Daníel hættir sem bæjarstjóri Sveinn Arnarsson skrifar 6. maí 2014 12:14 Ísafjörður fær nýjan bæjarstjóra vísir/pjetur Ljóst er að nýr bæjarstjóri mun taka til starfa eftir kosningar í Ísafjarðarbæ. Daníel Jakobsson var ráðinn ópólitískur bæjarstjóri eftir kosningar árið 2010 af meirihluta Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks. Hann bauð fram krafta sína til að leiða lista flokksins í kosningunum í maí en ætlar samt sem áður að hætta sem bæjarstjóri. Daníel sagði í samtali við fréttablaðið að hans kraftar væru best nýttir í umbreytingarferli og taldi hann best að nýr maður kæmi að stjórnun bæjarins á næsta kjörtímabili. Daníel ætlaði að hefja störf hjá fjölskyldufyrirtækinu á Ísafirði sem stæði í hótelrekstri. Ísafjarðarbær var rekinn með um 300 milljóna króna tekjuafgangi árið 2013 samanborið við um 300 milljóna króna halla árið 2011. Þessi umbreyting í rekstri bæjarsjóðs er Daníel afar stoltur af. Hann telji samt sem áður að nú sé lag á að nýr maður taki við og sæki fram. Bæjarsjóður standi vel. Ný könnun sýnir meirihluta Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins fallinn í Ísafjarðarbæ. Sjálfstæðisflokkurinn tapar manni yfir til Bjartrar framtíðar á meðan Framsóknarflokkurinn heldur sínum manni inni. Björt framtíð er nú í kappi við tímann um að hnoða saman lista til sveitarstjórnar svo spennan er mikil í sveitarstjórnarkosningunum í Ísafjarðarbæ. Arna Lára Jónsdóttir leiðir lista Í-listans og Marzellíus Sveinbjörnsson er nýr oddviti Framsóknarflokksins eftir að Albertína Friðbjörg Elíasdóttir ákvað að hætta í bæjarstjórn. Ísafjarðarbær er sameinað sveitarfélag nokkurra þéttbýliskjarna á Vestfjörðum, Þingeyrar, Ísafjarðarbæjar, Súgandafjarðar, Flateyrar, og síðast en ekki síst, Hnífsdals. Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Vestfirðir Mest lesið Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Langt í frá að málinu sé lokið Innlent Íhugar ekki stöðu sína Innlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Fleiri fréttir Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Sjá meira
Ljóst er að nýr bæjarstjóri mun taka til starfa eftir kosningar í Ísafjarðarbæ. Daníel Jakobsson var ráðinn ópólitískur bæjarstjóri eftir kosningar árið 2010 af meirihluta Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks. Hann bauð fram krafta sína til að leiða lista flokksins í kosningunum í maí en ætlar samt sem áður að hætta sem bæjarstjóri. Daníel sagði í samtali við fréttablaðið að hans kraftar væru best nýttir í umbreytingarferli og taldi hann best að nýr maður kæmi að stjórnun bæjarins á næsta kjörtímabili. Daníel ætlaði að hefja störf hjá fjölskyldufyrirtækinu á Ísafirði sem stæði í hótelrekstri. Ísafjarðarbær var rekinn með um 300 milljóna króna tekjuafgangi árið 2013 samanborið við um 300 milljóna króna halla árið 2011. Þessi umbreyting í rekstri bæjarsjóðs er Daníel afar stoltur af. Hann telji samt sem áður að nú sé lag á að nýr maður taki við og sæki fram. Bæjarsjóður standi vel. Ný könnun sýnir meirihluta Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins fallinn í Ísafjarðarbæ. Sjálfstæðisflokkurinn tapar manni yfir til Bjartrar framtíðar á meðan Framsóknarflokkurinn heldur sínum manni inni. Björt framtíð er nú í kappi við tímann um að hnoða saman lista til sveitarstjórnar svo spennan er mikil í sveitarstjórnarkosningunum í Ísafjarðarbæ. Arna Lára Jónsdóttir leiðir lista Í-listans og Marzellíus Sveinbjörnsson er nýr oddviti Framsóknarflokksins eftir að Albertína Friðbjörg Elíasdóttir ákvað að hætta í bæjarstjórn. Ísafjarðarbær er sameinað sveitarfélag nokkurra þéttbýliskjarna á Vestfjörðum, Þingeyrar, Ísafjarðarbæjar, Súgandafjarðar, Flateyrar, og síðast en ekki síst, Hnífsdals.
Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Vestfirðir Mest lesið Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Langt í frá að málinu sé lokið Innlent Íhugar ekki stöðu sína Innlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Fleiri fréttir Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Sjá meira