Þegar skipt er um akrein í pólitík Gísli H. Halldórsson skrifar 28. maí 2014 10:37 Mörgum félögum mínum og vinum þótti leitt að sjá á eftir mér úr fylkingarbrjósti Sjálfstæðisflokksins í Ísafjarðarbæ. Mér þykir að sjálfsögðu vænt um að heyra það, en því miður var mér löngu ljóst að ég væri kominn á leiðarenda á þeim vígstöðvum. Frekar tilraunir af minni hálfu til starfa sem bæjarfulltrúi sjálfstæðismanna voru dæmdar til að takast miklu verr en ég tel nauðsynlegt. Þetta sá ég fyrir meira en ári síðan. Það var hinsvegar aðeins fyrir stuttu sem ég komst að því hvernig ég gæti best varið mínum kröftum í stjórnmálunum í Ísafjarðarbæ; með Í-listanum, sem að mörgu leyti hefur endurfæðst sem þverpólitískt afl. Þá stóð ég jafnframt frammi fyrir stórum spurningum: Hvernig á að hætta að starfa fyrir eitt stjórnmálaafl og byrja að starfa fyrir annað? Er hægt að gera þetta þannig að allir verði ánægðir? Hvað segja lögin um þetta? Einfalt er að svara þessu með ánægjuna. Það er hreinlega ekki hægt að gera þessa hluti þannig að öllum líki. Þetta hefur oft gerst í íslenskri pólitík og það verða alltaf einhver læti. Mér þykir leitt ef einhverjir góðir vinir mínir hafa orðið fyrir vonbrigðum með þessa ákvörðun mína, en ég er ekki í pólitík til að geðjast vinum mínum. Vonandi fyrirgefa þeir mér þetta. Aftur á móti má leita leiðbeininga í sveitarstjórnarlögum um það hvernig hinum spurningunum er svarað. IV kafli laganna fjallar um réttindi og skyldur sveitarstjórnarmanna.IV. kafli. Réttindi og skyldur sveitarstjórnarmanna.22. gr.Mætingarskylda. Sveitarstjórnarmanni ber skylda til að taka þátt í öllum sveitarstjórnarfundum og fundum í nefndum og ráðum sem hann hefur verið kjörinn til nema lögmæt forföll hamli, sbr. 31. gr.24. gr.Aðrar almennar skyldur sveitarstjórnarmanna. Hverjum sveitarstjórnarmanni er skylt að inna af hendi störf sem sveitarstjórn felur honum og varða verkefni sveitarstjórnarinnar. Sveitarstjórnarmönnum ber að gegna starfi sínu af alúð og samviskusemi. Sveitarstjórnarmönnum ber í hvívetna að gæta að almennum hagsmunum íbúa sveitarfélagsins sem og öðrum almannahagsmunum.25. gr.Sjálfstæði í starfi. Sveitarstjórnarmenn eru sjálfstæðir í störfum sínum. Þeir eru einungis bundnir af lögum og eigin sannfæringu um afstöðu til einstakra mála. Með þetta að leiðarljósi hef ég lagt ofuráherslu á að sýna full heilindi áfram í störfum mínum. Það er að mínu mati ekki í boði að skorast af hólmi. Stíga þarf ölduna þar til fleyið er í höfn. Þrátt fyrir mjóróma óánægjuraddir sem heyrst hafa undafarið er einn hlutur alveg á hreinu. Ég mun aldrei láta óánægða andstæðinga mína semja fyrir mig reglur um það hvernig taka skal þátt í stjórnmálum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Kosningar 2014 Vestfirðir Mest lesið Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leiðsögundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Sjá meira
Mörgum félögum mínum og vinum þótti leitt að sjá á eftir mér úr fylkingarbrjósti Sjálfstæðisflokksins í Ísafjarðarbæ. Mér þykir að sjálfsögðu vænt um að heyra það, en því miður var mér löngu ljóst að ég væri kominn á leiðarenda á þeim vígstöðvum. Frekar tilraunir af minni hálfu til starfa sem bæjarfulltrúi sjálfstæðismanna voru dæmdar til að takast miklu verr en ég tel nauðsynlegt. Þetta sá ég fyrir meira en ári síðan. Það var hinsvegar aðeins fyrir stuttu sem ég komst að því hvernig ég gæti best varið mínum kröftum í stjórnmálunum í Ísafjarðarbæ; með Í-listanum, sem að mörgu leyti hefur endurfæðst sem þverpólitískt afl. Þá stóð ég jafnframt frammi fyrir stórum spurningum: Hvernig á að hætta að starfa fyrir eitt stjórnmálaafl og byrja að starfa fyrir annað? Er hægt að gera þetta þannig að allir verði ánægðir? Hvað segja lögin um þetta? Einfalt er að svara þessu með ánægjuna. Það er hreinlega ekki hægt að gera þessa hluti þannig að öllum líki. Þetta hefur oft gerst í íslenskri pólitík og það verða alltaf einhver læti. Mér þykir leitt ef einhverjir góðir vinir mínir hafa orðið fyrir vonbrigðum með þessa ákvörðun mína, en ég er ekki í pólitík til að geðjast vinum mínum. Vonandi fyrirgefa þeir mér þetta. Aftur á móti má leita leiðbeininga í sveitarstjórnarlögum um það hvernig hinum spurningunum er svarað. IV kafli laganna fjallar um réttindi og skyldur sveitarstjórnarmanna.IV. kafli. Réttindi og skyldur sveitarstjórnarmanna.22. gr.Mætingarskylda. Sveitarstjórnarmanni ber skylda til að taka þátt í öllum sveitarstjórnarfundum og fundum í nefndum og ráðum sem hann hefur verið kjörinn til nema lögmæt forföll hamli, sbr. 31. gr.24. gr.Aðrar almennar skyldur sveitarstjórnarmanna. Hverjum sveitarstjórnarmanni er skylt að inna af hendi störf sem sveitarstjórn felur honum og varða verkefni sveitarstjórnarinnar. Sveitarstjórnarmönnum ber að gegna starfi sínu af alúð og samviskusemi. Sveitarstjórnarmönnum ber í hvívetna að gæta að almennum hagsmunum íbúa sveitarfélagsins sem og öðrum almannahagsmunum.25. gr.Sjálfstæði í starfi. Sveitarstjórnarmenn eru sjálfstæðir í störfum sínum. Þeir eru einungis bundnir af lögum og eigin sannfæringu um afstöðu til einstakra mála. Með þetta að leiðarljósi hef ég lagt ofuráherslu á að sýna full heilindi áfram í störfum mínum. Það er að mínu mati ekki í boði að skorast af hólmi. Stíga þarf ölduna þar til fleyið er í höfn. Þrátt fyrir mjóróma óánægjuraddir sem heyrst hafa undafarið er einn hlutur alveg á hreinu. Ég mun aldrei láta óánægða andstæðinga mína semja fyrir mig reglur um það hvernig taka skal þátt í stjórnmálum.
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun
Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun