Áttu 400 þúsundkall aflögu? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar 27. maí 2014 10:20 Á kjörtímabilinu sem nú er að líða hafa álögur hækkað um rúmlega 400 þúsund krónur á hverja meðalfjölskyldu í Reykjavík. Útsvarið hefur verið sett í hæstu mögulegu hæðir og þjónustugjöld borgarinnar hækkað langt umfram verðlagsbreytingar. Auk þess sem að skuldir borgarsjóðs hafa aukist um 625 þúsund krónur hverja klukkustund yfirstandandi kjörtímabils. Maður skyldi ætla að við slíka hækkun hefði annað tveggja gerst, að þjónusta við borgarbúa hefði stórbatnað eða að borgarsjóður væri rekinn með gríðarlegum hagnaði. Í nýlegri þjónustukönnun sem Gallup framkvæmdi í 16 stærstu sveitarfélögum landsins , var Reykjavíkurborg í neðsta sæti hvað ánægju íbúa varðar. Þannig að ekki er hægt að halda því fram að þjónustan hafi batnað svo einhverju nemi. Þó svo að með bókhaldsbrellum hafi verið hægt að láta rekstur borgarsjóðs koma út í plús árið 2013, er samt ekki hægt að sjá mikinn bata á rekstrinum. Enda handbært fé frá rekstri mun minna árið 2013 en það var árið 2012 þegar borgarsjóður var rekinn með tapi. Það er því ekki annað að sjá en að hækkandi álögur á borgarbúa hafi að mestu farið í hít óábyrgrar fjármálastjórnunar, þar sem fjámunum er forgangsraðað í þágu gæluverkefna á kostnað grunnþjónustu. Þegar fjárhagsáætlun fyrir yfirstandandi ár var kynnt, var gert ráð fyrir enn frekari hækkunum á þjónustugjöldum borgarinnar. Eftir nokkurn þrýsting, m.a. frá aðilum vinnumarkaðsins neyddust borgaryfirvöld til að draga þessar hækkanir til baka. Þó ekki með meira afgerandi hætti en að: „Ef forsendur bregðast hins vegar áskilur Reykjavíkurborg sér rétt til að taka gjaldskrár til endurskoðunar á síðari hluta árs 2014." Eftir því sem næst verður komist hafa engar forsendur fyrir því að taka hækkunina til baka breyst, hvað varðar almenna stöðu efnahagsmála í landinu. Engu að síður er það þó svo, að vissulega munu forsendur breytast, verði sami meirihluti enn við völd eftir kosningarnar í lok vikunnar. Hvorki Samfylking né Björt framtíð, boða beinlínis ábyrga fjármálastjórn í borginni, haldi þessir flokkar umboði sínu til meirihluta. Öðru nær er það svo öll þeirra kosningarloforð og þá sér í lagi loforð Samfylkingar munu hafa í för með sér stóraukinn kostnað fyrir borgarsjóð. Auknum kostnaði verður eingöngu mætt með gjaldskrárhækkunum og eða frekari lántökum borgarsjóðs. Sú spurning hlýtur því að brenna á vörum kjósenda í Reykjavík, áður en þeir kjósa aftur yfir sig núverandi meirihluta í borginni; hvort þeir eigi annan 400 þúsundkall aflögu? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Mest lesið Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun Ef þetta er ekki þrælahald – hvað er það þá? Ágústa Árnadóttir Skoðun Flóttamannavegurinn er loksins fundinn Árni Rúnar Þorvaldsson Skoðun Breytum viðhorfi til veikindaréttar Bjarni Kristjánsson Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson Skoðun 3,7 milljarða skattalækkun í Hafnarfirði Orri Björnsson Skoðun Stúka við Kórinn mun skera niður framtíð HK í fótbolta! Ómar Stefánsson Skoðun Skoðun Skoðun Stúka við Kórinn mun skera niður framtíð HK í fótbolta! Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Hlúum að hjarta skólans skrifar Skoðun Ef þetta er ekki þrælahald – hvað er það þá? Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun Af hverju þurfa börn að borga í strætó? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flóttamannavegurinn er loksins fundinn Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður fyrir fólk á öllum æviskeiðum Helga Björg Loftsdóttir skrifar Skoðun 3,7 milljarða skattalækkun í Hafnarfirði Orri Björnsson skrifar Skoðun Nokkur orð um rekstrarkostnað Arnar Már Jóhannesson,Ásgerður Ágústsdóttir skrifar Skoðun ESB er (enn) ekki varnarbandalag Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Suðurlandsbraut á skilið umhverfismat Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Loforðin ein vinna ekki á verðbólgunni Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ástæða góðs árangurs í handbolta Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Skaðlegt stafrænt umhverfi barna Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Súkkulaðisnúðurinn segir sannleikann Björn Ólafsson skrifar Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar Skoðun Setjum ekki skátastarf á varamannabekkinn Óskar Eiríksson skrifar Skoðun Björg fyrir Reykvíkinga Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir,Þórey Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Enn má Daði leiðrétta Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ég sá Jesú í fréttunum Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Ógnarstjórn talmafíunnar Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Hundrað–múrinn rofinn! Anna Björg Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert stefnum við? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Hrunamannahreppur 5 - Kópavogur 0 Gunnar Gylfason skrifar Sjá meira
Á kjörtímabilinu sem nú er að líða hafa álögur hækkað um rúmlega 400 þúsund krónur á hverja meðalfjölskyldu í Reykjavík. Útsvarið hefur verið sett í hæstu mögulegu hæðir og þjónustugjöld borgarinnar hækkað langt umfram verðlagsbreytingar. Auk þess sem að skuldir borgarsjóðs hafa aukist um 625 þúsund krónur hverja klukkustund yfirstandandi kjörtímabils. Maður skyldi ætla að við slíka hækkun hefði annað tveggja gerst, að þjónusta við borgarbúa hefði stórbatnað eða að borgarsjóður væri rekinn með gríðarlegum hagnaði. Í nýlegri þjónustukönnun sem Gallup framkvæmdi í 16 stærstu sveitarfélögum landsins , var Reykjavíkurborg í neðsta sæti hvað ánægju íbúa varðar. Þannig að ekki er hægt að halda því fram að þjónustan hafi batnað svo einhverju nemi. Þó svo að með bókhaldsbrellum hafi verið hægt að láta rekstur borgarsjóðs koma út í plús árið 2013, er samt ekki hægt að sjá mikinn bata á rekstrinum. Enda handbært fé frá rekstri mun minna árið 2013 en það var árið 2012 þegar borgarsjóður var rekinn með tapi. Það er því ekki annað að sjá en að hækkandi álögur á borgarbúa hafi að mestu farið í hít óábyrgrar fjármálastjórnunar, þar sem fjámunum er forgangsraðað í þágu gæluverkefna á kostnað grunnþjónustu. Þegar fjárhagsáætlun fyrir yfirstandandi ár var kynnt, var gert ráð fyrir enn frekari hækkunum á þjónustugjöldum borgarinnar. Eftir nokkurn þrýsting, m.a. frá aðilum vinnumarkaðsins neyddust borgaryfirvöld til að draga þessar hækkanir til baka. Þó ekki með meira afgerandi hætti en að: „Ef forsendur bregðast hins vegar áskilur Reykjavíkurborg sér rétt til að taka gjaldskrár til endurskoðunar á síðari hluta árs 2014." Eftir því sem næst verður komist hafa engar forsendur fyrir því að taka hækkunina til baka breyst, hvað varðar almenna stöðu efnahagsmála í landinu. Engu að síður er það þó svo, að vissulega munu forsendur breytast, verði sami meirihluti enn við völd eftir kosningarnar í lok vikunnar. Hvorki Samfylking né Björt framtíð, boða beinlínis ábyrga fjármálastjórn í borginni, haldi þessir flokkar umboði sínu til meirihluta. Öðru nær er það svo öll þeirra kosningarloforð og þá sér í lagi loforð Samfylkingar munu hafa í för með sér stóraukinn kostnað fyrir borgarsjóð. Auknum kostnaði verður eingöngu mætt með gjaldskrárhækkunum og eða frekari lántökum borgarsjóðs. Sú spurning hlýtur því að brenna á vörum kjósenda í Reykjavík, áður en þeir kjósa aftur yfir sig núverandi meirihluta í borginni; hvort þeir eigi annan 400 þúsundkall aflögu?
Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar
Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar
Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar