Traust Gísli H. Halldórsson skrifar 30. maí 2014 12:23 Það tekur langan tíma að skapa sér traust, ekki síst á vettvangi stjórnmálanna. Allt frá árinu 2006 hef ég starfað sem bæjarfulltrúi fyrir Ísafjarðarbæ. Á þeim tíma hef ég með störfum mínum og formennsku í helstu nefndum bæjarins öðlast mikla og dýrmæta reynslu og þekkingu á störfum bæjarstjórnar og stjórnsýslu Ísafjarðarbæjar. Á sama tíma hef ég náð að byggja upp traust, bæði meðal pólitískra samherja og andstæðinga, nægilegt traust meðal mótherja minna til margra ára til þess að þeir kjósi að gera mig að bæjarstjóraefni í kosningunum á laugardag.Fögur fyrirheit Það er auðvelt að gefa loforð og fögur fyrirheit. Þegar allt kemur til alls snúast sveitarstjórnarkosningarnar þó fyrst og fremst um að trúa fólki fyrir því að bregðast af skynsemi og yfirvegun við breytilegum og ófyrirséðum aðstæðum á komandi árum. Það getur enginn lofað því að grasið verði alltaf grænt og allt leiki í lyndi. Það getur enginn lofað því að ytri efnahagsaðstæður verði alltaf eins og best verður á kosið. Það verður að treysta því að kjörnir fulltrúar bregðist rétt við aðstæðum.Í blíðu og stríðu Það sem skiptir máli er að fólkið sem situr við stjórnvölinn standi óhaggað með hagsmunum bæjarbúa í blíðu og stríðu – láti ekki mótbyr, háreisti eða sérhagsmuni villa sér sýn á erfiðum tímum. Það skiptir máli að þeir sem þú kýst séu það sem þeir segjast vera og að þú getir treyst því að þeir vinni í þágu allra bæjarbúa. Með Örnu Láru, oddvita Í-listans, hef ég átt gott samstarf í bæjarráði á liðnu ári, svo gott að fullt traust ríkir á milli okkar. Á Í-listanum er góð blanda af fólki með mikla reynslu á mörgum sviðum og góðan vilja. Með flestu af þessu fólki hef ég unnið í gegnum tíðina – og gengið það vel. Við höfum skipst á skoðunum og komist að niðurstöðu.Heilindi Ég tel mig með mína reynslu eiga fullt erindi í embætti bæjarstjóra Ísafjarðarbæjar á næsta kjörtímabili. Ég tel mikilvægt að sú reynsla verði nýtt í þágu bæjarbúa með þeim hætti. Ég legg þessa ákvörðun í ykkar hendur kæru kjósendur. Samherjum mínum í Í-listanum treysti ég fullkomlega til að vinna af heilindum, ásamt mér, að velferð Ísafjarðarbæjar. Ég bið um traust ykkar í sveitarstjórnarkosningunum laugardaginn 31. maí. Kjósið Í-listann og þá get ég, ásamt því góða fólki, veitt sveitarfélaginu forystu til næstu fjögurra ára, annars ekki. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Kosningar 2014 Vestfirðir Mest lesið Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun Skoðun Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leiðsögundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Sjá meira
Það tekur langan tíma að skapa sér traust, ekki síst á vettvangi stjórnmálanna. Allt frá árinu 2006 hef ég starfað sem bæjarfulltrúi fyrir Ísafjarðarbæ. Á þeim tíma hef ég með störfum mínum og formennsku í helstu nefndum bæjarins öðlast mikla og dýrmæta reynslu og þekkingu á störfum bæjarstjórnar og stjórnsýslu Ísafjarðarbæjar. Á sama tíma hef ég náð að byggja upp traust, bæði meðal pólitískra samherja og andstæðinga, nægilegt traust meðal mótherja minna til margra ára til þess að þeir kjósi að gera mig að bæjarstjóraefni í kosningunum á laugardag.Fögur fyrirheit Það er auðvelt að gefa loforð og fögur fyrirheit. Þegar allt kemur til alls snúast sveitarstjórnarkosningarnar þó fyrst og fremst um að trúa fólki fyrir því að bregðast af skynsemi og yfirvegun við breytilegum og ófyrirséðum aðstæðum á komandi árum. Það getur enginn lofað því að grasið verði alltaf grænt og allt leiki í lyndi. Það getur enginn lofað því að ytri efnahagsaðstæður verði alltaf eins og best verður á kosið. Það verður að treysta því að kjörnir fulltrúar bregðist rétt við aðstæðum.Í blíðu og stríðu Það sem skiptir máli er að fólkið sem situr við stjórnvölinn standi óhaggað með hagsmunum bæjarbúa í blíðu og stríðu – láti ekki mótbyr, háreisti eða sérhagsmuni villa sér sýn á erfiðum tímum. Það skiptir máli að þeir sem þú kýst séu það sem þeir segjast vera og að þú getir treyst því að þeir vinni í þágu allra bæjarbúa. Með Örnu Láru, oddvita Í-listans, hef ég átt gott samstarf í bæjarráði á liðnu ári, svo gott að fullt traust ríkir á milli okkar. Á Í-listanum er góð blanda af fólki með mikla reynslu á mörgum sviðum og góðan vilja. Með flestu af þessu fólki hef ég unnið í gegnum tíðina – og gengið það vel. Við höfum skipst á skoðunum og komist að niðurstöðu.Heilindi Ég tel mig með mína reynslu eiga fullt erindi í embætti bæjarstjóra Ísafjarðarbæjar á næsta kjörtímabili. Ég tel mikilvægt að sú reynsla verði nýtt í þágu bæjarbúa með þeim hætti. Ég legg þessa ákvörðun í ykkar hendur kæru kjósendur. Samherjum mínum í Í-listanum treysti ég fullkomlega til að vinna af heilindum, ásamt mér, að velferð Ísafjarðarbæjar. Ég bið um traust ykkar í sveitarstjórnarkosningunum laugardaginn 31. maí. Kjósið Í-listann og þá get ég, ásamt því góða fólki, veitt sveitarfélaginu forystu til næstu fjögurra ára, annars ekki.
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun