Tekist á í bæjarstjórn Reykjanesbæjar Sveinn Arnarsson skrifar 7. maí 2014 10:29 Meirihluti bæjarstjórnar vill spyrja íbúa hvort þeir vilji aukna þjónustu. Meirihluti Sjálfstæðisflokksins í bæjarstjórn Reykjanesbæjar samþykkti á bæjarstjórnarfundi í gær þá tillögu meirihlutans að spyrja íbúa samhliða sveitarstjórnarkosningum um þjónustustig heilsugæslunnar í bænum. Miklar umræður sköpuðust í bæjarstjórn um tillöguna. Minnihlutinn sem samanstendur af Framsóknarflokki, Samfylkingu og óháðum og Gunnari Þórarinssyni var mótfallin tillögunni. Töldu þau hana óvandaða og óábyrga. Tillaga að spurningu sem meirihluti Sjálfstæðisflokks samþykkti hljóðar svona: „Telur þú þörf á að bæta þjónustu heilsugæslunnar í Reykjanesbæ?“ Svarmöguleikar sem íbúum er gefið eru Já, Nei, og Veit ekki. Fulltrúar Samfylkingarinnar og óháðra voru einnig á móti tillögunni og bókuðu eftirfarandi: „Eins og alþjóð veit þá stendur Reykjanesbær mjög illa fjárhagslega og ekki á bætandi að stökkva út í óvissuna með því að fara að reka heilsugæslu fyrir ríkið sem borgar ílla og seint eins og raunin er með hjúkrunarþjónustu á Suðurnesjum. Við efumst um að tillagan sé lögð fram alfarið með hagsmuni íbúa Reykjanesbæjar í huga. Um er að ræða óábyrga tillögu sem kastar ryki í augu kjósenda með þann undirliggjandi tilgang að einkavæða eina af grunnstöðum samfélagsins, heilsugæsluna,“ segir í bókun Samfylkingar og óháðraÁrni Sigfússon, bæjarstjóriFramsóknarmaðurinn Kristinn Þór Jakobsson var á sömu skoðun og mótmælti harðlega tillögu meirihlutans. Hann vildi meina að frestur sé liðinn samkvæmt sveitarstjórnarlögum að boða til atkvæðagreiðslu samhliða sveitarstjórnarkosningum í vor og því tæknilega ómögulegt að framkvæma tillögu meirihlutans. „Tillaga bæjarstjóra, Árna Sigfússonar, um íbúakosningu samhliða sveitarstjórnarkosningunum 31. maí er tilraun til að færa kosningamál Sjálfstæðismanna inn í kjörklefann á kjördag. Lengra í kosningaáróðri á kjörstað verður ekki seilst. Í skjóli naums meirihlutavalds hafa þeir ákveðið að gera lítið úr hugtakinu íbúalýðræði,“ segir í bókun Kristins. Gunnar Þórarinsson sem situr í bæjarstjórn í umboði Sjálfstæðisflokksins greiddi atkvæði á móti tillögunni, Gunnar klauf sig frá Sjálfstæðisflokknum fyrir skömmu og býður fram undir merkjum Frjáls afls í komandi sveitarstjórnarkosningum. Hann telur spurninguna leiðandi og ekkert fáist út úr svörum íbúanna sem hægt sé að vinna með. Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Reykjanes Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa Innlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira
Meirihluti Sjálfstæðisflokksins í bæjarstjórn Reykjanesbæjar samþykkti á bæjarstjórnarfundi í gær þá tillögu meirihlutans að spyrja íbúa samhliða sveitarstjórnarkosningum um þjónustustig heilsugæslunnar í bænum. Miklar umræður sköpuðust í bæjarstjórn um tillöguna. Minnihlutinn sem samanstendur af Framsóknarflokki, Samfylkingu og óháðum og Gunnari Þórarinssyni var mótfallin tillögunni. Töldu þau hana óvandaða og óábyrga. Tillaga að spurningu sem meirihluti Sjálfstæðisflokks samþykkti hljóðar svona: „Telur þú þörf á að bæta þjónustu heilsugæslunnar í Reykjanesbæ?“ Svarmöguleikar sem íbúum er gefið eru Já, Nei, og Veit ekki. Fulltrúar Samfylkingarinnar og óháðra voru einnig á móti tillögunni og bókuðu eftirfarandi: „Eins og alþjóð veit þá stendur Reykjanesbær mjög illa fjárhagslega og ekki á bætandi að stökkva út í óvissuna með því að fara að reka heilsugæslu fyrir ríkið sem borgar ílla og seint eins og raunin er með hjúkrunarþjónustu á Suðurnesjum. Við efumst um að tillagan sé lögð fram alfarið með hagsmuni íbúa Reykjanesbæjar í huga. Um er að ræða óábyrga tillögu sem kastar ryki í augu kjósenda með þann undirliggjandi tilgang að einkavæða eina af grunnstöðum samfélagsins, heilsugæsluna,“ segir í bókun Samfylkingar og óháðraÁrni Sigfússon, bæjarstjóriFramsóknarmaðurinn Kristinn Þór Jakobsson var á sömu skoðun og mótmælti harðlega tillögu meirihlutans. Hann vildi meina að frestur sé liðinn samkvæmt sveitarstjórnarlögum að boða til atkvæðagreiðslu samhliða sveitarstjórnarkosningum í vor og því tæknilega ómögulegt að framkvæma tillögu meirihlutans. „Tillaga bæjarstjóra, Árna Sigfússonar, um íbúakosningu samhliða sveitarstjórnarkosningunum 31. maí er tilraun til að færa kosningamál Sjálfstæðismanna inn í kjörklefann á kjördag. Lengra í kosningaáróðri á kjörstað verður ekki seilst. Í skjóli naums meirihlutavalds hafa þeir ákveðið að gera lítið úr hugtakinu íbúalýðræði,“ segir í bókun Kristins. Gunnar Þórarinsson sem situr í bæjarstjórn í umboði Sjálfstæðisflokksins greiddi atkvæði á móti tillögunni, Gunnar klauf sig frá Sjálfstæðisflokknum fyrir skömmu og býður fram undir merkjum Frjáls afls í komandi sveitarstjórnarkosningum. Hann telur spurninguna leiðandi og ekkert fáist út úr svörum íbúanna sem hægt sé að vinna með.
Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Reykjanes Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa Innlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira