Viðbrögð á TripAdvisor hreyfðu við útrás Gló Þorbjörn Þórðarson skrifar 5. júní 2014 10:35 Sólveig Eiríksdóttir ÞÞ Sólveig Eiríksdóttir, einn af eigendum Gló, segir að mikil og jákvæð viðbrögð og jákvæðar umsagnir útlendinga á TripAdvisor hafi hreyft við eigendum og fengið þau til að skoða opnun Gló í útlöndum. Sólveig, oft nefnd Solla á Grænum kosti eða Solla á Gló, hefur óvenjulegan bakgrunn því hún er lærður kennari og textílhönnuður sem hellti sér út í veitingabransann af krafti árið 1994. Solla er gestur okkar í nýjasta þætti Klinksins. Solla var valin besti hráfæðiskokkur í heimi árin 2011 og 2012 og núna eru þrír veitingastaðir reknir undir merki Gló. Í lok apríl var tilkynnt um að Birgir Þór Bieltdvedt athafnamaður og eiginkona hans hefðu keypt helmingshlut í Gló en þess var getið að Gló ætti möguleika á alþjóðlegum vexti vegna sérkenna sinna. Þá njóta vörur undir merkinu Himneskt mikilla vinsælda. Það hefur verið nefnt að Gló eigi möguleika á alþjóðlegum vexti. Er Gló að fara í útrás? „Þetta er Evrópa og Bandaríkin. Ég fer til Kaliforníu nokkrum sinnum á ári og það er svo merkilegt, eins og það er mikið af góðum stöðum þar, þá er Gló og sú hugmyndafræði sem staðurinn byggist á ekki mikið til staðar, aðeins svipað. (...) Eftir að við opnuðum Gló á Laugavegi byrjuðum við að fá svo ofboðslega flottar umsagnir á TripAdvisor. Síðan fáum við mjög mikið af tölvupósti þar sem við erum beðin að opna Gló hér og þar.“Birgir Þór Bieltvedt hefur séð tækifæri í alþjóðlegum vexti Gló? „Það sem okkur líkaði við hann er að hann er erlendis. Ég held að hann sé að setja upp Domino‘s í Noregi. Þar sem hann fer, eftir að hafa haft áhuga á þessum mat og verið fastagestur hjá okkur á Íslandi, þá sér hann tækifæri á þeim vettvangi þar sem hann er að setja upp aðra staði.“Velta Himneskt ehf. í ársreikningum fyrirtækisins endurspeglar engan veginn framboðið af þessum vörum í búðum Haga. „Himneskt er bara mitt fyrirtæki. Ég fæ bara ákveðna upphæð á mánuði við vinnu mína í vörumerkinu. Ég þarf að velja vörurnar.“Eru Hagar að borga þér of litla hlutdeild miðað við þessa miklu veltu með vörurnar? „Ég veit það nú ekki. Við setjum þetta á markaðinn og þetta nýtur velgengni.“Hversu mikils virði er Himneskt vörumerkið, sem almenningur tengir við þig? „Í ofboðslega mikilli einlægni, ég hef passað mig að vera eins hrein og heiðarleg og mögulegt er. Ég er með mína hugsjón og ég reyni að vera henni eins trú og ég get. Ég lifi þennan lífsstíl. Ég get sagt, þetta er mín reynsla.“Það er mikið af óhreinni matvöru í umferð, eins og matvöru með asesúlfam-K og aspartam, jafnvel þótt heilbrigðisyfirvöld hafi gefið grænt ljós á þessar vörur. Er þetta ekki dálítið sérstakt?„Ég held að við þurfum á einhverjum tímapunkti að endurskoða hagkerfið okkar og spyrja okkur: Hvað er hin raunverulega hagsæld. Ég held að ýmsu sé hleypt í gegn, ekki aðeins vegna rannsókna.“Viðtalið við Sollu í heild sinni má nálgast hér. Klinkið Tengdar fréttir Birgir Bieltvedt eignast helmingshlut í Gló Fjárfestirinn Birgir Þór Bieltvedt og eiginkona hans, Eygló Björk Kjartansdóttir, hafa keypt helmingshlut í veitingahúsakeðjunni Gló. 30. apríl 2014 10:17 Mest lesið Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Gengi Novo Nordisk steypist niður Viðskipti erlent Fleiri fréttir Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Sjá meira
