Ferðamannaborgirnar Hong Kong og Reykjavík Guðlaug Björnsdóttir skrifar 23. maí 2014 14:37 Reykvíkingar eru að upplifa vaxtaverki í kjölfar fjölgunar ferðamanna. Hong Kong borg hefur átt við þessi sömu vandamál að stríða. Íslendingar gætu átt von á að fjöldi ferðamanna nái 2 milljónum á ári frá árinu 2020. Hong Kong borg náði sambærilegum áfanga 2014. Í samtali við kjörræðismann Íslands í Hong Kong, Huldu Þóreyju Garðarsdóttur kom fram að íbúar þar eru sáttir við þennan fjölda ferðamanna. Hong Kong borg hefur unnið hörðum höndum að fá ferðamenn til borgarinnar og eru íbúar sáttir við kosti þess og galla að svo margir ferðamenn heimsæki borgina. Hong Kong búar ferðast mikið og tala upp til hópa ensku. Þetta er lykilatriði í því að draga að ferðamenn, að sátt sé um ferðamannaiðnaðinn í borginni. Það sem helst er talið neikvætt er að suma vinsæla daga eru öll hótel og veitingastaðir full, það jákvæða er að Hong Kong borg hefur góðar tekjur af ferðamönnum og hefur fjárfest mjög skynsamlega í að byggja upp þjónustu svo sem neðanjarðarlestakerfi og fjölbreytta afþreyingaþjónustu við ferðamenn dreift um alla borg. Fyrir nokkrum árum var sú pólitíska ákvörðun tekin að hleypa fjölda Kínverja frá meginlandi Kína inn til Hong Kong. Sköpuðust af þessu erfiðleikar þar sem þessi hópur ferðamanna var ekki með sama „prófíl“ og aðrir ferðamenn. Það tók nokkur ár að leysa þessi vandamál, var það m.a. gert með því að beina þessum hópi til annarra borgarhverfa en enskumælandi ferðamönnum og útbúa aðstöðu, þjónustu og afþreyingu fyrir þennan hóp í þeim borgarhverfum. Tekjur af ferðamönnum í Hong Kong námu yfir 1,5 milljón króna á ári per íbúa í Hong Kong. Fjöldi ferðamanna hefur aukist um allt að 20% á ári. í Hong Kong hafa stjórnvöld haft frumkvæði að byggja m.a. upp alþjóðlega bankamiðstöð, Disney Land, stóran nýjan alþjóðlegan flugvöll sem flutti á árinu 2013 51 milljón ferðamanna. Fyrir nokkrum árum var ákveðið að fella niður öll gjöld af víni, hefur það orðið til þess að mjög arðbær vínmiðstöð fyrir Asíu hefur risið í Hong Kong. Nýleg áhersla er á íþrótta ferðamennsku sem hefur gefist vel. Auk þess er enginn virðisaukaskattur er í Hong Kong. Í Reykjavík aftur á móti hefur vantað skýra stefnu varðandi fjölgun ferðamanna til borgarinnar. Reykjavíkurborg verður að vera meira leiðandi hvað varðar útfærslu og skipulag á þjónustu fyrir ferðamenn og til að tryggja þjónustu við þá og hafa tekjur af þeim. Tekjur af ferðamönnum eru enn töluvert minni á Íslandi en í Hong Kong en Hong Kong fær yfir 100% hærri tekjur per íbúa en við á Íslandi. í Hong Kong hefur tekjur per ferðamann lækkað við fjölgun ferðamanna sem koma stutt yfir landamærin við meginland Kína en mestu tekjur þeirra eru afferðamönnum sem sækja ráðstefnur, fjármálahverfið og skipulagða atburði. Þar sem ferðamenn til Íslands þurfa að leggja dálítið á sig til að koma hingað ætti tekjur af þeim að halda áfram að vera góðar þótt þeim fjölgi mjög mikið. Þjónusta við ferðamenn er orðin stærsta atvinnugrein á Íslandi. Á árinu 2013 eyddu ferðamenn 265 milljörðum á Íslandi, þessar tölur geta 3-4 faldast ef rétt er að því staðið. Ekki er hægt að horfa fram hjá því að 95% allra ferðamanna sem koma til Íslands koma til Reykjavíkur. Reykjavíkurborg þarf að dreifa þjónustu við ferðamenn í fleiri hverfi en 101. Yfir 70% ferðmanna fara t.d. í sund, væri ekki hægt að leggja meiri áherslu á hvað ferðamaðurinn getur gert í og við Laugardalinn við t.d. íþrótta og sport ferðamennsku? Einnig tel ég að gera þurfi betur í aðbúnaði fyrir ráðstefnugesti, áformað ráðstefnuhótel þarf að rísa sem fyrst. Banka og fjármálastarfsemi á ekki heima á sama stað og ráðstefnumiðstöð. Alla menningartengda starfsemi í Reykjavík þarf að efla og skipuleggja betur. Þar á meðal, norðurljósaferðir, hvalaskoðun, tónlistaviðburði, söfn, matar- og vínmenningu. og allt það sem veitir ánægju og afþreyingu. Stóraukin ferðamannafjöldi kallar á stefnumótun og aðgerðir Reykjavíkurborgar til að tryggja tekjur borgarinnar af þessari starfsemi auk atvinnu og lífsgæði okkar sem byggja Reykjavík. Sinnum þessu núna meðan enn er hægt að forða stórslysi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Mest lesið Villtur lax eða villt græðgi – sveitin í skotlínu Jóhann Helgi Stefánsson Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson Skoðun Vladímír Pútín: Hvað er að marka hann? Steinar Björgvinsson Skoðun Sigrar og raunir íslenska hestsins Elín Íris Fanndal Skoðun Konur og menntun Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Þegar innflutningurinn ræður ríkjum Anton Guðmundsson Skoðun Góðir grannar Landsvirkjunar og við hin Kjartan Ágústsson Skoðun Skoðun Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar Skoðun Sigrar og raunir íslenska hestsins Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Góðir grannar Landsvirkjunar og við hin Kjartan Ágústsson skrifar Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi orkuspáa Ingvar Júlíus Baldursson skrifar Skoðun Þegar innflutningurinn ræður ríkjum Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Vladímír Pútín: Hvað er að marka hann? Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Örlög Úkraínu varða frið og öryggi á Íslandi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegamál á tímum skattahækkana og vantrausts Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Konur og menntun Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson skrifar Skoðun Villtur lax eða villt græðgi – sveitin í skotlínu Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leiðsögundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Reykvíkingar eru að upplifa vaxtaverki í kjölfar fjölgunar ferðamanna. Hong Kong borg hefur átt við þessi sömu vandamál að stríða. Íslendingar gætu átt von á að fjöldi ferðamanna nái 2 milljónum á ári frá árinu 2020. Hong Kong borg náði sambærilegum áfanga 2014. Í samtali við kjörræðismann Íslands í Hong Kong, Huldu Þóreyju Garðarsdóttur kom fram að íbúar þar eru sáttir við þennan fjölda ferðamanna. Hong Kong borg hefur unnið hörðum höndum að fá ferðamenn til borgarinnar og eru íbúar sáttir við kosti þess og galla að svo margir ferðamenn heimsæki borgina. Hong Kong búar ferðast mikið og tala upp til hópa ensku. Þetta er lykilatriði í því að draga að ferðamenn, að sátt sé um ferðamannaiðnaðinn í borginni. Það sem helst er talið neikvætt er að suma vinsæla daga eru öll hótel og veitingastaðir full, það jákvæða er að Hong Kong borg hefur góðar tekjur af ferðamönnum og hefur fjárfest mjög skynsamlega í að byggja upp þjónustu svo sem neðanjarðarlestakerfi og fjölbreytta afþreyingaþjónustu við ferðamenn dreift um alla borg. Fyrir nokkrum árum var sú pólitíska ákvörðun tekin að hleypa fjölda Kínverja frá meginlandi Kína inn til Hong Kong. Sköpuðust af þessu erfiðleikar þar sem þessi hópur ferðamanna var ekki með sama „prófíl“ og aðrir ferðamenn. Það tók nokkur ár að leysa þessi vandamál, var það m.a. gert með því að beina þessum hópi til annarra borgarhverfa en enskumælandi ferðamönnum og útbúa aðstöðu, þjónustu og afþreyingu fyrir þennan hóp í þeim borgarhverfum. Tekjur af ferðamönnum í Hong Kong námu yfir 1,5 milljón króna á ári per íbúa í Hong Kong. Fjöldi ferðamanna hefur aukist um allt að 20% á ári. í Hong Kong hafa stjórnvöld haft frumkvæði að byggja m.a. upp alþjóðlega bankamiðstöð, Disney Land, stóran nýjan alþjóðlegan flugvöll sem flutti á árinu 2013 51 milljón ferðamanna. Fyrir nokkrum árum var ákveðið að fella niður öll gjöld af víni, hefur það orðið til þess að mjög arðbær vínmiðstöð fyrir Asíu hefur risið í Hong Kong. Nýleg áhersla er á íþrótta ferðamennsku sem hefur gefist vel. Auk þess er enginn virðisaukaskattur er í Hong Kong. Í Reykjavík aftur á móti hefur vantað skýra stefnu varðandi fjölgun ferðamanna til borgarinnar. Reykjavíkurborg verður að vera meira leiðandi hvað varðar útfærslu og skipulag á þjónustu fyrir ferðamenn og til að tryggja þjónustu við þá og hafa tekjur af þeim. Tekjur af ferðamönnum eru enn töluvert minni á Íslandi en í Hong Kong en Hong Kong fær yfir 100% hærri tekjur per íbúa en við á Íslandi. í Hong Kong hefur tekjur per ferðamann lækkað við fjölgun ferðamanna sem koma stutt yfir landamærin við meginland Kína en mestu tekjur þeirra eru afferðamönnum sem sækja ráðstefnur, fjármálahverfið og skipulagða atburði. Þar sem ferðamenn til Íslands þurfa að leggja dálítið á sig til að koma hingað ætti tekjur af þeim að halda áfram að vera góðar þótt þeim fjölgi mjög mikið. Þjónusta við ferðamenn er orðin stærsta atvinnugrein á Íslandi. Á árinu 2013 eyddu ferðamenn 265 milljörðum á Íslandi, þessar tölur geta 3-4 faldast ef rétt er að því staðið. Ekki er hægt að horfa fram hjá því að 95% allra ferðamanna sem koma til Íslands koma til Reykjavíkur. Reykjavíkurborg þarf að dreifa þjónustu við ferðamenn í fleiri hverfi en 101. Yfir 70% ferðmanna fara t.d. í sund, væri ekki hægt að leggja meiri áherslu á hvað ferðamaðurinn getur gert í og við Laugardalinn við t.d. íþrótta og sport ferðamennsku? Einnig tel ég að gera þurfi betur í aðbúnaði fyrir ráðstefnugesti, áformað ráðstefnuhótel þarf að rísa sem fyrst. Banka og fjármálastarfsemi á ekki heima á sama stað og ráðstefnumiðstöð. Alla menningartengda starfsemi í Reykjavík þarf að efla og skipuleggja betur. Þar á meðal, norðurljósaferðir, hvalaskoðun, tónlistaviðburði, söfn, matar- og vínmenningu. og allt það sem veitir ánægju og afþreyingu. Stóraukin ferðamannafjöldi kallar á stefnumótun og aðgerðir Reykjavíkurborgar til að tryggja tekjur borgarinnar af þessari starfsemi auk atvinnu og lífsgæði okkar sem byggja Reykjavík. Sinnum þessu núna meðan enn er hægt að forða stórslysi.
Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun
Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson Skoðun
Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar
Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun
Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson Skoðun