Rússneski tígurinn fær sína stærstu prófraun á laugardaginn Pétur Marinó Jónsson skrifar 5. júní 2014 22:45 Rússneski bardagamaðurinn Rustam Khabilov berst við fyrrum léttvigtarmeistara UFC, Benson Henderson, á laugardagskvöldið en þetta verður stærsti bardagi hans á ferlinum hingað til. Khabilov er gríðarlega fær glímumaður og hefur tvisvar sigrað bardaga eftir að hafa kastað mönnum á hausinn. Khabilov hefur gengið vel í öllum þremur UFC bardögum sínum. Tveir af þeim hafa þó endað með óvenjulegum hætti. Í hans fyrsta bardaga lyfti hann andstæðing sínum, Vinc Pichel, og kastaði honum endurtekið á hausinn með svo kölluðu „suplex“ kasti. Í þriðja kastinu lenti Pichel á hausnum með þeim afleiðingum að hann rotaðist. Þetta var í annað sinn á ferlinum sem Khabilov sigrar eftir rothögg með „suplex“ kasti. Bardagann má sjá hér að ofan. Andstæðingur Khabilov um helgina verður hans erfiðasti til þessa, fyrrum léttvigtarmeistarinn Ben Henderson. Henderson er í 2. sæti á styrkleikalista UFC í léttvigtinni á meðan Khabilov er í því 12. Því kom það á óvart að þeir skyldu hafa verið paraðir saman. Það kom svo mikið á óvart að vangaveltur hafa verið uppi um hvort Henderson hafi ruglast á Rússum. Annar Rússi í léttvigtinni, Khabib Nurmagomedov, var í vandræðum með að fá andstæðing og lét hafa eftir sér á Twitter að enginn í léttvigtinni vildi berjast við hann. Stuttu seinna bauð Khabilov fyrrum léttvigtarmeistaranum að berjast við sig á kurteisan hátt á Twitter. Henderson sagði að þar sem enginn í léttvigtinni vildi berjast við hann væri hann tilbúinn. Þetta svar Henderson bendir til að hann hafi ruglast á Rússunum tveimur enda Khabib og Khabilov nokkuð líkt þó annað sé fornafn og hitt eftirnafn. Slíkt hefur þó áður gerst en umboðsmaður Rafael Dos Anjos samþykkti bardaga við Khabilov haldandi að um væri að ræða Khabib Nurmagomedov. Þrátt fyrir að Henderson sé ofar í léttvigtinni verður þetta afar athyglisverð rimma. Henderson er góður glímumaður en það verður forvitnilegt að sjá hvort að Khabilov nái að taka Henderson niður. Bardaginn er aðalbardaginn á UFC Fight Night um helgina en bardaginn er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og hefst útsendingin kl 2. Nánari útlistun á Khabilov má lesa hér.Vísir og MMA Fréttir starfa saman í umfjöllun um MMA. Ekki gleyma að setja "like" við Facebook síðu þeirra hér. MMA Mest lesið Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn „Heyri í mínum mönnum í FCK“ Fótbolti Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Enski boltinn Selvén aftur í Vestra Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Opna breska kvenna, Formúla 1 og enska C-deildin Sport „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ Fótbolti „Svekktur og stoltur á sama tíma“ Fótbolti Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast Fótbolti Fleiri fréttir Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Dagskráin í dag: Opna breska kvenna, Formúla 1 og enska C-deildin Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ „Heyri í mínum mönnum í FCK“ „Svekktur og stoltur á sama tíma“ „Sleikjum sárin í kvöld“ Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Ólafur og Ásmundur kalla þetta gott með landsliðinu Uppgjörið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Uppgjörið: Valur - Kauno Zalgiris 1-2 | Valsmenn úr leik KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu Uppgjörið: KA - Silkeborg 2-3 | Akureyringar úr leik Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Barcelona heiðrar Kobe Bryant með sérstökum búningi Tónlist og partýstemming á Meistaramóti Íslands í tíu þúsund metrum Hafnaði Los Angeles og valdi frekar Vancouver McGregor tapaði áfrýjun og þarf að borga konunni sem hann nauðgaði Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu „Í þeirra augum er það skandall ef þeir detta út á móti KA“ Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Arsenal skoraði ekki og tapaði í fyrsta leik Gyokeres Sjá meira
Rússneski bardagamaðurinn Rustam Khabilov berst við fyrrum léttvigtarmeistara UFC, Benson Henderson, á laugardagskvöldið en þetta verður stærsti bardagi hans á ferlinum hingað til. Khabilov er gríðarlega fær glímumaður og hefur tvisvar sigrað bardaga eftir að hafa kastað mönnum á hausinn. Khabilov hefur gengið vel í öllum þremur UFC bardögum sínum. Tveir af þeim hafa þó endað með óvenjulegum hætti. Í hans fyrsta bardaga lyfti hann andstæðing sínum, Vinc Pichel, og kastaði honum endurtekið á hausinn með svo kölluðu „suplex“ kasti. Í þriðja kastinu lenti Pichel á hausnum með þeim afleiðingum að hann rotaðist. Þetta var í annað sinn á ferlinum sem Khabilov sigrar eftir rothögg með „suplex“ kasti. Bardagann má sjá hér að ofan. Andstæðingur Khabilov um helgina verður hans erfiðasti til þessa, fyrrum léttvigtarmeistarinn Ben Henderson. Henderson er í 2. sæti á styrkleikalista UFC í léttvigtinni á meðan Khabilov er í því 12. Því kom það á óvart að þeir skyldu hafa verið paraðir saman. Það kom svo mikið á óvart að vangaveltur hafa verið uppi um hvort Henderson hafi ruglast á Rússum. Annar Rússi í léttvigtinni, Khabib Nurmagomedov, var í vandræðum með að fá andstæðing og lét hafa eftir sér á Twitter að enginn í léttvigtinni vildi berjast við hann. Stuttu seinna bauð Khabilov fyrrum léttvigtarmeistaranum að berjast við sig á kurteisan hátt á Twitter. Henderson sagði að þar sem enginn í léttvigtinni vildi berjast við hann væri hann tilbúinn. Þetta svar Henderson bendir til að hann hafi ruglast á Rússunum tveimur enda Khabib og Khabilov nokkuð líkt þó annað sé fornafn og hitt eftirnafn. Slíkt hefur þó áður gerst en umboðsmaður Rafael Dos Anjos samþykkti bardaga við Khabilov haldandi að um væri að ræða Khabib Nurmagomedov. Þrátt fyrir að Henderson sé ofar í léttvigtinni verður þetta afar athyglisverð rimma. Henderson er góður glímumaður en það verður forvitnilegt að sjá hvort að Khabilov nái að taka Henderson niður. Bardaginn er aðalbardaginn á UFC Fight Night um helgina en bardaginn er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og hefst útsendingin kl 2. Nánari útlistun á Khabilov má lesa hér.Vísir og MMA Fréttir starfa saman í umfjöllun um MMA. Ekki gleyma að setja "like" við Facebook síðu þeirra hér.
MMA Mest lesið Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn „Heyri í mínum mönnum í FCK“ Fótbolti Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Enski boltinn Selvén aftur í Vestra Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Opna breska kvenna, Formúla 1 og enska C-deildin Sport „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ Fótbolti „Svekktur og stoltur á sama tíma“ Fótbolti Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast Fótbolti Fleiri fréttir Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Dagskráin í dag: Opna breska kvenna, Formúla 1 og enska C-deildin Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ „Heyri í mínum mönnum í FCK“ „Svekktur og stoltur á sama tíma“ „Sleikjum sárin í kvöld“ Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Ólafur og Ásmundur kalla þetta gott með landsliðinu Uppgjörið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Uppgjörið: Valur - Kauno Zalgiris 1-2 | Valsmenn úr leik KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu Uppgjörið: KA - Silkeborg 2-3 | Akureyringar úr leik Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Barcelona heiðrar Kobe Bryant með sérstökum búningi Tónlist og partýstemming á Meistaramóti Íslands í tíu þúsund metrum Hafnaði Los Angeles og valdi frekar Vancouver McGregor tapaði áfrýjun og þarf að borga konunni sem hann nauðgaði Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu „Í þeirra augum er það skandall ef þeir detta út á móti KA“ Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Arsenal skoraði ekki og tapaði í fyrsta leik Gyokeres Sjá meira