CIA og KGB deildu klósettum í Höfða Kjartan Atli Kjartansson skrifar 24. júní 2014 14:01 Hér eru tvær myndir frá leiðtogafundinum árið 1986. Í bók um leiðtogafundinn í Höfða árið 1986, kemur fram að leyniþjónustur Bandaríkjanna og Sovétríkjanna, CIA og KGB, þurftu að deila salernisaðstöðunni í Höfða á milli sín. Ken Adleman, höfundur bókarinnar Reagan at Reykjavik, sagði frá málinu í fyrirlestri sem hann hélt í síðasta mánuði. Í bókinni er kafli sem heitir Urinal Diplomacy, sem mætti kalla Hlandskála samkomulag. Leyniþjónusturnar fengu aðstöðu í kjallaranum í Höfða og í ljósi stöðunnar í samskiptum ríkjanna var það fréttnæmt að CIA og KGB væru saman í kjallara á jafn litlu húsi og Höfði er. Á þessum tíma voru tvö baðherbergi í kjallaranum, annað stærra en hitt. Að sögn Adelman var það mönnum mikið kappsmál að fá stærra baðherbergið. Hvorugur aðilinn vildi gefa eftir og að lokum var ákveðið að leyniþjónusturnar myndu deila baðherbergjunum. Í fyrirlestrinum grínast Adelman um málið. Hann talar um að leyniþjónustur í heiminum séu með það hlutverk að sanka að sér upplýsingum. „On a need-to-know basis,“ eins og hann orðar það á ensku og bætir svo að þessa helgi í Höfða hafi KGB og CIA starfað á „need-to-go basis“, þegar það kom að klósettnotkun. Adelman lýsir svo hvernig ástandið var í kjallaranum í Höfða. Honum var skipt í tvennt á milli þessara tveggja öflugu stofnana. Hann sagðist vona að menn hafi tekið myndir af búnaði hvors annars, því í þá daga voru slíkar myndir mikils virði. Í bók sinni fjallar Adelman mikið um Höfða og segir húsið hafa gengt lykilhlutverki í að gera fundinn jafn árangursríkan og raun bar vitni. Hann fjallar mikið um meintan reimleika í bókinni og í fyrirlestrinum. Hann segir frá því þegar Steingrímur Hermannsson lýsti því yfir í viðtali við hinn virta fjölmiðlamann Tom Brokaw að hann trúði á drauga og ef það væri reimt í Höfða, þá væru draugarnir mjög velkomnir. Adelman starfaði með Ronald Reagan, sem vopnasérfræðingur. Hann kom hingað til lands ásamt Reagan árið 1986 og skrifaði bók sem kom út í síðasta mánuði um heimsókn þeirra til Reykjavíkur. Bókin, Regan at Reykjavik, hefur fengið talsverða umfjöllun hjá stórum fréttastofum á borð við NBC og Fox. Adelman hefur lýst því yfir að leiðtogafundurinn í Höfða hafi bundið enda á Kalda stríðið. Leiðtogafundurinn í Höfða Tengdar fréttir Vigdís Finnbogadóttir heillaði Ronald Reagan Ronald Reagan, fyrrum Bandaríkjaforseti, og Vigdís Finnbogadóttir áttu einstakt spjall sem Ken Adleman, fyrrum samstarfsmaður Reagan, segir frá. 23. júní 2014 13:18 Kalda stríðinu lauk og Sovétríkin hrundu í draugahúsi í Reykjavík Bókin "Reagan í Reykjavík – 48 stundir sem luku kalda stríðinu“ , sem Stöð 2 greindi frá í vikunni, virðist rækilega ætla að stimpla Reykjavíkurfundinn árið 1986 sem einn mikilvægasta leiðtogafund síðustu aldar og setja Höfða í flokk með þeim húsum þar sem veraldarsagan breyttist. 21. júní 2014 21:13 Segir Íslendinga ekki hafa verið tilbúna fyrir fjölmiðlafárið í kringum leiðtogafundinn „Ég skil engan veginn af hverju fjölmiðlafulltrúi forsætisráðherrans hafi ekki stungið upp á því að setja handklæði utan um hann, eða klæða hann í baðslopp,“ segir Ken Adleman í fyrirlestri um leiðtogafundinn í Höfða árið 1986 og sýnir mynd af Steingrími Hermannssyni, fyrrum forsætisráðherra. 23. júní 2014 14:21 Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Innlent Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Innlent Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Innlent Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Erlent Fleiri fréttir Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sakar mótframbjóðanda um trúnaðarbrest og kallar eftir prófkjöri Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Alltaf til í slaginn en vonar að samningar haldi Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Rannsaka innbrot á veitingastað og þjófnað í skartgripaverslun Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Sjá meira
Í bók um leiðtogafundinn í Höfða árið 1986, kemur fram að leyniþjónustur Bandaríkjanna og Sovétríkjanna, CIA og KGB, þurftu að deila salernisaðstöðunni í Höfða á milli sín. Ken Adleman, höfundur bókarinnar Reagan at Reykjavik, sagði frá málinu í fyrirlestri sem hann hélt í síðasta mánuði. Í bókinni er kafli sem heitir Urinal Diplomacy, sem mætti kalla Hlandskála samkomulag. Leyniþjónusturnar fengu aðstöðu í kjallaranum í Höfða og í ljósi stöðunnar í samskiptum ríkjanna var það fréttnæmt að CIA og KGB væru saman í kjallara á jafn litlu húsi og Höfði er. Á þessum tíma voru tvö baðherbergi í kjallaranum, annað stærra en hitt. Að sögn Adelman var það mönnum mikið kappsmál að fá stærra baðherbergið. Hvorugur aðilinn vildi gefa eftir og að lokum var ákveðið að leyniþjónusturnar myndu deila baðherbergjunum. Í fyrirlestrinum grínast Adelman um málið. Hann talar um að leyniþjónustur í heiminum séu með það hlutverk að sanka að sér upplýsingum. „On a need-to-know basis,“ eins og hann orðar það á ensku og bætir svo að þessa helgi í Höfða hafi KGB og CIA starfað á „need-to-go basis“, þegar það kom að klósettnotkun. Adelman lýsir svo hvernig ástandið var í kjallaranum í Höfða. Honum var skipt í tvennt á milli þessara tveggja öflugu stofnana. Hann sagðist vona að menn hafi tekið myndir af búnaði hvors annars, því í þá daga voru slíkar myndir mikils virði. Í bók sinni fjallar Adelman mikið um Höfða og segir húsið hafa gengt lykilhlutverki í að gera fundinn jafn árangursríkan og raun bar vitni. Hann fjallar mikið um meintan reimleika í bókinni og í fyrirlestrinum. Hann segir frá því þegar Steingrímur Hermannsson lýsti því yfir í viðtali við hinn virta fjölmiðlamann Tom Brokaw að hann trúði á drauga og ef það væri reimt í Höfða, þá væru draugarnir mjög velkomnir. Adelman starfaði með Ronald Reagan, sem vopnasérfræðingur. Hann kom hingað til lands ásamt Reagan árið 1986 og skrifaði bók sem kom út í síðasta mánuði um heimsókn þeirra til Reykjavíkur. Bókin, Regan at Reykjavik, hefur fengið talsverða umfjöllun hjá stórum fréttastofum á borð við NBC og Fox. Adelman hefur lýst því yfir að leiðtogafundurinn í Höfða hafi bundið enda á Kalda stríðið.
Leiðtogafundurinn í Höfða Tengdar fréttir Vigdís Finnbogadóttir heillaði Ronald Reagan Ronald Reagan, fyrrum Bandaríkjaforseti, og Vigdís Finnbogadóttir áttu einstakt spjall sem Ken Adleman, fyrrum samstarfsmaður Reagan, segir frá. 23. júní 2014 13:18 Kalda stríðinu lauk og Sovétríkin hrundu í draugahúsi í Reykjavík Bókin "Reagan í Reykjavík – 48 stundir sem luku kalda stríðinu“ , sem Stöð 2 greindi frá í vikunni, virðist rækilega ætla að stimpla Reykjavíkurfundinn árið 1986 sem einn mikilvægasta leiðtogafund síðustu aldar og setja Höfða í flokk með þeim húsum þar sem veraldarsagan breyttist. 21. júní 2014 21:13 Segir Íslendinga ekki hafa verið tilbúna fyrir fjölmiðlafárið í kringum leiðtogafundinn „Ég skil engan veginn af hverju fjölmiðlafulltrúi forsætisráðherrans hafi ekki stungið upp á því að setja handklæði utan um hann, eða klæða hann í baðslopp,“ segir Ken Adleman í fyrirlestri um leiðtogafundinn í Höfða árið 1986 og sýnir mynd af Steingrími Hermannssyni, fyrrum forsætisráðherra. 23. júní 2014 14:21 Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Innlent Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Innlent Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Innlent Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Erlent Fleiri fréttir Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sakar mótframbjóðanda um trúnaðarbrest og kallar eftir prófkjöri Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Alltaf til í slaginn en vonar að samningar haldi Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Rannsaka innbrot á veitingastað og þjófnað í skartgripaverslun Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Sjá meira
Vigdís Finnbogadóttir heillaði Ronald Reagan Ronald Reagan, fyrrum Bandaríkjaforseti, og Vigdís Finnbogadóttir áttu einstakt spjall sem Ken Adleman, fyrrum samstarfsmaður Reagan, segir frá. 23. júní 2014 13:18
Kalda stríðinu lauk og Sovétríkin hrundu í draugahúsi í Reykjavík Bókin "Reagan í Reykjavík – 48 stundir sem luku kalda stríðinu“ , sem Stöð 2 greindi frá í vikunni, virðist rækilega ætla að stimpla Reykjavíkurfundinn árið 1986 sem einn mikilvægasta leiðtogafund síðustu aldar og setja Höfða í flokk með þeim húsum þar sem veraldarsagan breyttist. 21. júní 2014 21:13
Segir Íslendinga ekki hafa verið tilbúna fyrir fjölmiðlafárið í kringum leiðtogafundinn „Ég skil engan veginn af hverju fjölmiðlafulltrúi forsætisráðherrans hafi ekki stungið upp á því að setja handklæði utan um hann, eða klæða hann í baðslopp,“ segir Ken Adleman í fyrirlestri um leiðtogafundinn í Höfða árið 1986 og sýnir mynd af Steingrími Hermannssyni, fyrrum forsætisráðherra. 23. júní 2014 14:21