þeirra til Reykjavíkur. Bókin, Regan at Reykjavik, hefur fengið talsverða umfjöllun hjá stórum fréttastofum á borð við NBC og Fox. Adelman hefur lýst því yfir að leiðtogafundurinn í Höfða hafi bundið enda á Kalda stríðið. Leiðtogafundurinn í Höfða Tengdar fréttir Vigdís Finnbogadóttir heillaði Ronald Reagan Ronald Reagan, fyrrum Bandaríkjaforseti, og Vigdís Finnbogadóttir áttu einstakt spjall sem Ken Adleman, fyrrum samstarfsmaður Reagan, segir frá. 23. júní 2014 13:18 Kalda stríðinu lauk og Sovétríkin hrundu í draugahúsi í Reykjavík Bókin "Reagan í Reykjavík – 48 stundir sem luku kalda stríðinu“ , sem Stöð 2 greindi frá í vikunni, virðist rækilega ætla að stimpla Reykjavíkurfundinn árið 1986 sem einn mikilvægasta leiðtogafund síðustu aldar og setja Höfða í flokk með þeim húsum þar sem veraldarsagan breyttist. 21. júní 2014 21:13 Segir Íslendinga ekki hafa verið tilbúna fyrir fjölmiðlafárið í kringum leiðtogafundinn „Ég skil engan veginn af hverju fjölmiðlafulltrúi forsætisráðherrans hafi ekki stungið upp á því að setja handklæði utan um hann, eða klæða hann í baðslopp,“ segir Ken Adleman í fyrirlestri um leiðtogafundinn í Höfða árið 1986 og sýnir mynd af Steingrími Hermannssyni, fyrrum forsætisráðherra. 23. júní 2014 14:21 Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Fleiri fréttir Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Sjá meira
Í bók um leiðtogafundinn í Höfða árið 1986, kemur fram að leyniþjónustur Bandaríkjanna og Sovétríkjanna, CIA og KGB, þurftu að deila salernisaðstöðunni í Höfða á milli sín. Ken Adleman, höfundur bókarinnar Reagan at Reykjavik, sagði frá málinu í fyrirlestri sem hann hélt í síðasta mánuði. Í bókinni er kafli sem heitir Urinal Diplomacy, sem mætti kalla Hlandskála samkomulag. Leyniþjónusturnar fengu aðstöðu í kjallaranum í Höfða og í ljósi stöðunnar í samskiptum ríkjanna var það fréttnæmt að CIA og KGB væru saman í kjallara á jafn litlu húsi og Höfði er. Á þessum tíma voru tvö baðherbergi í kjallaranum, annað stærra en hitt. Að sögn Adelman var það mönnum mikið kappsmál að fá stærra baðherbergið. Hvorugur aðilinn vildi gefa eftir og að lokum var ákveðið að leyniþjónusturnar myndu deila baðherbergjunum. Í fyrirlestrinum grínast Adelman um málið. Hann talar um að leyniþjónustur í heiminum séu með það hlutverk að sanka að sér upplýsingum. „On a need-to-know basis,“ eins og hann orðar það á ensku og bætir svo að þessa helgi í Höfða hafi KGB og CIA starfað á „need-to-go basis“, þegar það kom að klósettnotkun. Adelman lýsir svo hvernig ástandið var í kjallaranum í Höfða. Honum var skipt í tvennt á milli þessara tveggja öflugu stofnana. Hann sagðist vona að menn hafi tekið myndir af búnaði hvors annars, því í þá daga voru slíkar myndir mikils virði. Í bók sinni fjallar Adelman mikið um Höfða og segir húsið hafa gengt lykilhlutverki í að gera fundinn jafn árangursríkan og raun bar vitni. Hann fjallar mikið um meintan reimleika í bókinni og í fyrirlestrinum. Hann segir frá því þegar Steingrímur Hermannsson lýsti því yfir í viðtali við hinn virta fjölmiðlamann Tom Brokaw að hann trúði á drauga og ef það væri reimt í Höfða, þá væru draugarnir mjög velkomnir. Adelman starfaði með Ronald Reagan, sem vopnasérfræðingur. Hann kom hingað til lands ásamt Reagan árið 1986 og skrifaði bók sem kom út í síðasta mánuði um heimsókn þeirra til Reykjavíkur. Bókin, Regan at Reykjavik, hefur fengið talsverða umfjöllun hjá stórum fréttastofum á borð við NBC og Fox. Adelman hefur lýst því yfir að leiðtogafundurinn í Höfða hafi bundið enda á Kalda stríðið.
Leiðtogafundurinn í Höfða Tengdar fréttir Vigdís Finnbogadóttir heillaði Ronald Reagan Ronald Reagan, fyrrum Bandaríkjaforseti, og Vigdís Finnbogadóttir áttu einstakt spjall sem Ken Adleman, fyrrum samstarfsmaður Reagan, segir frá. 23. júní 2014 13:18 Kalda stríðinu lauk og Sovétríkin hrundu í draugahúsi í Reykjavík Bókin "Reagan í Reykjavík – 48 stundir sem luku kalda stríðinu“ , sem Stöð 2 greindi frá í vikunni, virðist rækilega ætla að stimpla Reykjavíkurfundinn árið 1986 sem einn mikilvægasta leiðtogafund síðustu aldar og setja Höfða í flokk með þeim húsum þar sem veraldarsagan breyttist. 21. júní 2014 21:13 Segir Íslendinga ekki hafa verið tilbúna fyrir fjölmiðlafárið í kringum leiðtogafundinn „Ég skil engan veginn af hverju fjölmiðlafulltrúi forsætisráðherrans hafi ekki stungið upp á því að setja handklæði utan um hann, eða klæða hann í baðslopp,“ segir Ken Adleman í fyrirlestri um leiðtogafundinn í Höfða árið 1986 og sýnir mynd af Steingrími Hermannssyni, fyrrum forsætisráðherra. 23. júní 2014 14:21 Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Fleiri fréttir Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Sjá meira
Vigdís Finnbogadóttir heillaði Ronald Reagan Ronald Reagan, fyrrum Bandaríkjaforseti, og Vigdís Finnbogadóttir áttu einstakt spjall sem Ken Adleman, fyrrum samstarfsmaður Reagan, segir frá. 23. júní 2014 13:18
Kalda stríðinu lauk og Sovétríkin hrundu í draugahúsi í Reykjavík Bókin "Reagan í Reykjavík – 48 stundir sem luku kalda stríðinu“ , sem Stöð 2 greindi frá í vikunni, virðist rækilega ætla að stimpla Reykjavíkurfundinn árið 1986 sem einn mikilvægasta leiðtogafund síðustu aldar og setja Höfða í flokk með þeim húsum þar sem veraldarsagan breyttist. 21. júní 2014 21:13
Segir Íslendinga ekki hafa verið tilbúna fyrir fjölmiðlafárið í kringum leiðtogafundinn „Ég skil engan veginn af hverju fjölmiðlafulltrúi forsætisráðherrans hafi ekki stungið upp á því að setja handklæði utan um hann, eða klæða hann í baðslopp,“ segir Ken Adleman í fyrirlestri um leiðtogafundinn í Höfða árið 1986 og sýnir mynd af Steingrími Hermannssyni, fyrrum forsætisráðherra. 23. júní 2014 14:21