Skoða þarf skólamálin á Akranesi Samúel Karl Ólason skrifar 14. maí 2014 14:22 Stóru málin heimsóttu Borgarbyggð og Akranes á ferð sinni um Vesturland í aðdraganda sveitarstjórnarkosninga. Borgnesingar vilja fegra bæinn sinn, hafa áhyggjur af atvinnumálum og vilja fá stóran vinnustað í bæinn. Á meðal stóru málanna hjá Skagamönnum eru skólamálin, staða bæjarsjóðs og svo þarf að ákveða hvað á að gera við sementsverksmiðjureitinn. Heimir Már Pétursson ræddi við íbúa í sveitarfélaginu, þar sem Framsóknarflokkurinn, Samfylkingin, Sjálfstæðisflokkurinn og Vinstri græn bjóða fram. Heimir Már kom því næst við á Akranesi og leit fyrst við hjá apótekaranum Ólafi Adólfssyni, sem leiðir lista sjálfstæðismanna á Akranesi. Hann sagði stóru málin vera stöðu bæjarsjóðs sem og rekstur hans. Atvinnumál og skólamál sagði hann að yrðu einnig hátt á lista. Ingibjörg Pálmadóttir oddviti framsóknarmanna á Akranesi tók á móti Heimi Má á kosningasrifstofu Framsóknarflokksins á Akranesi. Hún sagði frá því af hverju hún væri að kasta sér aftur út í stjórnmálin. Hún segir möguleikana í samfélaginu vera ótrúlega. Nefndi hún einnig Sementsreitinn svokallaða, en allir frambjóðendur tóku fram að þar yrði bærinn að vanda sig í skipulagsmálum. Heimir Már ræddi einnig við Ingibjörgu Valdimarsdóttur oddvita Samfylkingarinnar. Hún segist vilja halda áfram að halda vel að fjölskyldufólki, stuðla að stofnun leigusamtaka og fara í viðhald á götum og stofnæðum bæjarins. Björt framtíð fer fram í fyrsta sinn á Akranesi, en Heimir Már ræddi við Vilborgu Þórunni Guðbjartsdóttur, oddvita, um framboðið. Hún segir ýmis viðhaldsverkefni bíða eftir að tekið sé til hendinni. Þröstur Þór Ólafsson, oddviti Vinstri grænna, að þrátt fyrir að bæjarfélagið sýni mjög bætta afkomu, megi ekki slaka á í því. Hann segir ferðamenn hafa farið fram hjá Akranesi og það sé vonandi að breytast. Oddvitarnir allir voru sammála um að skoða þyrfti stöðu skólamála á Akranesi. Forsetakosningar 2016 video kassi Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Vesturland Stóru málin Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Fleiri fréttir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Sjá meira
Stóru málin heimsóttu Borgarbyggð og Akranes á ferð sinni um Vesturland í aðdraganda sveitarstjórnarkosninga. Borgnesingar vilja fegra bæinn sinn, hafa áhyggjur af atvinnumálum og vilja fá stóran vinnustað í bæinn. Á meðal stóru málanna hjá Skagamönnum eru skólamálin, staða bæjarsjóðs og svo þarf að ákveða hvað á að gera við sementsverksmiðjureitinn. Heimir Már Pétursson ræddi við íbúa í sveitarfélaginu, þar sem Framsóknarflokkurinn, Samfylkingin, Sjálfstæðisflokkurinn og Vinstri græn bjóða fram. Heimir Már kom því næst við á Akranesi og leit fyrst við hjá apótekaranum Ólafi Adólfssyni, sem leiðir lista sjálfstæðismanna á Akranesi. Hann sagði stóru málin vera stöðu bæjarsjóðs sem og rekstur hans. Atvinnumál og skólamál sagði hann að yrðu einnig hátt á lista. Ingibjörg Pálmadóttir oddviti framsóknarmanna á Akranesi tók á móti Heimi Má á kosningasrifstofu Framsóknarflokksins á Akranesi. Hún sagði frá því af hverju hún væri að kasta sér aftur út í stjórnmálin. Hún segir möguleikana í samfélaginu vera ótrúlega. Nefndi hún einnig Sementsreitinn svokallaða, en allir frambjóðendur tóku fram að þar yrði bærinn að vanda sig í skipulagsmálum. Heimir Már ræddi einnig við Ingibjörgu Valdimarsdóttur oddvita Samfylkingarinnar. Hún segist vilja halda áfram að halda vel að fjölskyldufólki, stuðla að stofnun leigusamtaka og fara í viðhald á götum og stofnæðum bæjarins. Björt framtíð fer fram í fyrsta sinn á Akranesi, en Heimir Már ræddi við Vilborgu Þórunni Guðbjartsdóttur, oddvita, um framboðið. Hún segir ýmis viðhaldsverkefni bíða eftir að tekið sé til hendinni. Þröstur Þór Ólafsson, oddviti Vinstri grænna, að þrátt fyrir að bæjarfélagið sýni mjög bætta afkomu, megi ekki slaka á í því. Hann segir ferðamenn hafa farið fram hjá Akranesi og það sé vonandi að breytast. Oddvitarnir allir voru sammála um að skoða þyrfti stöðu skólamála á Akranesi.
Forsetakosningar 2016 video kassi Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Vesturland Stóru málin Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Fleiri fréttir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Sjá meira