Unnið fyrir hjóli til að hjóla vinnuna Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar 13. maí 2014 14:54 Nú stendur yfir hið frábæra framtak „Hjólað í vinnuna“. Það skemmtilegasta við hjólreiðar er hvað þær í einfaldleika sínum snerta á mörgum vandmálum sem þjóðin stendur frammi fyrir. Hjólreiðar spara t.d. dýrmætan gjaldeyri en önnur hvor frétt um þessar mundir fjallar einmitt um vangetu þjóðarinnar til að standa við gjaldeyrisskuldbindingar. Hjólreiðar minnka mengun og bæta þannig loftgæði. Um leið minnkar útblástur gróðuhúsalofttegunda sem stuðla að óæskilegum loftslagsbreytingum. Hjólreiðar auka heilbrigði og draga úr offitu sem er að verða alvarleg heilsufarsógn með síhækkandi kostnaði fyrir heilbrigðiskerfið. Hjólreiðar létta líka á buddunni með tilheyrandi efnahagsinnspýtingu þar sem hjólreiðar skapa svigrúm til að eyða peningum í eitthvað annað en bifreiðakostnað. Það er býsna skondin umræða sem víða á sér stað fyrir sveitarstjórnarkosningar, þar sem ákveðnir aðilar telja alvarlega vegið að einkabílnum með auknum áherslum á hjólreiðar. Undirritaður tekur einkabílinn allt of oft fram yfir hjólið en þakkar hinsvegar fyrir hvert hjól sem hann keyrir framhjá vitandi það að þar fer ökumaður sem ekki fyllir götur og bílastæði. Hjólreiðamenn eru með öðrum orðum að minnka líkur á að einkabíll lendi í umferðaröngþveiti eða finni ekki laust bílastæði. Hjólreiðar vega því ekki að einkabílnum heldur þjónusta hann með því að liðka fyrir umferð. Reiðhjól eru til í óteljandi útgáfum þar sem allir ættu að geta fundið hjól við sitt hæfi. Eitt eiga þessi hjól sameiginlegt en það er sú staðreynd að öll kosta þau peninga. Það getur verið erfitt að punga út 25 -250 þúsund krónum fyrir hinn almenna launamann en góðu fréttirnar eru þær að fjárfestingin skilar sér til baka í formi olíusparnaðar. Orkusetur hefur sett upp skemmtilega reiknivél þar sem hægt er að sjá hversu lengi þú ert að borga upp draumahjólið. Reiknivélin virkar þannig að þú setur inn bílnúmerið á bifreiðinni sem þú hyggst skilja eftir í stæðinu heima, síðan setur þú inn verðið á draumahjólinu. Niðurstaðan kemur fram sem fjöldi kílómetra sem hjóla þarf til að borga upp gripinn. Olía er glettilega dýr og það kemur mörgum á óvart hversu hratt fjárfestingin skilar sér. Miðað við langan líftíma hjóla má þó segja að á endanum verða öll hjól í raun ókeypis. Reiknivélina má finna hér á vef Orkusetursins.Svona lýtur hjólareiknirinn út. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurður Ingi Friðleifsson Mest lesið Múslimar Evrópu einangraðir Fastir pennar Tímamót Þorsteinn Pálsson Fastir pennar Álitsgjafinn Jón Kaldal Fastir pennar Lærum af reynslunni Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Róttæk hugsun Fastir pennar Aðhaldsleysi Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Leikbúningar stjórnmálamanns Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir Skoðun Hrakfallasaga Fastir pennar Ísland á jaðrinum Auðunn Arnórsson Fastir pennar Tilfinningar og eiginhagsmunir Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Eru mannréttindi martröð? Þórarinn Snorri Sigurgeirsson skrifar Skoðun Hvað er velsældarhagkerfið? Kristín Vala Ragnarsdóttir,Ásgeir Brynjar Torfason,Brynhildur Davíðsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Silja Elvarsdóttir skrifar Skoðun Deilan sem afhjúpar tómarúm í vísindum Hafró Svanur Guðmundsson,Altair Agmata skrifar Skoðun Læsisátök Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Eru opinberir starfsmenn ekki íbúar? Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Lesskilningur, lesblinda og lýðræðið Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og kynslóðaskipti - Erþaðþáskattur? Helgi Már Jósepsson,Cristina Cretu skrifar Skoðun Lausnin er bland í poka Hlédís M. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar: Umhyggja og framfarir Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að mæla? Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynsla og léttleiki – Aðalsteinn fyrir Reykjavík Dóra Sif Tynes skrifar Skoðun Skálum fyrir íslensku þversögninni Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Hvers vegna óskar fólk eftir dánaraðstoð? Gögnin segja aðra sögu en margir halda Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvað er húsfélag? Jónína Þórdís Karlsdóttir skrifar Skoðun Það er hægt að snúa við verri stöðu en er í Reykjavík í dag Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Breytum viðhorfi til veikindaréttar Bjarni Kristjánsson skrifar Skoðun Að hamstra húsnæði Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Heilnæmt umhverfi – má brjóta verkefnið upp? Pétur Halldórsson skrifar Skoðun Fyrir heimabæinn minn Hilmar Gunnarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: aðferð til að tryggja mannréttindi Anna Lára Steindal,Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Hjóla – og göngustígar í Reykjavík: Metnaður á pappír, en brotakennd framkvæmd Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Þegar kristin trú er sögð án krossins — Hvar sagan byrjar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hver er sinnar gæfu smiður, hver er næstur sjálfum sér Jón Þór Júlíusson skrifar Skoðun Samráðsleysi um atvinnuleysistryggingar er feigðarflan Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Gefum íslensku séns Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ný nálgun á foreldrasamstarf Valgeir Þór Jakobsson skrifar Skoðun Hvenær er það besta nógu gott? Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð íslenskrar líftækni Jens Bjarnason skrifar Skoðun Sjókvíaeldi og framtíð villta laxins Brynjar Arnarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: martraðarkenndur draumur Gunnar Salvarsson skrifar Sjá meira
Nú stendur yfir hið frábæra framtak „Hjólað í vinnuna“. Það skemmtilegasta við hjólreiðar er hvað þær í einfaldleika sínum snerta á mörgum vandmálum sem þjóðin stendur frammi fyrir. Hjólreiðar spara t.d. dýrmætan gjaldeyri en önnur hvor frétt um þessar mundir fjallar einmitt um vangetu þjóðarinnar til að standa við gjaldeyrisskuldbindingar. Hjólreiðar minnka mengun og bæta þannig loftgæði. Um leið minnkar útblástur gróðuhúsalofttegunda sem stuðla að óæskilegum loftslagsbreytingum. Hjólreiðar auka heilbrigði og draga úr offitu sem er að verða alvarleg heilsufarsógn með síhækkandi kostnaði fyrir heilbrigðiskerfið. Hjólreiðar létta líka á buddunni með tilheyrandi efnahagsinnspýtingu þar sem hjólreiðar skapa svigrúm til að eyða peningum í eitthvað annað en bifreiðakostnað. Það er býsna skondin umræða sem víða á sér stað fyrir sveitarstjórnarkosningar, þar sem ákveðnir aðilar telja alvarlega vegið að einkabílnum með auknum áherslum á hjólreiðar. Undirritaður tekur einkabílinn allt of oft fram yfir hjólið en þakkar hinsvegar fyrir hvert hjól sem hann keyrir framhjá vitandi það að þar fer ökumaður sem ekki fyllir götur og bílastæði. Hjólreiðamenn eru með öðrum orðum að minnka líkur á að einkabíll lendi í umferðaröngþveiti eða finni ekki laust bílastæði. Hjólreiðar vega því ekki að einkabílnum heldur þjónusta hann með því að liðka fyrir umferð. Reiðhjól eru til í óteljandi útgáfum þar sem allir ættu að geta fundið hjól við sitt hæfi. Eitt eiga þessi hjól sameiginlegt en það er sú staðreynd að öll kosta þau peninga. Það getur verið erfitt að punga út 25 -250 þúsund krónum fyrir hinn almenna launamann en góðu fréttirnar eru þær að fjárfestingin skilar sér til baka í formi olíusparnaðar. Orkusetur hefur sett upp skemmtilega reiknivél þar sem hægt er að sjá hversu lengi þú ert að borga upp draumahjólið. Reiknivélin virkar þannig að þú setur inn bílnúmerið á bifreiðinni sem þú hyggst skilja eftir í stæðinu heima, síðan setur þú inn verðið á draumahjólinu. Niðurstaðan kemur fram sem fjöldi kílómetra sem hjóla þarf til að borga upp gripinn. Olía er glettilega dýr og það kemur mörgum á óvart hversu hratt fjárfestingin skilar sér. Miðað við langan líftíma hjóla má þó segja að á endanum verða öll hjól í raun ókeypis. Reiknivélina má finna hér á vef Orkusetursins.Svona lýtur hjólareiknirinn út.
Skoðun Hvað er velsældarhagkerfið? Kristín Vala Ragnarsdóttir,Ásgeir Brynjar Torfason,Brynhildur Davíðsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Silja Elvarsdóttir skrifar
Skoðun Erfðafjárskattur og kynslóðaskipti - Erþaðþáskattur? Helgi Már Jósepsson,Cristina Cretu skrifar
Skoðun Hvers vegna óskar fólk eftir dánaraðstoð? Gögnin segja aðra sögu en margir halda Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar: aðferð til að tryggja mannréttindi Anna Lára Steindal,Katarzyna Kubiś skrifar
Skoðun Hjóla – og göngustígar í Reykjavík: Metnaður á pappír, en brotakennd framkvæmd Gunnar Einarsson skrifar