Íranar reiðubúnir að verja helga staði í Írak Randver Kári Randversson skrifar 18. júní 2014 13:38 Hassan Rouhani, forseti Írans, hét því í gær að verja helga staði sjía í Írak. Vísir/AFP Hassan Rouhani, forseti Írans, hét því í sjónvarpsávarpi í gærkvöldi að verja heilaga staði sjía-múslima í Írak ef nauðsyn krefðist. Þetta kemur fram á vef Reuters. Rouhani sagði að íranska þjóðin myndi ekki hika við að verja helgidóma í Karbala, Najaf, Kadhimiya og Samarra. Jafnframt sagði forsetinn að fjöldi fólks í Íran væri reiðubúinn að fara til Írak til að berjast, en lagði þó áherslu á að Írakar væru færir um að verja sig sjálfir, þar sem sjíar, súnnítar og kúrdar væru tilbúnir til að færa fórnir. Hörð átök eru nú á svæðinu norður af Bagdad þar sem er að finna marga af helgustu stöðum sjía-múslima. Stjórnarherinn leitast nú við að verja borgina Samarra, sem er einn helgasti staður sjía-múslima en talið er að uppreisnarmenn muni einnig sækja að borgunum Najaf og Karbala sem hafa tilheyrt sjía-múslimum frá því á miðöldum. Átökin í Írak að undanförnu gætu snúist upp í stríð á milli trúarhópa þar sem uppreisnarmenn í Írak, sem leiddir eru af samtökunum ISIS, eru að stærstum hluta súnnítar en meirihluti írösku þjóðarinnar eru sjíar og eru þeir í meirihluta í ríkisstjórn Íraks. Mið-Austurlönd Tengdar fréttir Íbúar í Bagdad hamstra matvæli Íbúar í Bagdad höfuðborg Íraks eru byrjaðir að hamstra matvæli og safna vatni en vígamenn Isis samtakanna nálgast nú borgina óðfluga. 18. júní 2014 07:23 Ráðist á stærstu olíuhreinsunarstöð Íraks Auknar líkur á olíuskorti og rafmagnsleysi í Írak. 18. júní 2014 10:39 Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Fleiri fréttir Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Sjá meira
Hassan Rouhani, forseti Írans, hét því í sjónvarpsávarpi í gærkvöldi að verja heilaga staði sjía-múslima í Írak ef nauðsyn krefðist. Þetta kemur fram á vef Reuters. Rouhani sagði að íranska þjóðin myndi ekki hika við að verja helgidóma í Karbala, Najaf, Kadhimiya og Samarra. Jafnframt sagði forsetinn að fjöldi fólks í Íran væri reiðubúinn að fara til Írak til að berjast, en lagði þó áherslu á að Írakar væru færir um að verja sig sjálfir, þar sem sjíar, súnnítar og kúrdar væru tilbúnir til að færa fórnir. Hörð átök eru nú á svæðinu norður af Bagdad þar sem er að finna marga af helgustu stöðum sjía-múslima. Stjórnarherinn leitast nú við að verja borgina Samarra, sem er einn helgasti staður sjía-múslima en talið er að uppreisnarmenn muni einnig sækja að borgunum Najaf og Karbala sem hafa tilheyrt sjía-múslimum frá því á miðöldum. Átökin í Írak að undanförnu gætu snúist upp í stríð á milli trúarhópa þar sem uppreisnarmenn í Írak, sem leiddir eru af samtökunum ISIS, eru að stærstum hluta súnnítar en meirihluti írösku þjóðarinnar eru sjíar og eru þeir í meirihluta í ríkisstjórn Íraks.
Mið-Austurlönd Tengdar fréttir Íbúar í Bagdad hamstra matvæli Íbúar í Bagdad höfuðborg Íraks eru byrjaðir að hamstra matvæli og safna vatni en vígamenn Isis samtakanna nálgast nú borgina óðfluga. 18. júní 2014 07:23 Ráðist á stærstu olíuhreinsunarstöð Íraks Auknar líkur á olíuskorti og rafmagnsleysi í Írak. 18. júní 2014 10:39 Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Fleiri fréttir Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Sjá meira
Íbúar í Bagdad hamstra matvæli Íbúar í Bagdad höfuðborg Íraks eru byrjaðir að hamstra matvæli og safna vatni en vígamenn Isis samtakanna nálgast nú borgina óðfluga. 18. júní 2014 07:23
Ráðist á stærstu olíuhreinsunarstöð Íraks Auknar líkur á olíuskorti og rafmagnsleysi í Írak. 18. júní 2014 10:39