Tortryggja jarðakaup Nubos á Svalbarða Kristján Már Unnarsson skrifar 16. maí 2014 19:15 Ósk Kínverjans Huangs Nubo að kaupa hluta af Svalbarða vekur tortryggni í Noregi. Þar hafa bæði stjórnmálamenn og Kínasérfræðingar varað við sölunni og blandað Íslendingum í umræðuna. Nubo vill kaupa svæði við höfuðstaðinn Longyearbyen. Bærinn stendur við Aðventufjörð en það er um 200 ferkílómetra land í einkaeigu við þennan sama fjörð, 0,35% af Svalbarða, sem Huang Nubo vill eignast. Eins og á Íslandi segir hann tilganginn að byggja hótel.Það má vel líta á þetta sem góða viðskiptahugmynd því 70 þúsund ferðamenn heimsóttu Svalbarða í fyrra og þar hafa hótel og veitingastaðir sprottið upp á síðustu árum. Ekki spillir að Svalbarði er skattaparadís. Þangað er daglegt áætlunarflug og landið sem Nubo vil eignast er stutt frá flugvellinum. En rétt eins og á Íslandi þá mæta áform Nubos tortryggni í Noregi. Það virðast ekki allir trúa því að hér sé bara á ferðinni kínverskur kaupsýslumaður, saklaust ljóðskáld og Íslandsvinur. Efasemdarmenn gefa í skyn að kínversk stjórnvöld séu að baki Nubo og tilgangurinn sé að ná fótfestu á Norðurslóðum. Áhrifamiklir stjórnmálamenn hafa varað við sölunni, einnig sérfræðingar í málefnum Kína. Norskir fjölmiðlar hafa meira að segja dregið fram Ögmund Jónasson í umræðuna en hann var sá íslenskra ráðherra sem harðast beitti sér gegn því að Nubo fengi að kaupa Grímsstaði á Fjöllum. Jarðakaup útlendinga Tengdar fréttir Forðast að skjóta hvítabirnina á Svalbarða Á Svalbarða forðast menn í lengstu lög að skjóta hvítabirni, enda alfriðaðir, og ef slíkt gerist kallar það undantekningalaust á lögreglurannsókn. Kristján Már Unnarsson var á ísbjarnarslóðum á Svalbarða. 23. apríl 2011 18:50 Lenín vakir enn yfir Barentsburg á Svalbarða Einn leyndardómsfyllsti bær á dögum kalda stríðsins var Barentsburg á Svalbarða en þar réðu Sovétmenn ríkjum. 22. apríl 2011 19:30 Barirnir komu Íslendingnum á Svalbarða á óvart Miklar breytingar hafa orðið á samfélaginu á Svalbarða á undanförnum árum. Þar sem áður voru einkum kolanámuverkamenn er nú vísindasamfélag og vaxandi ferðaþjónusta, - og þar býr auðvitað Íslendingur. 21. apríl 2011 19:30 Segir yndislegt í kuldanum uppi á Svalbarða Ferðamannatíminn á Svalbarða er í hámarki þessa dagana, á tímabilinu frá apríl og fram í maí, þótt enn megi búast við yfir tuttugu stiga frosti þar. Kristján Már Unnarsson kynnti sér hversvegna ferðamenn sækja í slíka klakahöll á þessum árstíma. 24. apríl 2011 19:10 Kanna hvort Svalbarði nýtist olíuiðnaði Norska ríkisstjórnin hefur falið Olíustofnun Noregs að leggja mat á hvort Svalbarði geti nýst olíuiðnaði. Það er í tengslum við hugsanlega umsókn um að Svalbarði fari á Heimsminjaskrá Sameinuðu þjóðanna sem Olíustofnunin er beðin um að kanna hvaða áhrif slík staða eyjanna hefði á mögulega nýtingu þeirra sem bækistöðvar eða flutningamiðstöðvar, ef norðurhluti Barentshafs yrði opnaður til olíuleitar. 11. desember 2012 08:15 Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Fleiri fréttir Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Sjá meira
Ósk Kínverjans Huangs Nubo að kaupa hluta af Svalbarða vekur tortryggni í Noregi. Þar hafa bæði stjórnmálamenn og Kínasérfræðingar varað við sölunni og blandað Íslendingum í umræðuna. Nubo vill kaupa svæði við höfuðstaðinn Longyearbyen. Bærinn stendur við Aðventufjörð en það er um 200 ferkílómetra land í einkaeigu við þennan sama fjörð, 0,35% af Svalbarða, sem Huang Nubo vill eignast. Eins og á Íslandi segir hann tilganginn að byggja hótel.Það má vel líta á þetta sem góða viðskiptahugmynd því 70 þúsund ferðamenn heimsóttu Svalbarða í fyrra og þar hafa hótel og veitingastaðir sprottið upp á síðustu árum. Ekki spillir að Svalbarði er skattaparadís. Þangað er daglegt áætlunarflug og landið sem Nubo vil eignast er stutt frá flugvellinum. En rétt eins og á Íslandi þá mæta áform Nubos tortryggni í Noregi. Það virðast ekki allir trúa því að hér sé bara á ferðinni kínverskur kaupsýslumaður, saklaust ljóðskáld og Íslandsvinur. Efasemdarmenn gefa í skyn að kínversk stjórnvöld séu að baki Nubo og tilgangurinn sé að ná fótfestu á Norðurslóðum. Áhrifamiklir stjórnmálamenn hafa varað við sölunni, einnig sérfræðingar í málefnum Kína. Norskir fjölmiðlar hafa meira að segja dregið fram Ögmund Jónasson í umræðuna en hann var sá íslenskra ráðherra sem harðast beitti sér gegn því að Nubo fengi að kaupa Grímsstaði á Fjöllum.
Jarðakaup útlendinga Tengdar fréttir Forðast að skjóta hvítabirnina á Svalbarða Á Svalbarða forðast menn í lengstu lög að skjóta hvítabirni, enda alfriðaðir, og ef slíkt gerist kallar það undantekningalaust á lögreglurannsókn. Kristján Már Unnarsson var á ísbjarnarslóðum á Svalbarða. 23. apríl 2011 18:50 Lenín vakir enn yfir Barentsburg á Svalbarða Einn leyndardómsfyllsti bær á dögum kalda stríðsins var Barentsburg á Svalbarða en þar réðu Sovétmenn ríkjum. 22. apríl 2011 19:30 Barirnir komu Íslendingnum á Svalbarða á óvart Miklar breytingar hafa orðið á samfélaginu á Svalbarða á undanförnum árum. Þar sem áður voru einkum kolanámuverkamenn er nú vísindasamfélag og vaxandi ferðaþjónusta, - og þar býr auðvitað Íslendingur. 21. apríl 2011 19:30 Segir yndislegt í kuldanum uppi á Svalbarða Ferðamannatíminn á Svalbarða er í hámarki þessa dagana, á tímabilinu frá apríl og fram í maí, þótt enn megi búast við yfir tuttugu stiga frosti þar. Kristján Már Unnarsson kynnti sér hversvegna ferðamenn sækja í slíka klakahöll á þessum árstíma. 24. apríl 2011 19:10 Kanna hvort Svalbarði nýtist olíuiðnaði Norska ríkisstjórnin hefur falið Olíustofnun Noregs að leggja mat á hvort Svalbarði geti nýst olíuiðnaði. Það er í tengslum við hugsanlega umsókn um að Svalbarði fari á Heimsminjaskrá Sameinuðu þjóðanna sem Olíustofnunin er beðin um að kanna hvaða áhrif slík staða eyjanna hefði á mögulega nýtingu þeirra sem bækistöðvar eða flutningamiðstöðvar, ef norðurhluti Barentshafs yrði opnaður til olíuleitar. 11. desember 2012 08:15 Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Fleiri fréttir Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Sjá meira
Forðast að skjóta hvítabirnina á Svalbarða Á Svalbarða forðast menn í lengstu lög að skjóta hvítabirni, enda alfriðaðir, og ef slíkt gerist kallar það undantekningalaust á lögreglurannsókn. Kristján Már Unnarsson var á ísbjarnarslóðum á Svalbarða. 23. apríl 2011 18:50
Lenín vakir enn yfir Barentsburg á Svalbarða Einn leyndardómsfyllsti bær á dögum kalda stríðsins var Barentsburg á Svalbarða en þar réðu Sovétmenn ríkjum. 22. apríl 2011 19:30
Barirnir komu Íslendingnum á Svalbarða á óvart Miklar breytingar hafa orðið á samfélaginu á Svalbarða á undanförnum árum. Þar sem áður voru einkum kolanámuverkamenn er nú vísindasamfélag og vaxandi ferðaþjónusta, - og þar býr auðvitað Íslendingur. 21. apríl 2011 19:30
Segir yndislegt í kuldanum uppi á Svalbarða Ferðamannatíminn á Svalbarða er í hámarki þessa dagana, á tímabilinu frá apríl og fram í maí, þótt enn megi búast við yfir tuttugu stiga frosti þar. Kristján Már Unnarsson kynnti sér hversvegna ferðamenn sækja í slíka klakahöll á þessum árstíma. 24. apríl 2011 19:10
Kanna hvort Svalbarði nýtist olíuiðnaði Norska ríkisstjórnin hefur falið Olíustofnun Noregs að leggja mat á hvort Svalbarði geti nýst olíuiðnaði. Það er í tengslum við hugsanlega umsókn um að Svalbarði fari á Heimsminjaskrá Sameinuðu þjóðanna sem Olíustofnunin er beðin um að kanna hvaða áhrif slík staða eyjanna hefði á mögulega nýtingu þeirra sem bækistöðvar eða flutningamiðstöðvar, ef norðurhluti Barentshafs yrði opnaður til olíuleitar. 11. desember 2012 08:15