Sólveig Eiríksdóttir, einn af eigendum Gló, segir að mikil og jákvæð viðbrögð og jákvæðar umsagnir útlendinga á TripAdvisor hafi hreyft við eigendum og fengið þau til að skoða opnun Gló í útlöndum. Sólveig, oft nefnd Solla á Grænum kosti eða Solla á Gló, hefur óvenjulegan bakgrunn því hún er lærður kennari og textílhönnuður sem hellti sér út í veitingabransann af krafti árið 1994. Solla er gestur okkar í nýjasta þætti Klinksins. Solla var valin besti hráfæðiskokkur í heimi árin 2011 og 2012 og núna eru þrír veitingastaðir reknir undir merki Gló. Í lok apríl var tilkynnt um að Birgir Þór Bieltdvedt athafnamaður og eiginkona hans hefðu keypt helmingshlut í Gló en þess var getið að Gló ætti möguleika á alþjóðlegum vexti vegna sérkenna sinna. Þá njóta vörur undir merkinu Himneskt mikilla vinsælda. Það hefur verið nefnt að Gló eigi möguleika á alþjóðlegum vexti. Er Gló að fara í útrás? „Þetta er Evrópa og Bandaríkin. Ég fer til Kaliforníu nokkrum sinnum á ári og það er svo merkilegt, eins og það er mikið af góðum stöðum þar, þá er Gló og sú hugmyndafræði sem staðurinn byggist á ekki mikið til staðar, aðeins svipað. (...) Eftir að við opnuðum Gló á Laugavegi byrjuðum við að fá svo ofboðslega flottar umsagnir á TripAdvisor. Síðan fáum við mjög mikið af tölvupósti þar sem við erum beðin að opna Gló hér og þar.“Birgir Þór Bieltvedt hefur séð tækifæri í alþjóðlegum vexti Gló? „Það sem okkur líkaði við hann er að hann er erlendis. Ég held að hann sé að setja upp Domino‘s í Noregi. Þar sem hann fer, eftir að hafa haft áhuga á þessum mat og verið fastagestur hjá okkur á Íslandi, þá sér hann tækifæri á þeim vettvangi þar sem hann er að setja upp aðra staði.“Velta Himneskt ehf. í ársreikningum fyrirtækisins endurspeglar engan veginn framboðið af þessum vörum í búðum Haga. „Himneskt er bara mitt fyrirtæki. Ég fæ bara ákveðna upphæð á mánuði við vinnu mína í vörumerkinu. Ég þarf að velja vörurnar.“Eru Hagar að borga þér of litla hlutdeild miðað við þessa miklu veltu með vörurnar? „Ég veit það nú ekki. Við setjum þetta á markaðinn og þetta nýtur velgengni.“Hversu mikils virði er Himneskt vörumerkið, sem almenningur tengir við þig? „Í ofboðslega mikilli einlægni, ég hef passað mig að vera eins hrein og heiðarleg og mögulegt er. Ég er með mína hugsjón og ég reyni að vera henni eins trú og ég get. Ég lifi þennan lífsstíl. Ég get sagt, þetta er mín reynsla.“Það er mikið af óhreinni matvöru í umferð, eins og matvöru með asesúlfam-K og aspartam, jafnvel þótt heilbrigðisyfirvöld hafi gefið grænt ljós á þessar vörur. Er þetta ekki dálítið sérstakt?„Ég held að við þurfum á einhverjum tímapunkti að endurskoða hagkerfið okkar og spyrja okkur: Hvað er hin raunverulega hagsæld. Ég held að ýmsu sé hleypt í gegn, ekki aðeins vegna rannsókna.“Viðtalið við Sollu í heild sinni má nálgast hér.
Klinkið Tengdar fréttir Birgir Bieltvedt eignast helmingshlut í Gló Fjárfestirinn Birgir Þór Bieltvedt og eiginkona hans, Eygló Björk Kjartansdóttir, hafa keypt helmingshlut í veitingahúsakeðjunni Gló. 30. apríl 2014 10:17 Mest lesið Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Gengi Novo Nordisk steypist niður Viðskipti erlent Fleiri fréttir Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Sjá meira
Birgir Bieltvedt eignast helmingshlut í Gló Fjárfestirinn Birgir Þór Bieltvedt og eiginkona hans, Eygló Björk Kjartansdóttir, hafa keypt helmingshlut í veitingahúsakeðjunni Gló. 30. apríl 2014 10:17