Reykjavík sem friðarborg Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir og Hreiðar Eiríksson skrifar 21. maí 2014 11:39 Á því kjörtímabili sem nú er að líða hefur af og til komið upp umræða um, hvort Reykjavík eigi að lýsa því yfir að hún sé herlaus borg. Sá borgarstjóri sem nú situr hefur tekið ákvörðun um að eiga ekki opinber samskipti við yfirmenn þeirra herskipa sem hafa heimsótt Reykjavíkurhöfn. Á Íslandi býr friðelskandi þjóð í herlausu landi. Við Íslendingar styðjum allt friðarstarf og höfnum beitingu vopnavalds til lausnar ágreiningi. Við viljum ekki taka þátt í hernaði og teljum að hervaldi megi aldrei beita nema í neyðartilvikum og í samræmi við alþjóðalög.Reykjavík herlaus borg.Reykjavíkurborg er herlaust svæði og hefur verið það um áratugaskeið. Þetta gerir borgina frábrugðna öðrum höfuðborgum. Hér sjást ekki hermenn gangi né nokkur merki um hernaðarumsvif. Þannig viljum við hafa það. Yfirlýsingar um að Reykjavík sé herlaus borg þjóna því aðeins táknrænum tilgangi.Hreiðar Eiríksson skipar 5. sæti á lista Framsóknar og flugvallarvina í Reykjavík.Björgunarhlutverk herskipa.Þau herskip sem hingað hafa komið á síðari tímum og lagst að Reykjavíkurhöfnum í stuttan tíma, hafa verið skip sem hafa fyrst og fremst þjónað þeim tilgangi að tryggja öryggi sjófarenda og farsæla björgun þeirra sem lenda í sjávarháska. Í mörgum tilvikum hafa áhafnir erlendra herskipa aðstoðað Landhelgisgæslu Íslands við björgun íslenskra sjómanna og a.m.k. einu sinni hafa þau aðstoðað íslenska lögreglu við að koma í veg fyrir innflutning ólöglegra vímuefna til landsins. Þessi aðstoð skiptir okkur miklu máli, einkum eftir að Landhelgisgæsla Íslands fór að leigja tækjabúnað sinn til verkefna fjarri íslensku hafsvæði. Þessa aðstoð ber að þakka og sýna virðingu þeim sjómönnum herskipa og áhöfnum herþyrlna sem sinna þessum störfum.Samskipti borgarstjóra við stjórnendur herskipa.Friðar- og öryggismál eru á verksviði landsstjórnarinnar fremur en sveitarfélaganna. Almennt má þó segja að réttlæti, jöfnuður, velferð og jafnrétti séu grunnforsenda friðar, hvar sem er í heiminum, og að sveitarstjórnir geti því lagt sitt af mörkum með því að tryggja þessi atriði og tala fyrir þeim í erlendum samskiptum. Sveitarstjórnarmenn verða hins vegar, hver um sig, að gera það upp við sig hvernig þeir vilja haga samskiptum sínum við yfirmenn herskipa sem hingað koma. B-listi Framsóknar og flugvallarvina vill sýna þeim virðingu sem eru til taks til að bjarga sjófarendum við Ísland úr sjávarháska. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Mest lesið Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Villtur lax eða villt græðgi – sveitin í skotlínu Jóhann Helgi Stefánsson Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Villtur lax eða villt græðgi – sveitin í skotlínu Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leiðsögundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Sjá meira
Á því kjörtímabili sem nú er að líða hefur af og til komið upp umræða um, hvort Reykjavík eigi að lýsa því yfir að hún sé herlaus borg. Sá borgarstjóri sem nú situr hefur tekið ákvörðun um að eiga ekki opinber samskipti við yfirmenn þeirra herskipa sem hafa heimsótt Reykjavíkurhöfn. Á Íslandi býr friðelskandi þjóð í herlausu landi. Við Íslendingar styðjum allt friðarstarf og höfnum beitingu vopnavalds til lausnar ágreiningi. Við viljum ekki taka þátt í hernaði og teljum að hervaldi megi aldrei beita nema í neyðartilvikum og í samræmi við alþjóðalög.Reykjavík herlaus borg.Reykjavíkurborg er herlaust svæði og hefur verið það um áratugaskeið. Þetta gerir borgina frábrugðna öðrum höfuðborgum. Hér sjást ekki hermenn gangi né nokkur merki um hernaðarumsvif. Þannig viljum við hafa það. Yfirlýsingar um að Reykjavík sé herlaus borg þjóna því aðeins táknrænum tilgangi.Hreiðar Eiríksson skipar 5. sæti á lista Framsóknar og flugvallarvina í Reykjavík.Björgunarhlutverk herskipa.Þau herskip sem hingað hafa komið á síðari tímum og lagst að Reykjavíkurhöfnum í stuttan tíma, hafa verið skip sem hafa fyrst og fremst þjónað þeim tilgangi að tryggja öryggi sjófarenda og farsæla björgun þeirra sem lenda í sjávarháska. Í mörgum tilvikum hafa áhafnir erlendra herskipa aðstoðað Landhelgisgæslu Íslands við björgun íslenskra sjómanna og a.m.k. einu sinni hafa þau aðstoðað íslenska lögreglu við að koma í veg fyrir innflutning ólöglegra vímuefna til landsins. Þessi aðstoð skiptir okkur miklu máli, einkum eftir að Landhelgisgæsla Íslands fór að leigja tækjabúnað sinn til verkefna fjarri íslensku hafsvæði. Þessa aðstoð ber að þakka og sýna virðingu þeim sjómönnum herskipa og áhöfnum herþyrlna sem sinna þessum störfum.Samskipti borgarstjóra við stjórnendur herskipa.Friðar- og öryggismál eru á verksviði landsstjórnarinnar fremur en sveitarfélaganna. Almennt má þó segja að réttlæti, jöfnuður, velferð og jafnrétti séu grunnforsenda friðar, hvar sem er í heiminum, og að sveitarstjórnir geti því lagt sitt af mörkum með því að tryggja þessi atriði og tala fyrir þeim í erlendum samskiptum. Sveitarstjórnarmenn verða hins vegar, hver um sig, að gera það upp við sig hvernig þeir vilja haga samskiptum sínum við yfirmenn herskipa sem hingað koma. B-listi Framsóknar og flugvallarvina vill sýna þeim virðingu sem eru til taks til að bjarga sjófarendum við Ísland úr sjávarháska.
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun
Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun