Pólitískar getnaðarvarnir Ragnar Hansson skrifar 30. maí 2014 15:15 Það les enginn pólitíska pistla nema fólk sem pælir* í pólitík. Ekki láta það þá koma þér á óvart ef þessi pistill er vaðandi í málfræðivillum. Ég las hann líklega ekki yfir áður en ég sendi hann inn.*Pælir = Flokksbundið í hugsun. Ég hef ekki gengið Suðurpólinn eða klifið Everest, en á móti geta ekki allir sagt að þeir hafi klifið það andlega fjall að ganga upp að ókunnugri manneskju í verslunarmiðstöð og rétta henni kosningasnepil með bros á vör. Þú getur alveg eins sparað þér tíma og hvíslað í eyra hennar: „Ég veit hvar þú átt heima.“ Það myndi hafa svipuð áhrif. Já. Það þarf vissa týpu í þannig, en nú er ég sú týpa. Og það hefur komið mörgum á óvart. Ekki síst mér sjálfum. Sumir hafa jafnvel játað fyrir mér að þeir höfðu ekki hugmynd um að ég „pældi“ í stjórnmálum, því ég „talaði aldrei um þau.“ Athyglisvert. Ég pæli mjög mikið í stjórnmálum og ræði þau oft, þó ég hafi sjaldnast talað um flokka. Alveg eins tala ég oft um heimspeki, án þess þó að tala um Nietzsche eða Kirkegaard. Og stundum tala ég jafnvel um tónlist heilu tímana án þess að minnast einu orði á U2 eða Tinu Turner. Pólitík á ekki heima í boxi. Pólitík er hugmyndafræði. Pólitík er heimspeki. Og það á enginn stjórnmálaflokkur hana. Það er þó til fólk sem hefur tekið þá ákvörðun í lífinu að fylgja einum flokki eins og hann væri fótboltalið. Fullt af fólki. Þátttaka margra í stjórnmálaumræðu snýst því meira um að tína saman vopn til að verja þessar ákvarðanir en að vera opin fyrir nýjum. Þetta tekur annars frjóa umræðu og síar í gegnum pólitíska getnaðarvörn sem heftir á áhrifaríkan hátt fæðingu nýrra hugmynda. Með Besta flokknum og Bjartri framtíð smaug ég framhjá verju hins hefðbundna flokkakerfis og varð pólitískt slysabarn. Skot í myrkri. Aldrei datt mér í hug að ég myndi taka þátt í nokkru starfi tengdu stjórnmálum, en þótt ótrúlegt megi virðast þá fann ég mér heimili með öðrum óskilgetnum pólitískum bastörðum sem töluðu tungumál sem ég skildi og tóku allskonar pælingum fagnandi. Pólitík er ekki lobbíismi einhverrar einnar stefnu og hún gengur ekki út á hagsmuni neinna annarra en samfélagsins. Samfélagsins alls. Og samfélagið er ekki það svart og hvítt að stefna þess til framtíðar megi fást með vinstri eða hægri beygjum eingöngu. Í upphafi þessa pistils alhæfði ég að enginn læsi svona nema þeir sem væru fastmótaðir í sínum pælingum. Reynist það satt þá er þeim frjálst að nota pistilinn þeim til varnar. Örugglega ágætt vopn líka, þar sem alhæfingin ein og sér dæmir hann algerlega ómarktækan. En með von um að alhæfingin standist ekki þá hvet ég alla að hafa opinn og frjóann hug í kjörklefanum og að setja sitt X út fyrir boxið. Þó ekki bókstaflega, því það myndi ógilda seðilinn!Ragnar Hansson skipar 5. sæti á lista Bjartrar framtíðar í Reykjavík. Hér bloggar hann um atvinnuumsókn sína í borginni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Tengdar fréttir Hversu mikilvæg er mentun? Fyrirsögnin á þessari grein er spurning sem svarar sér sjálf: Já, menntun er mikilvæg - og já, ég veit hvernig "menntun“ er skrifað. En spurningin er kannski frekar: Hvernig er mikilvægið mælt? 25. apríl 2014 16:00 Mest lesið Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun Ef þetta er ekki þrælahald – hvað er það þá? Ágústa Árnadóttir Skoðun Flóttamannavegurinn er loksins fundinn Árni Rúnar Þorvaldsson Skoðun Breytum viðhorfi til veikindaréttar Bjarni Kristjánsson Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson Skoðun 3,7 milljarða skattalækkun í Hafnarfirði Orri Björnsson Skoðun Stúka við Kórinn mun skera niður framtíð HK í fótbolta! Ómar Stefánsson Skoðun Skoðun Skoðun Stúka við Kórinn mun skera niður framtíð HK í fótbolta! Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Hlúum að hjarta skólans skrifar Skoðun Ef þetta er ekki þrælahald – hvað er það þá? Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun Af hverju þurfa börn að borga í strætó? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flóttamannavegurinn er loksins fundinn Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður fyrir fólk á öllum æviskeiðum Helga Björg Loftsdóttir skrifar Skoðun 3,7 milljarða skattalækkun í Hafnarfirði Orri Björnsson skrifar Skoðun Nokkur orð um rekstrarkostnað Arnar Már Jóhannesson,Ásgerður Ágústsdóttir skrifar Skoðun ESB er (enn) ekki varnarbandalag Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Suðurlandsbraut á skilið umhverfismat Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Loforðin ein vinna ekki á verðbólgunni Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ástæða góðs árangurs í handbolta Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Skaðlegt stafrænt umhverfi barna Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Súkkulaðisnúðurinn segir sannleikann Björn Ólafsson skrifar Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar Skoðun Setjum ekki skátastarf á varamannabekkinn Óskar Eiríksson skrifar Skoðun Björg fyrir Reykvíkinga Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir,Þórey Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Enn má Daði leiðrétta Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ég sá Jesú í fréttunum Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Ógnarstjórn talmafíunnar Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Hundrað–múrinn rofinn! Anna Björg Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert stefnum við? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Hrunamannahreppur 5 - Kópavogur 0 Gunnar Gylfason skrifar Sjá meira
Það les enginn pólitíska pistla nema fólk sem pælir* í pólitík. Ekki láta það þá koma þér á óvart ef þessi pistill er vaðandi í málfræðivillum. Ég las hann líklega ekki yfir áður en ég sendi hann inn.*Pælir = Flokksbundið í hugsun. Ég hef ekki gengið Suðurpólinn eða klifið Everest, en á móti geta ekki allir sagt að þeir hafi klifið það andlega fjall að ganga upp að ókunnugri manneskju í verslunarmiðstöð og rétta henni kosningasnepil með bros á vör. Þú getur alveg eins sparað þér tíma og hvíslað í eyra hennar: „Ég veit hvar þú átt heima.“ Það myndi hafa svipuð áhrif. Já. Það þarf vissa týpu í þannig, en nú er ég sú týpa. Og það hefur komið mörgum á óvart. Ekki síst mér sjálfum. Sumir hafa jafnvel játað fyrir mér að þeir höfðu ekki hugmynd um að ég „pældi“ í stjórnmálum, því ég „talaði aldrei um þau.“ Athyglisvert. Ég pæli mjög mikið í stjórnmálum og ræði þau oft, þó ég hafi sjaldnast talað um flokka. Alveg eins tala ég oft um heimspeki, án þess þó að tala um Nietzsche eða Kirkegaard. Og stundum tala ég jafnvel um tónlist heilu tímana án þess að minnast einu orði á U2 eða Tinu Turner. Pólitík á ekki heima í boxi. Pólitík er hugmyndafræði. Pólitík er heimspeki. Og það á enginn stjórnmálaflokkur hana. Það er þó til fólk sem hefur tekið þá ákvörðun í lífinu að fylgja einum flokki eins og hann væri fótboltalið. Fullt af fólki. Þátttaka margra í stjórnmálaumræðu snýst því meira um að tína saman vopn til að verja þessar ákvarðanir en að vera opin fyrir nýjum. Þetta tekur annars frjóa umræðu og síar í gegnum pólitíska getnaðarvörn sem heftir á áhrifaríkan hátt fæðingu nýrra hugmynda. Með Besta flokknum og Bjartri framtíð smaug ég framhjá verju hins hefðbundna flokkakerfis og varð pólitískt slysabarn. Skot í myrkri. Aldrei datt mér í hug að ég myndi taka þátt í nokkru starfi tengdu stjórnmálum, en þótt ótrúlegt megi virðast þá fann ég mér heimili með öðrum óskilgetnum pólitískum bastörðum sem töluðu tungumál sem ég skildi og tóku allskonar pælingum fagnandi. Pólitík er ekki lobbíismi einhverrar einnar stefnu og hún gengur ekki út á hagsmuni neinna annarra en samfélagsins. Samfélagsins alls. Og samfélagið er ekki það svart og hvítt að stefna þess til framtíðar megi fást með vinstri eða hægri beygjum eingöngu. Í upphafi þessa pistils alhæfði ég að enginn læsi svona nema þeir sem væru fastmótaðir í sínum pælingum. Reynist það satt þá er þeim frjálst að nota pistilinn þeim til varnar. Örugglega ágætt vopn líka, þar sem alhæfingin ein og sér dæmir hann algerlega ómarktækan. En með von um að alhæfingin standist ekki þá hvet ég alla að hafa opinn og frjóann hug í kjörklefanum og að setja sitt X út fyrir boxið. Þó ekki bókstaflega, því það myndi ógilda seðilinn!Ragnar Hansson skipar 5. sæti á lista Bjartrar framtíðar í Reykjavík. Hér bloggar hann um atvinnuumsókn sína í borginni.
Hversu mikilvæg er mentun? Fyrirsögnin á þessari grein er spurning sem svarar sér sjálf: Já, menntun er mikilvæg - og já, ég veit hvernig "menntun“ er skrifað. En spurningin er kannski frekar: Hvernig er mikilvægið mælt? 25. apríl 2014 16:00
Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar
Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar
Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar