Eitt loforð eða framtíð Kópavogs Sverrir Óskarsson skrifar 30. maí 2014 11:54 Í spjalli við íbúa Kópavogs kemur skýrt fram áhersla þeirra á öfluga og sveigjanlega þjónustu en líka væntingar um skynsamlega ráðstöfun á okkar sameiginlegu fjármunum. Þeir segja að bæjarstjórn og bæjarfélagið eigi að vinna markvissar og í meiri sátt við íbúa Kópavogs. Við í Bjartri framtíð höfum nálgast þessar væntingar með því að kynna íbúum lausnir og framtíðarsýn en sleppt einföldum loforðum. Það er hægt að lofa frítt í sund fyrir aldraða og á hækkun frístundarstyrk fyrir börn en hvar er þessi afmarkaði afsláttur í samhengi við önnur stórútgjöld og álag á fjölskyldur. Við getum líka spurt hvaða stjórnmálaflokkar í Kópavogi hafi í kosningum árið 2010 lofað að hækka leikskólagjöld um 17%, að hækka matargjöld í grunnskólum um 20% og hækka dægradvöl um 25%, sem því miður varð raunin. Hverjir lofuðu þá smá hækkun á íþróttastyrk en skáru á sama tíma niður framlög til íþrótta- og tómstundafélaga um 20%, sem síðan varð til þess að æfingagjöldin hækkuðu. Það er létt að smella fram einu loforði sem hægt er að afgreiða á einum bæjarstjórnarfundi en erfiðara að kynna framtíðarsýn í fjölbreyttum málefnum íbúa. Björt framtíð hefur þá stefnu að minnka álögur á barnafjölskyldur, ætlar að samþætta betur þjónustu við börn, ætlar að þróa fjölbreyttari húsnæðismöguleika, ætlar að efla atvinnulífið í bænum með meiri samvinnu ólíkra aðila og ætlar að reka bæjarfélagið á skilvirkan hátt. Okkur langar mikið að efla hið faglega innra starf sem fram fer á leikskólum, í grunnskólum og í dægradvölum bæjarins. Við ætlum líka að opna stjórnsýsluna og auka upplýsingagjöf til íbúa um kostnaðarþætti í rekstri bæjarfélagsins, þannig að íbúar fái betri innsýn störf þeirra sem stjórna og meiri áhrif á það hvernig fjármunum bæjarins er varið hverju sinni. Björt framtíð hefur talað um þjónustufyrirtækið Kópavog og þannig lagt áherslu á að okkar hlutverk sé að eiga samráð við íbúa og þróa öfluga þjónustu. Það þarf að breyta viðhorfum, auka fagmennsku, veita meiri fjármunum í innra starfið og breyta áherslum svo íbúar fái betri þjónustu. Við vitum að þetta gerist ekki með einu loforði heldur með staðfestu og framtíðarsýn í gegnum þúsund ákvarðanir og örugglega tíu þúsund samtöl við Kópavogsbúa. Með skýra stefnu og jákvæðni getum við byggt betri velferð fyrir Kópavogsbúa og tryggt að þeir séu virkir þátttakendur. Við í Bjartri framtíð erum tilbúin í verkefnið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Mest lesið Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun Ef þetta er ekki þrælahald – hvað er það þá? Ágústa Árnadóttir Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir Skoðun 3,7 milljarða skattalækkun í Hafnarfirði Orri Björnsson Skoðun Flóttamannavegurinn er loksins fundinn Árni Rúnar Þorvaldsson Skoðun Af hverju þurfa börn að borga í strætó? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Stúka við Kórinn mun skera niður framtíð HK í fótbolta! Ómar Stefánsson Skoðun Skoðun Skoðun Stúka við Kórinn mun skera niður framtíð HK í fótbolta! Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Hlúum að hjarta skólans skrifar Skoðun Ef þetta er ekki þrælahald – hvað er það þá? Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun Af hverju þurfa börn að borga í strætó? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flóttamannavegurinn er loksins fundinn Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður fyrir fólk á öllum æviskeiðum Helga Björg Loftsdóttir skrifar Skoðun 3,7 milljarða skattalækkun í Hafnarfirði Orri Björnsson skrifar Skoðun Nokkur orð um rekstrarkostnað Arnar Már Jóhannesson,Ásgerður Ágústsdóttir skrifar Skoðun ESB er (enn) ekki varnarbandalag Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Suðurlandsbraut á skilið umhverfismat Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Loforðin ein vinna ekki á verðbólgunni Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ástæða góðs árangurs í handbolta Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Skaðlegt stafrænt umhverfi barna Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Súkkulaðisnúðurinn segir sannleikann Björn Ólafsson skrifar Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar Skoðun Setjum ekki skátastarf á varamannabekkinn Óskar Eiríksson skrifar Skoðun Björg fyrir Reykvíkinga Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir,Þórey Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Enn má Daði leiðrétta Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ég sá Jesú í fréttunum Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Ógnarstjórn talmafíunnar Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Hundrað–múrinn rofinn! Anna Björg Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert stefnum við? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Hrunamannahreppur 5 - Kópavogur 0 Gunnar Gylfason skrifar Sjá meira
Í spjalli við íbúa Kópavogs kemur skýrt fram áhersla þeirra á öfluga og sveigjanlega þjónustu en líka væntingar um skynsamlega ráðstöfun á okkar sameiginlegu fjármunum. Þeir segja að bæjarstjórn og bæjarfélagið eigi að vinna markvissar og í meiri sátt við íbúa Kópavogs. Við í Bjartri framtíð höfum nálgast þessar væntingar með því að kynna íbúum lausnir og framtíðarsýn en sleppt einföldum loforðum. Það er hægt að lofa frítt í sund fyrir aldraða og á hækkun frístundarstyrk fyrir börn en hvar er þessi afmarkaði afsláttur í samhengi við önnur stórútgjöld og álag á fjölskyldur. Við getum líka spurt hvaða stjórnmálaflokkar í Kópavogi hafi í kosningum árið 2010 lofað að hækka leikskólagjöld um 17%, að hækka matargjöld í grunnskólum um 20% og hækka dægradvöl um 25%, sem því miður varð raunin. Hverjir lofuðu þá smá hækkun á íþróttastyrk en skáru á sama tíma niður framlög til íþrótta- og tómstundafélaga um 20%, sem síðan varð til þess að æfingagjöldin hækkuðu. Það er létt að smella fram einu loforði sem hægt er að afgreiða á einum bæjarstjórnarfundi en erfiðara að kynna framtíðarsýn í fjölbreyttum málefnum íbúa. Björt framtíð hefur þá stefnu að minnka álögur á barnafjölskyldur, ætlar að samþætta betur þjónustu við börn, ætlar að þróa fjölbreyttari húsnæðismöguleika, ætlar að efla atvinnulífið í bænum með meiri samvinnu ólíkra aðila og ætlar að reka bæjarfélagið á skilvirkan hátt. Okkur langar mikið að efla hið faglega innra starf sem fram fer á leikskólum, í grunnskólum og í dægradvölum bæjarins. Við ætlum líka að opna stjórnsýsluna og auka upplýsingagjöf til íbúa um kostnaðarþætti í rekstri bæjarfélagsins, þannig að íbúar fái betri innsýn störf þeirra sem stjórna og meiri áhrif á það hvernig fjármunum bæjarins er varið hverju sinni. Björt framtíð hefur talað um þjónustufyrirtækið Kópavog og þannig lagt áherslu á að okkar hlutverk sé að eiga samráð við íbúa og þróa öfluga þjónustu. Það þarf að breyta viðhorfum, auka fagmennsku, veita meiri fjármunum í innra starfið og breyta áherslum svo íbúar fái betri þjónustu. Við vitum að þetta gerist ekki með einu loforði heldur með staðfestu og framtíðarsýn í gegnum þúsund ákvarðanir og örugglega tíu þúsund samtöl við Kópavogsbúa. Með skýra stefnu og jákvæðni getum við byggt betri velferð fyrir Kópavogsbúa og tryggt að þeir séu virkir þátttakendur. Við í Bjartri framtíð erum tilbúin í verkefnið.
Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar
Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar
Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar