Garðabær fyrir alla? Hildur Jakobína Gísladóttir skrifar 27. maí 2014 10:15 Kreppan hefur komið illa niður á mörgum og þá helst þeim tekjulægstu, barnmörgu, öldruðum og öryrkjum. Flestir sérfræðingar eru sammála því að afleiðingar kreppunnar séu nú berlega að koma í ljós í formi andlegrar vanlíðunar og fleiru sem fylgir ástandi sem þessu. Fólk hefur leitað í meira mæli til félagsþjónustu og hafa öryrkjar sem eiga ekki rétt á fjárhagsaðstoð þar sem þeir eru með tekjur yfir viðmiðunarmörkum grunnfjárhagsaðstoðar til að mynda leitað meira til félagsþjónustu vegna erfiðleika við að mæta mánaðarlegum útgjöldum. Flestar félagsþjónustur hafa komið til móts við þá tekjulægstu í kjölfar hrunsins 2008 og meðal annars komið ákvæðum inn í reglur sveitarfélagsins um að þeir mest skuldsettu geti fengið tímabundna aðstoð til að mæta gjöldum vegna barna sinna. Um er að ræða aðstoð vegna tómstundagjalda, leikskólagjalda eða skólamáltíðum fyrir börn í grunnskólum. Flestar félagsþjónustur eru með vísitölutengda fjárhagsgrunnupphæð sem hækkar skv. henni árlega eða um hver áramót. Félagsþjónustan í Garðabæ er með eina lægstu grunnupphæð fjárhagsaðstoðar landsins eða 88.873 krónur fyrir einstaklinginn á mánuði. Til viðmiðunar er Reykjavíkurborg með 163.635 krónur fyrir einstaklinginn. Reglur um fjárhagsaðstoð hjá Garðabæ hafa ekki verið uppfærðar síðan fyrir hrun en þær voru samþykktar í bæjarstjórn þann 18. Janúar 2007. Að sama skapi var fjölskyldustefna bæjarins einnig samþykkt fyrir hrun eða 5. Júní 2008. Því er ljóst að þessi málaflokkur hefur ekki verið endurskoðaðar með tilliti til tekjulágra Garðbæinga eða þeirra sem þurfa tímabundið að leita sér aðstoðar vegna lágra tekna eða annarra ástæðna í kjölfar hrunsins. Á heimasíðu Garðabæjar er nýjasta fundargerð fjölskylduráðs dagsett 20. desember 2012. Erfitt er að segja fyrir um hversu margir sækja um fjárhagsaðstoð en er synjað þar sem þeir eru með tekjur yfir 88.873 krónur á mánuði en árið 2008 fengu 59 fjárhagsaðstoð, 72 árið 2010, 91 árið 2011 og var þá fjölgunin á milli ára 26 %. Aftur á móti lækkaði þessi tala fyrir árið 2012 en þá þáðu 81 fjárhagsaðstoð á vegum bæjarins. Það geta allir lent í því að þurfa vegna veikinda, skilnaða, atvinnuleysis eða annarra áfalla að leita tímabundið til félagsþjónustu. Ekki er til að mynda vitað til að það hafi verið gerð könnun á meðal foreldra barna í grunnskólunum sem ekki eru í mataráskrift, um ástæður þess að svo sé ekki. Það er skylda hvers sveitarfélags að tryggja að þetta síðasta öryggisnet sé nógu sterkt til að aðstoða þá sem á þurfa að halda með fullnægjandi hætti. Það er auglýst vel fyrir þessar kosningar að fjárhagsstaða bæjarins sé traust og því ótrúlegt að ekki sé búið að tryggja að þessi mikilvægu mál séu ekki í betri farvegi en raun ber vitni. Hvað ætli valdi ? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Mest lesið Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun Ef þetta er ekki þrælahald – hvað er það þá? Ágústa Árnadóttir Skoðun Flóttamannavegurinn er loksins fundinn Árni Rúnar Þorvaldsson Skoðun Breytum viðhorfi til veikindaréttar Bjarni Kristjánsson Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson Skoðun 3,7 milljarða skattalækkun í Hafnarfirði Orri Björnsson Skoðun Stúka við Kórinn mun skera niður framtíð HK í fótbolta! Ómar Stefánsson Skoðun Skoðun Skoðun Stúka við Kórinn mun skera niður framtíð HK í fótbolta! Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Hlúum að hjarta skólans skrifar Skoðun Ef þetta er ekki þrælahald – hvað er það þá? Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun Af hverju þurfa börn að borga í strætó? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flóttamannavegurinn er loksins fundinn Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður fyrir fólk á öllum æviskeiðum Helga Björg Loftsdóttir skrifar Skoðun 3,7 milljarða skattalækkun í Hafnarfirði Orri Björnsson skrifar Skoðun Nokkur orð um rekstrarkostnað Arnar Már Jóhannesson,Ásgerður Ágústsdóttir skrifar Skoðun ESB er (enn) ekki varnarbandalag Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Suðurlandsbraut á skilið umhverfismat Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Loforðin ein vinna ekki á verðbólgunni Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ástæða góðs árangurs í handbolta Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Skaðlegt stafrænt umhverfi barna Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Súkkulaðisnúðurinn segir sannleikann Björn Ólafsson skrifar Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar Skoðun Setjum ekki skátastarf á varamannabekkinn Óskar Eiríksson skrifar Skoðun Björg fyrir Reykvíkinga Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir,Þórey Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Enn má Daði leiðrétta Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ég sá Jesú í fréttunum Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Ógnarstjórn talmafíunnar Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Hundrað–múrinn rofinn! Anna Björg Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert stefnum við? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Hrunamannahreppur 5 - Kópavogur 0 Gunnar Gylfason skrifar Sjá meira
Kreppan hefur komið illa niður á mörgum og þá helst þeim tekjulægstu, barnmörgu, öldruðum og öryrkjum. Flestir sérfræðingar eru sammála því að afleiðingar kreppunnar séu nú berlega að koma í ljós í formi andlegrar vanlíðunar og fleiru sem fylgir ástandi sem þessu. Fólk hefur leitað í meira mæli til félagsþjónustu og hafa öryrkjar sem eiga ekki rétt á fjárhagsaðstoð þar sem þeir eru með tekjur yfir viðmiðunarmörkum grunnfjárhagsaðstoðar til að mynda leitað meira til félagsþjónustu vegna erfiðleika við að mæta mánaðarlegum útgjöldum. Flestar félagsþjónustur hafa komið til móts við þá tekjulægstu í kjölfar hrunsins 2008 og meðal annars komið ákvæðum inn í reglur sveitarfélagsins um að þeir mest skuldsettu geti fengið tímabundna aðstoð til að mæta gjöldum vegna barna sinna. Um er að ræða aðstoð vegna tómstundagjalda, leikskólagjalda eða skólamáltíðum fyrir börn í grunnskólum. Flestar félagsþjónustur eru með vísitölutengda fjárhagsgrunnupphæð sem hækkar skv. henni árlega eða um hver áramót. Félagsþjónustan í Garðabæ er með eina lægstu grunnupphæð fjárhagsaðstoðar landsins eða 88.873 krónur fyrir einstaklinginn á mánuði. Til viðmiðunar er Reykjavíkurborg með 163.635 krónur fyrir einstaklinginn. Reglur um fjárhagsaðstoð hjá Garðabæ hafa ekki verið uppfærðar síðan fyrir hrun en þær voru samþykktar í bæjarstjórn þann 18. Janúar 2007. Að sama skapi var fjölskyldustefna bæjarins einnig samþykkt fyrir hrun eða 5. Júní 2008. Því er ljóst að þessi málaflokkur hefur ekki verið endurskoðaðar með tilliti til tekjulágra Garðbæinga eða þeirra sem þurfa tímabundið að leita sér aðstoðar vegna lágra tekna eða annarra ástæðna í kjölfar hrunsins. Á heimasíðu Garðabæjar er nýjasta fundargerð fjölskylduráðs dagsett 20. desember 2012. Erfitt er að segja fyrir um hversu margir sækja um fjárhagsaðstoð en er synjað þar sem þeir eru með tekjur yfir 88.873 krónur á mánuði en árið 2008 fengu 59 fjárhagsaðstoð, 72 árið 2010, 91 árið 2011 og var þá fjölgunin á milli ára 26 %. Aftur á móti lækkaði þessi tala fyrir árið 2012 en þá þáðu 81 fjárhagsaðstoð á vegum bæjarins. Það geta allir lent í því að þurfa vegna veikinda, skilnaða, atvinnuleysis eða annarra áfalla að leita tímabundið til félagsþjónustu. Ekki er til að mynda vitað til að það hafi verið gerð könnun á meðal foreldra barna í grunnskólunum sem ekki eru í mataráskrift, um ástæður þess að svo sé ekki. Það er skylda hvers sveitarfélags að tryggja að þetta síðasta öryggisnet sé nógu sterkt til að aðstoða þá sem á þurfa að halda með fullnægjandi hætti. Það er auglýst vel fyrir þessar kosningar að fjárhagsstaða bæjarins sé traust og því ótrúlegt að ekki sé búið að tryggja að þessi mikilvægu mál séu ekki í betri farvegi en raun ber vitni. Hvað ætli valdi ?
Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar
Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar
Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar